Fréttir

Matís fær styrk til að gefa út Síldverkunarhandbókina

Nú nýverið tók Páll Gunnar Pálsson, fyrir hönd Matís, við tveggja milljóna króna styrk frá Félagi síldarútgerða til ritunar Síldverkunarhandbókarinnar. Fjármagnið verður nýtt til að taka saman efni og meðal annars verður óútgefin „Síldarverkunarhandbók“ sem dr. Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur tók saman á síðasta áratug síðustu aldar, nýtt til verksins, sem og efni sem unnið var með fyrir allnokkrum árum um vinnslu og verkun síldar.

Verkun síldar hefur tekið miklum breytingum síðustu áratugina en það er engu að síður mikilvægt í dag að hafa gott aðgengi að því hvernig vinnslan þróaðist, hvaða vandamál voru til staðar og hvernig þau voru leyst áður fyrr.

Þekkingin sem mun birtast í þessari handbók um síldarverkun er mikilvæg í varðveislu kunnáttu fyrri ára og ekki síður mikilvægur liður í því að miðla til yngri kynslóða sem vilja leita í viskubrunn sögunnar til að útbúa eftirsóknarverðar afurðir fyrir nútíma neytendur. Þetta fræðsluefni mun styrkja þekkingu og efla kynningu á íslenskum sjávarútvegi og hvernig síldin var, er og getur verið unnin í framtíðinni.

Það er hvergi að finna slík skrif á íslensku um verkun og verkunarferla síldar. Það eru til ýmsar bækur um líffræði og ólíka stofna síldarinnar og svo er til mikið efni sem er meira og minna ýmsar sögulegar umfjallanir um afla, risavaxnar fjárfestingar, slark, gjaldþrot, hrun, áhrif síldarinnar á mannlíf og margt fleira. En þar er ekki að finna neina samantekt um verkunina út frá vísindalegu og faglegu sjónarhorni vinnslunnar og markaðarins.

 Það yrði því mikil synd ef ekki yrði ráðist í það verk að koma slíkum fróðleik sem og fróðleik dr. Jónasar Bjarnasonar á framfæri. Það er meira að segja svo að sagan segir að í Síldarhandbók Jónasar hafi falist svo mikil þekking að ýmsir „áhrifamenn“ í bransanum hefðu komið í veg fyrir birtingu hennar á sínum tíma og því hefði hún aldrei farið í prent.

Fyrir liggur nánast fullklárað efni sem þó er barn síns tíma og þarfnast töluverðrar endurritunar. Vinna þarf í myndasafni Jónasar til að finna þær myndir sem tilheyrðu þessu verkefni. Þær eru ekki á tölvutæku formi enn sem komið er og auk þess þarf að endurgera línurit og skýringarmyndir. Þannig að þó efnið virðist í fyrstu liggja nokkuð klárt fyrir þá þarf að fara vel yfir það allt saman og tengja við breytingar á vinnsluháttum og verkun síldar síðustu árin.

Síldverkunarhandbókina verður birt á stafrænu formi, eins og flest annað fræðsluefni Matís.

Fréttir

Styðjum strákana okkar!

Við lokum kl. 14:30 á föstudaginn vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM í knattspyrnu

Þeir viðskiptavinir sem hyggjast koma með sýni þann dag eru vinsamlegast beðnir um að koma fyrir hádegi svo allir nái að horfa á leikinn.

Ef um mjög brýnt erindi er að ræða þá má finna farsímanúmer starfsmanna á heimasíðu Matís, www.matis.is.   

ÁFRAM ÍSLAND!

#HÚH

Fréttir

Getum við nýtt geitastofninn betur?

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Nýtt verkefni er nú í farvatninu hjá Matís. Viðfangsefnið er að bregðast við þörfinni fyrir aukna nýtingu íslenska geitastofnsins en talið er að framtíð stofnsins byggist fjölbreyttri nýtingu hans. 

Verkefnið leggur grunn að framleiðslu kjöt- og mjólkurvara sem byggjast á íslensku geitinni. Teknar verða saman fáanlegar vísindalegar upplýsingar um samsetningu, eiginleika og hollustu geitaafurða. Jafnframt verða sjónarmið geitfjárbænda á möguleikum geitfjárræktarinnar greind. Mælingar verða gerðar á grunnþáttum í geitakjöti og mjólk. Matís mun gegnum þetta starf koma á tengslum geitfjárbænda, matvælaiðnaðar og veitingageirans. Loks verður upplýsingum um framleiðsluaðferðir, hollustu og eiginleika afurða miðlað til matvælaiðnaðar, veitingageirans, ferðamannaiðnaðarins, almennings og bænda.

Verkefnið byggir á samstarfi Matís og Geitfjárræktarfélags Íslands og nær til eins árs og er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Fréttir

Nordic Marine Innovation í Kaupmannahöfn

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Fundur á vegum Nordic Marine Innovation Programme 2.0 var haldin í Kaupmannahöfn nú fyrir stuttu. Sjóðurinn er á vegum Nordic Council of Ministers og er hugsaður til að efla rannsóknir og þróun í sjávartengdum verkefnum á Norðurlöndunum og efla sjálfbæran vöxt og auka frumkvöðlastarf og samkeppnishæfni á svæðinu.

Matís kemur að mörgum þeim verkefnum sem þarna voru til umfjöllunar og stýrir nokkrum þeirra.

  • Kolbrún Sveinsdóttir kynnti verkefni um þörunga – „Seaweed bioactive ingredients with verifiedin-vivo bioactivitiesbioactive“
  • Margrét Geirsdóttir kynnti verkefni um collagen framleiðslu – „Production of hydrolysed collagen from fishery by products“
  • Guðmundur Stefánsson kynnti verkefni um gæði og virði á Makríl afurðum fyrir alþjóðamarkað – „Improved Quality and Value of Nordic Mackerel Products for the Global Market“
  • Gunnar Þórðarson stýrði verkefni um ofurkælingu í fiskvinnslu sem lauk á síðasta ári – „Super-Chilling of Fish“

Matís var einnig með aðkomu að verkefni um nýtingu á ræktuðum þörungum „MacroValue: Improving the understanding of seasonal variation in cultivated macroalgae“.

Öll þessi verkefni eru unnin til að efla verðmætasköpun framtíðar og eru unnin í náinni samvinnu atvinnulífsins, þekkingariðnaðarins og háskólasamfélagsins. En það er ekki nóg að hafa góða hugmynd heldur þarf að vera geta til að breyta henni í verðmæta framleiðslu framtíðar. Til þess þarf réttan mannauð og fjárhagslegan styrk. Með náinni samvinnu aðila sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu ásamt skipulagi og fjármagni er hægt að koma hugmyndum áfram og skapa með því verðmæti í framtíðinni.

Rannsóknir og þróun eru forsenda framfara og velgengni fyrirtækja og almennings eru undir því komin að vel takist til.

Fréttir

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Matís hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf á sviði nýsköpunartækifæra

Báðir aðilar hafa hlutverk samkvæmt lögum sem horfir til bætts hags á víðum grundvelli og framþróunar á sviði sprota og nýsköpunar. Samstarfið miðar að því að treysta þetta hlutverk.

Samstarf af þessum toga er nýtt af nálinni þar sem koma saman annars vegar leiðandi rannsóknarfyrirtæki í líftækni- og matvælaiðnaði og hins vegar fjárfestingarsjóður á sviði sprota/nýsköpunarfjárfestinga.  

Báðir aðilar binda vonir við að ný fjárfestingarverkefni spretti af samstarfinu og sprotafyrirtækjum fjölgi á því sviði sem Matís ohf. sérhæfir sig sérstaklega,  í sjávarútvegi og í landbúnaði og öðrum hlutum lífhagkerfisins.

Bæði félögin eru í eigu hins opinbera og vinna í samræmi við sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna.  Þau hafa einnig mikla tengingu við háskólaumhverfið í landinu með ýmsu móti.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Hlutverk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Þá veitir sjóðurinn lán samhliða kaupum á eignarhlutum. Í starfsemi sinni tekur Nýsköpunarsjóður mið af stefnu Vísinda- og tækniráðs. Þá er sjóðnum heimilt að leita samstarfs við aðra aðila á sviði áhættufjármögnunar. 

Matís

Hlutverk Matís er að efla verðmætasköpun í lífhagkerfinu, stuðla að bættu matvælaöryggi og bættri lýðheilsu. Matís hefur á liðnum árum lagt áherslu á umbyltandi nýsköpun og rannsóknir og hefur í því augnamiði m.a. komið á fót sprotafyrirtækjum. Alþjóðlegar tengingar Matís eru umfangsmiklar og hefur félagið verið leiðandi í sókn íslensks þekkingarsamfélags í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi.

Nánari upplýsingar

Upplýsingar um samstarfið veita Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Sveinn Margeirsson forstjóri Matís, en hér fyrir ofan má sjá þau við undirritun viljayfirlýsingarinnar. 

Fréttir

Eru vannýtt tækifæri í hrossakjötinu?

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Um þessar mundir er Matís að fara af stað með verkefni, í samvinnu við Háskóla Íslands, IM ehf. og sláturleyfishafa, þar sem ætlunin er að skoða hvaða vannýttu tækifæri leynast í hrossakjötinu og bæta stöðu þess á innanlandsmarkaði.

Meginmarkmið verkefnisins er að afla upplýsinga hjá sláturhúsum, kjötvinnslum, verslunum, veitingahúsum og neytendum til að skýra út litla neyslu og lágt verð á hrossakjöt. Upplýsinga verður aflað með lestri heimilda og viðtölum við lykilaðila í vinnslu og sölu á hrossakjöti.

Spurningar um viðhorf kaupenda og neytenda verða samdar út frá greiningu á þeim upplýsingum. Eftir það verður ósk um netkönnun send annars vegar til nokkur hundruð einstaklinga sem verða valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og hins vegar til áhrifaaðila í dreifikerfi hrossakjöts á Íslandi. Upplýsingarnar úr könnunum verða greindar á tölfræðilegan hátt til að kanna áhrif alls konar þátta á framboð og eftirspurn á hrossakjöti. Niðurstöður og hugmyndir/tillögur til úrbóta verða síðan kynntar á opnum umræðufundi með hagsmunaðilum.

Verkefnið hlaut nýverið styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Fréttir

Gagnasöfnun vegna örvera á Íslandsmiðum

Tengiliður

Stefán Þór Eysteinsson

Fagstjóri

stefan@matis.is

Nokkrir nemendur í doktorsnámi/starfsmenn Matís fóru nú fyrir stuttu með í vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna. Ýmislegt gekk á í þessum leiðangri og þá kannski einna helst allar þær lægðir sem þustu framhjá og komu með hverja bræluna á fætur annarri. 

Sem betur fer gekk þó flestum vel að aðlagast veðri og sjógangi og eftir því sem best er vitað þá komu allir heilir heim.

Tilangur ferðar starfsmanna Matís var að safna gögnum vegna verkefnisins Örverur á Íslandsmiðum sem styrkt er af Rannís.

Fréttir

Mikilvægi fiskveiða í Norður-Atlantshafi

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Coastal Fisheries, eða strandveiðar, er nafn á verkefni sem hófst hjá Matís og samstarfsaðilum árið 2014. Tilgangur verkefnisins var að vekja athygli á strandveiðum í Norður-Atlantshafi, frá Noregi í austri og alla leið til Kanada í vestri en einnig að efla samskipti, kanna samlegðaráhrif, athuga nýsköpunarmöguleika og stuðla að miðlun upplýsinga á milli aðila á þessum mikilvæga svæði bláa lífhagkerfisins.

Sem hluta af verkefnalokum var sett saman myndband (á ensku) um þessar strandveiðar. 

Coastal Fisheries in the North-Atlantic

Einnig var gefin út skýrsla þar sem strandveiðar á norðurslóðum voru greindar. 

Nánari upplýsingar veitir Jónas R. Viðarsson hjá Matís.

Fréttir

Nýtt verkefni hjá Matís – þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Nýtt verkefni er nú rétt nýhafið hjá Matís. Verkefnið kallast „Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr“ og er markmið verkefnisins þríþætt; í fyrsta lagi að auka nyt mjólkurkúa og kanna gæði og efnainnihald kúamjólkur eftir þanggjöf, í öðru lagi að nota þang sem steinefnagjafa í fóður og í þriðja lagi að fá joðríka mjólk frá kúnum.

Í rannsókninni verða áhrif þanggjafar á nyt kúa og innihald mjólkur skoðuð. Þegar fóðurtilraun hefst verður fylgst með nyt og innihaldsefnum mjólkur til samanburðar við mælingar sem voru gerðar áður en þangmjöl var gefið.

Verkefnið er unnið í samstarfi Matís og tilraunabúsins að Stóra-Ármóti og þangið kemur frá Þörungaverksmiðjunni Reykhólum.

Verkefnastjóri er Ásta Heiðrún Pétursdóttir, auk hennar frá Matís koma Helga Gunnlaugsdóttir og starfsmenn efnamælinga að verkefninu

Verkefnið hófst 1. Mars sl. og því lýkur 31. desember 2018 og er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Ritrýndar greinar

Beyond Chloride Brines: Variable Metabolomic Responses in the Anaerobic Organism MASE-LG-1 to NaCl and MgSO at Identical Water Activity

Growth in sodium chloride (NaCl) is known to induce stress in non-halophilic microorganisms leading to effects on the microbial metabolism and cell structure. Microorganisms have evolved a number of adaptations, both structural and metabolic, to counteract osmotic stress. These strategies are well-understood for organisms in NaCl-rich brines such as the accumulation of certain organic solutes (known as either compatible solutes or osmolytes). Less well studied are responses to ionic environments such as sulfate-rich brines which are prevalent on Earth but can also be found on Mars. In this paper, we investigated the global metabolic response of the anaerobic bacterium Yersinia intermedia MASE-LG-1 to osmotic salt stress induced by either magnesium sulfate (MgSO4) or NaCl at the same water activity (0.975). Using a non-targeted mass spectrometry approach, the intensity of hundreds of metabolites was measured. The compatible solutes L-asparagine and sucrose were found to be increased in both MgSO4 and NaCl compared to the control sample, suggesting a similar osmotic response to different ionic environments. We were able to demonstrate that Yersinia intermedia MASE-LG-1 accumulated a range of other compatible solutes. However, we also found the global metabolic responses, especially with regard to amino acid metabolism and carbohydrate metabolism, to be salt-specific, thus, suggesting ion-specific regulation of specific metabolic pathways.

Hlekkur að grein

IS