Fréttir

Getur áhættumat stuðlað að beinum viðskiptum bænda með kjöt og kjötafurðir?

Dreifing og sala heimaslátraðra afurða er ekki leyfileg í dag en hver er raunverulega áhættan? Í Þýskalandi er eftirliti með slátrun bænda á lömbum undir þriggja mánaða aldri haldið í lágmarki þar sem áhættan fyrir neytendur er metin lítil. Bein viðskipti með afurðir af þeim lömbum eru ekki takmörkunum háð umfram hefðbundnar afurðir, en þetta kom fram í fyrirlestri Andreasar Hensel, forstjóra þýsku áhættumatsstofnuninni BfR á fundi Matís í Miðgarði, Varmahlíð, 5. júlí síðastliðinn.

Til þess að hægt sé að gera breytingar á reglugerðum og lögum varðandi matvælaframleiðslu þá verður að vera öruggt að þær breytingar ógni ekki öryggi og heilsu neytenda. Hins vegar felast fjölmörg tækifæri í að leyfa sölu heimaslátraðra afurða til að efla nýsköpun og vöruþróun landbúnaðarafurða. En við verðum að vita hver áhættan er, hversu mikil hún sé og hvað við getum gert til að lágmarka hana. Áhættumat sem er byggt á vísindalegum greiningum og útreikningum er tól sem veitir opinberum eftirlitsaðilum yfirlit yfir raunverulegar áhættur svo hægt sé að takmarka þær en einnig sveigjanleika til að leyfa bændum að framleiða afurðir í heima á bæ í viðurkenndri aðstöðu sem uppfyllir kröfur um hreinlæti og aðbúnað til matvælaframleiðslu. Áhættumat er því fyrsta skrefið til að sníða kerfi sem leyfir sölu vara og afurða frá heimaslátruðu sem byggir á raunhæfu eftirliti opinberra aðila, rekjanleika ásamt góðri þjálfun bænda til að tryggja gæði og öryggi afurða.

Í dag geta bændur sett upp litlar kjötvinnslur þar sem hægt er að vinna afurðir frá eigin búfénaði, en einn þáttur framleiðslukeðjunnar, þ.e. aflífun dýrana, verður að eiga sér stað í sláturhúsum. Áhugi neytandans á afurðum beint frá býli er sífellt að aukast ásamt því sem viðskipti með matvæli gegnum netið er orðinn veruleiki í dag. Erlendis er mögulegt að kaupa afurðir beint frá býli þar sem öll stig framleiðslunnar eiga sér raunverulega stað á býlinu. Til þess er vissulega nauðsynlegt að efla innviði býlanna til þess að tryggja að framleiðslan sé örugg. Innleiðing áhættumats með skipun áhættumatsnefndar er því löngu tímabært þar sem áhættumat á vegum hennar getur veitt bændum tækifæri til að stunda bein viðskipti með kjöt og kjötafurðir til íslenskra neytenda og ferðamanna beint frá býli, þar sem virðisaukinn og hagnaðurinn af framleiðslunni rennur beint til bóndans milliliðalaust.

Frekari upplýsingar veitir Hrönn Jörundsdóttir, 858-5112.

Hér er hægt að sjá brot úr upptöku frá fundinum

Fréttir

Mikill áhugi á beinum viðskiptum með heimaslátrað kjöt

Nú fyrir helgi stóð Matís fyrir fundi um möguleika til beinna viðskipta með heimaslátrað kjöt og mikilvægi áhættumats í því samhengi.  Fundurinn var haldinn í Miðgarði í Skagafirði og var mjög vel sóttur, enda ljóst að mikill áhugi er á því meðal bænda að slátra á bæjum sínum og selja afurðirnar í beinum viðskiptum til neytenda.

Á meðal framsögumanna var Andreas Hensel, forseti þýsku áhættumatsstofnunarinnar BfR.  Í máli Andreasar kom m.a. fram að ýmsar undanþágur eru í gildi í Þýskalandi um bein viðskipti bænda, m.a. er seld ógerilsneydd mjólk á svokölluðum „Milchhaltestelle“ á bóndabæjum. Jafnframt er eftirliti með slátrun bænda á lömbum undir þriggja mánaða aldri haldið í lágmarki, þar sem áhættan fyrir neytendur er metin sem lítil. Bein viðskipti með afurðir af þeim lömum eru ekki takmörkunum háð umfram hefðbundnar afurðir. Grundvöllur þess að hægt væri að fá slíkar undanþágur væri að fyrir lægi vísindalegt áhættumat og aðgerðir til að lágmarka áhættu, svo sem þjálfun bænda í slátrun og meðferð kjötafurða.

Aðrir framsögumenn voru Freydís Dana Sigurðardóttir fagssviðsstjóri búfjáreftirlits hjá Matvælastofnun, Atli Már Traustason bóndi að Höfdölum, Þröstur Heiðar Erlingsson bóndi í Birkihlíð og Hrönn Jörundsdóttir sviðsstjóri hjá Matís. Líflegar umræður í kjölfar erinda endurspegluðu mikinn áhuga bænda og mikilvægi þess að bein viðskipti með heimaslátrað kjöt yrðu auðvelduð.

Nálgast má útsendingu af fundinum á facebook síðu Matís.  Á næstu dögum verður sagt betur frá efni fundarins en í kjölfar hans ákváðu starfsmenn Matís og Matvælastofnun að vinna sameiginlega að framgangi málsins.

Frekari upplýsingar veitir Hrönn Jörundsdóttir, 858-5112.

Hér er hægt að sjá upptöku frá fundinum.

Og glærur frá fundinum má finna hér fyrir neðan:

Skýrslur

Ný tækni til verðmætaaukningar á bolfiskafla

Útgefið:

01/07/2018

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 025-11), Rannís

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Ný tækni til verðmætaaukningar á bolfiskafla

Tilgangur verkefnisins var að aðlaga vinnslu að ofurkældu hráefni, til að tryggja einsleitni hráefnis með það að markmiði að bæta afurðargæði, auka nýtingu og lágmarka flakagalla. Í verkefninu var ný tegund af roðflettivél þróuð og síðan prófuð við raunaðstæður. Gerður samanburður á ofurkældu og hefðbundnu (ísuðu) hráefni. Ofurkælt hráefni er stífara en hefðbundið, og sama má segja um flök sem kæld eru eftir flökun til að tryggja pökkun í ferskar pakkningar við lágt hitastig, helst undir 0 °C. Hefðbundnar roðflettivélar hafa illa ráðið við slíkt hráefni en nýja vélin hefur þegar verið tekin í notkun og reynist vel. Samanburðartilraun var framkvæmd á milli ofurkældrar ýsu sem var sex daga gömul og hefðbundins hráefnis úr sama afla. Í framhaldi var gerð samanburðarrannsókn á þorsk, úr ofurkældu og hefðbundnu hráefni. Borin var saman nýting, flakagæði og -gallar ásamt afurðarskiptingu eftir niðurskurð í flakabita, ásamt því að skráðir voru hitaferlar við vinnslu í báðum hópum. Niðurstöðurnar voru mjög góðar fyrir ofurkælt hráefni, bæði hvað varðar gæði, nýtingu og hitastig á afurðum.

The purpose of the project was to customize processing of sub-chilled raw materials to ensure uniformity of raw materials with the aim of improving product quality, increasing utilization and minimizing fillet defects. A new skinning machine for demersal fish was designed and tested in this project, especially to work with sub-chilled raw material. Sub-chilled raw material is more rigid than traditional raw material and can withstand more handling and give better quality of the finished product. Sub-chilled raw material also provides lower product temperature in packed fresh fish production, at 0 °C or even below it. Traditional skinning machines have not been able to handle sub-chilled fillets. A comparative experiment with six-day old haddock where sub-chilled raw material were compared with traditional one, from same catch, were processed. Built on that outcome a follow-up, a comparative study of cod was processed with sub-chilled and traditional raw material. In both experiments a comparison of yield, fillets quality, fillets defects and temperature throughout the production into final packaging were recorded. The results were excellent in favour of sub-chilled raw material, both in terms of quality, yield and temperature of products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Coastal fisheriers in the N-Atlantic / Kystfiskeri

Útgefið:

29/06/2018

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

NORA, Nordic Counsel of Ministers (AG-Fisk) and CCFI

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Coastal fisheriers in the N-Atlantic / Kystfiskeri

Coastal fisheries play a vital role in the marine sector of the Nordic countries and often serve as the backbone of the economy of smaller coastal communities. The coastal fleets usually have a big presence in smaller, more remote fishing villages, supplying local processing companies with raw material. The coastal sector is therefore highly important for regional development, as it represents a significant part of total landings and offers employment for a large number of fishermen, processors and other supporting industries. Despite its importance, the Nordic coastal fleet has been struggling for survival for the last decades. This is why a team of stakeholders in the Nordic coastal sector came together in 2012 to facilitate networking within this important sector. With support from NORA, The Nordic Council of Ministers (AG-fisk) and the Canadian Centre for Fisheries Innovation (CCFI) they organised conferences and workshops with the aim to explore opportunities for cooperation and knowledge transfer. This led to various collaborative initiatives and has resulted in the publication of reports on the Nordic coastal sector(s), development of a mobile app to indicate to coastal fishermen how much ice is needed to properly chill and store their catches, publication of brochures in most of the Nordic languages on good on-board handling, publication of a video on the Nordic coastal sector and on-board handling, participation at various workshops and conferences relevant for Nordic coastal fisheries; as well as setting up and maintaining a web page www.coastalfisheries.net where project outcomes and other relevant material is made accessible. This report marks the end of the project and constitutes as the final report to NORA, which was one of the funding bodies supporting the project. The project was primarily intended to facilitate networking and knowledge transfer among stakeholders in the Nordic coastal sector and it is the conclusion of the project partners that the initiative has successfully met those expectations.

Skoða skýrslu

Fréttir

Lífræn mysa – ný viðbót á snyrtivörumarkaði?

Tengiliður

Halla Halldórsdóttir

Gæðastjóri rannsóknastofa

halla.halldorsdottir@matis.is

Í Matís er unnið að verkefninu „Heilandi máttur lífrænnar mysu“. Markmið verkefnisins er að finna leið til að nýta vannýtta auðlind á sjálfbæran hátt, þ.e. íslenska lífræna mysu í húðvörur. Vonir standa til að rannsóknin leiði til aukins verðmætis mysu og að um leið minnki náttúruspjöll þar sem þessi afurð færi annars mikið til í sjóinn.

Verkefnið felur í sér mikið nýnæmi, en eiginleikar lífefna úr mysu verða sérstaklega skoðuð m.t.t. húðheilsu. Snyrtivörur sem innihalda lífefni úr íslenskri lífrænni mysu myndu verða alveg ný viðbót á snyrtivörumarkaði.

Verkefnið stendur yfir í apríl – desember 2018 og er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.  

Faglegur leiðtogi verkefnisins er Rósa Jónsdóttir og tengiliður er Halla Halldórsdóttir. 

Fréttir

Viltu kaupa heimaslátrað?

Matís býður til fundar í Miðgarði, Varmahlíð

Matís býður til fundar í Miðgarði, Varmahlíð, fimmtudaginn 5. júlí 2018 kl. 13:00, þar sem fjallað verður um áskoranir og möguleika tengda nýsköpun í landbúnaði, sölu og dreifingu afurða úr heimaslátrun og mikilvægi áhættumats. Allir eru velkomnir á fundinn.

Heimaslátrun hefur tíðkast frá upphafi landbúnaðar en dreifing og sala afurða af heimaslátruðu er ekki leyfileg, samkvæmt núgildandi lögum og reglum. 

En hver er áhættan? Er hægt að leyfa sölu og dreifingu á  heimaslátruðu, tryggja öryggi neytenda og auka verðmætasköpun bænda?

Á fundinum verður m.a. rætt um ávinning bænda af áhættumati og sjónarhorn bænda – tækifæri og áskoranir tekið fyrir, sjá nánar dagskrá fundarins.

Fundinum verður varpað út beint gegnum Facebook síðu Matís www.facebook.com/matisiceland og verður hægt að senda inn spurningar sem teknar verða fyrir. Fundarstjóri verður Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

Fréttir

Frá fjalli að kjötvinnslu

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Nýtt ráðgjafarverkefni er nú í burðarliðnum hjá Matís. Tilgangur þess er að taka saman leiðbeiningar sem byggðar eru á rannsóknum Matís, Landbúnaðarháskóla Íslands (Lbhí) og forvera þeirra undanfarin ár, sem sýna fram á mikilvægi réttrar meðhöndlunar sláturfjár frá smölun af fjalli, að dyrum kjötvinnslu.

Upplýsingar verða settar fram á skýran, myndrænan hátt sem leiðbeiningar um bestu meðhöndlum sláturfjár. Þessum upplýsingum, á stafrænu og á prentuðu formi, verður dreift til allra hlutaðeigandi s.s. sauðfjárbændur, flutningsaðila, sláturleyfishafa, kjötvinnsla og þeirra nemenda sem tengjast sauðfjárframleiðslu á einn eða annan hátt, s.s. nemendur bændaskóla, landbúnaðarháskóla, matvælafræði, matvælaverkfræði og matvælaskóla. Teknar verða saman upplýsingar í hverju þrepi vinnslunnar, settar fram á tímaás, allt frá smölun fjár af fjalli og þar til skrokkur er tilbúinn til afhendingar í kjötvinnslu.

Jafnframt verður efnið aðgengilegt á rafrænu formi og tiltækt í Kjötbókinni eða öðrum sambærilegum stöðum. 

Fréttir

Matís fær styrk til að gefa út Síldverkunarhandbókina

Nú nýverið tók Páll Gunnar Pálsson, fyrir hönd Matís, við tveggja milljóna króna styrk frá Félagi síldarútgerða til ritunar Síldverkunarhandbókarinnar. Fjármagnið verður nýtt til að taka saman efni og meðal annars verður óútgefin „Síldarverkunarhandbók“ sem dr. Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur tók saman á síðasta áratug síðustu aldar, nýtt til verksins, sem og efni sem unnið var með fyrir allnokkrum árum um vinnslu og verkun síldar.

Verkun síldar hefur tekið miklum breytingum síðustu áratugina en það er engu að síður mikilvægt í dag að hafa gott aðgengi að því hvernig vinnslan þróaðist, hvaða vandamál voru til staðar og hvernig þau voru leyst áður fyrr.

Þekkingin sem mun birtast í þessari handbók um síldarverkun er mikilvæg í varðveislu kunnáttu fyrri ára og ekki síður mikilvægur liður í því að miðla til yngri kynslóða sem vilja leita í viskubrunn sögunnar til að útbúa eftirsóknarverðar afurðir fyrir nútíma neytendur. Þetta fræðsluefni mun styrkja þekkingu og efla kynningu á íslenskum sjávarútvegi og hvernig síldin var, er og getur verið unnin í framtíðinni.

Það er hvergi að finna slík skrif á íslensku um verkun og verkunarferla síldar. Það eru til ýmsar bækur um líffræði og ólíka stofna síldarinnar og svo er til mikið efni sem er meira og minna ýmsar sögulegar umfjallanir um afla, risavaxnar fjárfestingar, slark, gjaldþrot, hrun, áhrif síldarinnar á mannlíf og margt fleira. En þar er ekki að finna neina samantekt um verkunina út frá vísindalegu og faglegu sjónarhorni vinnslunnar og markaðarins.

 Það yrði því mikil synd ef ekki yrði ráðist í það verk að koma slíkum fróðleik sem og fróðleik dr. Jónasar Bjarnasonar á framfæri. Það er meira að segja svo að sagan segir að í Síldarhandbók Jónasar hafi falist svo mikil þekking að ýmsir „áhrifamenn“ í bransanum hefðu komið í veg fyrir birtingu hennar á sínum tíma og því hefði hún aldrei farið í prent.

Fyrir liggur nánast fullklárað efni sem þó er barn síns tíma og þarfnast töluverðrar endurritunar. Vinna þarf í myndasafni Jónasar til að finna þær myndir sem tilheyrðu þessu verkefni. Þær eru ekki á tölvutæku formi enn sem komið er og auk þess þarf að endurgera línurit og skýringarmyndir. Þannig að þó efnið virðist í fyrstu liggja nokkuð klárt fyrir þá þarf að fara vel yfir það allt saman og tengja við breytingar á vinnsluháttum og verkun síldar síðustu árin.

Síldverkunarhandbókina verður birt á stafrænu formi, eins og flest annað fræðsluefni Matís.

Fréttir

Styðjum strákana okkar!

Við lokum kl. 14:30 á föstudaginn vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM í knattspyrnu

Þeir viðskiptavinir sem hyggjast koma með sýni þann dag eru vinsamlegast beðnir um að koma fyrir hádegi svo allir nái að horfa á leikinn.

Ef um mjög brýnt erindi er að ræða þá má finna farsímanúmer starfsmanna á heimasíðu Matís, www.matis.is.   

ÁFRAM ÍSLAND!

#HÚH

Fréttir

Getum við nýtt geitastofninn betur?

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Nýtt verkefni er nú í farvatninu hjá Matís. Viðfangsefnið er að bregðast við þörfinni fyrir aukna nýtingu íslenska geitastofnsins en talið er að framtíð stofnsins byggist fjölbreyttri nýtingu hans. 

Verkefnið leggur grunn að framleiðslu kjöt- og mjólkurvara sem byggjast á íslensku geitinni. Teknar verða saman fáanlegar vísindalegar upplýsingar um samsetningu, eiginleika og hollustu geitaafurða. Jafnframt verða sjónarmið geitfjárbænda á möguleikum geitfjárræktarinnar greind. Mælingar verða gerðar á grunnþáttum í geitakjöti og mjólk. Matís mun gegnum þetta starf koma á tengslum geitfjárbænda, matvælaiðnaðar og veitingageirans. Loks verður upplýsingum um framleiðsluaðferðir, hollustu og eiginleika afurða miðlað til matvælaiðnaðar, veitingageirans, ferðamannaiðnaðarins, almennings og bænda.

Verkefnið byggir á samstarfi Matís og Geitfjárræktarfélags Íslands og nær til eins árs og er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

IS