Sala á þorski til neyslu innanlands er mun meiri það sem af er ári en allt árið 2008. Fréttablaðið var með skemmtilega frétt um þetta og viðtal við Gunnþórunni Einarsdóttur hjá Matís og við Svein Kjartansson hjá Fylgifiskum.
Námskeiðið er um samsetningu, meyrni, bragðgæði, sérkenni og eiginleika hráefna til matvælavinnslu og afurða úr íslenskri búfjárrækt. Tekið út frá innlendum og alþjóðlegum rannsókna og þróunarefnum á síðustu áratugum svo og lögum og reglugerðum.
Að loknu námskeiðinu munu nemendur hafa yfirsýn yfir kjöt- og mjólkurframleiðslu og yfir helstu vinnsluaðferðir og afurðir á Íslandi. Einnig hvað einkennir þær og gerir þær sérstakar út frá samsetningu, bragðgæðum og út frá hefðum og aðstæðum á Íslandi. Nemendur munu einnig gera sér grein fyrir matvælaöryggis og stjórnunar á mikilvægum eftirlitsstöðum við framleiðslu og kjöt- og mjólkurvörum. Loks munu nemendur vita hvað þarf til að stofna fyrirtæki í smáframleiðslu matvæla, eða heimaframleiðslu og hvað þarf til og hvernig sótt er um starfsleyfi til heilbrigðisyfirvalda. Einnig fá þeir yfirlit yfir vöruhönnun, vöruþróun, gerð viðskiptaáætlunar, val á umbúðum og umbúðamerkingar í tengslum við smáframleiðslu matvæla út frá sérkennum, staðbundum aðstæðum, hefðum og menningu.
Nánari upplýsiingar um námskeiðið má finna hér og hjá Guðjóni Þorkelssyni sviðsstjóra hjá Matís.
Norræn ráðstefna um skynmat, sem haldin var á Íslandi í maí 2010, verður að þessu sinni í Danmörku. Ráðstefnan er einkum ætluð fagfólki og vísindafólki sem vinnur með skynmat og neytendur, í vöruþróun og markaðssetningu neytendavara.
The Nordic Workshop in Sensory Science – focus on sensory professionalism Efni ráðstefnunnar fjallar um fagmennsku, nýjungar á sviði skynmats og notkun skynmats í matvælaiðnaði. Meðal annars verður fjallað um hvernig skynrænir eiginleikar hafa áhrif á upplifun, hvernig hægt er að spá fyrir um val neytenda, notkun mismunandi einkunnaskala í skynmats og neytendarannsóknum, úrvinnslu og nýjar fljótlegar skynmatsaðferðir.
Aðalheiður Ólafsdóttir skynmatsstjóri Matís verður með erindi sem fjallar um þjálfun fólks í skynmati og Emilía Martinsdóttir, fagstjóri Matís er í undirbúnings- og vísindanefnd ráðstefnunnar.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefsíðunni www.sensorik.dk. Skráning fer fram til 1. september á fyrrnefndri vefsíðu.
Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu, sem hefur fengið leyfi þar tilbærra yfirvalda til rekstursins.
Aðstaðan getur verið mismunandi frá einni smiðju til annarar, en sammerkt með þeim öllum er að til staðar er fjölbreytt úrval matvinnslutækja og áhalda og önnur aðstaða sem vinnslan krefst. Notendur fá kennslu á tækin og frjálsan aðgang til framleiðslu á þeim vörum sem gerlegt er m.t.t. aðstöðu og tækjabúnaðar og útgefnu leyfi heilbrigðisyfirvalda.
Í matarsmiðjunum eru reglulega haldin námskeið um framleiðslu og verkun ýmissa framleiðsluvara auk námskeiða um innra eftirlit. Matarsmiðjur Matís eru á Flúðum og á Höfn í Hornafirði.
Nánari upplýsingar um Matarsmiðjuna á Höfn má finna í nýjum bæklingi hér.
Nánari upplýsingar um starfsstöðvar og Matarsmiðjur Matís má finna hér.
Miðvikudaginn 17. ágúst 2011, kl. 15:30 mun Kristín Líf Valtýsdóttir halda meistaraprófsfyrirlestur við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild (IVT) Háskóla Íslands um verkefni sitt. Meistaraprófsfyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnun Matís í stofu 312
Leiðbeinendur: Sigurjón Arason, Halldór Pálsson og Björn Margeirsson
Prófdómari: Gunnar stefánsson
Ágrip Markmið þessa verkefnis var að kanna áhrif mismunandi forkæliaðferða og endurhönnununar pakkninga á hitastýringu ferskra fiskafurða. Ófullnægjandi hitastýring í kælikeðju ferskra fiskafurða frá framleiðanda til kaupanda hefur neikvæð áhrif á gæði afurðanna og því er ákjósanlegt að forkæla fiskafurðir hratt og örugglega niður að geymsluhitastigi fyrir pökkun. Varmaeinangrun pakkninga takmarkar varmaflutning frá umhverfi til vöru. Hitadreifing í fiski var kortlögð fyrir mismunandi forkæliaðferðir og varmaflutningslíkön voru notuð til að endurhanna frauðplastpakkningar (EPS). Niðurstöður forkælitilrauna voru hitaprófílar sem þjóna sem leiðbeiningar að árangursríkri forkælingu. Varmaeinangrun pakkninga var bætt með því að auka bogaradíus og þar með þykkja horn. Þannig var upphaflegi EPS kassinn endurbættur með aðstoð tölvuvæddra varmaflutningslíkana. Tilraunir sem framkvæmdar voru með ferskum fisk með frumgerðum og síðar nýja endurhannaða kassanum sýndu fram á bætta varmaeinangrun. Lokaniðurstöður eru þær að með því að forkæla vöruna niður að geymsluhitastigi og með notkun endurbættra pakkninga má auka gæði og verðmæti fiskafurða töluvert.
Eins og fram hefur komið undanfarið er bannað að selja hverskonar mat, kökur, smákökur eða sultur, sem framleiddur er í óvottuðu eldhúsi og er það löggjöf um matvæli sem kveður á um slíkt.
Matís rekur Matarsmiðjur á nokkrum stöðum á landinu og eru öll eldhús Matarsmiðja Matís vottuð og með starfsleyfi frá heilbrigðiseftirlit hvers svæðis.
Í Matarsmiðjum Matís býðst einstaklingum, frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum tækifæri til að stunda vöruþróun og hefja smáframleiðslu á matvælum gegn vægu leigugjaldi. Þannig spara þeir sér fjárfestingu í dýrum tækjabúnaði strax í upphafi rekstrar. Með þessu gefst einstakt tækifæri til að prófa sig áfram bæði við framleiðsluna og á markaði. Sérstök áhersla er á uppbyggingu í tengslum við staðbundin matvæli og matarferðaþjónustu.
Matarsmiðjur Matís eru á Flúðum, á Höfn í Hornafirði og á Egilsstöðum. Nánari upplýsingar um Matarsmiðjur Matís má finna hér.
Transfitusýrur ættu að hverfa úr í íslenskum matvælum innan nokkurra mánaða, segir Ólafur Reykdal matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís.
Frá og með næsta mánudegi verður óheimilt að markaðssetja matvæli sem innihalda meira en tvö grömm af transfitusýrum í hverjum hundrað grömmum af heildarfitumagni. Transfitusýrurnar er helst að finna í snakki, kexi og djúpsteiktum matvælum, en neysla á þeim er talin auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.
Þetta segir Ólafur Reykdal, matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís í viðtali í fréttum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér.
Könnun á viðhorfi og fiskneyslu Íslendinga hófst 12. júní síðastliðinn og lauk 14. júlí. Könnunin sem er styrkt af Rannsóknarmiðstöð Íslands náði til fólks á aldrinum 18-80 ára og fór fram á netinu.
Þáttökuboð voru send til 4000 manna sem voru valin úr handahófi úr þjóðskrá og viðkomandi boðið að taka þátt í könnuninni. Þátttaka í könnuninni stóðst ekki væntingar, en glæsilegir vinningar voru í boði fyrir heppna þátttakendur.
Fiskneysla Íslendinga var lengi vel sú mesta á Norðurlöndunum, og hefur hún verið tengd langlífi og góðu heilsufari landsmanna. Rannsóknir hafa þó sýnt að fiskneysla hefur minnkað mikið undanfarin ár, sérstaklega hjá ungu fólki.
Rannsóknin er samstarfsverkefni Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, Háskóla Íslands og Matís.
Vinningshafar voru dregnir út í dag og eru vinningshafar gefnir upp hér að neðan. Til að nálgast vinningana vinsamlegast hafið samband við Dagnýju í síma 422-5179, virka daga milli klukkan 9 og 15.
Þéttbókað er í nýja matarsmiðju Matís á Flúðum en alltaf er pláss fyrir góðar hugmyndir, segir Vilberg Tryggvason stöðvarstjóri. Sex vörutegundir eru þegar komnar á markað.
Meðal afurðanna eru nokkrar tegundir af girnilegu kryddmauki frá Kærleikskrásum og kruðeríi, og á krukkunum eru allar tilskildar merkingar enda gert í eldhúsi Matarsmiðjunnar sem er með vottun til manneldis. Hráefnið er auk þess í göngufæri frá matreiðslumanninum.
Við notum vafrakökur til að tryggja almenna virkni, mæla umferð og tryggja bestu mögulegu upplifun notenda á matis.is.
Functional
Alltaf virkur
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.