Fréttir

Matís og stjórnvöld í Tansaníu í samstarf

Nú fyrir stuttu undirrituðu stjórnvöld í Tansaníu og Matís samstarfssamning um verkefni upp á um 40 milljónir króna tengt rannsóknum á fiski, fiskvinnslu og úttekt á félagslegri stöðu fiskveiðisamfélaga við Tanganyika vatn í Tansaníu.

Um er að ræða samstarfsverkefni milli Matís, VJI ráðgjöf, Ráðgarðs skiparáðgjöf og GOCH verkfræðifyrirtækis í Tansaníu.  Áætlað er að verkinu ljúki að mestu um mitt næsta ár.

Nánari upplýsingar veitir Oddur Már Gunnarsson hjá Matís.

Tansanía samstarf

Matís er reglulegur þátttakandi í þróunarsamvinnuverkefnum úti um heim. Í þessu samstarfi er t.d. stuðlað að uppbyggingu þekkingar í matvælaiðnaði í þróunarlöndum með samstarfi Matís við Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Háskóla Sameinuðu þjóðanna og annarra er vinna að þróunarsamvinnu. Til dæmis hefur Matís verið í Kenía og haldið þar námskeið fyrir fiskeftirlitsfólk á vegum Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og í Mósambík þar sem starfsmenn Matís hafa framkvæmt úttektir á rannsóknastofu í Maputo og aðstoðað og leiðbeint gæðahóp rannsóknastofunnar við undirbúning faggildingar, en Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur stutt stjórnvöld í Mósambík við uppbyggingu opinbers gæðaeftirlits í sjávarútvegi. Vinna við gæðamál rannsóknastofanna í Maputo, Beira og Quelimane hluti af því samstarfi.

Þekking og reynsla af gæðakerfi Matís er nýtt til að leggja lokahönd á verklagsreglur og skjöl sem tilheyra gæðakerfum og svo er ákveðið hvaða skref eru nauðsynleg til að ná endanlegum markmiðum, sem er að sækja um faggildingu.

Skýrslur

Nasl og fiskprótein ‐ Þróun vinnsluaðferða og vöru / Fish proteins used in extruded corn snacks

Útgefið:

01/11/2011

Höfundar:

Jón Trausti Kárason, Irek Klonowski, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Nasl og fiskprótein ‐ Þróun vinnsluaðferða og vöru / Fish proteins used in extruded corn snacks

Verkefnið miðar að því að auka verðmæti aukahráefna úr fiskvinnslu s.s. afskurðar auk þess að nýta áður vannýttar fisktegundir.   Verðmætaaukningin felst í að nota hráefnin til framleiðslu fiskpróteina, en próteinin yrðu svo nýtt við framleiðslu á kornnasli. Auk mögulegrar verðmætaaukningar myndi varan teljast mun heilsusamlegri en hefðbundið kornnasl. Verkefnið felur í sér greiningu markaða, standsetningu vélbúnaðar, framleiðslu fiskpróteina, tilraunaframleiðslu próteinbætts nasls ásamt vöruprófunum.

This project aims to increase the value of fish processing by‐products like cut‐offs as well as utilization of species that are not fully utilized. The value adding involves the isolation of proteins from the raw materials and then using the proteins as additives in extruded corn snacks. Besides the value adding the products nutritional benefits would increase substantially. The project involves a market analysis, installation of machinery, fish protein production, experimental production of protein enhanced corn snacks as well as product testing.

Skýrsla lokuð til 01.12.2013

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gæðakönnun á frystum fiski á íslenskum markaði / Quality evaluation of frozen fish sold at the Icelandic consumer market

Útgefið:

01/11/2011

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Páll Gunnar Pálsson, Gyða Ósk Bergsdóttir, Heiða Pálmadóttir

Styrkt af:

Neytendasamtökin, sjávarútvegs‐ og landbúnaðarráðuneytið

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Gæðakönnun á frystum fiski á íslenskum markaði / Quality evaluation of frozen fish sold at the Icelandic consumer market

Könnuð voru gæði á frystum og pökkuðum fiski í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu.  Upplýsingar á umbúðum fiskvaranna voru skráðar og síðan voru gerðar mælingar á þyngd fisks og umbúða, íshúð, vatnstapi við uppþýðingu, vatnsinnihaldi, próteinum, salti, fosfötum og suðunýtingu. Í þeim sýnum sem voru til athugunar náði nettóþyngd fisks ekki merktri þyngd. Íshúð var aðeins til staðar á sumum sýnum. Íshúð var í samræmi við merkingar fyrir tvö sýni en yfir merktu gildi fyrir eitt sýni. Nýting fisksins við suðu var á bilinu 69‐79%. Þegar íshúð og vatnstap við uppþíðingu var tekið með í reikninginn varð nýtingin 50‐79%. Magn fosfata í frysta fiskinum var undir hámarksgildi sem sett er í reglugerð. Í einu sýni greindist þrífosfat og er það vísbending um að fosfati hafi verið bætt í fiskinni við vinnslu.. Salt í sjö sýnum var á bilinu 0,1‐0,4% og má telja það náttúrulegt salt í fiskholdinu. Í tveimur sýnum var salt á bilinu 0,7‐2,0% og bendir allt til að þessi sýni hafi tekið upp salt, t.d. við kælingu í ískrapa með salti. Merkingar á geymsluþoli og næringargildi fyrir sumar vörurnar voru ekki settar upp eins og gert er ráð fyrir í reglugerðum. 

Quality of frozen fish sold at supermarkets in Reykjavik was evaluated. Labelling information was recorded and the following parameters were measured: weight of fish, weight of packaging, weight of ice glaze, drip, water content, protein content, salt, phosphates and cooking yield. For the samples under investigation, net weight of fish was below weight stated on the label. Ice glaze was only found for some of the samples. Measured ice glaze was consistent with that stated on the label for two samples but was above the stated value for one sample. Cooking yield of the samples was 69‐79%. When the ice glaze and drip were taken into account the yield was 50‐79%. The concentrations of phosphates were below the maximum value set by regulation. Triphosphates were detected in one sample, indicating the use of phosphates during processing. Salt in seven samples was in the range 0,1‐0,4%, this can be regarded as original salt in the fish. In two samples salt was in the range 0,7‐2,0%, indicating the use of ice and salt under handling of the fish. Information on shelf life and nutrient value for some of the samples did not totally meet the requirements of regulations.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bleikja á sérmarkaði / Arctic Charr for the niche market

Útgefið:

01/11/2011

Höfundar:

Birgir Þórisson, Gísli Kristjánsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Ólafur Ögmundarson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi ‐ Forverkefni

Bleikja á sérmarkaði / Arctic Charr for the niche market

Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum forverkefnis um markaðssetningu á íslenskri eldisbleikju á sérmarkaði (e. niche market) í Þýskumælandi Evrópu. Upplýsinga var aflað hjá sérfræðingum á sviði markaðs‐  og sölumála í Þýskalandi með tölvupósti og viðtölum framkvæmdum í síma. Í skýrslunni er SVÓT‐greining fyrir hugsanlega markaðssókn á sérmarkaði. Niðurstöður SVÓT‐greiningar auðvelda yfirsýn yfir hvern þátt svo nýta megi styrkleika og tækifæri en draga úr áhrifum veikleika og ógnana. 

This report describes the results of pre‐project on the marketing of Icelandic farmed Arctic charr in German‐speaking Europe´s niche market. Information was gathered from experts in the field of marketing and sales in Germany both by e‐mail and interviews over phone. The report includes a SWOT analysis of the potential niche markets for Arctic charr. The results of the SWOT analysis give an overview of the current market situation for Arctic charr and strengthens the opportunities while reducing the impact of weaknesses and threats when Arctic charr is marketed.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif biðtíma frá slátrun að vinnslu á nýtingu og gæði eldisþorsks / Effect of post‐slaughter time intervals on yield and quality of farmed cod

Útgefið:

01/11/2011

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Hannes Magnússon, Kristján G. Jóakimsson, Sveinn K. Guðjónsson

Styrkt af:

AVS (R 11 006‐010)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Áhrif biðtíma frá slátrun að vinnslu á nýtingu og gæði eldisþorsks / Effect of post‐slaughter time intervals on yield and quality of farmed cod

Tilgangur tilraunarinnar var að kanna hvort biðtími (0, 2, 4 klst) frá slátrun að vinnslu hefði áhrif á þyngdarupptöku við sprautun og eiginleika frystra flaka. Auk þess var lagt mat á breytingar á þíddum flökum við geymslu í kæli. Fylgst var með breytingum á þyngd, efnainnihaldi, vatnsheldni, örveruvexti og magni niðurbrotsefna, auk þess sem flökin voru sett í skynmat. Til samanburðar voru notuð ómeðhöndluð flök. Þyngdaraukning var meiri eftir því sem biðtími var lengri. Söltun jók vatnsheldni flakanna og dró úr rýrnun við þíðingu og suðu samanborið við ómeðhöndluð flök. Sprautuðu flökin voru því einnig safaríkari. Hærri vatnsheldni sprautaðra flaka skýrst af því að hærra hlutfall vatns var innan vöðvafruma í sprautuðu flökunum meðan millifrumuvökvi var meiri í ómeðhöndluðum flökum og hlutfallslega meira vatn því laust bundið. Fjöldi örvera var meiri í sprautuðum flökum eins og við var búist þar sem sprautunin dreifir örverum um allan vöðvann í stað þess að þær séu eingöngu að finna á yfirborði vöðvans eftir flökun. Skemmdareinkenni urðu því meira áberandi í sprautuðum flökum eftir því sem leið á geymslu þíddra flaka yfir 2 vikna tímabil, þrátt fyrir að flökin væru ekki metin slakari í upphafi. Þránun var meiri í söltuðu flökunum samkvæmt TBA‐gildum en áhrif hennar voru ekki merkjanleg við skynmat. Hærra saltinnihald var talið auka dauðastirðnun í sprautuðu flökunum og skila gúmmíkenndari og stamari áferð samanborið við ómeðhöndluð flök. Útlit sprautaðra flaka var lakara, þau voru heldur dekkri og misleitari en ómeðhöndluð flök.

The aim of the experiment was to evaluate the effect of post‐slaughter time intervals on injection yield and characteristics of frozen cod fillets. In addition, to evaluate changes in thawed fillets during chilled storage. Weight gain by injection was higher as the waiting time was longer. Salting increased water retention during storage and cooking in comparison to untreated fillets. Therefore, the injected fillets were also juicier. The higher water retention of injected fillets was explained by a higher percentage of water within the muscle cells while the ration of intercellular fluid was higher in untreated fillets. Spoilage became more pronounced in injected fillets over 2 weeks of chilled storage of the fillets after thawing. Oxidation was higher in salted complex as expressed by higher TBARS‐values, but the effect was not observed in sensory analysis. Higher salt content seemed to increase rigor contraction in injected fillets and result in a more rubbery texture of the injected fillets, which were also slightly darker and more heterogeneous than untreated fillets.

Skýrsla lokuð til 01.01.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif íblöndunarefna og mismunandi söltunaraðferða á nýtingu og gæði afurða úr eldisþorski / Effects of additives and different salting methods on yield and quality of farmed cod products

Útgefið:

01/11/2011

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Hannes Magnússon, Kristján G. Jóakimsson, Sveinn K. Guðjónsson

Styrkt af:

AVS (R 11 006‐010)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Áhrif íblöndunarefna og mismunandi söltunaraðferða á nýtingu og gæði afurða úr eldisþorski / Effects of additives and different salting methods on yield and quality of farmed cod products

Markmið tilrauna var að skoða áhrif söltunaraðferða og pækilsamsetningar á nýtingu og gæði afurða sem unnar voru úr eldisþorski fyrir dauðastirðnun. Flök voru ýmist sprautuð eða sprautuð og pækluð. Pækillinn var af mismunandi saltstyrk, auk þess sem notkun fjölfosfats og blöndu af sítrati og askorbati var skoðuð. Fylgst var með breytingum á nýtingu, vatnsinnihaldi, vatnsheldni og gæðum yfir 9 mánaða tímabil í frosti.    Niðurstöður verkefnisins sýna að hægt er að hægt er að auka saltupptöku og þyngdarbreytingar á flökum með því að breyta vinnsluferlum þrátt fyrir að fiskurinn sé ekki genginn í dauðastirðnun. Ákveðinn munur kom fram í verkunareinkennum fyrstu 3 mánuðina eftir því hvort að flökin voru eingöngu sprautuð eða sprautuð og pækluð. Við lengri geymslu dró úr mun á milli hópanna. Í upphafi geymslunnar voru þættir sem einkenna ferskar afurðir áberandi en eftir því sem leið á geymslutímann urðu þættir eins og frystigeymslulykt, frystibragð, þráabragð og borðtuskulykt meira áberandi. Notkun fosfats og blöndu af sítrati og ascorbati virtust geta dregið að einhverju marki úr þránun samkvæmt niðurstöðum fyrir TBARS en áhrif komu þó hvorki fram í litmælingum né skynmati. 

The aim of experiments was to investigate the effects of different salting methods and brine composition on yield and quality of products, processed from pre‐rigor farmed cod. Fillets were either injected or injected and brined. Different brine concentrations were used, as well as polyphosphates and a mixture of citrate and ascorbate. Changes in yield, water content, water retention and quality of the products were followed over 9 months period of frozen storage. Results show that it is possible to increase the salt uptake and weight changes of the fillets by altering processing procedures for the pre‐rigor fish. The curing characteristics of the products depended on salting methods, i.e. if the fillets were only injected or injected and brine salted before freezing, especially during the first 3 months. Longer storage time reduced the difference between the groups. At the beginning of the storage, freshness characteristics were strong but during storage attributes like frozen odour and taste, rancid taste and dish cloth odour become predominant. Oxidation was reduced by use of phosphate and the mixture of citrate and ascorbate, as indicated by lower TBARS‐values. However, the effect was neither detected in results from colour measurements nor sensory analysis.

Skýrsla lokuð til 01.01.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Breytileiki á eiginleikum lýsu (Merlangius merlangus) eftir árstíma / Seasonal variations in quality‐ and processing properties of whiting

Útgefið:

30/10/2011

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Breytileiki á eiginleikum lýsu (Merlangius merlangus) eftir árstíma / Seasonal variations in quality‐  and processing properties of whiting

Markmið verkefnisins var að byggja upp ákveðinn þekkingargrunn fyrir lýsu (Merlangius merlangus) og fá upplýsingar um breytileika á gæða‐  og vinnslueiginleikum (efna‐  og eðliseiginleikar) hennar eftir árstíma. Til samanburðar voru notaðar upplýsingar um ýsu. Niðurstöður leiddu í ljós að flakanýting (vinnslunýting) tengdist holdafari þar sem jákvæð fylgni var á milli flakanýtingar og holdafarsstuðuls og var hún áberandi hæst í mars mánuði. Á sama tíma var minna los í fisknum samanborið við aðra árstíma. Niðurstöður verkefnisins virðast benda til þess að ekki sé heppilegt að veiða lýsuna í kringum hrygningartímann, eða á miðju sumri, með tilliti til vinnslu‐, eðliseiginleika og annarra gæðaeiginleika.

The aim of the project was to study seasonal variation in quality‐ and processing properties of whiting (Merlangius merlangus). Haddock was used as a reference group. The results showed positive correlation between fillet yield and condition factor, with highest value in mars. At the same time gaping was minor. The results indicated that during spawning time it is not suitable to catch whiting with regards to processing‐ and quality properties.

Skoða skýrslu

Fréttir

Innleiðing matvælalöggjafar EES á Íslandi

Í árslok 2011 rennur út undanþáguatkvæði sem Íslendingar hafa frá reglugerð í matvælalöggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Í umræðu undanfarna mánuði hafa ákveðin hugtök um matvæli verið til umfjöllunar og er mikilvægt að þessi hugtök séu notuð rétt til að fyrirbyggja misskilning

Þessi hugtök eru annars vegar matvælaöryggi og hins vegar fæðuöryggi.

  • Matvælaöryggi (Food safety) fjallar um hversu örugg matvæli eru til neyslu og hvort þau valdi heilsutjóni hjá neytendum
  • Fæðuöryggi (Food security) fjallar um aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum

Nánari upplýsingar um ofangreind hugtök og um hlutverk Matís í innleiðingu nýrrar matvælalöggjafar EES á Íslandi veitir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, sveinnm@matis.is.

Í Bændablaðinu 27. október sl. (bls. 14) er fréttaskýring um innleiðingu matvælalöggjafar EES á Íslandi.

Fréttir

Kæling ferskfisks bætt með varmaflutningslíkönum

Meginmarkmið verkefnisins Hermun kæliferla – varmafræðileg hermun vinnslu- og flutningaferla, sem hófst í júní 2008, var að endurbæta verklag og búnað fyrir vinnslu og flutning á sjávarafurðum.

Notast var við ferlagreiningu, tilraunir og tölvuvædd varma- og straumfræðilíkön til að ná settum markmiðum. Afleiðingar bættrar hitastýringar í vinnslu- og flutningaferlum eru aukin gæði, stöðugleiki og öryggi, sem auka um leið verðmæti vörunnar. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Háskóli Íslands, Promens Tempra, Eimskip Ísland, Samherji, Brim (ÚA), Festi og Eskja.

Dæmi um afurðir verkefnisins eru varmaflutningslíkön af ferskfiskafurðum í frauðkassa, sem gera kleift að spá fyrir um fiskhita út frá umhverfishitasögu. Varmaflutningslíkön voru notuð til að endurhanna 3, 5 og 7 kg frauðkassa Promens Tempra með lágmörkun hæsta fiskhita í kössunum undir hitaálagi að markmiði.

Tilraunir staðfestu yfirburði nýju kassanna umfram hefðbundnar kassagerðir, bæði m.t.t. hitastýringar og gæða vöru undir hitaálagi. Nýju kringdu frauðkassarnir hafa leyst eldri gerðir frauðkassa Promens Tempra af hólmi (sjá mynd 1) og hafa þar með aukið samkeppnisfærni íslenskra ferskfiskafurða, sér í lagi þeirra flugfluttu.

Hermun kæliferla 1
Mynd 1. Silungsflök í nýrri gerð kringdra frauðkassa frá Promens Tempra.

Niðurstöður annarrar tilraunar sýna að geymsluþol ferskra fiskflaka í hornkössum heils bretti í flugflutningskeðju getur verið um 1 – 1,5 dögum styttra en flaka í kössum í miðju brettastaflans. Hitadreifing í mismunandi kælikeðjum var kortlögð og sérstök áhersla lögð á forkælingu flaka fyrir pökkun og hitadreifingu í mismunandi tegundum kæligáma með mismunandi hleðslumynstur. Niðurstöður verkefnisins hafa ekki aðeins nýst flugflutningskeðjum heldur hafa þær einnig stuðlað enn frekar að auknum möguleikum á öruggum flutningi ferskfiskafurða með skipum.

Hermun kæliferla 2
Mynd 2. Hitakort í lóðréttu sniði gegnum fjögurra raða stafla frauðkassa á bretti undir hitaálagi hermt með varma- og straumfræðihugbúnaðinum ANSYS FLUENT.

Fréttir

Geta sveppir verið betri á bragðið en “hollustu góðir”?

Fjallað var um Matarsmiðju Matís á Flúðum á skemmtilegan hátt í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 fyrir stuttu. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir taldi að sveppir sem þar er verið að prófa að þurrka væru betri en hollustan í þeim gæfi til kynna; þeir væru í raun meira en bara “hollustu góðir” á bragðið!

Fréttina má finna hér.

IS