Skýrslur

Overview of available methods for thawing seafood / Lausnir sem standa til boða við uppþíðingu á sjávarfangi

Útgefið:

01/06/2017

Höfundar:

Sigurður Örn Ragnarsson, Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

The Norwegian Research Council (Project number 233709/E50)

Overview of available methods for thawing seafood / Lausnir sem standa til boða við uppþíðingu á sjávarfangi

There is a constant demand for quality raw materials that can be used for producing seafood products for high paying markets in Europe and elsewhere in the world. Suppliers of demersal fish species in the North Atlantic are now meeting this demand by freezing the mainstay of their catches, in order to be able to have available supplies all year around. This is partly done because of seasonal fluctuations in catches, which are harmful from a marking point of view. The fact that all these raw materials are now frozen demands that methods used for freezing and thawing can guarantee that quality of the raw material is maintained. There are a number of methods available to thaw fish. The most common ones involve delivering heat to the product through the surface, as with conduction or convection. These methods include water and air-based systems. More novel methods are constantly on the rise, all with the aim of making the process of thawing quicker and capable of delivering better products to the consumer. These procedures are however, often costly and involve specialized workforce to control the process. All in all, it depends greatly on what kind of conditions a company is operating under regarding which thawing methods should be chosen. This report identifies the most common methods available and provides information on their main pros and cons.

Stöðug eftirspurn er frá fiskvinnslum víða um heim eftir góðu hráefni úr Norður Atlantshafi til framleiðslu á afurðum fyrir kröfuharða markaði. Til að mæta þessari eftirspurn og með hliðsjón af miklum árstíðabundnum sveiflum í veiðum á vissum fisktegundum hafa fyrirtæki gripið til þeirra ráða að frysta hráefnið til notkunar síðar meir. Það kallar á góðar aðferðir til að frysta hráefnið, en ekki er síður mikilvægt að þíðing hráefnisins sé góð. Til eru margar aðferðir til að þíða fisk og aðrar sjávarafurðir. Algengast hefur verið að nota varmaflutning í gegnum yfirborð með varmaburði eða varmaleiðni. Þær aðferðir byggja að mestu á því að nota vatn eða loft sem miðil til þíðingar. Nýrri aðferðir eru til sem reyna að gera ferlið fljótvirkara og þannig skila betri afurð til neytenda. Þessar aðferðir eru þó oft kostnaðarmiklar og fela í sér mikla sérhæfingu starfsfólks. Þegar öllu er á botninn hvolft, skiptir máli um hverslags rekstur er að ræða og hvernig aðstæður fyrirtæki búa við hverju sinni þegar þíðingaraðferðir og tæknilegar lausnir eru valdar. Í þessari skýrslu eru tilgreindar allar helstu þíðingaaðferðir og þær tæknilegu lausnir sem eru á markaðinum í dag, ásamt því sem helstu kostir og gallar þeirra verða tilteknir.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þíðing á sjófrystum flökum / Thawing of frozen cod fillets

Útgefið:

31/10/2016

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Magnea Karlsdóttir, Einar Sigurðsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Þíðing á sjófrystum flökum / Thawing of frozen cod fillets

Markmið verkefnisins var að kanna aðferðir við þíðingu á þorskflökum í blokk og finna bestu og hugsanlegu aðferð til þíðingar fyrir markaði erlendis. Afrakstur verkefnisins á að leiða til aukinna gæða afurða sem unnar eru úr frosnu hráefni og hagræðingar í vinnslu sem leiðir til lægri framleiðslukostnaðar Helstu niðurstöður voru þær að besta þíðingaraðferðin, af þeim aðferðum sem prófaðar voru, var þíðing í vatni með loftblæstri. Einnig kom í ljós að aðferð með temprun (hálfþiðnun) var raunhæf, að því tilskyldu að stilla hitastig og tíma þíðingar.

The object of the project was to explore methods for thawing of seafrozen codfillets and find the potential methods for thawing. The culmination of the project is to lead to increased quality of products derived from frozen fillets and rationalization of processing, resulting in lower production costs. The main results showed that the best method, of the methods tested, was thawing in water with air circulation. It was also revealed that tempering was realistic, provided to adjust the temperature and time of thawing.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sókn á ný mið / Thawing processes

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Róbert Hafsteinsson, Albert Högnason, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Sókn á ný mið / Thawing processes

Verkefni þetta er samstarfsverkefni Brims hf, Matís ohf og 3X Technology ehf og er markmið þess að þróa nýjan búnað og ferla við þíðingu á slægðum bolfiski til vinnslu. Verkefnið var til tveggja ára og var styrkt af Tækniþróunarsjóðnum. Verkefnið inniheldur nokkrar tilraunaskýrslur sem gerðar voru af þátttakendum verkefnisins og voru framkvæmdar í húsnæði Brims á Akureyri. Tilraunirnar gengu í stórum dráttum út á að skoða hitadreifingu þorsks við mismunandi þíðingarhita á vatninu. Settir voru meðal annars hitasíritar í kjarna og roð á þorski til að fylgjast með hitastigum í flakinu. Markmiðið var að reyna að finna út bestu þíðingaraðferðina með tilliti til gæða hráefnisins eftir þíðingu og lageringu í kæli yfir nótt. Aðalbreyturnar í þessum tilraunum voru tími og hiti. Þíðingin var prófuð í svokölluðu snigilkari sem smíðað var af 3X Technology á Ísafirði. Með því að nota snigilkar við þíðingu þá verður mjög auðvelt að stýra þíðingartímanum og einnig að tryggja að það hráefni sem fer fyrst inn kemur fyrst út.   Helstu niðurstöður verkefnisins voru þær að besta útkoman úr uppþíðingunni m.t.t litar og loss flaksins í vinnslunni var að þíða þorskinn upp á sem skemmstum    tíma og hafa hitastig vatnsins (þíðingarhitann) jafnt allt þíðingarferlið. Síðan eftir lageringu í kæli yfir nóttina er hitastig fisksins um núll til ‐1°C. Þetta mun gefa bestu niðurstöðu m.t.t gæða hráefnisins.

This project is a collaboration work between Brim hf, Matis ohf and 3X Technology ehf. The project objectives is to develop a new equipment and processing for thawing fish. This procject is for two years and is supported by Icelandic Centre for Research (Rannis). This project contains several experiment reports and their payoff which was executed by the members of this project. All these experiments were done within Brims accommodation. Their main object was to investigate the temperature gradient of codfish with various thawing temperature. Thawing experiments was executed in so called screw tank, manufactured by the company 3X Technology. By using these tanks you will ensure that the fish whos goes first in the tank will go first out when thawing is over. And thereby all control of time and temperature will be much easier.   The primary conclusion from this project is that the best outcome from the thawing experiment, when taking into account the colour and looseness of the fish fillet, is to have the thawing time as short as possible and the temperature of the water as even as possible throughout the thawing process.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsluferill línuveiðiskipa / Processing in line boats

Útgefið:

01/10/2010

Höfundar:

Róbert Hafsteinsson, Albert Högnason, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Vinnsluferill línuveiðiskipa / Processing in line boats

Verkefni þetta er samstarfsverkefni eftirtalinna fyrirtækja; Matís ohf, Brim hf, Samherji hf, Vísir hf, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf og 3X Technology. Markmið verkefnisins er að bæta vinnsluferla línuveiðiskipa með það fyrir augum að lækka kostnað við vinnsluna, auka vinnuhagræði og gæði afurða. Afrakstur þessarar skýrslu er: Hönnun vinnsluferils um borð í línuskipum, afrakstursskýrsla. Tilraunaskýrsla um uppþíðingu á beitu, saury, smokk og síld. Og frumdrög að hönnun sjálfvirks lestarkerfis um borð í línuskipi. Helstu niðurstöður verkefnisins eru eftirfarandi: Mikil hagræðing felur í sér að þíða beituna upp í svokölluðum snigiltönkum, þíðingartíminn mun minnka úr 17 tímum niður í ca 2 – 3 tíma. Í stað þess að taka beituna út 17 tímum fyrr þá er matað beint í uppþíðingarkarið úr beitufrystinum. Mikill tímasparnaður næst fram með þessari aðferð. Tilraunir sýna fram á að fiskur sem fær að blæða út í ca 10‐15min við mikil vatnsskipti, er svo slægður og síðan kældur niður í núll gráður á ca 20‐25 min í krapakari (snigilkari) nær bestum gæðum m.t.t litar og los flaksins. Hannað var sérstakt vinnsluferli um borð í línuskipum sem tekur á þessum gæðastimplum. Einnig voru hönnuð frumdrög að sjálfvirku lestarkerfi um borð í framtíðar línuskipi. Tilgangur slíks kerfis er sá að hafa engan lestarmann niðri í lest heldur er raðað og flokkað uppi á vinnsludekkinu í körin. Síðan fer karið í þar til gerða karalyftu, sem var einnig hönnuð í þessu verkefni, niður í lest og á sérstök lestarbönd sem færa karastæðuna á viðkomandi stað í lestinni.

This project is a collaboration work between; Matis ohf, Brim hf, Samherji hf, Vísir hf, Hradfrystihusið Gunnvör hf and 3X Technology. The object of this project is to improve the process in line boats by reducing production costs, improve work conditions and product quality. The projects payoff is; Design of processing line onboard line boats, payoff report. Experiment report about thawing of bait, Saury, Cuttle and Herring. Also preliminary design of automatic system for loading boxes from holds in line boats. The primary results from this report are following: A great increase in efficiency is by thawing the bait in so called screw tanks, the thawing time reduced from 17 hours (current thawing method) down to appr. 2 – 3 hours. Instead of taking the bait out of the freezer 17 hours before use, the screw tank is feed from the freezer simultaneously. Previous experiments show that when the fish is bleeded for appr. 10‐15 minutes, and then gutted and afterwards cooled down to zero degree on Celsius for approx. 20‐25 minutes in a special screw tank filled with slush gives increased fish quality. A special processing trail was designed for lineboats which takes into account this quality.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Frysting og þíðing grálúðu – tilraunir og CFD hermun / Freezing and thawing of Greenland halibut – experiments and CFD simulation

Útgefið:

01/10/2009

Höfundar:

Björn Margeirsson, Lárus Þorvaldsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS, TÞS, Rannsóknasjóður HÍ

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Frysting og þíðing grálúðu – tilraunir og CFD hermun / Freezing and thawing of Greenland halibut – experiments and CFD simulation

Frysting og þíðing grálúðu var rannsökuð með tilraunum og tölvuvæddum varma‐ og straumfræði (CFD) líkönum.  Heilu bretti af hálf‐frosinni grálúðu var komið fyrir í frostgeymslu og lofthitastig og hitastig grálúðu á mismunandi stöðum á brettinu mælt með hitasíritum.  Tíminn, sem tók að frysta grálúðuna frá ‐10 til ‐5 °C undir ‐15 °C, var allt frá einum og upp í fjóra daga eftir staðsetningu á bretti. Í þíðingartilraunum voru bæði stakir pokar og tuttugu pokar, sem staflað var á bretti, rannsakaðir í hitastýrðum kæliklefum Matís og HÍ. Upphitun fullfrosinnar vöru var kortlögð við aðstæður, sem komið geta upp við uppskipun úr frystitogurum eða 10 – 20 °C lofthita.  Við niðurstöður tilraunanna voru bornar saman niðurstöður þrívíðra varmaflutningslíkana og fékkst almennt gott samræmi þar í milli. Við 10 klst. geymslu í 12,6 °C lofthita hækkaði hiti í stökum pokum úr um ‐26 °C í u.þ.b. ‐5 °C.  Við jafn langt hitaálag hækkaði hiti í pokum á bretti úr ‐22,5 °C í allt frá ‐17 til ‐3 °C sem sýnir hversu óeinsleit hitadreifingin getur verið við langvarandi hitaálag. Niðurstöður CFD líkansins sýndu að 10 m/s vindur við uppskipun flýtir þiðnun frosins fisks á bretti verulega.   

Freezing and thawing of Greenland halibut was investigated with experiments and computational fluid dynamics (CFD) models.  A whole pallet of half‐frozen halibut was put in a frozen storage and ambient temperature and fish temperature at different locations in the stack monitored. The required freezing time from ‐10 – ‐5 °C down to ‐15 °C was one to four days depending on the location within the stack.    In the thawing experiments, both single, free standing halibut bags and twenty halibut bags stacked on a pallet, were investigated in an air climate chamber. The warm up of full‐frozen product was mapped under typical temperature conditions during unloading of products from freezer trawlers, i.e. at 10 – 20 °C ambient temperature. A good comparison between the CFD simulation and experimental results was obtained.  Fish temperature increased from ‐26 °C to ‐ 5 °C inside single bags when thermally loaded for 10 hours at 12.6 °C ambient temperature. Equally long temperature abuse for the whole pallet, initially at ‐22.5 °C, resulted in a very inhomogeneous temperature distribution from ‐17 to ‐3 °C.   The results from the CFD modelling showed that 10 m/s wind during unloading seriously accelerates thawing of frozen fish.

Skoða skýrslu
IS