Föstudaginn 29. febrúar luku 23 nemendur námi sínu frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, og er þetta 9. árgangurinn sem hefur lokið sex mánaða námi við skólann.
Skólinn er samstarfsverkefni fjögurra stofnana/fyrirtækja: Hafrannsóknastofnunar, Matís, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, en auk þess koma Hólaskóli og Háskólasetur Vestfjarða að þessu samstarfi. Daglegur rekstur skólans heyrir undir Hafrannsóknastofnun og er forstöðumaður skólans Tumi Tómasson.
Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna tók til starfa á árinu 1998, en í ágúst það ár hófu fyrstu 6 nemendurnir nám hér, en síðan þá hefur fjöldi nemenda margfaldast og koma þeir nú víðsvegar að úr heiminum. Í náminu er lögð áhersla á hagnýta þekkingu og reynslu, og nemendur vinna náið með íslenskum leiðbeinendum í verkefnavinnu og starfskynningum sem taka rúman helming þeirra sex mánaða sem námið varir. Á hverju ári er boðið upp á sérnám á 3-4 brautum, en sérnámið tekur á bilinu 4-5 mánuði.
Skólinn er að mestu leyti fjármagnaður með hluta af framlagi Íslands til þróunarmála og með framlögum frá Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Að auki hafa nokkrir nemendur stundað nám með styrk frá öðrum aðilum. Skólinn hefur sérstaka stjórn og er samstarfsverkefni fjögurra stofnana undir forystu Hafrannsóknastofnunarinnar.
Hjá Matís hafa allir nemendur skólans fengið kennslu í grunnáfanga um gæði og vinnslu fisks og í beinu framhaldi hafa nemendur á gæðalínu skólans, sem í ár voru sjö, fengið kennslu og verklega þjálfun. Fimm af þessum sjö nemendum hafa unnið lokaverkefni sín hjá Matís í Reykjavík. Að auki luku tveir nemendur verkefni frá Hólaskóla undir handleiðslu starfsmanns Matís. Þetta eru m.a. verkefni sem fjalla um rekjanleika, kælingu, þurrkun, gæði og geymsluþol ásamt samningu námsefnis með nemendurnir vinna með þarfir í eigin heimalandi í huga.
Hér að neðan eru talin upp þessi verkefni, höfundar og leiðbeinendur.
Gæðastjórnum við meðferð fisks og fiskvinnslu:
Juliana A Galvao frá Brasilíu Heiti verkefnis: Quality control in cod fishing using traceability system. Leiðbeinendur: Sveinn Margeirsson, Cecilia Garate og Jónas Rúnar Viðarsson, MATÍS.
Hong Yan Gao frá Kína Heiti verkefnis: Methods of pre-cooling and chilling for fresh cod fish and influences on qulity during storage at -1,5°C Leiðbeinendur: Bjorn Margeirsson, Kristín Þórarinsdóttir og Sigurjón Arason, MATIS
Gisella Cruz Nunez frá Kúbu Heiti verkefnis: Quality and stability of crude oil extracted from Cuban shark livers: Comparison with cod liver oil and capelin oil from Iceland Leiðbeinendur: Heiða Pálmadóttir og Rósa Jónsdóttir, MATÍS
Dedan Mwangi Mungai frá Kenía Heiti verkefnis: Identification of the contents for an advanced training course for fish inspectors in Kenya Leiðbeinendur: Franklín Georgsson og Margeir Gissurarson, MATÍS
Van Minh Nguyen frá Víetnam Heiti verkefnis: The effects of storing and drying on quality of cured, salted cod Leiðbeinendur: Sigurjón Arason og Ásbjörn Jónsson, MATIS
Sjálfbært fiskeldi:
Pada Anak Bijo frá Malaysíu Heiti verkefnis: Feasibility Study of a Recirculation Aquaculture System Leiðbeinendur: Helgi Thorarensen, Hólaskóla, Ragnar Jóhannsson, Hólaskóla og MATIS og Páll Jensson, Háskóla Íslands.
Mercedes Isla Molleda frá Kúbu Heiti verkefnis: Water Quality in Recirculating Aquaculture Systems (RAS) for Arctic Charr (Salvelinus alpinus L.) culture. Leiðbeinendur: Helgi Thorarensen, Holar Univerity College og Ragnar Jóhannsson; MATIS.
Myndin var tekin þegar hópurinn heimsótti fiskvinnslufyrirtæki á Akureyri.