Fréttir

Handverkssláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti

Hjá handverkssláturhúsinu í Seglbúðum í Landbroti starfar fumkvöðull sem leitaði til Matís um úrlausn sinna mála. Erlendur  Björnsson bóndi hafði lengi haft áform um að koma sér upp kjötvinnslu, til að vinna afurðir úr eigin hráefni. Til þess hafði hann hugsað sér að nýta stóra skemmu við bæinn,  sem hann hafði komið sér upp fyrir nokkrum árum, en var fremur illa nýtt, mestmegnis sem geymsla fyrir tæki og tól.

Eftir nokkra yfirlegu, voru menn ásáttir að húsnæðið mætti eins nýta sem sláturhús af minni gerðinni, auk hefðbundinnar kjötvinnslu. Má segja að ekki sé hægt að komast nær hugmyndafræðinni „Beint frá býli“.

Í hönd fór mikill undirbúningur, sem byggðist m.a. á hönnun og skipulagningu sláturhússins og þeirra verkferla sem þar er krafist og einnig fór mikill tími í samskipti við opinbera eftirlitsaðila þar sem þetta var fyrsta sláturhús sinnar tegundar á landinu. Þá þurfti að sannfæra leyfisveitendur og eftirlitsaðila að jafnvel lítil sláturhús, með takmarkaðan mannafla, þar sem verkferlar byggja meira á handverki en sjálfvirkni, geti uppfyllt allar kröfur sem gerðar eru til sláturhúsa. Nú eru liðnar tvær sláturtíðir frá opnun sláturhússins á þeim tíma hefur verið staðfest að afurðir hússins eru orðnar mjög eftirsóknaverðar enda annáluð gæði hvort heldur litið sé til hollustuhátta eða bragðs og áferðar.

Næstu skref þeirra Erlends Björnssonar og Þórunnar Júlíusdóttur, frumkvöðlana í Seglbúðum í samstarfi við Matís, eru að auka starfssemi hússins og er undirbúningur stórgripasláturhúss, þ.e. nauta og hrossaslátrun, þegar kominn af stað. Sú starfssemi mun styrkja starfssemina og skapa nokkur störf í sveitinni til viðbótar þeim sem urðu til við opnun sauðfjársláturhússins.

Nánari upplýsingar veitir Óli Þór Hilmarsson hjá Matís.

Fréttir

Matís auglýsir eftir handverksfyrirtækjum

Í sumar fór af stað verkefnið „Craft Reach“ sem hefur það markmið að styðja við sprotafyrirtæki og núverandi smáframleiðendur á afskekktum og strjálbýlum svæðum. Matís er einn af sjö samstarfsaðilum verkefnisins sem styrkt er til þriggja ára af Northern Pheryphery and Arctic programme. Verkefnið mun byggja á velgengni og reynslu verkefnisins „Économusée Craft International“ sem lagði grunninn að þessu verkefni.

Megináhersla verkefnisins er að aðstoða við að byggja upp og markaðssetja handverksfyrirtæki á afskekktum og strjálbýlum svæðum og í leiðinni hvetja unga fólkið og veita því innblástur. Samstarfsaðilar í verkefninu eru frá Noregi, Kanada, Færeyjum, Norður-Írlandi, Írlandi, Íslandi og Grænlandi.

Matís er að nú að leita að handverksfyrirtækjum sem hafa áhuga á því að gerast ÉCONOMUSÉE og tengjast „Craft Reach“ netverkinu. Til að fá meiri upplýsingar er hægt að fara inn á heimasíðuna, www.economusee.eu.

Á Íslandi eru nú þegar til þrjú ÉCONOMUSÉE, þau eru Leir 7 í Stykkishólmi, Arfleifð á Djúpavogi og Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki.  

Þau handverksfyrirtæki sem hafa áhuga á því að taka þátt verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

ÉCONOMUSÉE er fyrirtæki sem:

  • Nota hefðbundnar handverksaðferðir
  • Framleiða hefðbundnar og/eða nýjar vörur með ákveðin menningartengsl
  • Opna dyr sínar fyrir almenningi til að kynna handverkið og fólkið þar á bak við
  • Er með húsnæði sem hannað er þannig að hægt er að sýna gestum vinnsluna og vörurnar
  • Miðar að því að verða fjárhagslega sjálfstætt

Nánari upplýsingar um verkefnið eða núverandi handverksfyrirtæki má finna á www.economusee.eu.

Ef þú telur að þú uppfyllir ofangreind skilyrði og hefur áhuga á því að vera hluti af þessu spennandi netverki getur þú haft samband við Gunnþórunni Einarsdóttur ( gunna@matis.is).

Frestur til að sækja um er 21. desember.

Skýrslur

Sub-chilling of salmon

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Gunnar Thordarson, Magnea Karlsdottir, Roger Pedersen, Magnus Johannsson, Albert Hognason

Styrkt af:

Norske Forskningsrådet

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Sub-chilling of salmon

Markmið verkefnisins var að auka gæði við framleiðslu á ferskum laxi, með því að bæta kælikeðju við framleiðslu og í flutningi. Með því að nota aðferðir ofurkælingar munu laxaframleiðendur geta lækkað framleiðslukostnað sinn vegna minni flutningskostnaðar og um leið bæta gæði framleiðslunnar. Laxinn var kældur niður í -1.5 °C sem jók líftíma og gæði vörunnar. Ásamt því að bæta framleiðslu við slátrun, slægingu og pökkun getur ofurkæling jafnframt skapað tækifæri fyrir áframvinnslu; flökun, reykingu, bitaskurð o.s.frv. til að bæta sína framleiðslu með aukinni nýtingu og verðmætum ásamt ánægðari viðskiptavinum. Meðal annars gefur ofurkæling möguleika á að flytja kælimiðilinn inn í fiskholdið í stað þess að nota ís við flutning. Í verkefninu var gerður samanburður á kælikeðju ofurkælds lax og hefðbundins. Sá fyrrnefndi var fluttur án íss en sá hefðbundni með ís, til áframvinnslu í Finnlandi og Noregi. Einnig var slíkur samanburður gerður á ofurkældum og hefðbundnum laxi sem fluttur var annarsvegar til Íslands í gegnum Osló og hinsvegar til Tokyo í gegnum Osló. Niðurstöður gefa tilefni til bjartsýni um notkun ofurkælingar í flutningakeðju á laxi, bæði til að lækka flutningskostnað og eins til að tryggja gæði afurða.

The ultimate goals of the project was to increase quality of fresh salmon products, give a more secure cold chain of fresh product, and lower production and logistic costs. Having the fish in a sub-chilled state throughout the production, will give Grieg Seafood several quality advantage including firmer raw material and lower bacteria and enzyme activity in the fresh fish. Fish was packed in a sub-chilled state of -1.5 °C, hence extending shelf-life and quality. This will have several advantages for the primary producer, resulting in products with higher yield and more value, and in products of higher quality for their customer of secondary processing. Secondary processors will have better control of the product logistic and extended time for selling fresh product with longer shelf-life. Using the sub-chilling method, no ice will be needed during logistic, saving enormous transportation costs, especially in airfreight. Comparison between the cold-chain of sub-chilled and traditional produced salmon was executed in this project, with the former transported without additional ice. The salmon was trucked from Simanes to a secondary processors in Finland and Denmark with excellent result. The two groups were also flown to Iceland, via Oslo, and also to Tokyo via truck to Oslo. The result of this comparisons demonstrates that the sub-chilling method could be used to minimize transportation cost and secure the product quality during logistics.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fullnýting próteina úr grásleppu / Full utilization of proteins from Lumpfish

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

AVS (V12 062-12)

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Fullnýting próteina úr grásleppu / Full utilization of proteins from Lumpfish

Markmið verkefnisins var að þróa nýjar próteinafurðir úr hráefni sem fellur til við vinnslu grásleppuhrogna. Á þann hátt var stefnt að því að ná enn meiri verðmætum úr hráefninu með því að framleiða verðmætar próteinafurðir úr grásleppu. Í verkefninu var þróun þriggja afurða könnuð, 1) einangruð prótein fyrir surimi, 2) þurrkuð prótein sem íblöndunarefni og 3) vatnsrofin prótein sem íblöndunar og/eða fæðubótarefni. Illa gekk að einangra prótein úr grásleppuholdi en niðurstöður úr lífvirknimælingum á afurðum úr vatnsrofnum próteinum lofa góðu fyrir áframhaldandi rannsóknir.

The aim of the project was to develop new products from lump fish to increase the yield and value of the catch. In the project the aim was to develop three types of products: 1) isolated proteins for surimi, 2) dry proteins as additives and 3) hydrolysed proteins as additives and/or food supplements. The project revealed that protein isolation from lump fish is difficult but hydrolysed proteins showed promising bioactive properties.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of salt content in slurry ice on quality of fresh and thawed Atlantic mackerel (Scomber scombrus)

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Paulina E. Romotowska, Björn Margeirsson, Gísli Kristjánsson, Sigurjón Arason, Magnea G. Karlsdóttir, Sæmundur Elíasson, Arnljótur B. Bergsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútveg (R 12 029-12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Effect of salt content in slurry ice on quality of fresh and thawed Atlantic mackerel (Scomber scombrus)

Markmið tilraunarinnar var að bæta aðferðir við kælingu og geymslu á ferskum afurðum í því skyni að bæta gæði frystra makrílafurða. Samanburður var gerður á kælingu í hefðbundnum ískrapa og saltbættum ískrapa. Með því að bæta salti í ískrapann var vonast til að lækka mætti hitastig fersks makríls og viðhalda þannig gæðum hans lengur. Ferski makríllinn var geymdur í allt að sjö daga frá veiðum. Annað markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort þessu mismunandi kæling á ferskum makríl hefur áhrif á gæðarýrnun frystra makrílafurða. Niðurstöðurnar sýndu að hitastigdreifing í kerunum var í samhengi við saltstyrk þar sem lægra hitastig fékkst í keri með hærra saltinnihaldi (3,3%). Aftur á móti hafði frostgeymslan mun meiri á áhrif á gæðaþætti eins of ferskleika og los makrílafurðanna samanborið við áhrif forkælingar, þar sem áhrif mismunandi saltstyrks í ískrapanum var hverfandi m.t.t. þessara gæðaþátta.

The present experiment is part of the research project – Increased value of mackerel through systematic chilling. The aim of this study was to improve methods of chilling and storing of fresh products in order to obtain better quality of frozen mackerel products. This project was carried out to develop slurry ice mixture with addition of extra salt, with the intention of temperature decrease during chill storage up to seven days after catch. Secondary objective of this research was to investigate if different chilling condition of fresh fish has an effect on the quality assignment of long-term frozen mackerel products. The results showed that temperature distribution in the tubs was correlated to the salt concentration where lower temperature was obtained in the tub with higher salt content (3.3%). Furthermore, freshness, gaping and peritoneum deterioration have been affected by the storage process but not by different salt concentration in slurry ice during chilled storage. Due to high quality variation within the same group of the mackerel is needed to conduct more methods for quality evaluation such as oxidation analysis and sensory analysis.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif hitasveiflna við geymslu og flutning á gæði og stöðugleika frystra makrílafurða / Effects of temperature fluctuations during storage and transportation on quality and stability of frozen mackerel products

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Paulina E. Romotowska, Sigurjón Arason, Ásbjörn Jónsson, Magnús V. Gíslason, Arnljótur B. Bergsson

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 040-12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Áhrif hitasveiflna við geymslu og flutning á gæði og stöðugleika frystra makrílafurða / Effects of temperature fluctuations during storage and transportation on quality and stability of frozen mackerel products

Markmið verkefnisins „Hámörkun gæða frosinna makrílafurða“ er að rannsaka gæði og stöðugleika makrílafurða í frosti eftir árstíðum og áhrif mismunandi forkælingar, frystingar og geymsluaðstæðna. Með því að skoða samspil þessara þátta er hægt að hámarka gæði og nýtingu makríls og því um leið verðmæti hans. Þetta er fyrsta skýrslan úr verkefninu og fjallar hún um áhrif hitastigsveiflna við geymslu og flutning á gæði og stöðugleika frystra makrílafurða. Matsþættir voru m.a. los, ensímvirkni og þránun. Hermdir voru gámaflutningar til Japans. Heilfryst hráefni sem veitt var í lok júlí og byrjun september var fryst og geymt við -25 °C í einn mánuð. Við „flutning“ var afurðin sett í geymslu við -18 °C ±5 °C í einn mánuð. Sýnin voru mæld fyrir frystingu, eftir „flutninginn“, og eftir það á 3ja mánaða fresti í geymslu við -25 °C. Til samanburðar voru sýni geymd við stöðugt hitastig (-25 °C). Þessu til viðbótar voru heilfrystar makrílafurðir geymdar í allt að 12 mánuði við -18 °C sem og -15 °C til þess að leggja mat á áhrif mismunandi geymsluaðstæðna. Greinilegur munur var á gæðum og stöðugleika frosinna makrílafurða sem voru geymdar við lágt og stöðugt hitastig samanborið við afurðir sem urðu fyrir hitaálagi t.d. vegna gámaflutnings. Niðurstöðurnar sýna að ekki ætti að geyma makríl við hærra hitastig en – 25 °C.

The aim of the project “Quality optimization of frozen mackerel products” is to study the quality and stability of mackerel products during frozen storage as affected by season, different pre-cooling methods, freezing techniques and storage conditions. This is the first report from the project and describes the effects of temperature fluctuations during storage and transportations on quality and stability of frozen mackerel products. The main attributes investigated were e.g. gaping, enzymatic activity and rancidity. Container shipment were simulated. Whole mackerel caught late July and early September was frozen and stored at -25 °C for one month. During “transportation”, the products was heat abused at -18 °C ±5 °C for one month. Samples were analysed after freezing, the transportation and with 3 months interval during subsequent storage at -25 °C. For comparison, samples were stored at stable temperature (-25 °C). Additionally, frozen mackerel products were stored for up to 12 months at -18 °C and – 15 °C to evaluate further the effects of storage temperature. A significant difference in quality and stability were detected between products stored at stable and low temperature and products that underwent heat abuse during e.g. transportation. The results demonstrates that frozen mackerel products should not be stored at higher temperature than -25 °C.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of brining and frozen storage on physicochemical properties of well-fed Atlantic mackerel (Scomber scombrus) intended for hot smoking and canning

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Paulina E. Romotowska, María Gudjónsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Sigurjón Arason, Ásbjörn Jónsson, Hörður G. Kristinsson, Telma B. Kristinsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 040-12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Effect of brining and frozen storage on physicochemical properties of well-fed Atlantic mackerel (Scomber scombrus) intended for hot smoking and canning

Makríll (Scomber scombrus) er tiltölulega ný nytjategund við strendur Íslands. Þar sem makríll er feitur fiskur með stutt geymsluþol, krefst hann því hámörkunar á geymsluaðstæðum og vinnsluferlum. Í þessu verkefni voru breytingar á efna- og eðliseiginleikum við hitameðhöndlun á söltuðum og ósöltuðum makríl rannsakaðar. Fyrir vinnslu var fiskurinn geymdur í 6, 9 og 12 mánuði við -18 °C og -25 °C með það fyrir augum að kanna hversu vel íslenskur frosinn makríll hentar sem hráefni í niðursoðnar og heitreyktar vörur. Til þess að athuga þau áhrif sem hitameðhöndlun hefur á vinnslueiginleika makríls voru sýnin hituð upp í 75 °C (til að herma eftir reykingu) og 90 °C (til að herma eftir niðursuðu). Langvarandi geymsla í frosti hafði neikvæð áhrif á hráefnið vegna aukinnar þránunar og var fiskurinn sem geymdur var við -18 °C með marktækt lakari gæði samanborið við fisk sem geymdur var við -25 °C fyrir vinnslu. Niðurstöðurnar sýndu að afurð hituð að 75 °C hafði hærra vatnsinnihald, hærri vatnsheldni og hærri nýtingu og var auk þess meyrari samanborið við afurð hitaða að 90 °C. Á heildina litið þá gefa niðurstöðurnar til kynna að feitur sumarmarkíll gæti hentað vel til vinnslu á niðursoðnum og heitreyktum afurðum.

Atlantic Mackerel (Scomber scombrus) is a novel species in Iceland and as a fatty fish with a short shelf-life it requires optimization of storage and processing conditions. Physicochemical changes of brined and un-brined mackerel were analysed during frozen storage (6, 9, 12 months) at -18 °C vs. -25 °C with the aim of investigating the suitability of using well-fed frozen mackerel as raw material for canned and hot-smoked products. Heat treatments to a core temperature of 90 °C (representing canning) and 75°C (representing hot-smoking) were applied. Prolonged frozen storage showed negative effects on the raw material prior to heat processing due to an increased level of lipid oxidation, where fish stored at -18 °C was of significantly poorer quality than fish stored at -25 °C. Moreover, the results indicated that heat treatment resulting in a core temperature of 75 °C showed higher water content, liquid holding capacity, heating yield as well as lower maximum shear force of texture compared to mackerel heated to a core temperature of 90 °C. Overall, analyses indicated that the fatty summer mackerel was well suitable for production of canned and hot-smoked products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Seasonal and geographical variation in chemical composition and lipid stability of Atlantic mackerel (Scomber scombrus) caught in Icelandic waters

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Paulina E. Romotowska, Magnea G. Karlsdóttir, María Guðjónsdóttir, Sigurjón Arason, Hörður G. Kristinsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 040-12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Seasonal and geographical variation in chemical composition and lipid stability of Atlantic mackerel (Scomber scombrus) caught in Icelandic waters

Á þeim tíma sem makríll er við íslandsstrendur er hann í miklu æti sem veldur því að hann snögg fitnar með þeim afleiðingum að holdið verður mjög viðkvæmt fyrir meðhöndlun. Í þessari rannsókn var makríll sem var veiddur sumarvertíðarnar 2012 og 2013 (júlí, ágúst, september) og frá mismunandi veiðisvæðum (austur, norðaustur, suður og suðaustur) skoðaður. Til þess að meta á hversu vel hráefnið hentar til vinnslu á hágæðaafurðum til manneldis, var makríllinn mældur m.t.t. vatns- og fituinnihalds, fitusýrusamsetningar, litar, þránunar og frírra fitusýra. Almennt var makríllinn sem safnað var sumarið 2012 af betri gæðum en makríll frá 2013. Niðurstöðurnar gáfu einnig til kynna breytileika á milli veiðimánaða m.t.t. fituinnihalds og framgang þránunar. Makríll sem var veiddur um miðbik vertíðarinnar hafði lægsta þránunargildið, sem gefur til kynna að sá makríll hentar best fyrir vinnslu á hágæðaafurðum til manneldis.

Atlantic mackerel (Scomber scombrus) appears in Icelandic waters during its heavy feeding period, resulting in variation in mackerel products quality. Fish caught at different season during the summers of 2012 and 2013 (July, August, September) and at different sites of the Icelandic fishing area (East, Northeast, South and Southeast) were analysed. Measurements of lipid and water content, fatty acid composition, colour changes, lipid hydroperoxide (PV), thiobarbituric reactive substances (TBARS) and free fatty acid (FFA) were studied with the aim of investigating whether this raw material was suitable for the production of high quality products for human consumption. In general, samples collected during the summer of 2012 showed a better condition than fish from 2013. The results indicated seasonal variation in lipid content and rancidity development. The lowest rancidity values were observed in the middle of the Icelandic catching season, indicating that this raw material was best suited for production of high quality products. Moreover, geographical variation of the mackerel catches had an impact on the saturation of the fatty acids, and appeared as follows: East > Southeast > Northeast > South.

Skoða skýrslu

Fréttir

Framboði á fiski á heimsvísu verður vart viðhaldið nema með eldisfiski

Eftirspurn eftir fiski eykst stöðust og verður því að auka framboð á eldisfiski til að halda framboði stöðugu og minnka álag af fiskveiðum. Fiskmjöl er ríkjandi próteingjafi í fiskafóðri en framleiðsla mjölsins hefur dregist saman því nýting uppsjávarfisks í verðmætari afurðir hefur aukist vegna betri fiskveiðitækni og betri kælingar hráefnisins.

Hjá Matís hefur dr. Ragnar Jóhannsson, verkefnisstjóri, verið að vinna að ýmsum verkefnum sem miða að því að finna önnur hráefni en fiskmjöl fyrir fiskeldi og nýta ónotað hráefni. Úrgangur frá sellulósaverksmiðjum í Svíþjóð og ræktun lífmassa í jarðhitalofttegundum frá Hellisheiðarvirkjun eru möguleikar sem hafa verið kannaðir.

Ragnar hefur unnið með sænskum fyrirtækjum við framleiðslu Single Cell Protein (SCP) úr hliðarstraumum frá skógariðnaði. Meginmarkmiðið er að þróa vöru sem kemur í stað fiskimjöls. Finna þurfti hvaða örverur væru heppilegastar og hvaða hliðarstraumar í sellulósa- og pappírsframleiðslu væru best fallnir til þessarar framleiðslu. Próteinmassinn er þurrkaður og blandað við önnur hráefni svo úr verði fiskeldisfóður. Þetta fóður hefur verið reynt í tilapíueldi með góðum árangri og er nú verið að þróa fóður fyrir bleikjueldi.

Önnur aðferð sem hefur verið reynd í fóðurframleiðslu er að nota brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun sem orkugjafa við ræktun örverulífmassa. Örverurnar vaxa hratt á brennisteinsvetninu, eru síðan þurrkaðar og bætt í fiskeldisfóður. Þessu verkefni var nýlega lokið eftir tveggja ára þróunarvinnu, en frekari rannsókna er þörf til að hámarka árangur.

Nánari upplýsingar veitir Ragnar hjá Matís.

Fréttir

Vel heppnuð Sjávarútvegsráðstefna 2015 að baki

Matís tók þátt í Sjávarútvegsráðstefnunni 2015 sem lauk í síðustu viku. Óhætt er að segja að aldrei hafi jafn margir sótt ráðstefnuna og eru skipuleggjendurnir mjög ánægðir með hvernig til tókst. Þeir starfsmenn Matís sem sóttu ráðstefnuna taka í sama streng.

Erindi á netinu

Nú er hægt að sækja öll erindi sem haldin voru á Sjávarútvegsráðstefnunni 2015 á vef ráðstefnunnar undir liðnum Dagskrá 2015 . Einnig hafa nemar Háskólans á Akureyri haldið úti Facebook síðu þar sem er að finna samantekt úr erindum.

Þátttakendur

Skráðir þátttakendur voru um 750 og hafa aldrei verið fleiri. Mestur fjöldi þátttakenda í ráðstefnusölum var um 550 manns, en margir sóttu aðeins hluta ráðstefnunnar. Rúmlega þrjú hundruð manna fundarsalir voru þétt setnir í nokkrum málstofum, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Það sem fram fer utan ráðstefnusala er einnig mikilvægt, en Sjávarútvegsráðstefnan er vettvangur þar sem menn hittast, styrkja sambönd og samstarf í greininni. 

Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunar 2015

Margildi bar sigur úr býtum um Framúrstefnuhugmyndina og óskar Matís starfsmönnum Margildis hjartanlega til hamingju.

IS