Ritrýndar greinar

Application of Quality Index Method (QIM) Scheme and Effects of Short-Time Temperature Abuse in Shelf Life Study of Fresh Water Arctic Char (Salvelinus alpinus)

Farmed arctic char were divided into two groups after slaughtering. One group (T1) was stored in ice up to 18 d and the other (T2) was stored at 18°C for 24 h (temperature increased from 3°C up to 12°C), then iced and stored up to 18 d. Changes during storage were observed with sensory evaluation using the Quality Index Method (QIM) and Quantitative Descriptive Analysis (QDA), total viable counts (TVC), and hydrogen sulphide (H2S)-producing bacteria. A high correlation between Quality Index (QI) and storage time in ice was found. Storage time could be predicted within ± 1.3 d. The maximum shelf life, determined with QDA and microbial counts, was 17 and 15 d, respectively, for iced (T1) and temperature-abused (T2) arctic char. At the end of shelf life, TVC was 105–106 CFU/g in the flesh of both groups, with H2S producing bacteria constituting a higher proportion of TVC in T2.

Hlekkur að grein

Fréttir

Breytingar á stjórn Matís

Á stjórnarfundi Matís ohf. þann 22.maí sl. urðu mannabreytingar í stjórninni. Úr stjórn fyrirtækisins gekk Sigríður Sía Jónsdóttir og í stað hennar tók sæti í stjórn Ýr Gunnlaugsdóttir.

Stjórnina skipa þá ásamt Ýr þeir Friðrik Friðriksson Formaður, Einar Matthíasson varaformaður, Arnar Sigurmundsson, Ágústa Guðmundsdóttur, Guðrún Elsa Gunnarsdóttur og Jón Eðvald Friðriksson.

Matís ohf þakkar Sigríði Síu störf í þágu fyrirtækisins um leið og Ýr er boðin velkominn til stjórnarsetu.

Fréttir

Matís auglýsir styrk til mastersnáms (MSc) á sviði snefilefnagreininga!

Efnarannsóknardeild Matís ohf býður áhugasömum nemenda í efnafræði eða lífefnfræði styrk til mastersnáms (MSc) á sviði snefilefnagreininga.

Titill verkefnis:
Greining eitraðra og hættulausra efnaforma arsens í fiskimjöli með HPLC-ICP-MS.

Nánari upplýsingar má finna með því að smella hér!

Fréttir

Brjósksykrur og lífvirk efni úr sæbjúgum

Á Matís er nú að hefjast vinna við verkefni sem ber heitið: ” Brjósksykrur og lífvirk efni úr sæbjúgum” og var ræsfundur í verkefninu haldinn í morgun. Verkefnið mun ganga út á þróun á vinnsluferli lífvirkra efna úr sæbjúgum, allt frá vinnslu chondroitin sulfats úr sæbjúgum til framleiðslu og hreinsunar á chondroitin sulfat fásykrum sem unnar eru með sérvirkum sykursundrandi ensímum.

Einnig verða vinnsluferlar þróaðir til að framleiða extrökt með viðtæka lífvirkni. Stefnt er að því að verkefnið leiði til þróunar framleiðsluafurða með stöðluðu innihaldi og virkni sem selja má á mörkuðum í Evrópu, Japan og Kóreu og víðar.

Rannsóknir hafa sýnt að chondroitin sulfat fásykrur hafa jákvæð áhrif á blóðþrýsting, ónæmiskerfi, meltingu, oxunarferla, bólguferla, gigt og fleiri þætti sem snúa að líkamsstarfsemi manna og dýra. Því má nota chondroitin sulfat fásykrur sem lyf, heilsu- eða fæðubótaefni. Unnt er að framleiða slíkar sykrur með sérvirku ensímniðurbroti á chondrotin sulfati fjölsykru. Chondrotin sulfati fjölsykrur er hægt að vinna í miklu magni úr sæbjúgum, sem er vannýtt tegund með mikla nýtingarmöguleika. Ennfremur hafa rannsóknir sýnt að margar tegundir sæbjúga hafa mikið af lífvirkum efnum sem hægt er að einangra eða vinna áfram.

Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís og AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi og er unnið í samvinnu við IceProtein á Sauðárkróki, Reykofninn Grundarfirði og Lyfjafræðideild Háskóla Íslands.

Fréttir

Framtíðarhúsnæði Matís í Vatnsmýrinni

Í gær, 3. júní, var samþykkt á stjórnarfundi Matís að ganga til samninga við Háskólann í Reykjavík (H.R.) um framtíðarhúsnæði fyrirtækisins. Lóðin, sem hið nýja húsnæði mun rísa á, stendur vestan við nýbyggingu Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót í jaðri Öskjuhlíðar. Einnig buðu Vísindagarðar Háskóla Íslands ehf og S8 ehf húsnæði til leigu, en framangreind niðurstaða varð úr þar eð tilboð H.R. var hagstæðast þeirra tilboða er bárust.

Hið nýja rannsókna- og skrifstofuhúsnæði Matís mun hýsa þá starfsemi sem í dag fer fram á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu; við Borgartún 21, við Skúlagötu 4 og við Gylfaflöt 5.

Eftir sem áður mun Matís reka starfstöðvar sínar á landsbyggðinni með óbreyttu sniði, en þær er að finna á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Neskaupstað, Höfn og Vestmannaeyjum. Þegar liggja fyrir teikningar að húsinu, sem unnin er af arkitektastofunni ARKÍS, og er markmið þeirrar tillögu að hanna sértækt rannsóknahús sem passar öllum starfssviðum Matís. Byggingin er “sveigjanleg í hönnun, með opin og björt rými með góðum og stuttum tengingum milli rýma og starfsmanna er gefa starfsmönnum möguleika á opnu og gagnvirku vinnuumhverfi”, eins og segir í gögnum frá arkitektastofunni. Húsið er alfarið ætlað Matís og er sérhannað utanum starfsemi fyrirtækisins.

Það er Matís mikið ánægjuefni að niðurstaða skuli vera fengin í umleitanir fyrirtækisins undanfarna mánuði um framtíðarhúsnæði. Það á ekki síst við þar sem stjórnendur Matís telja það mikinn kost að tekist hafi finna hinu þekkingar- og þróunarmiðaða fyrirtæki framtíðarstæði í svo góðu nábýli við Háskólann í Reykjavík sem og Háskóla Íslands, en Matís hefur frá upphafi lagt áherslu á gott samstarf við háskóla hér á landi og hjá fyrirtækinu vinna hverju sinni margir háskólanemar að meistara- og doktorsverkefnum sínum. Það er því án nokkurs vafa að samlegðaráhrif verða þarna til í bráð og lengd.

Flutningur Matís í þetta framtíðarhúsnæði, sem er fyrirhugaður fyrir árslok 2010, er starfsmönnum öllum fagnaðar- og tilhlökkunarefni, og hin nýja staðsetning, í návist Háskólanna í Vatnsmýrinni, mun eflaust reynast fyrirtækinu hinn besti vettvangur til að starfa áfram í krafti gilda sinna, sem eru frumkvæði, heilindi, metnaður og sköpunarkraftur.

Skoða teikningar af framtíðarhúsnæðinu

Fréttir

Miklum verðmætum skolað burt með frárennslisvatni í fiskvinnslu

Í Viðskiptablaðinu í dag er sagt frá aðferð sem Matís, í samvinnu við Brim hf., hefur þróað til að safna fiskholdi sem kemur frá vinnslulínum í bolfiski. Aðferðin er afrakstur þriggja ára verkefnis á Matís sem nefnist “Fiskprótein í frárennsli.”

Eitt af meginmarkmiðum í verkefninu var að vinna að aukinni nýtingu og auknu verðmæti afla sem unninn er í landvinnslu með því að finna leiðir til einangrunar fiskvöðva úr vatni sem kemur frá vinnslulínum og leggja mat á notkunarmöguleika þeirra til manneldis. Afskurður, hryggir og hausar eru aukahráefni sem fellur til við fiskvinnslu. Þessu var áður fyrr hent en á seinni árum er farið að reyna að nýta þetta til manneldis, t.d. eru hausar og hryggir þurrkaðir og fluttir út.

Má í þessu sambandi geta þess að samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hirtu sjómenn og fiskverkendur árið 2006 aukaafurðir sem námu 27.800 tonnum. Hafa ber í huga að hér er átt við þyngd afurðanna sjálfra en ekki kíló af fiski upp úr sjó. Mest féll til af afskurði eða 17.800 tonn, 2.700 tonn af hausum voru hirt og 2.300 tonn af hrognum. Meðal fleiri aukafurða má nefna að hirt voru 1.800 tonn af lifur og unnin 2.400 tonn af mjöli á sjó. Stærsti hluti þessara afurða fellur til vegna bræðslu eða tæp 17.800 tonn, aðallega afskurður, 14.800 tonn. Einnig bárust tæp 6.500 tonn af aukaafurðum á land af frystiskipum þetta ár, aðallega fiskhausar, 2700 tonn og afskurður, 2.900 tonn.

Hins vegar hefur sá hluti próteina sem tapast í frárennslisvatni frá vinnsluvélum, þ.e. flökunar- og roðflettivélum varla verið nýttur hingað til sem nokkru nemur. Ef magn bolfiskafurða allra vinnslustöðva er um 60 þús. tonn á ári, má gróflega áætla að um 1.200 tonn af þurrefni tapist árlega með frárennsli.

Afrakstur verkefnisins“Fiskprótein í frárennsli”  fólst í frumgerð að feril til söfnunar á massanum úr frárennslisvatni við fiskvinnslu og mati á eiginleikum og magni hans.  Með einfaldari stærðarflokkun (síun) má skilja að grófari fiskhluta sem nýst geta t.a.m.í unnar afurðir eins og marning. Fínni massa er hægt að nýta beint sem tæknileg íblöndunarefni, beint úr einangrunarferlinu eða eftir frekari vinnslu sem getur tryggt frekar heilnæmi þeirra og/eða bætt tæknilega eiginleika, t.d. til að auka nýtingu í fiskflökum með innsprautun eða annari íblöndun í fiskafurðir.

Með því ferli sem þróað var í verkefninu tókst að ná um 25% af öllu þurrefni úr frárennsli frá flökunarvél. Með notkun á hristisigtum við síun tókst að ná fínum hvítum massa úr frárennslinu með kornastærð 250-710 µm, sem hentar vel í framleiðslu hágæðapróteina. Massi sem hafði kornastærð stærri en 850 µm, var mjög grófur og blóðlitaður og hentar því frekar í marning ef hægt er að draga úr neikvæðum áhrifum blóðmengunar. Við söfnun á massa undir 250 µm þarf annan búnað, svo sem himnusíun, þar sem þurrefnin fara í gegnum 250 µm sigti.

Annar afrakstur verkefnisins er umhverfisvænni framleiðsluhættir þar sem minna af lífrænu efni er skilað út í umhverfið sem er í samræmi við auknar kröfur um hreinni framleiðslutækni. Prótein úr frárennslisvatni er hægt að nýta á öruggan hátt til manneldis með litlum tilkostnaði sem mun skapa aukin virðisauka við fiskvinnslu, ásamt því að hreinsa frárennslisvatn í leiðinni sem hægt er að endurnýta í vinnsluferlinu. 

Þátttakendur í verkefninu voru Brim hf., FISK Seafood á Sauðárkróki og Matís ohf. ásamt Iceprotein ehf.
Það voru Tækniþróunarsjóður Rannís og AVS sem styrktu verkefnið.

Frétt Viðskiptablaðsins

Fréttir

Meistaravörn við HA í dag

Mánudaginn 2. júní heldur Bjarni Jónasson meistaravörn sína á sviði fiskeldis. Vörnin fer fram kl. 10:00 og verður í stofu K109 á Sólborg. Verkefni Bjarna heitir “Replacing fish oil in Arctic charr diets. Effect on growth, feed
utilization and product quality” og var hluti af stærra verkefni, “Plöntuhráefni í
bleikjufóðri í stað fiskimjöls og lýsis” sem styrkt var af AVS sjóðnum.

Smellið hér til að lesa nánar um verkefnið og meistaravörnina.

Skýrslur

QALIBRA-Heilsuvogin. Second Annual Report

Útgefið:

01/06/2008

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdottir, Nynke de Jong, Matthew Atkinson, Heleen van Dijk, Meike Wentholt, Lynn Frewer, Bjorn Thorgilsson, Heida Palmadottir, Andy Hart

Styrkt af:

ESB

QALIBRA-Heilsuvogin. Second Annual Report

Þessi skýrsla er önnur ársskýrsla í Evrópuverkefninu QALIBRA og nær yfir tímabilið 1.04. 2007 til 31.03. 2008. QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er heiti Evrópuverkefnis, sem heyrir undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. Rannsóknaráætlun ESB. Um að ræða þriggja og hálfs árs verkefni sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (nú Matís ohf) stýrir. Verkefnistjóri er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Markmið QALIBRA- verkefnsins er að þróa magnbundar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvæum á heilsu manna. Þessar aðferðir munu verða settar fram í tölvuforriti sem verður opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum á veraldarvefnum.

Þátttakendur í verkefninu eru frá Íslandi, Bretlandi, Hollandi, Grikklandi, Portúgal og Ungverjalandi.

“QALIBRA – Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits” is a project funded by the EC’s Sixth Framework Programme, Priority 5, Food Quality & Safety. It began in April 2006 and will end in 2009. To assess the balance between the risks and benefits associated with a particular food, they must be converted into a common measure of net health impact. Uncertainties affecting the risks and benefits cause uncertainty about the magnitude and even the direction of the net health impact. QALIBRA will develop methods that can take account of multiple risks, benefits and uncertainties and implement them in web-based software for assessing and communicating net health impacts. The objectives of QALIBRA are to develop a suite of quantitative methods for assessing and integrating beneficial and adverse effects of foods and make them available to all stakeholders as web-based software for assessing and communicating net health impacts.

The participants in the project are:

Matís, Iceland, coordinator, Central Science Laboratory, United Kingdom, National Institute of Public Health and The Environment, The Netherlands, Wageningen University, The Netherlands, University of Patras, Greece, Altagra Business Service, Hungary, National Institute for Agriculture and Fisheries Research, Portugal.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Combined Blast and Contact cooling — Effects on physiochemical characteristics of fresh haddock (Melanogrammus aeglefinus) fillets

Útgefið:

01/06/2008

Höfundar:

Magnea Guðrún Arnþórsdóttir, Sigurjón Arason, Björn Margeirsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Combined Blast and Contact cooling — Effects on physiochemical characteristics of fresh haddock (Melanogrammus aeglefinus) fillets

Skaginn hf. hefur einkaleyfi á nýrri vinnslutækni við vinnslu ferskra og frystra flaka sem byggist á svonefndri roðkælingu fyrir roðflettingu. Tilgangur þessa rannsóknarverkefnis var að bera saman flakavinnslu með roðkælingu og hefðbundna flakavinnslu. Í verkefninu eru borin saman annars vegar fersk flök og roðkæld flök með tillit til nýtingar, gæða og geymsluþols. Tvær tilraunir voru framkvæmdar, annars vegar tilraun I þar sem vatnsheldni, gæði, suðunýting og útlit voru skoðuð, og hins vegar tilraun II þar sem þessir sömu þættir voru skoðaðir auk þess sem skoðuð var áhrif roðkælingar á aukið geymsluþol ferskrar og frosinnar ýsu. Tilraunirnar voru framkvæmdar hjá Festi ehf. í Hafnarfirði. Meginniðurstöður þessara rannsókna sýndu að flakavinnsla með roðkælingu hefur fleiri kosti en hin hefðbundna flakavinnsla. Roðkælingin gefur hærri nýtingu og verðmætari afurðir með lengra geymsluþol. Aukið geymsluþol fersks fisks gefur aukinn möguleika á útflutningi sem er mjög mikilvægt fyrir fiskiðnaðinn.

The aim of the project was to compare a new processing technique, CBC, with traditional processing of haddock fillets. In the latter the fillets go through the process without additional refrigeration. In the new processing technique, CBC, the fillets, after filleting and pre-trimming, go through pre-cooler/fluid-ice followed by CBC super-chilling. Two trials were performed, a preliminary experiment (I) and a main experiment (II). In the preliminary experiment (I), water holding capacity, quality and cooking yield were examined. In the main experiment (II) these same factors were examined, in addition to the superchilling effect on extended shelf-life of fresh and frozen haddock fillets. After the pre-cooler step, the fillets gained weight with yields of 101.6% to 102.7%. After the CBC super-chilling the fillets had final yields of 100.3% to 101.2%. After skinning, the fillets without refrigeration (traditional processing) lost most weight. The highest value of cooking yield was obtained in CBC super-chilled fillets with skin. Skinless traditional and CBC super-chilled fillets showed similar cooking yield (P>0.05). CBC super-chilling increased the total yield of the fillets. The difference between the traditional fillets and the super-chilled fillets was significant. The appearance of the CBC super-chilled fillets was much better and with less gaping than the traditional fillets. The traditional fillets had more ragged outlines, and the ratio of cut-offs after fine-trimming was therefore higher for the traditional fillets than the CBC super-chilled fillets. Appearance of the traditional fillets showed a little yellow tinge which increased during the storage time. The CBC super-chilled fillets had a whiter and more “fresh” appearance and were therefore more attractive. Examination of total bacterial count, and amount of TMA and TVN showed that the CBC super-chilling process can extend the shelf life of fresh haddock fillets.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif undirkælingar á saltupptöku við pæklun þorskhnakkastykkja (Gadus morhua)

Útgefið:

01/06/2008

Höfundar:

Ragnhildur Einarsdóttir, María Guðjónsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Rannsóknasjóður Rannís

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Áhrif undirkælingar á saltupptöku við pæklun þorskhnakkastykkja (Gadus morhua)

Saltupptaka og geymsluþol roð- og beinlausra flakabita þorsks (Gadus morhua) var rannsakað við mismunandi hitastig. Saltupptaka var skoðuð við 0,5°C, -2°C og 5°C. Niðurstöður benda til þess að fiskvöðvi taki upp salt hraðar við -2°C en 5°C og saltupptaka gerist hraðast fyrstu 5 mínúturnar. Þegar leitað er eftir því að lokastyrkur salts sé 0,6% þá er 4% saltpækill æskilegastur. Við geymsluþolstilraun var hitastigið 0°C annars vegar og – 2°C hins vegar. Geymsluþol flakabita sem geymdir voru við -2°C reyndust hafa 3-4 daga lengri geymsluþol en þeir sem geymdir voru við 0°C. Ensímvirkni, nánar tiltekið trypsínlík próteasavirkni var skoðuð í ofurkældum fiskvöðva. Fiskvöðvi með 0,5% saltinnihald geymdur við -2°C reyndist hafa hærri virkni en aðrir hópar. Rannsóknin bendir til að áhugavert væri að skoða samspil meðhöndlunar, hitastigs og ensíma nánar.

The salt uptake during brining and shelf life of skinless and boneless cod loins (Gadus morhua) was investigated at different temperatures. The salt uptake was studied at 0.5°C, -2°C and 5°C. The results show that the salt uptake of the cod muscle is faster at -2°C than at 5°C and that the salt uptake is fastest during the first 5 minutes. When aiming for a salt concentration of 0.6% in the muscle during brining it is optimal to use a 4% salt brine. In the shelf life study, samples were stored at 0°C and -2°C. The cod loins stored at -2°C showed 3-4 days longer shelf life than samples stored at 0°C. Enzymatic activity, or trypsine like protease activity to be more precise was studied in the superchilled muscle. Cod muscle with 0.5% salt and stored at -2°C showed higher activity than other groups. The study shows that there is a need for further studies on the combined effects of processing and storage temperatures on enzymatic activity.

Skoða skýrslu
IS