Fréttir

Uppbygging Matís í Neskaupstað vekur athygli

Á dögunum birti vefmiðillinn Austurfrétt umfjöllun um uppfærslur á tækjakosti Matís í Neskaupstað sem hafa átt sér stað undanfarin misseri.

Umfjöllunin fól í sér viðtal við Stefán Þór Eysteinsson, fagstjóra, sem sagði frá nýjustu viðbótinni í lífmassaver Matís sem rekið er í Neskaupstað en þar er um að ræða eins konar skilvindu. Í lífmassaverinu er tæknilega fullkominn vinnslubúnað að finna sem hentar vel við þróun og framleiðslu á próteinum og olíum úr hliðarafurðum matvælavinnslu sem nýta má ýmist í fóðurgerð eða til manneldis og matvælagerðar.

Skilvindan er að sögn Stefáns ákveðið hryggjarstykki inn í þessa tækjasamstæðu lífmassaversins og gerir Matís kleift að rannsaka nánast allan lífmassa sem hugsanlega er hægt að vinna áfram í einhvers konar vöru. Auk þess gerir tækið okkur kleift að skala meira upp með það að markmiði að líkja betur eftir raunverulegum aðstæðum á framleiðslustað viðskiptavinarins.

Fréttina á Austurfrétt.is má lesa í heild sinni hér:

Nýtt tæki stóreykur rannsóknarmöguleika Matís í Neskaupstað

Lífmassaver Matís má kynna sér hér:

Lífmassaver Matís

Fréttir

Heimsókn LHÍ til Matís

Nemendur á öðru ári í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands komu í heimsókn í Matís á dögunum til að kynna sér starfsemina og verkefnin sem hér eru unnin en þau lögðu sérstaka áherslu á það hvernig matvæli munu líta út í framtíðinni.

Í vöruhönnunarnáminu hljóta nemendur meðal annars þjálfun í að vinna hönnunarverkefni í samstarfi við félög, fyrirtæki og stofnanir í samfélaginu á borð við Matís. Þóra Valsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, kynnti fyrir þeim starfsemina og þau fjölbreyttu verkefni sem hér hafa verið unnin áður en hún fylgdi þeim svo um húsið þar sem þau gátu litið á aðstöðuna sem Matís hefur uppá að bjóða. Eftir það gafst nemendum tækifæri á að skoða VR myndbönd úr verkefninu Future Kitchen í sýndarveruleikagleraugum þar sem möguleikar fyrir eldhús framtíðarinnar eru skoðaðir.

Myndböndin eru aðgengileg á Youtube rás Matís hér:

Future Kitchen VR

Nemendurnir voru í fylgd fagstjóra vöruhönnunar, Elínar Margot, sem leggur áherslu á að annars árs nemar læri um matarhönnun og einbeiti sér sérstaklega að því hvernig matvæli og menningin í kringum þau munu líta út í framtíðinni með aðferðafræði getgátuhönnunar (e.speculative design).

Nemendurnir spurðu út í alls kyns fjölbreytt verkefni og því verður áhugavert að sjá hvað þau munu taka sér fyrir hendur í náminu og á komandi árum.

Fréttir

North Atlantic Seafood Forum nýsköpunarsamkeppni

Frá 2005 hefur North Atlantic Seafood Forum (NASF) verið árviss viðburður þar sem stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi hittast í Bergen til að kynna sér helstu nýjungar og bera saman bækur.

Að þessu sinni verður NASF haldið dagana 5. –  7. mars 2024 og er búist við að um 1.000 manns sæki viðburðinn. Markhópur þessarar þriggja daga ráðstefnu eru stjórnendur og fjárfestar í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum þ.e. tækjaframleiðendur, markaðsfyrirtæki, bankar, tryggingafélög, flutningsaðilar, ráðgjafafyrirtæki o.s.frv.

Meðal þess sem boðið er upp á í dagskránni er frumkvöðla- og nýsköpunarsamkeppni. Gefst þar 10 frumkvöðlum tækifæri til að kynna sínar lausnir og keppa um vegleg verðlaun. Er hér um að ræða gífurlega gott tækifæri fyrir frumkvöðla til að vekja athygli á sínum lausnum sem nýtast sjávarútvegi og fiskeldi.  Sjá má þau fyrirtæki sem tilnefnd voru á NASF23 hér. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir NASF24. Eru frekari upplýsingar og skráningablöð aðgengileg hér og hvetjum við íslenska frumkvöðla til að sækja um.

What are the impacts of benthic disturbance from fisheries?

In 2021 Sale et al. published in NATURE a paper claiming that global bottom trawling is responsible for as much carbon release as air travel. The paper received great attention and has been debated heavily since then. In 2023 Hiddink et al. published also in NATURE a paper that refutes the assertion in the paper of Sale et al. The issue remains debated, and it is clear that more research is needed.

At a conference on Environmental impacts and energy transition in the Nordic seafood sector, which will be held in Reykjavík on September 13th, Dr. Ole Ritzau Eigaard from DTU will try to get to the bottom of these claims. What are the impacts of benthic disturbance from fisheries?

The conference attendance is free of charge, but registration is needed at the conference webpage.


Hver eru áhrif botntogveiða á hafsbotninn?

Árið 2021 birtist í NATURE grein þar sem því var haldið fram að botntogveiðar í heiminum væru ábyrgar fyrir álíka kolefnislosun og allur fluggeirinn í heiminum. Greinin vakti mikla athygli á sínum tíma og var meðal annars vitnað reglulega til hennar í umræðunni um strandveiðar og umhverfisvænar smábátaveiðar. Árið 2023 birti NATURE svo aðra grein þar sem niðurstöður fyrri greinarinnar voru gagnrýndar.

Málefnið er umdeilt og ljóst að frekari rannsókna er þörf, en á ráðstefnu um umhverfisáhrif og orkuskipti í norrænum sjávarútvegi, sem haldin verður í Hörpu 13. september, mun Dr. Ole Ritzau Eigaard frá DTU reyna að komast til botns í þessum fullyrðingum. Hver eru áhrif botntogveiða á hafsbotninn?

Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig á heimasíðu ráðstefnunnar.

Fréttir

Eru umbúðir utan um grænmeti nauðsynlegar? 

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi þess að draga úr notkun einnota umbúða og á þetta sérstaklega við um plastnotkun.

Neytendamarkaðurinn hefur á síðustu misserum kallað á umhverfisvænar pakkningar og hávær krafa er uppi um minni notkun á plasti í virðiskeðju grænmetis. Framleiðendur og seljendur standa frammi fyrir því að plastnotkun er auðveldasta leiðin til að draga úr rakatapi grænmetis og þar með varðveita gæði þess og geymsluþol. Plastið er einnig notað til að aðgreina vörur og til að raða stykkjum saman í sölueiningar.

Starfsfólk Matís hefur unnið verkefni sem miðaði að því að draga fram staðreyndir um pökkun grænmetis. Fjallað var um grænmeti sem lifandi vef, eiginleika hinna ýmsu pökkunarefna og umhverfisáhrif, sérstaklega skaðleg áhrif efna í plasti.

Um allt þetta og meira til má lesa í skýrslu Matís:

  • Í kafla 10 eru til dæmis birtar ráðleggingar um pökkun grænmetis.
  • Í viðauka 3 eru ítarlegar töflur yfir kjörgeymsluskilyrði grænmetis, ávaxta og krydds.

Fréttir

Gleymum ekki grænmetinu

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Hjá Matís hafa verið unnin fjölmörg verkefni sem miða að því að efla þekkingu á grænmeti til hagsbóta fyrir almenning, matvælaiðnað og aðra hagsmunaaðila. Viðfangsefni Matís ná yfir stóran hluta af virðiskeðju grænmetis, allt frá uppskeru og alla leið á borð neytenda. Innlend grænmetisframleiðsla leggur aðeins til ríflega 40% af öllu því grænmeti sem neytt er á Íslandi. Því mætti auka fæðuöryggi landsins með aukinni grænmetisframleiðslu.

Það eru fleiri ástæður til að beina athyglinni að grænmeti. Grænmeti hefur mikið hollustugildi og er þetta staðfest í nýjum norrænum næringarráðleggingum sem sjá má hér og hér. Aukin neysla grænmetis getur dregið úr líkum á krabbameinum í maga og lungum og einnig hjarta- og æðasjúkdómum. Mælt er með neyslu á 500-800 grömmum af grænmeti, ávöxtum og berjum daglega. Þetta er mun meira en flestir Íslendingar neyta nú samkvæmt Landskönnun á mataræði. Best er að neyta fjölbreytts úrvals af þessum fæðutegundum og takmarka neyslu á unnum matvælum með viðbættum sykri. Grænmeti, ávextir og ber eru mikilvæg uppspretta næringarefna eins og trefjaefna og C-, E- og K-vítamína ásamt fólati.

Þess má geta að nú vinna starfsmenn Matís að nýrri grænmetisvefbók með stuðningi frá Þróunarsjóði garðyrkju. Vefbókin verður aðgengileg á vefsíðu Matís og fjallar sérstaklega um niðurstöður úr verkefnum Matís. Nefna má aðferðir til að hámarka gæði og geymsluþol grænmetis, aðgerðir til að draga úr sóun þess, pökkunarleiðbeiningar, næringargildi og vinnslu verðmætra efna úr hliðarafurðum grænmetisframleiðslunnar. Þessi atriði verða skýrð á aðgengilegan hátt og hlekkir verða á ítarlegri umfjöllun og skýrslurnar sjálfar. Vonast er til þess að þetta framtak auki áhuga á grænmeti og stuðli að aukinni neyslu þess. Dæmi um verkefni Matís um grænmeti má sjá hér.

Fréttir

Nægur og heilnæmur matur inn í framtíðina

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

„Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við stöndum frammi fyrir stórum áskorunum,“ segir Jónas Viðarsson í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 og nefnir vaxandi próteinskort í heiminum í því samhengi. „Þetta snýr bæði að fæðuöryggi og matvælaöryggi, þ.e. að við höfum bæði nægan og heilnæman mat fyrir okkur inn í framtíðina. Þetta er stór áskorun fyrir heiminn í heild og hluti af því sem við hjá Matís erum að vinna að á hverjum degi.“

Hann bendir á að það séu mörg verkefni í gangi á Íslandi sem snúa að því að búa til meiri mat. „Við á Íslandi getum kennt heiminum heilmikið í tengslum við fullnýtingu, sérstaklega á fiski,“ segir Jónas, en bætir þó við íslenskir neytendur hafi frekar stórt kolefnisfótspor miðað við aðrar þjóðir.

Jónas bendir á að Matís sé mjög framarlega í rannsóknum og þróun á nýpróteinum (alternative próteins) í Evrópu. „Það er eitt af því sem við sjáum að verði hluti af lausnunum, þ.e. að koma inn með nýja próteingjafa.“ Hann nefnir í því samhengi rannóknir á örþörungum, þara, bakteríum eða einfrumungum og svo skordýr.

Viðtalið má nálgast í heild sinni hér (hefst á mínútu 33:50).

Fréttir

Salvör Jónsdóttir nýr stjórnarformaður Matís

Salvör Jónsdóttir var nýverið kjörin nýr stjórnarformaður Matís. Hún tekur við af Hákoni Stefánssyni, sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2019.

Salvör lauk meistaraprófi í skipulagsfræði við University of Wisconsin-Madison og hefur unnið við skipulagsmál í áratugi. Hún hefur meðal annars starfað við skipulag matvælakerfis í Bandaríkjunum og var um árabil sviðsstjóri skipulagssviðs hjá Reykjavíkurborg. Auk þess hefur hún gegnt stöðu aðjúnkts við HR. Salvör vinnur nú að doktorsrannsókn við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands þar sem hún skoðar þætti í náttúru- og félagsvísindum með það markmiði að bæta framleiðslukerfi í landbúnaði með tilliti til sjálfbærrar þróunar. Í rannsókninni er m.a. hugað að fæðuöryggi hérlendis.

Við þökkum Hákoni Stefánssyni fyrir vel unnin störf og bjóðum Salvöru Jónsdóttur hjartanlega velkomna.

Fréttir

Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi: Upptaka af málþingi

Þriðjudaginn 6. júní fór fram vel heppnað málþing Matís um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu. Upptaka af málþinginu er nú aðgengileg hér fyrir neðan.

Ljósmyndir: Anton Brink

Fréttir

Vinnustofa: Hliðarafurðir og hugmyndir

Vinnustofan Hliðarafurðir og Hugmyndir fer fram fimmtudaginn 8. júní klukkan 9:30 í Sjávarklasanum

Þar verður áherslan á seyru frá fiskeldi og rannsóknir í því samhengi. Vinnustofan er á vegum verkefnisins Örverur til auðgunar fiskeldisseyru sem leitt er af Matís og unnið í samstarfi við Sjávarklasan og Samherja fiskeldi.

IS