Fréttir

Fullkomin aðstaða hjá Matís til skynmatsrannsókna

Skynmat er kerfisbundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð matvæla. Í skynmati eru skynfæri mannsins, þ.e. sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð til að meta gæði matvæla.

Skynmat í íslenskum matvælaiðnaði hefur verið stundað á skipulagðan hátt; einkum sem þáttur í gæðaeftirliti. Fiskiðnaður, kjötvinnsla og mjólkuriðnaður hafa mest nýtt þessar aðferðir. Skynmat í íslenskum fiskiðnaði á sér ríka hefð. Áður fyrr var allur fiskur metinn með tilliti til ferskleika og hann verðlagður eftir því.

Skynmat er kerfisbundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð matvæla.

Í skynmati eru skynfæri mannsins, þ.e. sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð til að meta gæði matvæla. Skynmat í íslenskum matvælaiðnaði hefur verið stundað á skipulagðan hátt; einkum sem þáttur í gæðaeftirliti. Fiskiðnaður, kjötvinnsla og mjólkuriðnaður hafa mest nýtt þessar aðferðir. Skynmat í íslenskum fiskiðnaði á sér ríka hefð. Áður fyrr var allur fiskur metinn með tilliti til ferskleika og hann verðlagður eftir því.

Nauðsynlegur þáttur í gæðastýringu
Þörfin fyrir skipulagt skynmat á hráefni við hráefniskaup og framleiðslu og mat á afurðum fer vaxandi bæði vegna krafna kaupenda erlendis frá og ekki síður vegna þess að matvælafyrirtæki taka upp gæðastýringu. Skipulegar aðferðir við skynmat og skráningar á niðurstöðum skynmats á hráefni, framleiðslu og afurðum eru nauðsynlegur þáttur í gæðastýringu.

Mjólk og mjólkurafurðir eru viðkvæm vara og notkun skynmats í gæðaeftirliti þar á sér ríka hefð. Allt kjöt í sláturhúsum er metið í gæðaflokka eftir byggingarlagi, holdfyllingu og fitu. Fyrir hverja kjöttegund eru sérreglur um gæðamat. Þetta mat er fyrst og fremst sjón- og snertimat kjötmatsmannsins þó hann hafi tæki eins og fitumæli til að styðjast við.

Mikilvægur þáttur í starfsemi Matís
Skynmat er mikilvægur þáttur í starfsemi Matís og einnig er það einkum notað í gæðaeftirliti og við vöruþróun hjá íslenskum matvælafyrirtækjum. Matís hefur í mörg ár aðstoðað fyrirtæki við að koma sér upp skynmati, veitt ráðgjöf í skynmati og framkvæmt geymsluþolsrannsóknir í þeim tilfellum þar sem skynmat er mjög veigamikill þáttur.

Skynmat hefur verið notað í margvíslegum rannsóknarverkefnum, bæði innlendum og erlendum. Starfsfólk Matís hefur annast bóklega og verklega kennslu í skynmati við matvælafræðiskor Háskóla Íslands og við sjávarútvegsbraut auðlindadeildar Háskólans á Akureyri. Einnig hefur starfsfólk Matís kennt skynmat við Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna frá 1998. Þá hefur Matís haldið margvísleg námskeið í skynmati fyrir starfsfólk fiskvinnslufyrirtækja og annarra matvælafyrirtækja.

Fullkomin aðstaða hjá Matís
Á Matís er mjög fullkomin skynmatsaðstaða, með sérstöku skynmatsherbergi með aðskildum básum, fullkominni lýsingu og loftræstingu. Einnig er þar góð aðstaða til að meðhöndla matvæli og undirbúa sýni og nýtist þetta mjög vel til námskeiðahalds og kennslu.

_DSC7042
© Odd Stefán

Þróun nýrra aðferða
Á undanförnum árum hefur verið unnið að þróun nýrra skynmatsaðferða, einkum fyrir skynmat á heilum fiski. Sú aðferð sem fiskirannsóknafólk í Evrópu er sammála um að muni henta best við ferskfiskmat er svonefnd gæðastuðulsaðferð QIM. Sú aðferð er mjög hentug til kennslu og þjálfunar og samræmingar á mati og má geta þess að árið 2003 var allt starfsfólk fiskmarkaða hér á landi þjálfað í þessari aðferð.

Matís er samstarfsaðili í QIM-EUROFISH sem vinnur að samræmingu skynmatsaðferða á fiski. Loks tekur Matís einnig þátt í European Sensory Network sem er samstarfsvettvangur háskóla, stofnana og fyrirtækja í Evrópu á sviði skynmats.

Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Sveinsdóttir

Fréttir

Matís með fjölmörg erindi á Fræðaþingi landbúnaðarins

Að venju var Fræðaþingi landbúnaðarins mjög vel sótt enda er um að ræða einn helsta vettvang landbúnaðarins til að skiptast á skoðunum og fræðast um allt mögulegt í greininni.

Þingið er samvinnuverkefni 9 stofnana og fyrirtækja sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti og er Matís eitt þeirra og kemur að kostnaði sem og undirbúningi og skipulagningu þingsins.

Að þessu sinni var eldgosið í Eyjafjallajökli m.a. í brennidepli en í málstofu um það verður m.a. rætt um áhrif þess á samfélag, búskap, dýralíf og gróður. Viðamikil dagskrá var um hrossarækt og hestamennsku og horft var til framtíðar varðandi skógrækt hér á landi. Hefðbundnar málstofur um búfjárrækt, jarðrækt, nýtingu afurða, aðbúnað og eftirlit voru á sínum stað. Þá var vatnalífi og fiskrækt gerð skil í víðu samhengi.

Fyrirlestrar starfsmanna Matís:

  • Er hesturinn þinn greindur? Erfðagreiningar og kynbætur húsdýra Alexandra M. Klonowski, Anna Kristín Daníelsdóttir, Kristinn Ólafsson, Ragnar Jóhannsson, Sigurlaug Skírnisdóttir og Steinunn Magnúsdóttir, Matís ohf.
  • Getur sjávarútvegsmódelið virkað í landbúnaði? Jónas R. Viðarsson og Valur N. Gunnlaugsson, Matís ohf.
  • Vágestir í matvælum og hraðvirkar greiningar matvælasýkla Sveinn H. Magnússon, Eyjólfur Reynisson, Árni R. Rúnarsson og Viggó Þór Marteinsson, Matís ohf.
  • Tækifæri til bættrar nýtingar hjá bændum með smáframleiðslu matvæla Guðjón Þorkelsson, Matís ohf.
  • Gæði byggs til matvælaframleiðslu Ólafur Reykdal, Matís ohf., Jónatan Hermannsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands.
  • Iðnaðarverkfræði og mjólkurvinnsla í matarkistu Skagafjarðar Sigríður Sigurðardóttir, Matís ohf.
  • Nýting lágvarmaorku til ræktunar fiska og annarra lífvera Ragnar Jóhannsson, Matís ohf.

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Fréttir

Tvær nýjar greinar í vísindaritum eftir starfsmenn Matís

Nú fyrir stuttu komu út tvær greinar í ritrýndum vísindaritum þar sem starfsmenn Matís eru meðhöfundar.

Önnur fjallar um áhrif á bakteríumeðferðar á fyrstu stig þorskeldis (hér) og hin um áhrif mismunandi bakteríumeðferða í þorskeldi á mismunandi þroskastigum þorskaseiða (hér).

Nánari upplýsingar veitir Hélène Liette Lauzon.

Fréttir

Ársskýrsla Matís 2010

Ársskýrsla Matís 2010 er nú kominn út. Rafræna útgáfu er að finna á heimasíðu Matís.

Ársskýrsla Matís 2010 á rafrænu formi má finna hér.

Fréttir

Verða hugmyndir Íslendinga mikilvægur þáttur í endurskoðaðri fiskveiðistjórnun ESB?

Nú rétt í þessu var að ljúka fyrsta fundinum í nýju og umfangsmiklu fjölþjóðaverkefni sem Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja til þriggja ára, EcoFishMan.

Á fundinum hefur m.a. verið rætt um hvort sameiginleg fiskveiðistefna Evrópusambandsins hafi skilað þeim árangri sem ætlast var til. Nægir að nefna að hátt í 90% fiskistofna í lögsögu ESB-ríkja eru ofveiddir og þriðjungur stofnanna er í útrýmingarhættu vegna þess að þeir ná ekki að endurnýjast. Brottkast er stórfellt vandamál, til dæmis er áætlað að 30-55% þorskafla úr Norðursjó sé fleygt fyrir borð.

Evrópusambandið væntir þess að í EcoFishMan verkefninu verði þróuð ný aðferðafræði sem nýtist við breytingar og umbætur á fiskveiðistjórnunarkerfi sínu.

Í framhaldi af þessum upphafsfundi verður lögð er áhersla á samstarf við sjómenn, útgerð og vinnslu og að hagnýta upplýsingar úr rafrænum afladagbókum. Markmið verkefnisins er að stuðla að vistvænni, sjálfbærri og hagrænni stjórnun með sérstakri áherslu á rekjanleika og að lágmarka brottkast afla.  Eitt af markmiðum EcoFishMan verkefnisins er að greina það sem vel hefur tekist í íslenskri fiskveiðistjórnun og miðla þeirri reynslu áfram. Jafnframt því er horft til meira samstarfs við þá sem starfa að veiðum og vinnslu í sjávarútveginum.

Meðal íslenskra aðila, sem leitað verður til vegna faglegrar þekkingar eru  Fiskistofa, Samtök fiskvinnslustöðva, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Hafrannsóknastofnunin, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, Landssamband smábátaeigenda og nokkur íslensk fyrirtæki sem framleiða tæknibúnað fyrir sjávarútveginn, svo sem TrackwellVaki og Marel.

Þeir sem komu að þessum fyrsta fundi voru m.a. aðilar frá Matís, Eurofish (DK), CETMAR (ES), The Bitland Enterprise (FO), Háskóla Íslands, National Research Council / Institute of Marine Sciences (IT), Nofima Marin (NO), University of Tromsø (NO), Centro de Ciências do Mar (PT), IPIMAR (PT), MAPIX technologies Ltd (UK), Marine Scotland Science (UK) og Seafish (UK).

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís.

Frétt frá fréttastofu Stöðvar 2 frá fundinum má finna hér.

EcoFishMan Kick-off Meeting 2011

Fréttir

Matís með mörg erindi á Fræðaþingi landbúnaðarins 10. og 11. mars nk.

Fræðaþing landbúnaðarins 2011 verður haldið dagana 10. – 11. mars á Hótel Sögu. Þingið er samvinnuverkefni 9 stofnana sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti.

Að þessu sinni verður eldgosið í Eyjafjallajökli m.a. í brennidepli en í málstofu um það verður m.a. rætt um áhrif þess á samfélag, búskap, dýralíf og gróður. Viðamikil dagskrá verður um hrossarækt og hestamennsku og horft verður til framtíðar varðandi skógrækt hér á landi. Hefðbundnar málstofur um búfjárrækt, jarðrækt, nýtingu afurða, aðbúnað og eftirlit verða á sínum stað. Þá verða vatnalífi og fiskrækt gerð skil í víðu samhengi.

Fréttir

Sameiginleg fiskveiðistefna ESB skilar ekki tilætluðum árangri – vísindamenn Matís og aðrir vísindamenn geta lagt sitt af mörkum

Matís gegnir forystuhlutverki í nýju og umfangsmiklu fjölþjóðaverkefni sem 7. rammáætlun um rannsóknir og þróun innan Evrópu (FP7) hefur ákveðið að styrkja til þriggja ára, EcoFishMan. Upphafsfundur verkefnisins fer fram hjá Matís dagana 8. og 9. mars.

Styrkur ESB hljóða upp á alls 3 milljónir evra, jafnvirði um 475 milljóna króna. Þar af er hlutur Matís alls 450.000  eða jafnvirði rúmlega 70 milljónir króna.  Að EcoFishMan verkefninu koma alls 13 stofnanir, fyrirtæki og háskólar í átta Evrópulöndum, þar á meðal Háskóli Íslands og háskólinn í Tromsö í Noregi. Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, er verkefnisstjóri og dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, verður með henni í vísindanefnd verkefnisins.

Sameiginleg fiskveiðistefna Evrópusambandsins skilar ekki þeim árangri sem til er ætlast af henni. Nægir að nefna að hátt í 90% fiskistofna í lögsögu ESB-ríkja eru ofveiddir og þriðjungur stofnanna er í útrýmingarhættu vegna þess að þeir ná ekki að endurnýjast. Brottkast er stórfellt vandamál, til dæmis er áætlað að 30-55% þorskafla úr Norðursjó sé fleygt fyrir borð.

Evrópusambandið væntir þess að í EcoFishMan verkefninu verði þróuð ný aðferðafræði sem nýtist við breytingar og umbætur á fiskveiðistjórnunarkerfi sínu. Lögð er áhersla á samstarf við sjómenn, útgerð og vinnslu og að hagnýta upplýsingar úr rafrænum afladagbókum. Markmið verkefnisins er að stuðla að vistvænni, sjálfbærri og hagrænni stjórnun með sérstakri áherslu á rekjanleika og að lágmarka brottkast afla.  Eitt af markmiðum EcoFishMan verkefnisins er að greina það sem vel hefur tekist í íslenskri fiskveiðistjórnun og miðla þeirri reynslu áfram. Jafnframt því er horft til meira samstarfs við þá sem starfa að veiðum og vinnslu í sjávarútveginum.

Meðal íslenskra aðila, sem leitað verður til vegna faglegrar þekkingar eru  Fiskistofa, Samtök fiskvinnslustöðva, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Hafrannsóknastofnunin, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, Landssamband smábátaeigenda og nokkur íslensk fyrirtæki sem framleiða tæknibúnað fyrir sjávarútveginn, svo sem TrackwellVaki og Marel.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís.

Fréttir

Nokkrir nýir bæklingar frá Matís

Nokkrir nýir bæklingar hafa nú verið prentaðir og hægt er að nálgast rafrænar útgáfur á heimasíðu Matís.

Bæklinga sem hægt er að niðurhala án kostnaðar á eftirfarandi slóðum:

Sömuleiðis er bæklingurinn „Valuable facts about Icelandic seafood“ kominn út en þann bækling ætti enginn sem selur íslenskt sjávarfang að láta fram hjá sér fara enda sýna tölurnar í bæklingnum að íslensk sjávarfang er hreint og ómengað. Bæklingurinn kostar kr. 3500/stk. og er hægt að nálgast hann með því að senda póst á matis@matis.is.

Sýnishorn af „Valuable facts about Icelandic seafood“ má finna hér.

Fréttir

Eldi á beitarfiski – Matís í Landanum á RÚV

Eldi á beitarfiski (Tilapia) var til umfjöllunar í Landanum sl. sunnudag. Þar fjallaði Ragnar Jóhannsson, fagstjóri hjá Matís, um möguleika Íslendinga í greininni.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér (eldisumræðan kemur fyrst) og samantekt um þáttinn má finna hér.

Hjá Matís er unnið hörðum höndum að framþróun í eldismálum. Mikilvægur þáttur í þessu samhengi eru rannsóknir í þágu fiskeldis sem hafa að markmiði að bæta gæði og auka hagkvæmni atvinnugreinarinnar. Við rannsóknirnar er höfð náin samvinna við fyrirtæki, háskóla og innlenda rannsóknaraðila í þeim tilgangi að byggja upp sem víðtækastan þekkingargrunn sem nýtist bæði íslenskum jafnt sem erlendum eldisfyrirtækjum.

Markmið með rannsóknum Matís og samstarfsaðila er m.a.að bæta afkomu, vöxt og gæði sjávarfiska á fyrstu stigum eldis, þróa eldri og nýja tækni til að auka hagkvæmni við framleiðslu helstu nytjategunda í eldi og leita leiða til lækkunar fóðurkostnaðar í fiskeldi án þess að það komi niður á vexti fisksins eða gæðum afurða.

Fóðurkostnaður er ríflega helmingur af rekstrarkostnaði í fiskeldi og því mikilvægt að leita leiða til þess að lækka hann án þess að það komi niður á vexti og heilbrigði fisksins. Fóðurrannsóknir stuðla jafnframt að þróun markvissari næringar sem miðast að þörfum fisksins. Þá er lögð mikil áhersla á forvarnir á fyrsta stigi eldisins en það er megin flöskuhálsinn við eldi sjávarfiska og ráða þær miklu um lífslíkur lirfanna, og þar með árangri í eldinu.

Megin áhersla hefur verið lögð á notkun nýrrar ljósatækni til frestunar/útilokunar kynþroska við áframeldi á þorski. Við uppbyggingu þorskeldis hefur verið stuðst við þekkingu sem aflast hefur við eldi annarra tegunda en ljóst er að eldistækni er mikilvægt áherslusvið við eldi á þorski.

Nánari upplýsingar veit Ragnar Jóhannsson, fagstjóri hjá Matís.

Fréttir

Starfsmaður Matís með grein um uppsjávarfiska

Nú fyrir stuttu birtist grein um uppsjávarfiska í Euro Fish Magazine. Ásbjörn Jónsson frá Matís er einn höfunda.

Greinina má sjá hér.

Til uppsjávarfiska teljast sumar af algengustu fiskategundum sem veiddar eru, t.d.sardínur, makríll, síld, loðna og kolmuni. Uppsjávartegundir eru frekar fáar en þrátt fyrir það er aflinn oft meiri en frá öðrum fisktegundum samanlagt. Uppsjávarfiskar eru oftar frekar smáir þó svo að stærri tegundir tilheyri þessum flokki einnig, t.a.m. sverðfiskur og túnfiskur.

Nánari upplýsingar veitir Ásbjörn Jónsson hjá Matís.

IS