Fréttir

North Atlantic Seafood Forum nýsköpunarsamkeppni

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Frá 2005 hefur North Atlantic Seafood Forum (NASF) verið árviss viðburður þar sem stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi hittast í Bergen til að kynna sér helstu nýjungar og bera saman bækur.

Að þessu sinni verður NASF haldið dagana 5. –  7. mars 2024 og er búist við að um 1.000 manns sæki viðburðinn. Markhópur þessarar þriggja daga ráðstefnu eru stjórnendur og fjárfestar í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum þ.e. tækjaframleiðendur, markaðsfyrirtæki, bankar, tryggingafélög, flutningsaðilar, ráðgjafafyrirtæki o.s.frv.

Meðal þess sem boðið er upp á í dagskránni er frumkvöðla- og nýsköpunarsamkeppni. Gefst þar 10 frumkvöðlum tækifæri til að kynna sínar lausnir og keppa um vegleg verðlaun. Er hér um að ræða gífurlega gott tækifæri fyrir frumkvöðla til að vekja athygli á sínum lausnum sem nýtast sjávarútvegi og fiskeldi.  Sjá má þau fyrirtæki sem tilnefnd voru á NASF23 hér. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir NASF24. Eru frekari upplýsingar og skráningablöð aðgengileg hér og hvetjum við íslenska frumkvöðla til að sækja um.