Fréttir

Eru umbúðir utan um grænmeti nauðsynlegar? 

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi þess að draga úr notkun einnota umbúða og á þetta sérstaklega við um plastnotkun.

Neytendamarkaðurinn hefur á síðustu misserum kallað á umhverfisvænar pakkningar og hávær krafa er uppi um minni notkun á plasti í virðiskeðju grænmetis. Framleiðendur og seljendur standa frammi fyrir því að plastnotkun er auðveldasta leiðin til að draga úr rakatapi grænmetis og þar með varðveita gæði þess og geymsluþol. Plastið er einnig notað til að aðgreina vörur og til að raða stykkjum saman í sölueiningar.

Starfsfólk Matís hefur unnið verkefni sem miðaði að því að draga fram staðreyndir um pökkun grænmetis. Fjallað var um grænmeti sem lifandi vef, eiginleika hinna ýmsu pökkunarefna og umhverfisáhrif, sérstaklega skaðleg áhrif efna í plasti.

Um allt þetta og meira til má lesa í skýrslu Matís:

  • Í kafla 10 eru til dæmis birtar ráðleggingar um pökkun grænmetis.
  • Í viðauka 3 eru ítarlegar töflur yfir kjörgeymsluskilyrði grænmetis, ávaxta og krydds.