Fréttir

Innleiðing matvælalöggjafar EES á Íslandi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í árslok 2011 rennur út undanþáguatkvæði sem Íslendingar hafa frá reglugerð í matvælalöggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Í umræðu undanfarna mánuði hafa ákveðin hugtök um matvæli verið til umfjöllunar og er mikilvægt að þessi hugtök séu notuð rétt til að fyrirbyggja misskilning

Þessi hugtök eru annars vegar matvælaöryggi og hins vegar fæðuöryggi.

  • Matvælaöryggi (Food safety) fjallar um hversu örugg matvæli eru til neyslu og hvort þau valdi heilsutjóni hjá neytendum
  • Fæðuöryggi (Food security) fjallar um aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum

Nánari upplýsingar um ofangreind hugtök og um hlutverk Matís í innleiðingu nýrrar matvælalöggjafar EES á Íslandi veitir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, sveinnm@matis.is.

Í Bændablaðinu 27. október sl. (bls. 14) er fréttaskýring um innleiðingu matvælalöggjafar EES á Íslandi.