Skýrslur

Optimization of Icelandic turbot culture / Arðsemisaukning í íslensku sandhverfueldi

Útgefið:

01/07/2012

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Kristinn Ólafsson, Eirik Leknes, Jón Árnason, Snorri Gunnarsson, Benedikt Kristjánsson, Sigurbjörg Hauksdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, María Pétursdóttir, Helgi Thorarensen, Soizic Le Deuff, Arnþór Gústavsson, Gunnar Örn Kristjánsson, Trond Bjørndal, Sigríður Hjörleifsdóttir, Albert Imsland

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Optimization of Icelandic turbot culture / Arðsemisaukning í íslensku sandhverfueldi

Meginmarkmið verkefnisins „Arðsemisaukning í íslensku sandhverfueldi (MAXIMUS)“ var að þróa aðferðir til að lækka framleiðslukostnað í sandhverfueldi á Íslandi. Sandhverfa er að langmestu leyti alin í kerum á landi og hentar því mjög vel til eldis á Íslandi auk þess sem markaðsverð er hátt (um 1500 kr/kg) og stöðugt. Landeldi er hins vegar kostnaðarsamt og því verður sífellt að leita nýrra og betri tæknilegra lausna til að auka hagkvæmni eldisins.   Í MAXIMUS verkefninu var unnið að þróun nýrrar ljóslotustýringar sem gerir mögulegt að auka vöxt um allt að 20%. Unnið var að þróun nýrra fóðurgerða þar sem leitast var við að minnka vægi sjávarpróteins og tókst að lækka fóðurkostnað um allt að 10% samanborið við hefðbundið fóður. Með þessu verður mögulegt að auka hagkvæmni eldis á sandhverfu á seinni stigum eldisferilsins. Í verkefninu var jafnframt þróað multiplex erfðamarkasett fyrir sandhverfu sem hefur gert kleift að arfgerðagreina mikið magn seiða á fljótlegan og öruggan hátt. Þetta erfðamarkasett mun nýtast til að flýta fyrir erfðaframförum í sandhverfueldi í framtíðinni.   Unnið var að markaðsrannsóknum og reynt að rýna í framtíðarhorfur eldisins. Framleiðsla á sandhverfu mun að öllum líkindum aukast töluvert á komandi árum en þrátt fyrir aukningu á undanförnum árum hefur verð haldist stöðugt. Niðurstöður verkefnisins benda eindregið til að eldi á sandhverfu sé hagkvæmt hérlendis og þær aðferðir sem þróaðar hafa verið í verkefninu munu auka líkur á uppbyggingu og fjárfestingu í sandhverfueldi á Íslandi.

The overall aim of this project, MAXIMUS, was to develop methods to significantly reduce production costs in farming of turbot (Scophthalmus maximus). Production of turbot in Iceland has been growing and therefore it is important to develop technology to lower the production costs.   Turbot is an ideal species for farming in land‐based stations in Iceland, having many good characteristics as an aquaculture species and high (1500 kr/kg) and stable market value. Rearing fish in land‐based farms comes however with a cost and it is important to constantly strive to develop new technology to reduce cost of production. Firstly, methods to use photoperiod control to increase growth rate up to 20% compared to traditional methods were developed. Secondly, it was found that crude protein in turbot feed can be reduced by approximately 10% compared to current level in commercial feed without negative effects on growth. This will make production of a more cost efficient and less expensive feed for large turbot possible. Thirdly, multiplex genotyping systems were developed, making it possible to determine the pedigree of the parent fish during breeding to ensure genetic diversity leading to high growth rate.   Finally, the current and future developments in turbot production and markets were analyzed. Production of this species is likely to increase considerably in coming years. In addition, there are important developments in technology that may impact on future supply and cost of production. An estimation of the economic implications of optimized turbot farming system in Iceland, profitability and revenue, was also investigated. Overall the results from this project will make turbot production in Iceland more feasible, and profitable, in the future.

Skýrsla lokuð til 01.12.2013

Skoða skýrslu

Skýrslur

Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2010 and 2011 / Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2010 og 2011

Útgefið:

01/07/2012

Höfundar:

Hrönn Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs‐ og landbúnaðarráðuneyti / Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2010 and 2011 / Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2010 og 2011

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis sem styrkt var af umhverfisráðuneytinu og sjávarútvegs‐  og landbúnaðarráðuneytinu. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar‐  og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program). Gögnin eru hluti af framlagi Íslands í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnunin sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja‐  og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2011 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2010. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989 og er sýnasöfnun eins frá ári til árs og unnið eftir alþjóðlegum sýnatökuleiðbeiningum. Gögnunum er safnað saman í gagnagrunn, í skýrslunni eru birtar yfirlitsmyndir fyrir sum efnanna sem fylgst er með. Kadmín er svæðisbundið hærra í íslenskum kræklingi samanborið við krækling frá öðrum löndum.    Niðurstöður sýna breytingar í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi sem safnað var nálægt Hvalstöðinni í Hvalfirði í september 2010 sem eru sambærilegar við niðurstöður frá sama stað frá árinu 2009. Ekki voru sýnilegar breytingar í styrk þessara efna á söfnunarstað kræklings við Hvammsvík í Hvalfirði né á neinum öðrum söfnunarstað í kringum landið sem rannsakaður var 2010. Mikilvægt er að fylgjast með þessum breytingum í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi í vöktunarverkefninu á næstu árum til að sjá hvort þær eru enn til staðar. Ítarleg tölfræðigreiningu á gögnunum er í gangi þ.a. hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum aukningu eða minnkun mengandi efna í lífríki sjávar hér við land.  

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2010 and 2011. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements.    The project was funded by Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture. The data obtained is a part of Iceland´s contribution to the ICES databank (ices.dk). The collection of data started 1989. Matís is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at Matís and the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analysed in cod (Gadus morhua) caught in March 2011 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected from 11 sites in August/Sept 2010. Marine monitoring began in Iceland 1989 and the sampling is carried out according to standardized sampling guidelines. Changes were observed in the organochlorine concentration patterns in blue mussels collected year 2010 at the sampling site Hvalstod in Hvalfjordur which are in line with results obtained year 2009. No noteworthy increase in organochlorine concentrations was however observed in blue mussels obtained at Hvammsvík in Hvalfjordur nor any of the other sample sites studied year 2010. These results need to be followed up in the annual monitoring of the biosphere around Iceland next year to see if this change in contaminant concentration pattern continues. A thorough statistical evaluation is on‐going on all the available data from this monitoring program to analyse spatial and temporal trends of pollutants in the Icelandic marine biosphere.

Skoða skýrslu

Fréttir

Sjávarútvegsráðstefnan 2012

Næsta sjávarútvegsráðstefna verður haldin á Grand Hótel, dagana 8.-9. nóvember. Hér er um að ræða þriðju ráðstefnu Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf. og hefur hún fengið heitið Horft til framtíðar.

Málstofur
Málstofum hefur verið gefið eftirfarandi vinnuheiti:
– Íslenskur sjávarútvegur
– Eiga Íslendingar að vera með sameiginlegt markaðsstarf?
– Framtíðartækifæri í fiskeldi
– Allt  hráefni á land?
– Er framtíð í fullvinnslu á Íslandi?
– Heimsframboð á samkeppnistegundum Íslendinga
– Heimsframboð samkeppnistegunda í uppsjávarfiski
– Sjávarútvegsstefna Íslands og ESB
 
Endanlegt heiti málstofa á eflaust eftir að breytast, án þess þó að breyting verði gerð á efnistökum. Við stefnum að því að dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012 verði komin á vef hennar í júní.Ráðstefnuráð

Stjórn félagsins er ráðstefnuráð og ákveður efnistök á ráðstefnunni og sér um að velja fyrirlesara. Eftirtaldir sitja nú í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar:
Kristján Hjaltason, formaður
Anna Kristín Daníelsdóttir
Finnbogi Alfreðsson
Hjörtur Gíslason
Lúðvík Börkur Jónsson
Inga Jóna Friðgeirsdóttir

Fréttir

Meistaravörn í fiskeldislíftækni

Fimmtudaginn 28. júní mun Hugrún Lísa Heimisdóttir verja meistararitgerð sína á sviði líftækni við auðlindadeild HA. Vörnin byrjar kl. 10:00 og verður í stofu R312 á Borgum. Tveir starfsmenn Matís voru leiðbeinendur Hugrúnar í náminu.

Heiti ritgerðar Hugrúnar Lísu er „Effects of fish protein hydrolysate-enhanced live prey on cod (Gadus morhua L.) larval development: Protein expression and stimulation of selected innate immune parameters“

Í ritgerðinni fjallar Hugrún Lísa um áhrif fæðudýra sem auðguð voru með fiskpeptíðum á vöxt og þroska þorsklirfa. Í rannsóknum sínum notaði Hugrún Lísa tvenns konar aðferðir. Í fyrsta lagi beitti hún ónæmisvefjalitun til að meta áhrif peptíðbættu fæðudýranna á lykilþætti í ósérhæfðri ónæmissvörun þorsklirfanna. Í öðru lagi beitti Hugrún Lísa prótínmengjagreiningu með tvívíðum rafdrætti og kennigreiningu prótína með tvímassagreiningu til að rannsaka áhrif peptíðbættu fæðudýranna á prótíntjáningu í meltingarvegi lirfanna, en prótínmengjagreining á meltingarvegi þorsks hefur ekki verið reynd áður svo vitað sé og gefa niðurstöður til kynna að þessi aðferðafræði geti hentað til rannsókna á svörun þorsklirfa við breytingum á fóðursamsetningu. Ónæmisvefjalitunin gaf jafnframt til kynna að auðgun fæðudýra með fiskpeptíðum stuðli að sterkbyggðari vefjalögum og hafi þannig jákvæð áhrif á þroskun þorsklirfa.

Hugrún Lísa lauk bakkalárprófi (B.Sc.) í líftækni frá auðlindadeild HA vorið 2010. Hún hefur unnið rannsóknavinnu sína og ritgerð undanfarin tvö ár og hefur hlotið til þess styrki frá Rannsóknasjóði HA, Matís ohf. og Iceprotein Ltd.

Leiðbeinendur Hugrúnar Lísu eru dr. Oddur Vilhelmsson, dósent við auðlindadeild HA, dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Matís ohf., og Jónína Jóhannsdóttir, M.Sc., sérfræðingur hjá Matís ohf. Andmælandi er dr. Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, aðjunkt við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Nánari upplýsingar veitir Hólmfríður Sveinsdóttir hjá Matís.

Ofangreind frétt birtist fyrst á heimasíðu Háskólans á Akureyri, www.unak.is.

Fréttir

Matís er þátttakandi á Landsmóti hestamanna 2012 sem haldið er í Reykjavík

Tuttugasta landsmótið fer fram í Reykjavík að þessu sinni. Matís kynnir starfsemi sína á mótinu en hjá fyrirtækinu er unnið með hesta- og hundaeigendum t.a.m. að með foreldragreiningum á hundum og hestum með erfðarannsóknum.

Matís býður gesti og gangandi velkomna á bás fyrirtækisins þá daga sem landsmótið stendur yfir.

Um foreldragreiningar Matís
Verkefnin felast m.a.í erfðagreiningum á nytjastofnum og villtum stofnum og úrvinnslu gagna ásamt raðgreiningum á erfðaefni lífvera og leit að nýjum erfðamörkum og þróun á erfðagreiningarsettum.

DNA greiningar eru m.a. notaðar í fiskeldi til að velja saman fiska til undaneldis. Þetta getur hraðað kynbótum og aukið varðveislu erfðabreytileikans. Á villtum stofnum eru erfðagreiningar notaðar til rannsókna á stofnum og stofneiningum. Má þar nefna lax, þorsk, leturhumar, síld, sandhverfu, langreyði o.fl. tegundir. Nota má erfðagreiningar við rekjanleikarannsóknir og tegundagreiningar hvort sem um er að ræða egg, seiði, flak úr búðarborði eða niðursoðinn matvæli.

Erfðagreiningar hafa verið notaðar í mannerfðafræði undanfarna áratugi en þessari tækni er nú í vaxandi mæli beitt í dýrafræði og sér í lagi er hún mikilvæg við rannsóknir á villtum sjávarstofnum. Þá er einnig mikilvægt markmið að þróa svipgerðartengd erfðamörk en góð erfðamörk eru grundvöllur árangursríkra rannsókna af þessu tagi.

Matís er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur markvisst byggt upp erfðagreiningar á dýrum.

Nánar hér.


Um landsmótið (af www.landsmot.is)

Saga Landsmótanna nær aftur til 1950 þegar fyrsta Landsmótið var haldið á Þingvöllum. Þar voru sýnd 133 hross, kynbótahross, gæðingar og kappreiðahross. Á þeim tíma var aðeins keppt í einum flokki gæðinga sem var flokkur alhliða gæðinga, auk kappreiða og kynbótasýninga.

Eftir það voru haldin Landsmót á fjögurra ára fresti, allt þar til að á ársþingi Landssambands Hestamannafélaga 1995 var samþykkt að halda Landsmót á tveggja ára fresti. Fyrsta mótið sem haldið var eftir þeim reglum, þ.e. á tveggja ára fresti var Landsmót í Reykjavík árið 2000.

Mótin hafa vaxið gríðarlega að umfangi sérstaklega hvað keppnishlutann varðar og fjölda hrossa. Það er þó áhugavert að á fyrsta Landsmót hestamanna á Þingvöllum árið 1950 sóttu um 10.000 gestir mótið. Aðsóknarmet var slegið á Gaddstaðaflötum árið 2008 þar sem hátt í 14.000 gestir, knapar, starfsmenn og sjálfboðaliðar komu saman.  

Landsmót hestamanna hefur verið stærsti íþróttaviðburður landsins frá upphafi, enda er Landssamband hestamannafélaga þriðja stærsta sérsambandið innan ÍSÍ, með rúmlega 11.000 félagsmenn.

Fréttir

Sjálfbær framleiðsla hjá Matís

Á svölum höfuðstöðva Matís fer fram áhugaverð framleiðsla. Þar eru gróðurkassar sem í er ræktað er ýmislegt girnilegt. Nú síðast var uppskera á spínati og graslaukurinn verður nýttur von bráðar.

Starfsmenn sem voru í hádegismat daginn sem uppskeran var matreidd fengu því í kroppinn ferskasta grænmeti sem um ræðir enda spínatið með endemum bragðmikið og stútfullt af vítamínum og steinefnum.

Hér má sjá nokkrar myndir úr kössunum og úr mötuneytinu og er óhætt að segja að þær tali sínu máli.

Svalir - Ræktunarkassar
Svalir - Uppskera

Fréttir

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið gefur út reglugerð um kælingu fisks og annarra matvæla

Fiskur er með allra viðkvæmustu matvælum og því lögð mikil áhersla á að varðveita ferskleika hans og forðast skemmdir. Óumdeilt er mikilvægi þess að að kæla fisk vandlega strax eftir að hann er veiddur.

Matvælalöggjöfin hefur að geyma margvísleg ákvæði um kælingu fiskjar og annarra matvæla. Í henni er kveðið skýrt á um að halda beri órofinni kælikeðju frá veiðum, til og við vinnslu matvæla og þau kæld eins fljótt og auðið er.

Kannanir hér á landi hafa leitt í ljós að kæling landaðs botnfiskafla er ónóg í mörgum tilvikum og mörg dæmi þess að fiski sé landað illa ísuðum eða jafnvel óísuðum. Á þetta einkum við um afla úr veiðiferðum sem vara skemur en 24 klukkustundir.  Þá er of  algengt að fiskur sem geymdur er utandyra sé ekki varinn fyrir sól og utanaðkomandi mengun eins og góðir framleiðsluhættir kveða á um.

Því hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið gefið út reglugerð til þess að taka af öll tvímæli um það hvaða reglur gilda í þessum efnum.  Reglugerðin tekur ekki gildi fyrr en 1. september 2012 til þess að gefa þeim aðilum sem eru vanbúnir að fylgja ákvæðum hennar svigrúm til þess að koma sér upp nauðsynlegum búnaði í samræmi við það sem reglugerðin kveður á um.

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 104/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, auk áorðinna breytinga.


Fréttin birtist fyrst á heimasíðu sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytis, www.sjavarutvegsraduneyti.is.

Fréttir

Kynningarfundur Matís á sunnanverðum Vestfjörðum

Í dag 18. júní verður haldinn kynningarfundur á starfsemi Matís og nýrri starfsstöð fyrirtækisins. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu á Bíldudal og hefst kl. 17.

Sérfræðingar frá Matís í Reykjavík, Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum verða á staðnum til að kynna starfsemina og þá möguleika sem felast í opnun starfsstöðvar Matís á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi

Allir sem áhuga hafa eru boðnir velkomnir á fundinn til að kynna sér starfsemi Matís og hvaða möguleikar eru í boði á rannsóknum og aðstoð Matís við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu.  Matís er þekkingar- og rannsóknafyrirtæki sem vinnur að þróun og nýsköpun i matvælaiðnaði, líftækni og matvælaöryggi. Matís veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði, sem og íslenska ríkinu. Sem dæmi kemur Matís að þróun á nýjum vörum og ferlum fyrir fyrirtæki og hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi gæði og öryggi matvæla.

Matís mun vinna með fyrirtækjum, sveitastjórnum og einstaklingum á svæðinu sem munu geta nýtt sér sérfræðiþekkingu Matís til uppbyggingar sinnar eigin starfsemi. Starfsemi Matís við Breiðafjörð byggir á traustu og öflugu samstarfi við heimamenn enda hafa þeir haft frumkvæði að þeirri uppbyggingu sem Matís ræðst nú í.

Mikil tækifæri eru til aukinnar verðmætasköpunar á svæðinu. Sjávarútvegur er lykilatvinnugrein í stöðugri þróun en auk þess liggja sóknarfæri í uppbyggingu fiskeldis og nýtingu annarra hráefna á svæðinu. Á sunnanverðum Vestfjörðum er mikil gróska í fiskeldi og kröftug uppbygging á því sviði. Starfsemi Matís mun styðja við nauðsynlega rannsókna- og þróunaruppbyggingu í tengslum við fiskeldi, en horft er til þess að þjónusta við eldistengda starfsemi verði eitt helsta viðfangsefni starfsmanna Matís á svæðinu.  Þar sem stærsti kostnaðarliður fiskeldis liggur í fóðri og fóðrun er ekki hvað síst horft til þróunar er lýtur að lágmörkun fóðurkostnaðar.

Efling matvælaframleiðslu mun gegna lykilhlutverki í aukinni verðmætasköpun á sunnanverðum Vestfjörðum og við Breiðafjörðinn. Einstaklingar og fyrirtæki sem áhuga hafa á framleiðslu á matvælum úr hráefni af svæðinu eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn til að kynna sér starf Matís og þau tækifæri sem það hefur upp á að bjóða til frekari vöruþróunar og framleiðslu. Fullvinnsla afurða skapar verðmæta vöru og aukna tekjumöguleika ásamt fjölbreyttara atvinnulífi og meira vöruúrvali. Sunnanverðir Vestfirðir hafa mikla möguleika á meiri úrvinnslu úr því hráefni sem hér er framleitt til sjós og lands og án efa eru margar hugmyndir hjá íbúum svæðisins sem eru vel þess virði að hrinda í framkvæmd.

Starfsfólk Matís hvetur alla áhugasama til að koma og kynna sér starfsemina, hitta starfsfólkið og ræða málin. Við hlökkum til að takast á við komandi verkefni með sveitarfélögunum á svæðinu, fyrirtækjum og heimamönnum öllum og bjóðum ykkur velkomin á fundinn.

Matís, Vínlandsleið 12, Reykjavík, 422-5000, matis@matis.is og starfsfólk Matís á sunnanverðum Vestfjörðum.

Nánari upplýsingar veita:
Lilja Magnúsdóttir, 858-5085, liljam@matis.is
Hólmgeir Reynisson, 867-4553, holmgeir@matis.is

Fréttir

Varsha A. Kale doktorsnemandi við HÍ og Matís hlýtur styrk

Tveir doktorsnemar í lyfjafræði við Háskóla Íslands, Indverjarnir Varsha A. Kale hjá Matís og Vivek S. Gaware, fengu styrk úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala í gær, mánudaginn 4. júní. Rannsóknir þeirra hafa þegar leitt til nýrrar þekkingar í lyfjafræði.

Þetta er í sjöunda sinn sem viðurkenningar eru veittar úr sjóðnum til doktorsnema í lyfjafræði við Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi rannsóknir. Heildarupphæð styrksins er 700.000 krónur og hlýtur hvor styrkhafi 350.000 krónur.

Rannsóknaverkefni Vörshu A. Kale  miðar að því að einangra brjósksykrur úr íslenskum sæbjúgum og ákvarða sameindabyggingu þeirra. Einnig hefur hún ræktað sjávarbakteríur sem framleiða sykrukljúfandi lífhvata.  Varsha hefur nú þegar einangrað þrjár mismunandi gerðir slíkra sykra og sýnt fram á ónæmisstýrandi virkni. Hagnýting verkefnisins felst í framleiðslu nýrra lífvirkra sykra og  lífhvata. Verkefnið er unnið í samstarfi við Matís.  Varsha er fædd á Indlandi árið 1985 og lauk meistaraprófi í lyfjaefnafræði árið 2004 frá S.R.T.M. háskólanum í Nanded á Indlandi. Hún hóf doktorsnám í lyfjavísindum við  Háskóla Íslands árið 2009 og aðalleiðbeinandi hennar er Sesselja S. Ómarsdóttir, dósent við Lyfjafræðideild, en meðleiðbeinandi Guðmundur Óli Hreggviðsson, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild og fagstjóri hjá Matís.

Í doktorsverkefni sínu þróar Vivek S. Gaware sérstök nanóefni sem hægt er að örva með ljósi og eyða þannig krabbameinsæxlum. Verkefnið er unnið í samstarf við vísindamenn við Radium hospital í Ósló og fyrirtækið PCI Biotech.  Vivek hefur nú þegar tekist að  smíða og skilgreina vel á fimmta tug nýrra efna í þessu verkefni. Niðurstöður prófana í Noregi hafa gefið góða raun og benda til þess að efnin séu mjög virk gegn krabbameini. Vivek er einnig fæddur á Indlandi, árið 1981, og hann lauk meistaraprófi  í lífrænni efnafræði frá Háskólanum í Pune í heimalandi sínu árið 2004. Vivek hóf doktorsnám í lyfjavísindum við Háskóla Íslands árið 2008 og aðalleiðbeinandi hans er Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild.Um Verðlaunasjóð Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala

Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala var stofnaður árið 2001. Markmið sjóðsins er að veita verðlaun fyrir vísindaleg afrek og styrkja rannsóknir og framhaldsnám í lyfjafræði. Það var Bent Scheving Thorsteinsson sem stofnaði sjóðinn til minningar um föður sinn, Þorstein Scheving Thorsteinsson, lyfsala í Reykjavíkurapóteki, og eiginkonu hans, Bergþóru Patursson.

Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar er einn þriggja sjóða sem Bent hefur stofnað við Háskóla Íslands. Hinir eru Verðlaunasjóður Óskars Þórðarsonar barnalæknis, sem hefur það markmið að veita verðlaun fyrir vísindaleg afrek, rannsóknir, ritgerðir og skylda starfsemi á sviði barnalækninga, og Styrktarsjóður Margaretar og Bents Scheving Thorsteinssonar, sem ætlað er að styðja við rannsóknir á einelti. Samtals hefur Bent gefið Háskóla Íslands 60 milljónir króna með fjárframlagi til sjóðanna þriggja.

Nánari upplýsingar veita Varsha og Guðmundur Óli Hreggviðsson hjá Matís.

Grein þessi birtist fyrst á vef Háskóla Íslands (www.hi.is/frettir/doktorsnemar_i_lyfjafraedi_hljota_styrk).

Ritrýndar greinar

Determination of inorganic arsenic in seafood: Emphasizing the need for certified reference materials

o evaluate the accuracy and robustness of an extraction method, utilizing an alkaline-ethanolic solution and microwave heating, the certified reference material (CRM)TORT-2 was subjected to three different instrumental methodologies: high-performance liq-uid chromatography (HPLC), coupled with and without post-column hydride generation;inductively coupled plasma-mass spectrometry (ICP-MS); and HPLC-hydride generation-atomic fluorescence spectrometry (HPLC-HG-AFS). The three methods gave a consistentvalue of inorganic arsenic (As) which is near the mean value of the reported values in the lit-erature, which, however, range by a factor of 10. Inorganic As, defined here as all As speciesthat do not have an As–C bond, that is, the sum of arsenite and arsenate and any thiol-boundAs, was found to be less than 4 % of total As concentration in 12 samples of fish meal whensubjected to this extraction method followed by HPLC-ICP-MS. To date, there is no certifiedvalue of inorganic As in a seafood-based reference material to compare to in order to vali-date the findings. This illustrates the difficulties in quantitative determination of inorganic Asin seafood and the need for a reference material for inorganic As and proficiency tests inorder to introduce legislation for a maximum level of inorganic As in seafood and feed.

Hlekkur að grein

IS