Skýrslur

TOPCOD, OPTILAR / Lengi býr að fyrstu gerð. Kjöreldisferlar í lirfu‐ og seiðaeldi á þorski

Útgefið:

01/04/2011

Höfundar:

Jónína Jóhannsdóttir, Agnar Steinarsson, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Technology Development Fund and AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

TOPCOD, OPTILAR / Lengi býr að fyrstu gerð. Kjöreldisferlar í lirfu‐ og seiðaeldi á þorski

Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að bestu aðstæður við framleiðslu lirfa gefi seiði af betri gæðum og að vaxtarforskot á fyrstu stigum eldisins skili sér að einhverju leiti á seinni vaxtarstigum. Meginmarkmið þessa verkefnis er að skilgreina bestu aðstæður við eldi þorsklirfa á Íslandi og nýta í því markmiði margvíslegar aðferðir við lausn helstu vandamála sem eru tengd framleiðslu þorsklirfa í dag. Þessi skýrsla fjallar um þá verkþætti sem Matís ohf. tók þátt í sem m.a. var að rannsaka áhrif auðgunar fóðurdýra með bætibakteríum og próteinmeltu á vöxt, þroska, ónæmisörvun og meltingarflóru lirfa svo og rannsóknir á áhrifum mismunandi frumfóðrunar á vöðvavöxt sem unnið var í samvinnu við Hafrannsóknastofnunina. Niðurstöður gefa vísbendingar um að byrjun þurrfóðurgjafar seint eða um 50 dph gefi ekki lirfum vaxtarforskot og að það sé nægilegt að fóðra með Artemiu þar til 40 dph. Þurrfóðurgjöf frá 30 dph leiddi til minni vaxtar og aukinnar tíðni byggingargalla. Auðgun fóðurdýra með frostþurrkaðri blöndu tveggja bætibakteríustofna hafði ekki áhrif á samsetningu bakteríuflóru lirfa og stofnar náðu ekki fótfestu í meðhöndluðum lirfum. Hinsvegar má gera ráð fyrir að léleg hrognagæði hafi haft áhrif á niðurstöður meðhöndlunar. Niðurstöður tilrauna staðfesta fyrri niðurstöður um jákvæð áhrif auðgunar fóðurdýra með próteinmeltu á afkomu og þroskun lirfa.  

Recent research has demonstrated that production optimization during the larval and juvenile phase will to some extent be reflected in the performance of the fish during the ongrowing phase. The objectives of the project are to optimise the larval production of Atlantic cod in Iceland by applying a multidisciplinary approach to solve central bottlenecks related to larval production. This report presents tasks where Matis ohf. was involved, including analyzes of the effects of live prey enrichment using putative probionts and a fish protein hydrolysate on larval survival quality immune stimulation and intestinal bacterial community of larvae. The study also involved an analysis of the effect of startfeeding protocols on muscle growth in collaboration with MRI. The results indicate that late weaning around 50 dph may be excessive and produce no significant advantage. An intermediate weaning strategy, with artemia feeding until 40 dph, appears to be sufficient to convey important advantages in terms of growth and anatomy. Early weaning on 30 dph produced slow‐growing juveniles and a higher deformity ratio. Using the freeze dried preparates of the probionts did not affect the bacterial community structure of larvae and the probionts were not found to be established within the bacterial community of treated larvae. Poor quality egg may, however, partly explain the lack of effects as a result of treatment. The present study confirms the results of previous studies where live prey enrichment using a fish peptide hydrolysate significantly improved larval survival and development. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Íslenskur barnamatur – markaður og opinberar kröfur

Útgefið:

01/04/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Rakel Eva Sævarsdóttir, Gunnþórunn Einarsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Íslenskur barnamatur – markaður og opinberar kröfur

Með barnamat er átt við mat sem er sérstaklega ætlaður ungabörnum og smábörnum að undanskildum mjólkurblöndum sem koma eiga í stað móðurmjólkur. Að mörgu er að huga áður en hafist er handa við framleiðslu á barnamat. Smábörn og ungabörn eru mun viðkvæmari á allan hátt en fullorðnir. Miklar kröfur eru því gerðar um örugga framleiðslu. Íslenskt hráefni, sérstaklega grænmeti og lambakjöt, hentar vel til framleiðslu á barnamat því hér er notkun varnarefna í landbúnaði minni en víðast hvar og aðskotaefni og mengunarefni í algjöru lágmarki. Niðurstöður umræðuhópa foreldra unga- og smábarna benda til þess að það séu tækifæri til að koma með nýjar, íslenskar vörur á markaðinn. Einkum virðist vera vöntun á fleiri tegundum barnamatar en þegar eru í boði en ekki síður má sjá tækifæri í aðlögun umbúða og skammtastærða hefðbundinna íslenskra matvara að þörfum unga- og smábarna. Aðkeyptur barnamatur hefur neikvæða merkingu í hugum margra. Til þess að ný vara ætluð unga- og smábörnum gangi vel er því fyrst og fremst mikilvægt að byggja upp traust á vörumerkinu hjá kaupendunum.

Baby food is food which is specially aimed towards infants and toddlers, excluding infant formulas which are replacement for breast milk. Many things have to be considered before starting producing baby food. Infants and toddlers are much more susceptive than grown-ups. High demands are therefore on safety of the production. Icelandic raw material, especially vegetables and lamb meat, are well suited for baby food as in Iceland the use of pesticides in agriculture is much lower than in most countries and pollution levels are low. Results from focus group discussions among Icelandic parents indicate that there are opportunities for new, Icelandic products on the market. There is especially a need for more variety but there is as well a market for existing Icelandic products in more suitable form and packaging for infants and toddlers. Processed baby food has negative image in the eyes of many parents. For new baby food products to succeed it is essential to build up a trust among parents on the integrity of the producer and quality of the products.

Skoða skýrslu

Fréttir

Ráðstefna um ný innlend fóðurhráefni til notkunar í fiskeldi

Föstudaginn 8. apríl kl. 13-17 verður haldin ráðstefna í höfuðstöðvum Matís að Vínlandsleið 12 í Reykjavík (Grafarholt). Matís og Íslensk Matorka standa að ráðstefnunni og eru hún öllum opin.

Ný innlend fóðurhráefni til notkunar í fiskeldi

Möguleikar, magn, gæði og verð

Ráðstefna hjá Matís, Vínlandsleið 12, föstudaginn 8. apríl kl. 13-17

Dagskrá ráðstefnunnar

13:00 -13:10 Setning – Jón Bjarnason, sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra
13:10 -13:35 Miljø – effektiv fiskeproduktion – Alfred Jochumsen, DTU-Akva Danmörku
13:35 -13:50 Þróun nýrra fiskifóðurhráefna í Svíþjóð: kræklinga- og oksveppamjöl – Björn Þrándur Björnsson, Háskólinn í Gautaborg
13:50 -14:05 Grænn lífrænn úrgangur – Ásbjörn Jónsson, Matís
14:05 -14:20 Framleiðsla hryggleysingja – Jón S. Ólafsson, Veiðimálastofnun
14:20 -14:35 Örverur – Arnþór Ævarsson, Prokazyme / Jakob Kristjánsson, Prokazyme
14:35 -14:50 Sveppir – Georg Ottósson, Flúðasveppir
14:50 -15:10 Kaffi
15:10 -15:25 Repja – Jón Bernódusson, Siglingastofnun / Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri
15:25 -15:40 Margt smátt gerir eitt stórt: eru svifþörungar orkuboltar aldarinnar? – Erla Björk Örnólfsdóttir, Vör Sjávarrannsóknasetur
15:40 -15:55 Aðrir möguleikar – Ólafur I. Sigurgeirsson, Háskólinn á Hólum
15:55 -16:10 Virði hráefna – Jón Árnason, Matís
16:10 -16:50 Umræður/pallborð – Rannveig Björnsdóttir (Matís) stýrir.
Fulltrúar fóðurframleiðenda, Björn Þrándur Björnsson (Háskólinn í Gautaborg), Alfred Jochumsen (DTU-Akva), Sveinbjörn Oddsson (Íslensk Matorka), Björn Björnsson (Hafró), Helgi Thorarensen (Háskólinn á Hólum).
16:50 -17:00 Samantekt og fundarslit

Fundarstjóri: Ragnheiður Þórarinsdóttir, Íslensk Matorka

Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis.

Vinsamlegast látið vita af þátttöku með pósti á fiskeldisfodur@matis.is.

Fréttir

Námskeið um fagleg vinnubrögð við framleiðslu matvæla

Matís er nú að hefja námskeiðaröð um fagleg vinnubrögð við smáframleiðslu matvæla.  Matís hefur á síðustu árum unnið að eflingu nýsköpunar í smáframleiðslu matvæla með uppsetningu á matarsmiðjum á Hornafirði og Flúðum og með verkefninu Matvælamiðstöð Austurlands. 

Í matarsmiðju er boðið upp á löggilda aðstöðu til framleiðslu matvæla með frumkvöðlastuðningi, kennslu og ráðgjöf frá sérfræðingum Matís. Þannig hefur tekist að auka verulega framleiðslu einstaklinga og minni fyrirtækja á matvælum, oft úr staðbundnu hráefni. 

Eftirfarandi námskeið verða haldin vorið 2011:

DagsetningNámskeiðStaður TímiLeiðbeinendur
29. apríl, fösÞurrkun matvælaFlúðir 13-17IrekVilberg
4. maí, fimÞurrkun matvælaHallormsstaður 13-17IrekÞórarinn
5. maí, fimReyking matvælaVopnafjörður 11-17Óli ÞórÞórarinn
13. maí, fösSultun, súrsun og niðurlagning matvælaHöfn 10-16IrekVigfús
14. maí, lauReyking matvælaFlúðir 9-15Óli ÞórVilberg
20. maí, fösÞurrkun matvælaHöfn 9-15IrekVigfús

Farið verður yfir öll meginatriði varðandi vinnslu og meðhöndlun vörunnar, allt þar til hún er komin á borð neytenda. Hvernig og hvað þarf til að framleiða hana (þ.á.m. hráefni, tækjabúnaður, aðstaða), kostir og gallar mismunandi aðferða, hættur sem ber að varast, mat á gæðum ofl. Kennslan verður bæði bókleg og verkleg.

Verð á námskeiði er 15.000 krónur.

Skráning og frekari upplýsingar fást hjá:
Höfn: Vigfús Ásbjörnsson s. 858-5136, vigfus@matis.is
Flúðir: Vilberg Tryggvason s. 858-5133, vilberg@matis.is
Egilsstaðir/Hallormsstaður/Vopnafjörður: Þórarinn E. Sveinsson s. 858-5060, thorarinn@matis.is

Starfsmenntasjóðir endurgreiða kostnað vegna námskeiðahalds til einstaklinga og fyrirtækja allt að 75%. Sjá nánari upplýsingar um starfsmenntasjóði og úthlutunarreglur á: www.starfsafl.iswww.landsmennt.iswww.starfsmennt.is

Fréttir

Fundur í nýju fjölþjóðaverkefni ESB – Matís leiðir samstarfið

Matís gegnir forystuhlutverki í  nýju og umfangsmiklu fjölþjóðaverkefni sem Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja til þriggja ára, AMYLOMICS. Fyrsti fundurinn í verkefninu var haldinn mánudaginn 28. mars síðastliðinn í höfuðstöðvum Matís í Reykjavík.

Upphæð styrksins er alls að jafnvirði um 390 milljónir króna og þar fer af til Matís 72 milljónir króna og samanlagt 58 milljónir króna til tveggja annarra íslenskra fyrirtækja. Auk þess munu meistara- og doktorsnemendur munu starfa að verkefnunum sem tengjast Amylomics.  

AMYLOMICS verkefnið mun hagnýta fjölbreytt lífríki jarðhitasvæða á Íslandi við að þróa hitaþolin ensím til notkunar í sterkju- og sykruiðnaði. Hita- og sýruþol eru nauðsynlegir eiginleikar í slíkum iðnaðarferlum en þá má finna í ensímum lífvera á hverasvæðum.

Meðal þátttakenda í AMYLOMICS er franska fyrirtækið Roquette Frères, sem er eitt hið stærsta í Evrópu í framleiðslu sterkju og afleiddra afurða, með ársveltu upp á um 7 milljarða evra. Roquette Frères mun geta nýtt ensím, sem þróuð verða í verkefninu til endurbóta á ferlum og nýsköpunar í framleiðslu sinni. Hluti ensímanna verður markaðssettur af sprotafyrirtækinu Prokazyme til notkunar í margvíslegum sykruiðnaði.

  • Dr. Guðmundur Óli Hreggviðsson, fagstjóri hjá Matís, verður verkefnisstjóri. Tvö önnur íslensk fyrirtæki, taka beinan þátt í verkefninu, Roche Nimblegen og Prokazyme.

Verkefnið og stuðningur ESB við það eru góð tíðindi fyrir íslenskt vísindasamfélag og viðurkenning fyrir Matís. Rannsóknarstyrkir ESB eru afar eftirsóttir og mikil samkeppni er um þá. Með þessu festir Matís sig enn frekar í sessi í alþjóðlegu vísindasamstarfi og svo er auðvitað sérstakur fengur að því fyrir Íslendinga að fá nú verulega fjármuni inn í samfélagið erlendis frá á þessum samdráttar- og niðurskurðartímum.

Nánari upplýsingar veitir dr. Guðmundur Óli Hreggviðsson.

Fréttir

Ný nálgun á fiskveiðistjórnun í ESB – forstjóri Matís með erindi í fundarröð Alþjóðamálastofnunar HÍ

25. mars síðastliðinn var haldinn fyrirlestur um EcoFishMan verkefnið en það fjallar um nýja nálgun í fiskveiðistjórnun í ESB. Dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís flutti erindið. Fundurinn var liður í Fundaröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands – Evrópa: Samræður við fræðimenn.

Evrópusambandið væntir þess að í EcoFishMan verkefninu verði þróuð ný aðferðafræði sem nýtist við breytingar og umbætur á fiskveiðistjórnunarkerfi sínu. Lögð er áhersla á samstarf við sjómenn, útgerð og vinnslu og að hagnýta upplýsingar úr rafrænum afladagbókum. Markmið verkefnisins er að stuðla að vistvænni, sjálfbærri og hagrænni stjórnun með sérstakri áherslu á rekjanleika og að lágmarka brottkast afla. 

Verkefnið er þverfaglegt  og nýtir upplýsingum um vistfræðilega-, félagslega-, hagfræðilega- og stjórnunarlega þætti. Að EcoFishMan verkefninu koma alls 13 stofnanir, fyrirtæki og háskólar í átta Evrópulöndum, þar á meðal Háskóli Íslands og háskólinn í Tromsø í Noregi. Gert er ráð fyrir að verkefnið kosti 3,7 milljónir evra á þremur árum og nemur styrkur ESB 3,0 milljónum evra.

EcoFishMan Alþjóðamálastofnunin

Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, er verkefnisstjóri og dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, er með henni í vísindanefnd verkefnisins.

March 25. 2011, from 12pm-13pm.
Lögberg, room 101.

EcoFishMan: A new approach to fishery management in the EU

Dr. Sveinn Margeirsson, director of Matís

The aim of the EcoFishMan project is to develop and contribute to implementation of a new integrated fisheries management system in Europe based on increased stakeholder involvement: An ecosystem-based sustainable management system under a precautionary framework that will define maximum acceptable negative impact, target elimination of discards and maintain economic and social viability.

 EcoFishMan is an interdisciplinary project which uses information based on ecological, sociological, economical and management factors. Thirteen institutions, companies and universities from eight different countries participate in the project, among which are the University of Tromsø and the University of Iceland. The allocated budget is 3,7 million euros over three years whereof the EU allocates 3,0 million euros.

Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, project manager, and dr. Sveinn Margeirsson, director of Matís, are members of the project’s scientific board.

Fréttir

Fullkomin aðstaða hjá Matís til skynmatsrannsókna

Skynmat er kerfisbundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð matvæla. Í skynmati eru skynfæri mannsins, þ.e. sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð til að meta gæði matvæla.

Skynmat í íslenskum matvælaiðnaði hefur verið stundað á skipulagðan hátt; einkum sem þáttur í gæðaeftirliti. Fiskiðnaður, kjötvinnsla og mjólkuriðnaður hafa mest nýtt þessar aðferðir. Skynmat í íslenskum fiskiðnaði á sér ríka hefð. Áður fyrr var allur fiskur metinn með tilliti til ferskleika og hann verðlagður eftir því.

Skynmat er kerfisbundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð matvæla.

Í skynmati eru skynfæri mannsins, þ.e. sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð til að meta gæði matvæla. Skynmat í íslenskum matvælaiðnaði hefur verið stundað á skipulagðan hátt; einkum sem þáttur í gæðaeftirliti. Fiskiðnaður, kjötvinnsla og mjólkuriðnaður hafa mest nýtt þessar aðferðir. Skynmat í íslenskum fiskiðnaði á sér ríka hefð. Áður fyrr var allur fiskur metinn með tilliti til ferskleika og hann verðlagður eftir því.

Nauðsynlegur þáttur í gæðastýringu
Þörfin fyrir skipulagt skynmat á hráefni við hráefniskaup og framleiðslu og mat á afurðum fer vaxandi bæði vegna krafna kaupenda erlendis frá og ekki síður vegna þess að matvælafyrirtæki taka upp gæðastýringu. Skipulegar aðferðir við skynmat og skráningar á niðurstöðum skynmats á hráefni, framleiðslu og afurðum eru nauðsynlegur þáttur í gæðastýringu.

Mjólk og mjólkurafurðir eru viðkvæm vara og notkun skynmats í gæðaeftirliti þar á sér ríka hefð. Allt kjöt í sláturhúsum er metið í gæðaflokka eftir byggingarlagi, holdfyllingu og fitu. Fyrir hverja kjöttegund eru sérreglur um gæðamat. Þetta mat er fyrst og fremst sjón- og snertimat kjötmatsmannsins þó hann hafi tæki eins og fitumæli til að styðjast við.

Mikilvægur þáttur í starfsemi Matís
Skynmat er mikilvægur þáttur í starfsemi Matís og einnig er það einkum notað í gæðaeftirliti og við vöruþróun hjá íslenskum matvælafyrirtækjum. Matís hefur í mörg ár aðstoðað fyrirtæki við að koma sér upp skynmati, veitt ráðgjöf í skynmati og framkvæmt geymsluþolsrannsóknir í þeim tilfellum þar sem skynmat er mjög veigamikill þáttur.

Skynmat hefur verið notað í margvíslegum rannsóknarverkefnum, bæði innlendum og erlendum. Starfsfólk Matís hefur annast bóklega og verklega kennslu í skynmati við matvælafræðiskor Háskóla Íslands og við sjávarútvegsbraut auðlindadeildar Háskólans á Akureyri. Einnig hefur starfsfólk Matís kennt skynmat við Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna frá 1998. Þá hefur Matís haldið margvísleg námskeið í skynmati fyrir starfsfólk fiskvinnslufyrirtækja og annarra matvælafyrirtækja.

Fullkomin aðstaða hjá Matís
Á Matís er mjög fullkomin skynmatsaðstaða, með sérstöku skynmatsherbergi með aðskildum básum, fullkominni lýsingu og loftræstingu. Einnig er þar góð aðstaða til að meðhöndla matvæli og undirbúa sýni og nýtist þetta mjög vel til námskeiðahalds og kennslu.

_DSC7042
© Odd Stefán

Þróun nýrra aðferða
Á undanförnum árum hefur verið unnið að þróun nýrra skynmatsaðferða, einkum fyrir skynmat á heilum fiski. Sú aðferð sem fiskirannsóknafólk í Evrópu er sammála um að muni henta best við ferskfiskmat er svonefnd gæðastuðulsaðferð QIM. Sú aðferð er mjög hentug til kennslu og þjálfunar og samræmingar á mati og má geta þess að árið 2003 var allt starfsfólk fiskmarkaða hér á landi þjálfað í þessari aðferð.

Matís er samstarfsaðili í QIM-EUROFISH sem vinnur að samræmingu skynmatsaðferða á fiski. Loks tekur Matís einnig þátt í European Sensory Network sem er samstarfsvettvangur háskóla, stofnana og fyrirtækja í Evrópu á sviði skynmats.

Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Sveinsdóttir

Fréttir

Matís með fjölmörg erindi á Fræðaþingi landbúnaðarins

Að venju var Fræðaþingi landbúnaðarins mjög vel sótt enda er um að ræða einn helsta vettvang landbúnaðarins til að skiptast á skoðunum og fræðast um allt mögulegt í greininni.

Þingið er samvinnuverkefni 9 stofnana og fyrirtækja sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti og er Matís eitt þeirra og kemur að kostnaði sem og undirbúningi og skipulagningu þingsins.

Að þessu sinni var eldgosið í Eyjafjallajökli m.a. í brennidepli en í málstofu um það verður m.a. rætt um áhrif þess á samfélag, búskap, dýralíf og gróður. Viðamikil dagskrá var um hrossarækt og hestamennsku og horft var til framtíðar varðandi skógrækt hér á landi. Hefðbundnar málstofur um búfjárrækt, jarðrækt, nýtingu afurða, aðbúnað og eftirlit voru á sínum stað. Þá var vatnalífi og fiskrækt gerð skil í víðu samhengi.

Fyrirlestrar starfsmanna Matís:

  • Er hesturinn þinn greindur? Erfðagreiningar og kynbætur húsdýra Alexandra M. Klonowski, Anna Kristín Daníelsdóttir, Kristinn Ólafsson, Ragnar Jóhannsson, Sigurlaug Skírnisdóttir og Steinunn Magnúsdóttir, Matís ohf.
  • Getur sjávarútvegsmódelið virkað í landbúnaði? Jónas R. Viðarsson og Valur N. Gunnlaugsson, Matís ohf.
  • Vágestir í matvælum og hraðvirkar greiningar matvælasýkla Sveinn H. Magnússon, Eyjólfur Reynisson, Árni R. Rúnarsson og Viggó Þór Marteinsson, Matís ohf.
  • Tækifæri til bættrar nýtingar hjá bændum með smáframleiðslu matvæla Guðjón Þorkelsson, Matís ohf.
  • Gæði byggs til matvælaframleiðslu Ólafur Reykdal, Matís ohf., Jónatan Hermannsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands.
  • Iðnaðarverkfræði og mjólkurvinnsla í matarkistu Skagafjarðar Sigríður Sigurðardóttir, Matís ohf.
  • Nýting lágvarmaorku til ræktunar fiska og annarra lífvera Ragnar Jóhannsson, Matís ohf.

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Fréttir

Tvær nýjar greinar í vísindaritum eftir starfsmenn Matís

Nú fyrir stuttu komu út tvær greinar í ritrýndum vísindaritum þar sem starfsmenn Matís eru meðhöfundar.

Önnur fjallar um áhrif á bakteríumeðferðar á fyrstu stig þorskeldis (hér) og hin um áhrif mismunandi bakteríumeðferða í þorskeldi á mismunandi þroskastigum þorskaseiða (hér).

Nánari upplýsingar veitir Hélène Liette Lauzon.

Fréttir

Ársskýrsla Matís 2010

Ársskýrsla Matís 2010 er nú kominn út. Rafræna útgáfu er að finna á heimasíðu Matís.

Ársskýrsla Matís 2010 á rafrænu formi má finna hér.

IS