Fréttir

Hollari tilbúnar kjötvörur – verkefni lokið í Tækniþróunarsjóði

Verkefninu “Hollari tilbúnar kjötvörur” er nú að mestu lokið. Matís, undir verkstjórn Emilíu Martinsdóttur, hafði umsjón með verkefninu sem hófst árið 2006.

Markmiðið með verkefni þessu var að nota tæknilegar lausnir til að lækka salt í unnum kjötvörum án þess að breyta neyslugæðum þeirra. 
Verkefnisstjóri var Emilía Martinsdóttir, Matís ohf.


Heiti verkefnis: Hollari tilbúnar kjötvörurVerkefnisstjóri: Emilía Martinsdóttir, Matís ohf., emilia.martinsdottir()matis.is
Styrktegund: Verkefnisstyrkur
Verktími: 2 ár, hófst 2006
Styrkur: 8,001 millj. kr.
Umsjónarmaður Rannís: Lýður Skúli Erlendsson
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 061356

VERKEFNIÐ VAR STUTT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Neysla á salti (NaCl) er mun hærri en ráðlagður dagsskammtur hjá Íslendingum eins og mörgum þjóðum Evrópu. Neytendur matvæla verða sífellt meðvitaðri um hollustu og merkingu matvæla og stórmarkaðakeðjur erlendis eru farnar að taka verulegt tillit til þess í framboði sínu. Auk þess að gefa matvælum eftirsótt bragð er saltið hluti af verkun matvæla og hefur áhrif á geymsluþol. Markmiðið með verkefni þessu var að nota tæknilegar lausnir til að lækka salt í unnum kjötvörum án þess að breyta neyslugæðum þeirra. 

Lýðheilsumarkmiðin eru að konur neyti minna en 6 g/d salts og karlmenn 7 g/d sem samsvarar 2,4 and 2,8 g/d af natríum (Nordic Nutrition Recommendations 2004 – Integrating nutrition and physical activity. 4th edition. Nord 2004:13, Nordic Council of Ministers, Copenhagen 2004). Árið  2002 var meðaldagsskammtur íslenskra karlmanna 10 g NaCl/d en kvenna. 7 g NaCl/d . Til þess að ná fram minnkandi notkun salts er mikilvægt að minnka salt í unnum matvörum, brauði, kjöti og fiski. Salt (natríum klóríð) gegnir veigamiklu hlutverki í mörgum unnum matvælum og því er ekki einfalt að draga úr notkun þess án þess að eiginleikar matvælanna breytist. Salt hefur áhrif á bragð, heftir örveruvöxt og hefur veruleg áhrif á áferð og bindingu annarra efna.

Markmið verkefnisins „Hollari kjötvörur” var að þróa hollari tilbúnar kjötvörur með minna af salti og harðri feiti með það í huga að hægja á þróun hjarta- og æðasjúkdóma og stuðla að minni offitu meðal almennings. Verkefnið var  hluti ERA-SME-áætlunarinnar „Food for better human health”  í samstarfi við spænska aðila.  Að íslenska hluta verkefnisins stóðu Norðlenska ehf.,  Matvælarannsóknir Íslands ohf. og Rannsóknastofa í næringarfræði.  Spænsku samstarfsaðilarnir voru ráðgjafafyrirtækið Eurocatering Food Service, S.L. , kjötvinnslufyrirtækið Cádido Míró og tækniþróunarstofnunin AINIA í Valencia.  Í  verkefni þessi var leitað ýmissa leiða til að framleiða unnar salt- og fituskertar kjötvörur og framleiddar voru frumgerðir af fitu- og saltskertum vörum hjá fyrirtækinu Norðlenska. Vörurnar voru efnagreindar og  gert skynmat til að rannsaka áhrif á bragð, lykt og áferð nýju varanna. Einnig voru gerðar viðamiklar neytendakannanir til að komast að því hvernig neytendum líkaði við hinar nýju vörur. Að lokum var gerð viðhorfskönnum meðal neytenda til matvöru með minna salti og minni fitu.  Áhrif merkinga á kjötvöru þar sem minna salt og minni fita var merkt á vöruna voru einnig skoðuð.  

Í verkefninu tókst að framleiða fitu- og saltskertar vörur úr þremur vöruflokkum: nýjar kjötvörur,forsteiktar kjötvörur og álegg. Fitu- og saltskertar kjötbollur eru tilbúnar á markað. Nýja varan fékk mjög góða dóma hjá neytendum og líkar jafnvel betur en sú vara sem var á markaði. Aðrar tvær vörur eru komnar mjög langt í vöruþróun og hefur fyrirtækið nú þekkingu og reynslu til að ljúka þeirri vöruþróun og halda áfram með þróun slíkra vara. Fyrirtækið ætti að vera í stakk búið til að setja nýja vörulínu á markað með hollari unnum kjötvörum þegar markaðsaðstæður eru réttar.  Niðurstöður viðhorfskönnunar meðal neytenda gefa til kynna að neytendur hafi áhuga á fituminni kjötvörum og flestir myndu kaupa þá vöru væri hún í boði.  Til að höfða til neytenda þurfa þó fituminni kjötvörur að standast samanburð við þær venjulegu í gæðum.  Tilgangur íhlutandi rannsóknar var að kanna hvort fitu- og/eða saltskertar unnar kjötvörur geti verið hluti af heilsubætandi mataræði meðal karla á aldrinum 40 til 60 ára. Í þrjár vikur voru þátttakendur beðnir um að fylgja orkuskertu mataræði, sem svaraði um 30% orkuskerðingu miðað við grunnorkuþörf. Til þess fengu þeir sérsniðna matseðla. Marktæk, jákvæð heilsufarsáhrif komu fram í þátttakendum meðan á rannsókninni stóð. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að neysla á unnum fitu- og saltskertum kjötvörum kemur ekki í veg fyrir að jákvæðar heilsufarslegar breytingar eigi sér stað meðan mataræði, orkuskertu um 30% miðað við grunnorkuþörf, er fylgt.

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit.

Framleiðsluferill fyrir vörur fitu- og saltskertar vörur úr þremur vöruflokkum: nýjar kjötvörur,forsteiktar kjötvörur og álegg.

Matís-neytendapróf í vöruþróun og markaðssetningu ferill fyrir þjónustu sem boðið verður upp á fyrir íslenska matvælaframleiðendur (TasteNet).

  1. Hvernig er hægt að gera kjötvörur hollari? Ólafur Reykdal, Matís
  2. Skýrsla um heilsufarsáhrif salt- og fituskerðingar kjötvara frá Norðlenska., Atli Arnarson, Alfons Ramel. RÍN 
  3. Tilraunaskýrsla um þróun frumgerða hjá Norðlenska. Aðalheiður Ólafsdóttir, Emilía Martinsdóttir. Júní 2008 MATÍS
  4. Skýrsla um vöruþróun á hollari kjötvörum. MATÍS-skýrsla  nr.  25-09. Aðalheiður Ólafsdóttir, Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson, Gunnþórunn EInarsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Þóra Valsdóttir, Emilía Martinsdóttir og Guðjón þorkelsson, ágúst 2009
  5. Hollari kjötvörur . Skýrsla um íhlutunarrannsókn. Íhlutun Atli Arnarsson og  Alfons Ramel, RÍN, ágúst 2009

Væntanlegar birtingar: 

Viðhorf íslenskra neytenda til hollari íslenskra kjötvara birt í íslensku tímariti eins og Bændablaðinu.

Niðurstöður íhlutunarrannsókna RÍN verða hluti af vísindagrein.

Fréttir

Umtalsverð viðbót við hefðbundinn sjávarútveg

Rannsóknir á sviði líftækni og lífefnafræði geta leitt til þess að unnt verði að vinna mikil verðmæti úr aukaafurðum í sjávarútvegi og öðru sjávarfangi.

Nýlega birtist mjög athyglisvert viðtal við Hörð G. Kristinsson, sviðsstjóra hjá Matís.

Viðtalið birtist í Fiskifréttum og má sjá í heild sinni hér.

Skýrslur

QALIBRA-Heilsuvogin. Third Annual Report

Útgefið:

01/10/2009

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdottir, Nynke de Jong, Matthew Atkinson, Heleen van Dijk, Meike Wentholt, Lynn Frewer, Bjorn Thorgilsson, Heida Palmadottir, Andy Hart

Styrkt af:

ESB

QALIBRA-Heilsuvogin. Third Annual Report

Þessi skýrsla er þriðja ársskýrsla í Evrópuverkefninu QALIBRA og nær yfir tímabilið 1.04.2008 til 31.03.2009. QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er heiti Evrópuverkefnis, sem heyrir undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. rannsóknaráætlun ESB. Um er að ræða þriggja og hálfs árs verkefni sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (nú Matís ohf) stýrir. Verkefnistjóri er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Markmið QALIBRA- verkefnisins er að þróa magnbundnar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvælum á heilsu manna. Þessar aðferðir verða settar fram í tölvuforriti sem verður opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum á veraldarvefnum. Þátttakendur í verkefninu eru frá Íslandi, Bretlandi, Hollandi, Grikklandi, Portúgal og Ungverjalandi.

“QALIBRA – Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits” is a project funded by the EC’s Sixth Framework Programme, Priority 5, Food Quality & Safety. It started in April 2006 and will end in 2009. To assess the balance between the risks and benefits associated with a particular food, they must be converted into a common measure of net health impact. Uncertainties affecting the risks and benefits cause uncertainty about the magnitude and even the direction of the net health impact. QALIBRA will develop methods that can take account of multiple risks, benefits and uncertainties and implement them in webbased software for assessing and communicating net health impacts. The objectives of QALIBRA are to develop a suite of quantitative methods for assessing and integrating beneficial and adverse effects of foods, and make them available to all stakeholders as web-based software for assessing and communicating net health impacts. The participants in the project are: Matís, Iceland, coordinator, Central Science Laboratory, United Kingdom, National Institute of Public Health and The Environment, The Netherlands, Wageningen University, The Netherlands, University of Patras, Greece, Altagra Business Service, Hungary, National Institute for Agriculture and Fisheries Research, Portugal.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun aðferða við myndgreiningu matvæla – B‐hluti. Notkun myndgreiningar við rannsóknir á samsetningu vöðvaþráða í lömbum / Development of analytical methods – The use of image analysis for analysing lamb muscle

Útgefið:

01/10/2009

Höfundar:

Eyrún Harpa Hlynsdóttir, Jónína Þ Jóhannsdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Matvælasetur Háskólans á Akureyri

Þróun aðferða við myndgreiningu matvæla – B‐hluti. Notkun myndgreiningar við rannsóknir á samsetningu vöðvaþráða í lömbum / Development of analytical methods – The use of image analysis for analysing lamb muscle

Rannsóknir hafa sýnt að mikill munur er á gæðum matvara eftir uppruna þeirra og mismunandi meðhöndlun og því mikilvægt að geta fylgst með gæðum vinnsluhráefna og matvöru með sem auðveldustum og áreiðanlegustum hætti. Myndgreining er áhugaverður kostur sem getur gefið upplýsingar sem eru aðgengilegar og sýna vel uppbyggingu vefja og áhrif mismunandi þátta á samsetningu og eiginleika afurða. Skýrslan er samantekt um aðferðir til greiningar á mismunandi gerðum vöðvafruma í lömbum. Í samantekt má segja að litanir hafi tekist vel og að unnt hafi verið með greinilegum hætti að aðskilja mismunandi gerðir vöðvaþráða í hrygg‐ og lærisvöðva lamba. Undanskilin er þó sú aðferð sem nýtt hefur verið til aðgreiningar á vöðvaþráðum af Gerð II í undirgerðirnar IIA og IIB, en í ljós kom að svörun með þeirri aðferð var ekki afgerandi og því rétt að benda á notkun annarra og nákvæmari aðferða.

Research reveal variable quality of food products, depending on the origin, processing and other treatment of the product. Hence, it is considered of importance to be able to easily monitor the quality of the raw material. Image analysis is considered an interesting choice of analytical method which allows detection of tissue structures and analysis of the effects of various factors on tissue structure and various quality parameters. The report compiles methods used for identifying different types of cells in the muscle of lambs. The main results show that it is possible to distinguish different types of muscular fibers in lambs. Classification of the Type II fibers, based on their oxidative activity using the NADH‐TR method, however, proved inaccurate. More accurate methods such as the SDH method are therefore recommended.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tillögur um stofnun smásölu‐fiskmarkaða á Íslandi / Public fish markets in Iceland – propositions

Útgefið:

01/10/2009

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir, Theresa Himmer

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Tillögur um stofnun smásölu‐fiskmarkaða á Íslandi / Public fish markets in Iceland – propositions

Af hverju tíðkast ekki hérlendis að almenningur geti keypt ferskan fisk á hafnarbakkanum eða á fiskmarkaði? Ísland er þekkt fyrir mikil og væn fiskveiðimið og fiskafurðir af miklum gæðum. Af hverju er ekki gert meira út á upplifun í tengslum við fiskinn, bæði fyrir landsmenn og fyrir ferðamenn?  Margir eru áhugasamir um hugmyndina um fiskmarkað, en af einhverjum ástæðum hefur henni ekki verið hleypt í framkvæmd. Í þessum tillögum er farið yfir stöðu fiskmarkaða á Íslandi og hvað „smásölu fiskmarkaðir“ geta haft fram að færa.  Þá eru tekin dæmi um fiskmarkaði erlendis, farið yfir mismunandi leiðir að því að setja upp smásölufiskmarkaði og farið yfir megin skrefin sem þarf að hafa í huga þegar farið er af stað. Loks er tekið dæmi um ferli við frumhugmyndavinnu að stofnun smásölufiskmarkaðar í Reykjavík. Það er von höfunda að þessi samantekt kveiki áhuga á og stuðli að stofnun fiskmarkaða fyrir almenning víðs vegar um landið.  

There are currently no public fish markets in Iceland – why? Iceland is known for its rich fishing grounds and quality fish products. Why hasn’t the seafood experience been more exploited, for the Icelandic public as well as tourists? The idea of a public fish market greatest excitement among most people, however, it has not resulted in an up and running   market. In these propositions the current situation in Iceland is reviewed as well as what is to gain by creating and running public fish markets. Examples are taken from fish markets abroad, different scenarios are illustrated and important steps in the preparation process discussed. Finally, example is given on the first steps in idea generation for a public fish market in Reykjavik. The authors aim for these propositions to encourage the establishment of public fish markets all around Iceland. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Frysting og þíðing grálúðu – tilraunir og CFD hermun / Freezing and thawing of Greenland halibut – experiments and CFD simulation

Útgefið:

01/10/2009

Höfundar:

Björn Margeirsson, Lárus Þorvaldsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS, TÞS, Rannsóknasjóður HÍ

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Frysting og þíðing grálúðu – tilraunir og CFD hermun / Freezing and thawing of Greenland halibut – experiments and CFD simulation

Frysting og þíðing grálúðu var rannsökuð með tilraunum og tölvuvæddum varma‐ og straumfræði (CFD) líkönum.  Heilu bretti af hálf‐frosinni grálúðu var komið fyrir í frostgeymslu og lofthitastig og hitastig grálúðu á mismunandi stöðum á brettinu mælt með hitasíritum.  Tíminn, sem tók að frysta grálúðuna frá ‐10 til ‐5 °C undir ‐15 °C, var allt frá einum og upp í fjóra daga eftir staðsetningu á bretti. Í þíðingartilraunum voru bæði stakir pokar og tuttugu pokar, sem staflað var á bretti, rannsakaðir í hitastýrðum kæliklefum Matís og HÍ. Upphitun fullfrosinnar vöru var kortlögð við aðstæður, sem komið geta upp við uppskipun úr frystitogurum eða 10 – 20 °C lofthita.  Við niðurstöður tilraunanna voru bornar saman niðurstöður þrívíðra varmaflutningslíkana og fékkst almennt gott samræmi þar í milli. Við 10 klst. geymslu í 12,6 °C lofthita hækkaði hiti í stökum pokum úr um ‐26 °C í u.þ.b. ‐5 °C.  Við jafn langt hitaálag hækkaði hiti í pokum á bretti úr ‐22,5 °C í allt frá ‐17 til ‐3 °C sem sýnir hversu óeinsleit hitadreifingin getur verið við langvarandi hitaálag. Niðurstöður CFD líkansins sýndu að 10 m/s vindur við uppskipun flýtir þiðnun frosins fisks á bretti verulega.   

Freezing and thawing of Greenland halibut was investigated with experiments and computational fluid dynamics (CFD) models.  A whole pallet of half‐frozen halibut was put in a frozen storage and ambient temperature and fish temperature at different locations in the stack monitored. The required freezing time from ‐10 – ‐5 °C down to ‐15 °C was one to four days depending on the location within the stack.    In the thawing experiments, both single, free standing halibut bags and twenty halibut bags stacked on a pallet, were investigated in an air climate chamber. The warm up of full‐frozen product was mapped under typical temperature conditions during unloading of products from freezer trawlers, i.e. at 10 – 20 °C ambient temperature. A good comparison between the CFD simulation and experimental results was obtained.  Fish temperature increased from ‐26 °C to ‐ 5 °C inside single bags when thermally loaded for 10 hours at 12.6 °C ambient temperature. Equally long temperature abuse for the whole pallet, initially at ‐22.5 °C, resulted in a very inhomogeneous temperature distribution from ‐17 to ‐3 °C.   The results from the CFD modelling showed that 10 m/s wind during unloading seriously accelerates thawing of frozen fish.

Skoða skýrslu

Fréttir

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva – Matís með erindi

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva var haldinn á Grand Hótel v/Sigtún Reykjavík, föstudaginn 25. sept. 2009.

Hörður G. Kristinsson, sviðsstjóri hjá Matís flutti erindi um „Ný og arðbær tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg“.

Erindið má nálgast hér (ppt skjal).

Fréttir

Matís á sýningunni Matur-inn á Akureyri

Sýningin MATUR-INN 2009 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 3. og 4. október næstkomandi. Sýningin er stærsti viðburður í starfsemi félagins Matur úr Eyjafirði – Local food en síðasta sýning var haldin haustið 2007 í Verkmenntaskólanum á Akureyri og var fjölsótt.

Sýninguna sóttu þá um 10 þúsund manns og fullljóst strax að henni lokinni að færa yrði sýningarhaldið í annað húsnæði. Því varð Íþróttahöllin nú fyrir valinu og verður henni sannarlega breytt í matarhöll og uppskeruhús þessa fyrstu helgi októbermánaðar. Matís verður með bás á sýningunni og býður alla velkomna í heimsókn.

Viðburður sem draga mun að sér þúsundir gesta
Líkt og áður er lagt upp úr því að sýningin verði í senn fjölbreytt og hápunktur í norðlenskri matarmenningu. Í boði verða sýningarsvæði fyrir fyrirtæki og félagasamtök, markaðssvæði verður einnig þar sem kjörið er að selja haustuppskeruna eða hvað annað sem tengist mat og matarmenningu. Á sýningarsvæðinu verða einnig skemmtilegar keppnir sem gestir geta fylgst með, málstofur(workshop) um ýmislegt er varðar mat og matarmenningu og loks verður haldið málþing um íslenskan mat í tengslum við sýninguna. Í senn verður því um að ræða fróðleik og skemmtun sem vafalítið mun draga að sér þúsundir gesta.

Lögð er áhersla á að sem flest fyrirtæki sem tengjast matarmenningu taki þátt og er markmið aðstandenda sýningarinnar að halda áfram þar sem frá var horfið á vel lukkaðri sýningu 2007, sýna og sanna hversu stórt hlutverk matvælin leika á Norðurlandi, allt frá framleiðslu og vinnslu til mat- og framreiðslu.

Opnunartími báða dagana er frá kl.11.00 til 17.00.

Aðgangur að sýningunni er ókeypis.

Fréttir

Villibráð – meðhöndlun og meðferð

Matís, Skotveiðifélag Íslands, Matvælastofnun og Úlfar Finnbjörnsson hjá Gestgjafanum buðu til opins fræðslufundar um þessi mál þriðjudaginn 22. september sl. Fundurinn var mjög vel sóttur og mættu vel á annað hundrað manns.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá fundarins og hafi fyrirlesari verið með glærur má niðurhala pdf skjal sem inniheldur glærusýningu með því að smella á titil fyrirlestursins.

08:30-08:35 – Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra – Fundur settur
08:35-08:45 – Ívar Erlendsson, leiðsögumaður/hreindýraguide – Eftir skotið, hvað þá?
08:45-08:55 – Sigmar B. Hauksson, Skotvís – Betri nýting villibráðar – meiri ánægja, fleiri minningar?
08:55-09:05 – Kjartan Hreinsson, MAST – Löggjöf um meðferð og meðhöndlun villibráðar
09:05-09:15 – Guðjón Þorkelsson, Matís – Um meðferð og meðhöndlun villibráðar; tækifæri í vöruþróun?
09:15-09:25 – Úlfar Finnbjörnsson, Gestgjafinn – Fullnýting afurðanna ásamt kryddun, eldun og meðlæti!
09:25-09:45 – Spurningar, svör, umræður

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, steinar.b.adalbjornsson@matis.is.

Fréttir

New Nordic Food – Ný norræn matvæli

Dagana 2.-3. nóvember verður málstofan New Nordic Food – from vision to realizations haldin í  Borupgaard, Snekkersten, 30 km fyrir norðan Kaupmannahöfn.  Á málþinginu verður rætt um möguleika og framtíð norrænna matvæla.

Meginmál

Norræna ráðherranefndin, Nordic Innovation Center og Det Biovidenskabelige Fakultet ved Köbenhavns Universitet standa að málþinginu sem haldið er í lok verkefnisins New Nordic Food.  Markmið verkefnisins var að halda á lofti norrænum gildum innan matargerðar og ferðaþjónustu á Norðurlöndunum og vinna á sviði heilsu, hollustu, atvinnusköpunar, hönnunar og verðmætasköpunar í matvælaframleiðslu. Skoðið ráðstefnubækling hér.

Skráningargjald er DKK 1000 og skráning er á síðunni:  http://cms.ku.dk

Skráningu lýkur 2. október.

IS