Fréttir

Ráðstefna um vöktun líffræðilegs fjölbreytileika með umhverfis DNA

Tengiliður

Davíð Gíslason

Verkefnastjóri

davidg@matis.is

Ráðstefnan MOBeDNA (monitoring biodiversity using eDNA) var haldin í sal Hafrannsóknastofnunar 2.-3. október sl.

Á ráðstefnunni voru fluttir fyrirlestrar um nýja aðferðafræði í verndunarlíffræði og rannsóknir á líffræðilegum fjölbreytileika fiska, smáþörunga og annara lífvera í sjó og fersku vatni. 

Á ráðstefnunni voru fluttir fyrirlestrar um nýja aðferðafræði í verndunarlíffræði og rannsóknir á líffræðilegum fjölbreytileika fiska, smáþörunga og annara lífvera í sjó og fersku vatni. Umhverfis DNA (environmental DNA, eDNA) er erfðaefni lífvera sem finnst í umhverfinu en flestar lífverur skilja eftir sig erfðaefni í umhverfinu sem kemur frá dauðum húðfrumum, slími fiska og saur. Með því að taka sjósýni og sía í gengnum fína síu má safna því DNA sem er að finna í sjónum. Erfðaefnið er síðan einangrað úr síunni, magnað upp og raðgreint. Raðgreind er tiltekin svæði á hvatberalitningi, en röðin er mjög breytileg milli tegunda. Röðin er borin saman við þekktar DNA raðir tegunda í gagnabanka til að ákvarða fjölda tegunda í sýninu. Með þessu er hægt að fá mat á líffræðilegum fjölbreytileika vistkerfis án þess að lífverurnar séu truflaðar eða drepnar.

Á ráðstefnunni kynntu 13 vísindamenn frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Færeyjum og Kanada eDNA rannsóknir og voru haldin 16 erindi. Erindin fjölluðu öll um notkun þessarar nýju tækni við rannsóknir á líffræðilegum fjölbreytileika, stöðu þekkingar, samanburð við aðrar aðferðir, aðferðir við söfnun, sjálfvirknivæðingu mælinga og frekari tækifæri við notkun aðferðarinnar. Annar tilgangur ráðstefnunnar er að mynda hóp vísindamanna frá Norðurlöndunum, Evrópu og Kanada sem vinna við eDNA rannsóknir sem geta unnið saman í framtíðinni að framgangi slíkra rannsókna.

Ráðstefnan var opin og skráðu sig um 50 manns. Ráðstefnan ályktaði að tækni og aðferðafræði í eDNA rannsóknum séu langt á veg komnar. Það sem stendur helst í vegi fyrir framþróun aðferðarinnar er að viðmiðunar gagnabankar fyrir tegundir eru margir og upplýsingar í þeim ekki staðlaðar. Enn fremur eru upplýsingar sem þar er að finna oft á tíðum ekki sannreyndar. Ályktað var nauðsyn þess að koma á fót nýjum alþjóðlegum viðmiðunar gagnabanka eða styrkja núverand gagnasöfn svo upplýsingar um allar tegundir væru nákvæmari og altíð réttar.

Ráðstefnan var styrkt af undirhóp Norrænu Ráðherra nefndarinnar AG-FISK sem fjallar um fiskveiðar og fiskeldi. Davíð Gíslason sérfræðingur á Matís og Christophe Pampoulie erfðafræðingur á Hafrannsóknastofnun skipulögðu fundinn.

Fréttir

Matís hannar reykaðstöðu fyrir fisk í Síerra Leóne

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Utanríkisráðherra Guðlaugur Þórðarson, sem staddur er í Síerra Leóne, vígði í dag reykaðstöðu í Tombo, sem Matís hefur hannað fyrir Sjávarútvegsskóla sameinuðu þjóðanna og þróunarskrifstofu Utanríkisráðuneytisins.

Um er að ræða 120 fermetra skýli sem hýsir 12 reykofna sem geta fullreykt rúmlega tonni af ferskum fisk á dag. Verkefnið hófst fyrir um ári síðan og líkur formleg í dag með opnunar hátíð þar sem utanríkisráðherra klippir á borða og afhendir þar með heimamönnum aðstöðuna.

Í vestanverðri Afríku er fiskreyking helsta aðferð til að koma fisk á markað áður en hann skemmist. Hin hefðbundna aðferð við reykingu er að setja fiskinn yfir opin eld í lokuðu rými, þar sem framleiðendur, sem aðalega eru konur, stadda í reykjarmekki dag hvern. Þessi vinnuaðstaða er að valda alls kyns kvillum í öndunarvegi og augum. Reykkofarnir sem Matís hefur hannað leysir þessi heilsuvandamál, auk þess sem viðarnotkun minnkar til muna.

Fréttir

Þróun smáþörungafóðurs fyrir fiskeldi

Tengiliður

Davíð Gíslason

Verkefnastjóri

davidg@matis.is

Markmið verkefnisins er að kanna hvort Omega-3 ríkir örþörungar, sem eru framleiddir hjá Algaennvation Iceland á Hellisheiði, henti betur sem fóður fyrir dýrasvif, rækju og skelfisk.

Örþörungar eru grunnurinn í fæðukeðjunni og uppspretta margra næringarefna, svo sem Omega-3, sem er mikilvæg fyrir heilbrigðan vöxt og lifun á frumvaxtarstigi margra fiska, krabbadýra og lindýra. Í mörgum klakstöðvum eru örþörungar notaðir til að rækta og auðga dýrasvif (t.d. rotifers og artemia) sem síðan er gefið sem fóður á lirfustigi fiska og rækju. Næringargildi fóðursins byggir á gæðum örþörunganna. Í dag eru gæðin á næringarinnihaldi örþöruna talin vera flöskuháls vegna núverandi vaxtatækni sem er háð sólarljósi og veðurskilyrðum. Þetta leiðir til breytileika í vaxtarskilyrðum og þörungagæðum vegna áhrifa árstíðabundinna sveiflna. Vegna þessa er framleiðsla kostnaðarsöm og verð á örþörungum hátt.

Fiskeldisiðnaðurinn er að leita að sjálfbærri, hreinni, hagkvæmri og Omega-3 ríkri ræktun/uppsprettu ferskra örþörunga, sem innihalda stöðuga næringarsamsetningu árið um kring. Þetta verkefni á að vera skref til að leysa þennan vanda.

Þátttakendur í verkefninu eru sérfræðingar frá Algaennovation og Matís ásamt doktorsnemendum.

Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði

Heildarstyrkur verkefnisins er um 43 milljónir til tveggja ára, 2019-2021.

Verkefnastjóri verkefnisins er Kristinn Hafliðason, verkefnastjóri hjá Matís er Davíð Gíslason.

Samstarfsaðilar í þessu verkefni er Algaennovation Iceland og Matís ohf.

Heimsmarkmiðin sem þetta verkefni snertir eru: 3, 9, 12, 14.

Fréttir

Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, Askurinn 2019, verður haldin 19.-21. nóvember. Úrslit keppninnar verða tilkynnt á Matarhátíð á Hvanneyri 23 nóvember kl 14:00. Að keppninni stendur Matís ohf í samstarfi við Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matarauð Íslands.

Keppni í matarhandverki er fyrir framleiðendur matarhandverks að sænskri fyrirmynd, Svenska Mästerskapen i Mathantverk. einnig kölluð Særimner, hefur verið haldin árlega, við góðan orðstír frá 1998 af Eldrimner sem er sænska landsmiðstöðin fyrir matarhandverk. Keppnin felur í sér að framleiðendur fá faglegt mat á gæði vörunnar og eru verðlaun, Askurinn, veitt fyrir þær vörur er þykja skara fram úr. Vinningshafar fá viðurkenningarskjal og leyfi til að merkja vinningsvörurnar með viðeigandi límmiða, gull-, silfur eða brons askur, þar sem á er merki keppninnar ásamt ártali. Heimilt er að nota þær merkingar á verðlaunavörur fram að næstu keppni. Gullverðlaunahafi er jafnframt Íslandsmeistari í viðkomandi flokki.

Keppni í matarhandverki var haldin í fyrsta sinn haustið 2014 í samstarfi Matís og Ný norræn matvæli (Ny Nordis Mad). Keppnin tókst mjög vel, 110 vörur tóku þátt í 8 matvöruflokkum frá öllum Norðurlöndunum. Vinningshafar fengu góða fjölmiðlaumfjöllun og eru sumir hverjir ennþá að nýta sér þessa viðurkenningu í markaðsstarfi sínu.

Hvað er matarhandverk?

Matarhandverk snýst um að skapa vörur þar sem lögð er áhersla á einstakt bragð, gæði og ekki síst ímynd, sem iðnaður getur ekki búið til. Áherslan er á að nota staðbundin hráefni, framleiðslu í litlu magni sem er oft svæðisbundin. Matarhandverksvörur eru heilnæmar, án óþarfra aukaefna og vörur sem hægt er að rekja til upprunans. Aðalsmerki matarhandverks er að nota það hráefni, mannafla og verkkunnáttu sem fyrirfinnst á staðnum, í gegnum alla framleiðslukeðjuna. Í matarhandverki er lögð áhersla á að þróa hefðbundnar vörur fyrir neytendur dagsins í dag.

Frekari upplýsingar um keppnisflokka, reglur og þátttöku má finna hér.

Fréttir

Áhrif trefjaefnisins kítósans á þarmaflóru og þyngdarstjórnun

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Matís, í samstarfi við Reykjalund endurhæfingarstofnun SÍBS, Háskóla Íslands og Primex ehf. hefur hlotið 45 milljóna styrk úr Tækniþróunarsjóði Rannís til að rannsaka áhrif lífstílsbreytinga með og án inntöku trefjaefnisins kítósans á þarmaflóru. Heiti verkefnisins er MicroFIBERgut.

Matís, í samstarfi við Reykjalund endurhæfingarstofnun SÍBS, Háskóla Íslands og Primex ehf. hefur hlotið 45 milljóna styrk úr Tækniþróunarsjóði Rannís til að rannsaka áhrif lífstílsbreytinga með og án inntöku trefjaefnisins kítósans á þarmaflóru. Heiti verkefnisins er MicroFIBERgut.

Offita er meðal alvarlegustu heilsufarsvanda nútímans þar sem m.a. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar eru algengir fylgiskvillar. Ávinningur meðferðar við offitu er því augljós. Kítosantrefjar unnar úr rækjuskel binda fitu í meltingarvegi og minnka upptöku hennar. Vísbendingar eru fyrir því að kítósan hafi jákvæð áhrif á meltingu og þarmaflóru. Markmið MicroFIBERgut er að fá betri skilning á því hvort og hvernig kítósan hefur áhrif á meltingu, þyngd og heilsufar einstaklinga. Rannsökuð verða áhrif mismunandi meðferða (lífsstílsbreytinga eða óbreyttur lífstíll með og án inntöku á kítósani) á ýmsar heilsufarstengdar breytur á tvö mismunandi þýði, annars vegar sjúklinga í meðferð á offitu- eða gigtarsvið Reykjalundar og hins vegar heilbrigðan samanburðarhóp. Áhersla verður lögð á greiningu þarmaflóru þar sem fjöldi rannsókna hafa sýnt að örverur hafa áhrif á heilsu og þróun sjúkdóma. Með heildrænni og nýrri nálgun mun verkefnið auka þekkingu til þróunar á nýjum vörum og þjónustu til heilsubótar.

Verkefnisstjóri MicroFIBERgut er Sigurlaug Skírnisdóttir en ábyrgðarmaður verkefnisins á Reykjalundi er Marta Guðjónsdóttir.

Rannsóknarhópurinn á „kick-off“ fundi 3. september 2019. Talið frá vinstri: Hildur, Viggó, Alexandra, Marta, Hélène og Sigurlaug. Á myndina vantar Ingólf og Hjördísi frá Reykjalundi, Þórhall frá H.Í. og Stephen frá Matís.

Fréttir

Kynningar frá fræðslufundi um matvælasvindl aðgengilegar

Fræðslufundur um matvælasvindl sem Matís og Matvælastofnun stóðu fyrir síðastliðinn þriðjudag heppnaðist vel og vakti mikla athygli. Nú má nálgast glærukynningarnar frá fundinum.

Upplýsingar um fundinn og dagskrá má finna hér í frétt Matís. Glærukynningarnar má einnig nálgast hér að neðan:

Brief about Eu Food fraud network and introduction of the Nordic Food fraud project 2018-2020
Herdís Maríanne Guðjónsdóttir, MAST

Implementing a Country- or Regional-Level Food Fraud Vulnerability Assessment (FFVA) and Food Fraud Prevention Strategy (FFPS).
Roy Fenoff, Phd Assistant professor of criminal Justice at the Citadel and research collaborator with the Michigan State University´s Food Fraud Initiative.

Species substitution in the seafood industry
Jónas R. Viðarsson, Matís

The fight against food fraud in Europe – EU coordinated actions
Rúnar I. Tryggvason, MAST

Food fraud and its challenges in food supplements: Do we need more awareness in an increasing e-commerce world!
Zulema Sullca Porta, MAST

Upptökur og viðtöl:

Upptaka af fræðslufundi um matvælasvindl – fyrri hluti

Upptaka af fræðslufundi um matvælasvindl – seinni hluti

Viðtal við Jónas R. Viðarsson fagstjóra hjá MATÍS og Herdísi M. Guðjónsdóttur, sérfræðing hjá Matvælastofnun – Mannlegi þátturinn á Rás 2

Viðtal við Jónas R. Viðarsson fagstjóra hjá MATÍS og Herdísi M. Guðjónsdóttur, sérfræðing hjá Matvælastofnun – Síðdegisútvarpið á Rás 2

Fréttir

Sýndarveruleiki í Varmahlíð

Matís tók þátt í rástefnunni Digi2Market á dögunum sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlands vestra (SSNV) héldu í Varmahlíð. Holly T. Kristinsson kynnti Matís og verkefnið FutureKitchen sem styrkt er af EIT Food og snýst að nota sýndarveruleika til að tengja almenning betur við matinn sem við borðum og nýjustu tækni og vísindi tengt matvælum

Eftir erindið fengu þátttakendur að stíga inn í heim ylræktar á Íslandi þar sem sýnt er hvernig tómatar og annað grænmeti er ræktað innanhúss um hávetur. Einnig fengu gestir að stíga inn í íslenska hátæknifiskvinnslu og fylgjast með fullvinnslu afurða sem endaði inn í matvælaprentara. Myndböndin má finna hér og hægt er að horfa á þau á venjulegum skjá, eða í sýndarveruleikagleraugum.

Þrívíddarprentað sjávarfang

Íslenskir tómatar – þrívíddarmyndband

Markmið Digi2Market verkefnisins sem SSNV stýrir er m.a. að nýta nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki staðsett fjarri markaði og aðstoða þau við að nýta sér stafræna möguleika til sölu og markaðssetningar. Samstarf mun verða á milli SSNV og Matís þar sem þekking Matís á hvernig hægt er að nota sýndarveruleika til að ná til og fræða almenning verður nýtt.

Fréttir

Umsækjendur um starf forstjóra Matís

Umsóknarfrestur um stöðu forstjóra Matís ohf. rann út í gær. Alls bárust níu umsóknir.

Hér að neðan má sjá lista yfir umsækjendur um starf forstjóra Matís:

Anna Kristín Daníelsdóttir
Berglind Ólafsdóttir
Bjarni Ó Halldórsson
Guðmundur Stefánsson
Hrönn Ólína Jörundsdóttir
Oddur Már Gunnarsson
Richard Kristinsson
Sigrún Elsa Smáradóttir
Steinar Sigurðsson

Fréttir

Meistaravörn í matvælafræði – Nýting hliðarafurða úr laxavinnslu

Zhihao Liu, meistaranemi í matvælafræði heldur opinn fyrirlestur í tengslum við meistaravörn sína á verkefninu „Nýting hliðarafurða úr laxavinnslu – Greining á efnasamsetningu og stöðugleika laxahöfða“.

Fyrirlesturinn fer fram á þriðjudaginn 24. september kl 15:30 í stofu V14-Laki hjá Matís að Vínlandsleið 14. Allir áhugasamir eru velkomnir!

Fréttir

Norðurland sótt heim

Tengiliður

Sæmundur Elíasson

Verkefnastjóri

saemundur.eliasson@matis.is

Síðastliðinn fimmtudag, þann 19. september, heimsóttu nokkrir starfsmenn og stjórnendur Matís fyrirtæki og háskólann á Akureyri.

Það voru þau Oddur M. Gunnarsson starfandi forstjóri, Anna Kristín Daníelsdóttir sviðsstjóri, Jón ÁrnasonWolfgang Koppe og Sæmundur Elíasson. Með þeim í för var einnig Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og stjórnarmaður í Matís.

 Hópurinn skoðaði húsnæði á Hjalteyri þar sem rekið var umfangsmikið lúðueldi til ársins 2012. Þar ræddu þau við Arnar Frey Jónsson, starfsmann Samherja, sem starfaði við lúðueldið á sínum tíma og einnig Snorra Finnlaugsson, sveitarstjóra í Hörgársveit. 

Næst lá leiðin í fóðurverksmiðjuna Laxá í Krossanesi þar sem þau spjölluðu við Gunnar Örn Kristjánsson framkvæmdastjóra Laxá og ræddu stöðu eldis og fóðurframleiðslu á Íslandi. 

Í hádeginu var fundað í Háskólanum á Akureyri með Eyjólfi Guðmundssyni rektor og Rannveigu Björnsdóttur. Loks lá leiðin í Slippinn á Akureyri þar sem þau hittu fyrir Ásþór Sigurgeirsson og framkvæmdastjórann Eirík S. Jóhannsson. Ásþór leiddi hópinn um svæðið og í þau skip sem standa nú í Slipp, meðal þeirra er nýi Herjólfur og Vestmannaey.

IS