Fréttir

Nýr einblöðungur um Matarsmiðju Matís á Flúðum

Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu, sem hefur fengið leyfi þar tilbærra yfirvalda til rekstursins.

Aðstaðan getur verið mismunandi frá einni smiðju til annarar, en sammerkt með þeim öllum er að til staðar er fjölbreytt úrval matvinnslutækja og áhalda og önnur aðstaða sem vinnslan krefst. Notendur fá kennslu á tækin og frjálsan aðgang til framleiðslu á þeim vörum sem gerlegt er m.t.t. aðstöðu og tækjabúnaðar og útgefnu leyfi  heilbrigðisyfirvalda.

Í matarsmiðjunum eru reglulega haldin námskeið um framleiðslu og verkun ýmissa framleiðsluvara auk námskeiða um innra eftirlit. Matarsmiðjur Matís eru á Flúðum og á Höfn í Hornafirði.

Nánari upplýsingar um Matarsmiðjuna á Flúðum má finna í nýjum bæklingi hér.

Nánari upplýsingar um starfsstöðvar og Matarsmiðjur Matís má finna hér.

Fréttir

Nýr norrænn matur – Þang og þari í matvæli

Í síðustu viku var haldinn fundur í Kaupmannahöfn um möguleika á nýtingu þangs og þara í mat, innan verkefnisins Nýr norrænn matur.  Matþörungar er vannýtt auðlind hér á norðurslóðum og miklir möguleikar í þróun nýrra matvæla úr þangi og þara.

Á meðal þátttakenda voru matreiðslumeistarar, vísindamenn,  þangræktendur og framleiðendur frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð.  Nánari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu Ny Nordisk Mad (sjá hér).

Nánari upplýsingar veitir Rósa Jónsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Ný sjónvarpsþáttaröð í bígerð – Taste the North Atlantic

Matís er þátttakandi í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem mun fjalla matarmenningu á Norður-Atlantshafssvæðinu og matreiðslu á afbragðs hráefni frá þessum heimshluta.

Þessi þáttaröð hefur nú þegar vakið talsverða athygli og má sjá umfjöllun hérhér og hér.

Nánari upplýsingar hjá Matís veitir Gunnþórunn Einarsdóttir.

Fréttir

Matís tekur þátt í hátíðinni FULL BORG MATAR

FULL BORG MATAR / Reykjavík Real Food Festival

er matar- og uppskeruhátíð tileinkuð íslenskum mat og matarmenningu. Matís tekur þátt og býður m.a. gestum og gangandi að koma í höfuðstöðvar Matís að Vínlandsleið 12 (Grafarholt) fimmtudaginn 15. sept. kl. 14-17 (auglýsing).

Á opnu húsi hjá Matís verða örfyrirlestrar um smáframleiðslu matvæla og um þau verkefni sem Matís hefur komið að með einstaklingum, t.d bændum og fyrirtækjum um allt land. Einnig verða nokkur fyrirtæki og frumkvöðlar með kynningu á starfssemi sinni og munu bjóða upp á „smakk“ á þeim vörum sem hafa verið framleiddar. Matís mun svo einnig opna nýtt vefsvæði, www.kjotbokin.is, en það er allsherjar upplýsingaveita um allt sem snýr að kjöti.

Matís er með öfluga starfssemi um allt land og á nokkrum stöðum má finna s.k. Matarsmiðjur Matís.Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu, sem hefur fengið leyfi þar tilbærra yfirvalda til rekstursins. Aðstaðan getur verið mismunandi frá einni smiðju til annarrar, en sammerkt með þeim öllum er að til staðar er fjölbreytt úrval matvinnslutækja og áhalda og önnur aðstaða sem vinnslan krefst. Notendur fá kennslu á tækin og frjálsan aðgang til framleiðslu á þeim vörum sem gerlegt er m.t.t. aðstöðu og tækjabúnaðar og útgefnu leyfi  heilbrigðisyfirvalda.

Í matarsmiðjunum eru reglulega haldin námskeið um framleiðslu og verkun ýmissa framleiðsluvara auk námskeiða um innra eftirlit. Matarsmiðjur Matís eru á Flúðum og á Höfn í Hornafirði.

Nánari upplýsingar um starfsstöðvar og Matarsmiðjur Matís má finna hér.

Hátíðin FULL BORG MATAR verður haldin í fyrsta sinn dagana 14. – 18. september með von um að hún öðlist fastan sess í árlegu matardagatali þjóðarinnar.  Fjölmörg tækifæri eru fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök að tengjast hátíðinni auk þess sem neytendur ættu flestir að finna þar eitthvað sem freistar bragðlaukanna.

Markaður, veisluréttir veitingastaðanna og opið viðburðadagatal
Boðið verður upp á sölu og markaðstorg fyrir matvörur og veitingar í miðborg Reykjavíkur en þar verður hægt að selja og kynna vörur og þjónustu beint til neytenda. Veitingastaðir munu bjóða upp á hátíðarmatseðla úr íslenskum hráefnum á meðan hátíðinni stendur en þeir veitingastaðir sem standa að best útfærðu matseðlunum fá sérstaka viðurkenningu í lok hátíðar.  Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta tengst hátíðinni með því að setja upp viðburði sem kynntir verða í sameiginlegu dagatali hátíðarinnar. Lögð er áhersla á að fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir finni farveg fyrir vörur sínar og þjónustu og að hátíðin verði bæði aðgengileg og spennandi fyrir neytendur. 

Hátíðin er opinn vettvangur um allt sem tengist mat og matarmenningu þjóðarinnar og allar hugmyndir eru vel þegnar. Ef þú ert með hugmynd að viðburði eða efni sem fróðlegt væri að tengja hátíðinni þá endilega hafðu samband. 

Samstarfaðilar
Hátíðina væri ekki hægt að halda nema fyrir stuðning samstarfsaðila sem lagt hafa mikla aðstoð og vinnu í undirbúning.

Bakhjarlar hátíðarinnar eru ReykjavíkurborgSamtök IðnaðarinsMarkaðsráð KindakjötsIceland Responsible FisheriesSölufélag Garðyrkjumanna og Svínaræktarfélag Íslands. 

Haft hefur verið samstarf og samráð við fjölda einstaklinga, samtaka og stofnana við undirbúning hátíðarinnar en helst má þar nefna Íslandsstofu, Samtök Ferðaþjónustunnar, Beint frá býli, Matís og Matvís félag iðnaðarmanna í matvæla og veitingagreinum. 

Skrifstofa verkefnastjórnar
Skrifstofa verkefnastjórnar er staðsett í húsnæði Nýsköpunar og frumkvöðlasetursins Innovit í Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík

Sími: 820 1980; netfang: info@fullborgmatar.is.

Nánari upplýsingar hjá Matís veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri.

Fréttir

Hraðfrystihúsið Gunnvör – mikilvægt samstarf!

Hraðfrystihúsið Gunnvör er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Vestfjarða og rekur bæði öfluga útgerð og fiskvinnslu í landi, auk þess að hafa náð talsverðum árangri í uppbyggingu þorskeldis. Fyrirtækið nýtur góðs af samstarfi við Matís og nálægðina við starfsstöð Matís á Ísafirði.

Framfarir sýnilegar í þorskeldinu
„Við höfum notið góðs af starfsstöð Matís á Ísafirði á undanförnum árum í ýmsum verkefnum, fyrst og fremst hvað varðar vinnslu- og eldistengd verkefni,” segir Kristján Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri hjá Hraðfrystihúsinu
Gunnvöru.

„Ef við horfum á vinnsluþáttinn þá snúa verkefnin sem við höfum unnið með Matís til að mynda að þróun á nýjum vinnsluaðferðum, vinnslutækni og þróun nýrra afurða. Í þorskeldinu höfum við líka nýtt okkur þekkingu og aðstöðu Matís til að hjálpa okkur en vissulega hafa margir fleiri komið að því verkefni með okkur. Þorskeldið er langhlaupsverkefni sem þumlungast áfram og ekkert sem bendir til annars en það haldi áfram á sömu braut. Við erum að sjá ýmis jákvæð skref í þorskeldinu og því er hægt að tala um framfarir. Hins vegar spila mjög margir þættir inn í árangur í þessari grein, s.s. fóðrun, kynbætur, sjúkdómar, markaðsmál, vöruþróun og fleira mætti telja. Hvað varðar marga af þessum þáttum getum við leitað til Matís að vinna með okkur,” segir Kristján.

„Staðsetning starfsstöðvar Matís hér á Ísafirði skiptir okkur máli og í raun fyrir báða aðila í svona samstarfi. Boðleiðirnar eru styttri og árangur skilar sér betur. Og með nálægðinni í samstarfsverkefnum er líka líklegra að nýir fletir og nýjar hugmyndir komi fram. Við komum því til með að nýta okkur áfram þjónustu starfsstöðvar Matís líkt og verið hefur. Með þeim fyrirvara
þó að sú óvissa sem er í sjávarútveginum og hefur verið að undanförnu dregur úr möguleikum okkar til að efna til nýrra verkefna á sviði rannsókna og þróunar. Það er staðreynd,” segir Kristján Jóakimsson.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur Bjarki Bergsson sviðsstjóri Vinnslu, virðisaukningar og eldi.

Fréttir

Samgöngusamningur Matís vekur athygli

Matís býður starfsmönnum sínum upp á samgöngusamning sem felst í að þeir fá greitt fyrir að nota vistvænan ferðamáta á leið sinni til og frá vinnu.

Í vor gafst starfsmönnum Matís kostur á að skrifa undir samgöngusamning og fá greitt frá fyirtækinu fyrir að ganga, hjóla eða fara með strætisvögnum til og frá vinnu. Greiðir fyrirtækið þá sömu upphæð og strætókort kostar á mánuði, hvort sem starfsmaður nýtir sér strætó eða velur annan vistvænan ferðamáta.

„Verkefnið gekk bara virkilega vel. Það tóku mun fleiri þátt í þessu en við bjuggumst við. Hjá Matís starfa um 100 manns og um 45 manns tóku þátt í þannig að þetta er bara mjög gott þáttökuhlutfall,“ sagði Jón Haukur Arnarsson mannauðsstjóri hjá Matís.

Jón segir að ávinningurinn fyrir fyrirtækið sé margvíslegur þótt beinn fjárhagslegur ávinningur sé kanski ekki augljós.
„Megin ávinningurinn er ánægt starfsfólk og það kemur fram á margvíslegan hátt, til dæmis er þetta tímasparnaður fyrir fólk, það er búið að taka út sína heilsurækt og þarf ekki að fara á líkamsræktastöð eftir að það kemur heim. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að veikindadögum fækkar með heilsueflingu og það er náttúrulega beinn hagur fyrir fyrirtækið,“ sagði Jón Haukur.

Jón Haukur segir að áfram verði boðið upp á samgöngusamninga hjá Matís en upphaflega hafi hugmyndin komið frá Umhverfisráðuneytinu. Þar fengust þær upplýsingar að síðan þá hefðu fjölmörg önnur ráðuneyti og ríkisstofnanir tekið upp sama hátt.

Frétt af www.ruv.is.

Nánari upplýsingar veiti Jón Haukur Arnarsson.

Fréttir

Þorskurinn kominn í tísku hjá landanum

Sala á þorski til neyslu innanlands er mun meiri það sem af er ári en allt árið 2008. Fréttablaðið var með skemmtilega frétt um þetta og viðtal við Gunnþórunni Einarsdóttur hjá Matís og við Svein Kjartansson hjá Fylgifiskum.

Fréttina má sjá með því að smella hér.

Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Gæði og vinnsla búfjárafurða – námskeið Matís og LBHÍ

Námskeiðið er um samsetningu, meyrni, bragðgæði, sérkenni og eiginleika hráefna til matvælavinnslu og afurða úr íslenskri búfjárrækt. Tekið út frá innlendum og alþjóðlegum rannsókna og þróunarefnum á síðustu áratugum svo og lögum og reglugerðum.

Að loknu námskeiðinu munu nemendur hafa yfirsýn yfir kjöt- og mjólkurframleiðslu og yfir helstu vinnsluaðferðir og afurðir á Íslandi. Einnig hvað einkennir þær og gerir þær sérstakar út frá samsetningu, bragðgæðum og út frá hefðum og aðstæðum á Íslandi. Nemendur munu einnig gera sér grein fyrir matvælaöryggis og stjórnunar á mikilvægum eftirlitsstöðum við framleiðslu og kjöt- og mjólkurvörum. Loks munu nemendur vita hvað þarf til að stofna fyrirtæki í smáframleiðslu matvæla, eða heimaframleiðslu og hvað þarf til og hvernig sótt er um starfsleyfi til heilbrigðisyfirvalda. Einnig fá þeir yfirlit yfir vöruhönnun, vöruþróun, gerð viðskiptaáætlunar, val á umbúðum og umbúðamerkingar í tengslum við smáframleiðslu matvæla út frá sérkennum, staðbundum aðstæðum, hefðum og menningu.

Nánari upplýsiingar um námskeiðið má finna hér og hjá Guðjóni Þorkelssyni sviðsstjóra hjá Matís.

Fréttir

Norræn ráðstefna um neytendur og skynmat verður haldin í Danmörku þann 5. og 6. október 2011

Norræn ráðstefna um skynmat, sem haldin var á Íslandi í maí 2010, verður að þessu sinni í Danmörku. Ráðstefnan er einkum ætluð fagfólki og vísindafólki sem vinnur með skynmat og neytendur, í vöruþróun og markaðssetningu neytendavara.

The Nordic Workshop in Sensory Science – focus on sensory professionalism
Efni ráðstefnunnar fjallar um fagmennsku, nýjungar á sviði skynmats og notkun skynmats í matvælaiðnaði. Meðal annars verður fjallað um hvernig skynrænir eiginleikar hafa áhrif á upplifun, hvernig hægt er að spá fyrir um val neytenda, notkun mismunandi einkunnaskala í skynmats og neytendarannsóknum, úrvinnslu og nýjar fljótlegar skynmatsaðferðir.

Aðalheiður Ólafsdóttir skynmatsstjóri Matís verður með erindi sem fjallar um þjálfun fólks í skynmati og  Emilía Martinsdóttir, fagstjóri Matís  er í  undirbúnings- og vísindanefnd ráðstefnunnar.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefsíðunni www.sensorik.dk. Skráning fer fram til 1. september á fyrrnefndri vefsíðu.

Einblöðungur um ráðstefnuna er hér.

Fréttir

Fagur Fiskur matreiðsluþættirnir endursýndir

Vegna fjölmargra óska hefur RÚV nú ákveðið að endursýna Edduverðlauna þættina Fagur Fiskur sem nutu geysilegra vinsælda sl. vetur.

Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum kl. 18:25 á RÚV. Hægt er að skoða þættina og uppskriftirnar á www.fagurfiskur.is.

IS