Fréttir

Hvernig verður matur framtíðarinnar? Úrslit myndasamkeppni NextGenProteins

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Nú í sumar efndi verkefnið NextGenProteins, sem unnið er að hjá Matís, til myndasamkeppni fyrir nemendur á aldrinum 8-10 ára. Viðfangsefnið var matur framtíðarinnar og sendu nemendur inn sína myndrænu útfærslu á því hvernig þeir sæju fyrir sér mat framtíðarinnar.

Gaman er frá því að segja að myndasamkeppninni bárust yfir 50 stórglæsilegar myndir frá grunnskólum víðsvegar að af landinu. Myndirnar voru hengdar upp innan veggja Matís og gáfust starfsfólki og gestum færi á að kjósa sína uppáhalds mynd. Þrjár myndir báru sigur úr bítum og var til mikils að vinna. Í fyrstu verðlaun var Nintendo Switch Light tölva, í önnur verðlaun var 15 þúsund kr. gjafabréf í Smáralind og í þriðju verðlaun var 10 þúsund kr. gjafabréf í Spilavini. Haft hefur verið samband við alla sigurvegara.

Hér má sjá þrjú efstu sætin í myndasamkeppninni:

1. sæti Saga Vogaskóli
2. sæti Íris Vogaskóli
3. sæti Viktoría Höfðaskóli

Sigurmyndin hefur verið send til Þýskalands þar sem hún verður sýnd á lokaráðstefnu verkefnisins NextGenProteins, ásamt sigurmyndum annarra þjóða sem taka þátt í verkefninu.

Matís og NextGenProteins vilja þakka öllum sem tóku þátt í myndasamkeppninni kærlega fyrir þátttökuna!

IS