Fréttir

Bakteríuland!

Mánudaginn 7. sept. er þátturinn Bakteríuland á dagskrá í sjónvarpinu (RUV). Starfsmaður Matís, Viggó Marteinsson, kemur talsvert við sögu í þættinum.

Franskir þáttagerðamenn gerðu mynd um bakteríur og menn þ.e. áhrif og notagildi örvera á menn. Vinkill þáttagerðamannanna er góða hliðin á örverurum fyrir menn en í > 99.9% tilfella eru þær okkur lífsnauðsynlegar. En við heyrum sjaldnast af þessu heldur fáum við iðurlega umfjöllun um þessi < en 1% þar sem þær geta valdið mannfólkinu skaða.

Matís stendur mjög framalega í rannsóknum, uppgvötunum og þróun nýrra ensíma til nota í rannsókna-, matvæla-, lyfja-og orkuiðnaði. Unnið er að notkun þörunga sem framleiðslukerfa og notkun lífveruverkfræði (metabolic engieering) við hönnun framleiðslulífvera til efnasmíða. Einnig er unnið að einangrun, framleiðslu, umbreytingu og þróun lífvirkra efna og matvæla og eiginleikar þeirra (t.d. blóðþrýstingslækkandi- og andoxandieiginleikar) ákvarðaðir með mismunandi rannsóknaraðferðum. Stærstur hluti þessara rannsókna og verkefna fer fram á sviði Líftækni og lífefna hjá Matís.

Mikið af starfi sviðsins byggir á áralöngum rannsóknum á ensímum sem einangruð hafa verið úr hitakærum örverum og stór þáttur í starfseminni felst í skimun og könnun á nýjum ensímum úr lífverum sem lifa við jaðarskilyrði lífs, háan hita, mikinn kulda lágt sýrustig og svo framvegis til nota í iðnaði.

Á sviðinu er unnið að verkefnum á sviði örverufræði, t.d. umhverfismati og greiningum á tegundasamsetningu í blönduðum sýnum, t.d. úr hverum, sjó, seti og frárennsli. Hér er vistfræðileg nálgun byggð á erfðafæðilegum grunni, þ.e. raðgreiningum á tegundagreinandi geni þar sem ræktun örvera er ekki lengur nauðsynleg.

Matís hefur í töluverðan tíma verið í góðu samstarfi við Bláa Lónið m.a. varðandi rannsóknir á vaxtarskilyrðum þörunga og blágrænna baktería, einangrun þeirra og hreinsun.

Nánari upplýsingar um þáttinn sem verður á dagskrá kl. 20:20, má finna á http://dagskra.ruv.is/nanar/4577/

Frekari upplýsingar veitir Viggó Marteinsson, viggo.marteinsson@matis.is.

IS