Skýrslur

Vinnsluferill línuveiðiskipa / Processing in line boats

Útgefið:

01/10/2010

Höfundar:

Róbert Hafsteinsson, Albert Högnason, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Vinnsluferill línuveiðiskipa / Processing in line boats

Verkefni þetta er samstarfsverkefni eftirtalinna fyrirtækja; Matís ohf, Brim hf, Samherji hf, Vísir hf, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf og 3X Technology. Markmið verkefnisins er að bæta vinnsluferla línuveiðiskipa með það fyrir augum að lækka kostnað við vinnsluna, auka vinnuhagræði og gæði afurða. Afrakstur þessarar skýrslu er: Hönnun vinnsluferils um borð í línuskipum, afrakstursskýrsla. Tilraunaskýrsla um uppþíðingu á beitu, saury, smokk og síld. Og frumdrög að hönnun sjálfvirks lestarkerfis um borð í línuskipi. Helstu niðurstöður verkefnisins eru eftirfarandi: Mikil hagræðing felur í sér að þíða beituna upp í svokölluðum snigiltönkum, þíðingartíminn mun minnka úr 17 tímum niður í ca 2 – 3 tíma. Í stað þess að taka beituna út 17 tímum fyrr þá er matað beint í uppþíðingarkarið úr beitufrystinum. Mikill tímasparnaður næst fram með þessari aðferð. Tilraunir sýna fram á að fiskur sem fær að blæða út í ca 10‐15min við mikil vatnsskipti, er svo slægður og síðan kældur niður í núll gráður á ca 20‐25 min í krapakari (snigilkari) nær bestum gæðum m.t.t litar og los flaksins. Hannað var sérstakt vinnsluferli um borð í línuskipum sem tekur á þessum gæðastimplum. Einnig voru hönnuð frumdrög að sjálfvirku lestarkerfi um borð í framtíðar línuskipi. Tilgangur slíks kerfis er sá að hafa engan lestarmann niðri í lest heldur er raðað og flokkað uppi á vinnsludekkinu í körin. Síðan fer karið í þar til gerða karalyftu, sem var einnig hönnuð í þessu verkefni, niður í lest og á sérstök lestarbönd sem færa karastæðuna á viðkomandi stað í lestinni.

This project is a collaboration work between; Matis ohf, Brim hf, Samherji hf, Vísir hf, Hradfrystihusið Gunnvör hf and 3X Technology. The object of this project is to improve the process in line boats by reducing production costs, improve work conditions and product quality. The projects payoff is; Design of processing line onboard line boats, payoff report. Experiment report about thawing of bait, Saury, Cuttle and Herring. Also preliminary design of automatic system for loading boxes from holds in line boats. The primary results from this report are following: A great increase in efficiency is by thawing the bait in so called screw tanks, the thawing time reduced from 17 hours (current thawing method) down to appr. 2 – 3 hours. Instead of taking the bait out of the freezer 17 hours before use, the screw tank is feed from the freezer simultaneously. Previous experiments show that when the fish is bleeded for appr. 10‐15 minutes, and then gutted and afterwards cooled down to zero degree on Celsius for approx. 20‐25 minutes in a special screw tank filled with slush gives increased fish quality. A special processing trail was designed for lineboats which takes into account this quality.

Skoða skýrslu
IS