Fréttir

Getum við nýtt geitastofninn betur?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Nýtt verkefni er nú í farvatninu hjá Matís. Viðfangsefnið er að bregðast við þörfinni fyrir aukna nýtingu íslenska geitastofnsins en talið er að framtíð stofnsins byggist fjölbreyttri nýtingu hans. 

Verkefnið leggur grunn að framleiðslu kjöt- og mjólkurvara sem byggjast á íslensku geitinni. Teknar verða saman fáanlegar vísindalegar upplýsingar um samsetningu, eiginleika og hollustu geitaafurða. Jafnframt verða sjónarmið geitfjárbænda á möguleikum geitfjárræktarinnar greind. Mælingar verða gerðar á grunnþáttum í geitakjöti og mjólk. Matís mun gegnum þetta starf koma á tengslum geitfjárbænda, matvælaiðnaðar og veitingageirans. Loks verður upplýsingum um framleiðsluaðferðir, hollustu og eiginleika afurða miðlað til matvælaiðnaðar, veitingageirans, ferðamannaiðnaðarins, almennings og bænda.

Verkefnið byggir á samstarfi Matís og Geitfjárræktarfélags Íslands og nær til eins árs og er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

IS