Fréttir

Spennandi dagskrá á Matvæladegi – matvælastefna fyrir Ísland

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er lögð áhersla á að Ísland sé leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs. Þar segir að til staðar séu tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Þróa þurfi allar lífrænar auðlindir landsins, lífhagkerfið, enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.

Af þessu tilefni blásum við til Matvæladags MNÍ til að ræða matvælastefnu fyrir Ísland frá hinum ýmsu sjónarhornum. 

Dagskráin lítur mjög vel út og spennandi fyrirlesarar sem munu varpa ljósi á sjónarhorn sitt og sinna samtaka um hvernig matvælastefna fyrir Ísland eigi að líta út.

Þar má nefna

  • Jónu Björg Hlöðversdóttur frá Samtökum ungra bænda,
  • Ara Edwald frá Mjólkursamsölunni,
  • Bryndísi Evu Birgisdóttur frá Rannsóknastofu í næringarfræði,
  • Axel Helgason frá Landssambandi smábátaeigenda,
  • Kristján Þórarinsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • og fleiri mjög öfluga fyrirlesara. 

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, 858-5111.

Dagskrá og skráning

Fréttir

Flestir telja hrossakjöt vera hreina og umhverfisvæna fæðu

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Mjög áhugaverðu B.Sc. verkefni lauk nú í sumar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefnið vann Eva Margrét Jónudóttir og gekk verkefnið út á það að kanna viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti. 

Niðurstöðurnar voru einkar áhugaverðar og kom meðal annars fram að 

  • hrossa- og folaldakjöt er ekki nógu áberandi og sýnilegt í verslunum allstaðar á landinu 
  • flestir sem tóku þátt í rannsókninni voru virkilega jákvæðir og fögnuðu umræðunni um hrossakjöt 
  • 96% þeirra sem tóku þátt höfðu smakkað hrossa- og/eða folaldakjöt 
  • þeir sem ekki höfðu smakkað höfðu ekki áhuga, annað hvort þá vegna þess þeir borðuðu ekki kjöt yfir höfuð eða vegna þess að þeim fannst það líkt og að borða hundinn sinn og töldu það rangt vegna tilfinninga

Nánari upplýsingar má finna á Skemmunni og hjá Evu Margréti Jónudóttur

Mynd/picture: Oddur Már Gunnarsson

Fréttir

Áhættugreining, áhættumat, áhættustjórnun…….

Áhættumat hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Umræðan hefur til að mynda snúist að óheftum innflutningi á ferskum kjötvörum og að slátrun lamba. En hvað þýða þessi hugtök? Dr. Helga Gunnlaugsdóttir, faglegur leiðtogi á sviði öruggrar virðiskeðju matvæla hjá Matís getur svarað því.

Helstu hugtök áhættugreiningar á sviði matvælaöryggis / Concept paper on risk analysis in the area of food safety“, eftir Helgu Gunnlaugsdóttur hjá Matís. 

Ítarefni

Fréttir

Loftslagsmaraþonið fer fram í annað sinn 26. október nk.

Tengiliður

Justine Vanhalst

Verkefnastjóri

justine@matis.is

Loftslagsmaraþonið fer fram í Reykjavík 26. október nk. Er þetta í annað sinn sem loftslagsmaraþonið fer fram en Justine Vanhalst, sérfræðingur á Matís, hafði veg og vanda af fyrsta maraþoninu sem fram fór í október í fyrra.

Hefurðu áhuga á loftslagsmálum og langar að leggja þitt af mörkum? 
Taktu þátt í sólarhringshakki um loftslagsmál 26. október nk. 

Climathon/loftslagsmaraþon er sólarhringsáskorun um nýsköpun í loftslagsmálum sem haldin er samtímis í hundruðum borga um allan heim. Unnið verður hörðum höndum í 24 klst. að útfæra nýjar hugmyndir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðra loftmengun. 

Dómnefnd velur svo bestu lausnirnar og veitir verðlaun.

Loftslagsmaraþon er samkeppni sem er öllum opin. Fólk getur skráð sig sem einstaklingar, hópar, nemendur, frumkvöðlar og allir sem láta sig loftslagsmál varða. Rafmagnað en afslappað andrúmsloft, hollur matur, innblásnar vinnustofur, hópumræður og svefnkrókar og fjölda óvæntra uppákoma bíður þeirra sem taka þátt.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Climathon og hjá  Justine Vanhalst.

Fréttir

Getum við bætt framleiðsluferla við framleiðslu á hágæða próteinum til manneldis?

Fiskmjöls- og lýsisframleiðsla skipa mikilvægan sess í fiskvinnslu á Íslandi. Ferlarnir hafa lítið breyst á undanförnum áratugum, en á sama tíma hefur próteinþörf á heimsvísu, auk krafna um bætta nýtingu hráefnis, aukin gæði afurða og minnkun úrgangsefna, snaraukist.

Nú er í gangi verkefni á Matís sem hefur það að markmiði að endurhanna og besta ferlana til framleiðslu á hágæðapróteinum til manneldis.

Verkefnið er styrkt af AVS, rannsóknasjóði sjávarútvegsins en samstarfsaðilar Matís í verkefninu eru Háskóli Íslands (HÍ) og Síldarvinnslan. Verkefnastjórn er hjá HÍ.

Nánari upplýsingar koma eftir því sem líður á verkefnið.

Fréttir

Styrkja norrænt samstarf og auka þekkingu á gæðaeiginleikum fiskimjöls og lýsis

Fiskimjöls- og lýsisframleiðsla hefur í gegnum tíðina leikið stórt hlutverk í fiskvinnslu Norðurlanda. Ferlarnir hafa lítið breyst á undanförnum áratugum, en á sama tíma hefur próteinþörf á heimsvísu, auk krafna um bætta nýtingu hráefnis, aukin gæði afurða og minnkun úrgangsefna, snaraukist.

Í ljósi þessara breytinga og stöðuna sem varað hefur sl. áratug, er nauðsynlegt að taka höndum saman og blása lífi í framleiðslu á hágæða fiskimjöli og lýsi enda næringarfræðilegur ávinningur augljós af því að slíkar afurðir skiluðu sér í fóður- og fæðukeðjur.

Nú er í gangi verkefni sem er einmitt sett af stað til að styrkja þessa framleiðslu og hafa Norðurlöndin tekið höndum saman og sett á laggirnar svokallað norrænt gæðaráð fyrir fiskimjöl og olíu, e. Nordic Centre of Excellence in Fishmeal and –oil. Slíkt mun styrkja norrænt samstarf og auka þekkingu á gæðaeiginleikum fiskimjöls og lýsis.

Ætlunin er að koma norrænni framleiðslu á fiskimjöli og lýsi í fremstu röð og tryggja þannig framboð af öruggu og gæða fiskimjöli og lýsi til fóður- og fæðugerðar.

Fréttir

Hvað er áhættumat?

Starfsmenn Matís hafa orðið varir við aukinn áhuga á gerð áhættumats í samhengi við örsláturhús og þess vegna viljum við því útskýra hvað áhættumat er.

Áhættumat er óháð vísindaleg greining á áhættuþáttum tengdum matvælum.  Áhættumat er lagt til grundvallar efnahagslegum, pólitískum og heilsutengdum ákvörðunum, m.a. ákvörðun marka ásættanlegrar áhættu fyrir neytendur. 

Áhættumat er grundvallaratriði matvælalöggjafar Evrópu og er m.a. notað til hægt sé að setja viðeigandi varúðarreglur, fræða neytendur og matvælaframleiðendur, tryggja að nauðsynlegar rannsóknir séu stundaðar og styðja við opinbert eftirlit, með það að markmiði að tryggja gæði, öryggi og hollustu matvæla.

Matís og Matvælastofnun eiga í góðu samstarfi við BfR í Þýskalandi, sem er ein virtasta stofnun heims á sviði áhættumats.

Fréttir

Gullhausinn – hvað er það?

Tengiliður

Hildur Inga Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

hilduringa@matis.is

Þorskurinn hefur í gegnum tíðina verið verðmætasta tegundin sem veidd er innan lögsögu Íslands. Meira að segja hafa Íslendingar háð stríð vegna þorsksins en þorskastríðin voru háð við Breta á tímabilinu 1958 – 1976.

Nú er að fara í gang nýtt verkefni hjá Matís sem hefur það að markmiði að stuðla að enn frekari þróun verðmætra afurða úr þorskhausum til þess að vega upp á móti þeirri markaðslegu hnignum sem hefur átt sér stað undanfarið á þurrkuðum þorskhausum, meðal annars vegna lokun markaða í Nígeríu.  

Í verkefninu mun fara fram ýtarleg kortlagning á eiginleikum mismunandi hluta höfuðsins þar sem tekið verður tillit til mismunandi líffræði- og náttúrulegra þátta sem og vinnsluþátta. Farið veður í aðferðarþróun við einangrun eftirsóknarverðra efnasambanda og lagður grunnur að frekari vöruþróun á verðmætum afurðum til manneldis. Niðurstöður verkefnisins skapa grunn fyrir markviss rannsóknarverkefni, vöruþróun og verðmætasköpun í íslenskum sjávariðnaði.

Verkefnið er samstarfsverkefni Ísfélags Vestmannaeyja, HB Granda, Háskóla Íslands og Matís og hlaut verkefnið styrk frá AVS, rannsóknasjóði í sjávarútvegi. 

Fréttir

Lagmetishandbókin

Á undanförnum árum hefur lagmetisiðnaðurinn gengið í endurnýjum lífdaga og eru nú fleiri niðursuðuverksmiðjur starfandi en um langt árabil og því mikilvægt að hafa gott og aðgengilegt fræðsluefni til staðar fyrir þá sem þar starfa eða ætla að starfa.

Þekking og miðlun er órjúfanlegur hluti nýsköpunar og aukinna verðmæta. Hversu miklum verðmætum á hvert kílógramm afla hver fróðleikur skilar er ómetanlegt því það má hæglega fullyrða að án þekkingar og verkkunnáttu verða ekki til nein verðmæti.

Þessum fullyrðingum til viðbótar má vitna í orð Forseta Íslands við setningu Sjávarútvegsráðstefnunnar 2016 þar sem hann sagði að menntun, í þeim sígilda skilningi að auka við þekkingu sína og færni, er frumskilyrði framfara.

Lagmetisvörur eru að mörgu leyti tæknilega flóknar vörur og þarf því virkilega góðan skilning á mikilvægi vinnsluþáttanna svo ekki skapist hætta fyrir neytendur. Til að ná þessu langa geymsluþoli lagmetisafurða má ekkert fara úrskeiðis, sem dæmi má nefna mikilvægi þátta eins og lokun dósa, suðuna sjálfa, hitastig og tíma, gerilsneyðingu, rotvörn og kælingu þegar það á við o.s.frv. Það má ekki gefa neinn afslátt í framleiðslu þessara afurða því lítil mistök geta haft mjög dramatískar afleiðingar.

Innlend smáframleiðsla af ýmsum toga víða um land hefur aukist mikið og oftar en ekki eru á ferðinni vörur sem falla í þennan flokk matvæla sem kallaður hefur verið lagmeti, því er mjög mikilvægt að til verði aðgengilegt efni á íslensku um helstu þætti þessarar vinnslu.

Gerð þessarar handbókar um lagmeti er styrkt að hluta af AVS, en Matís fjármagnar það sem upp á vantar. Í þessu samhengi er rétt að benda á að Ora hf, Akraborgin ehf og Hraðfrystihúsið Gunnvör leggja sitt af mörkum til að þessi handbók komi að sem bestum notum.

Verkefnisstjóri er Páll Gunnar Pálsson, sem ritað hefur sex handbækur og er með þessa lagmetisbók í smíðum og aðra um síldarverkun að auki. Páll Gunnar vann m.a. við niðursuðu í sjö ár svo nokkur þekking og reynsla er til staðar.

Ómetanlegt er að fá Einar Þór Lárusson sérfræðing hjá ORA til að vera með í þessu verkefni til að miðla af sinni miklu reynslu og þekkingu. En Einar Lár hefur unnið í lagmetis og fiskvinnslufyrirtækjum í áratugi við framleiðslu, en síðast en ekki síst við fjölbreytt vöruþróunar- og nýsköpunverkefni.

Markmiðið er að bókin birtist um eða upp úr næstu áramótum.

Páll Gunnar Pálsson og Einar Þór Lárusson

Fréttir

Matvæladagur MNÍ | Matvælastefna – hvað er það, fyrir hverja og af hverju?

Grand hótel, fimmtudaginn 25. október kl. 12-16:30. | Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er lögð áhersla á að Ísland sé leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs. Þar segir að til staðar séu tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Þróa þurfi allar lífrænar auðlindir landsins, lífhagkerfið, enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.

Til þess að slíkt sé mögulegt er mikilvægt að smíðuð sé framtíðar stefna í matvælamálum Íslendinga.

Hvað er matvælastefna og fyrir hverja er hún?

Matvælastefna nær ekki eingöngu yfir heilnæmi eða öryggi matvæla heldur getur matvælastefna náð yfir alla þá hluti sem hlutaðeigandi aðilar telja mikilvæga þegar kemur að framleiðslu og neyslu matvæla. Til að mynda getur það skipt máli fyrir heilsu og vellíðan landsmanna að sjónarmið um sykurskatt skili sér í matvælastefnu, skipt máli fyrir samkeppnissjónarmið eða fyrir fæðuöryggi Íslendinga að takmarkaður innflutningur eigi sér stað ákveðnum matvælum til landsins og skipt máli fyrir aðila sem flytja inn vörur til Íslands frá ríkjum með aðild að EES-samningnum að sýnt verði fram á með áhættumati að ekki skuli leyfa slíka innflutning, að öðrum kosti telst innflutningurinn heimill.

Hvers vegna ættum við að setja stefnu um þessi máli? Og hvaða sjónarmið skal taka með í stefnuna? Þurfum við yfir höfuð á slíkri stefnu að halda? Af hverju? Eigum við að taka tillit til allra sjónarmiða, reyna að gera alla sátta, við smíðina? Eða eigum við að sjá stærri heildarmynd og nota til dæmis Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þegar línur er lagðar fyrir matvælastefnu?

Kynntu þér málið!

Komdu á Matvæladag MNÍ 25. október nk. og kynntu þér ólík sjónarmið um matvælastefnu fyrir Ísland.

Skráning: www.mni.is

—————————

Dagskrá

12:00 – 13:00
Skráning og afhending gagna

13:00 – 13:30
Fundarstjóri | Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís.
Setning/ávarp |  Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.
Afhending Fjöreggsins | Guðrún Hafsteinsdóttir, Samtök iðnaðarins.

13:30 – 13:45
Olivier de Schutter, Panel of Experts on Sustainable Food Systems áður UN. Í samræmi við sjálfbæra hegðun mun Dr. Shutter ávarpa daginn með aðstoð fjarfundarbúnaðar.

13:45 – 13:55
Getum við sett matvælastefnu án sjálfbærnihugsunar? | Kristín Vala Ragnarsdóttir, Háskóli Íslands.

13:55 – 14:05
Fyrir hverja er matvælastefna? | Jóna Björg Hlöðversdóttir, Samtök Ungra Bænda.

14:05 – 14:15
Passa sjónarmið innflutningsaðila inn í matvælastefnu fyrir Ísland? | Magnús Óli Ólafsson, Innnes.

14:15 – 14:25
Matvælastefna: sameiginlegir þættir | Kristján Þórarinsson, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. 

14:25 – 14:35
Hvatar til aukinnar hráefnanýtingar | Ari Edwald, Mjólkursamsalan

14:35 – 14:50
Kaffi

14:50 – 15:00
Sjálfbær landbúnaður? Heimsmarkmiðin? Hvað getur Landbúnaðarháskóli Íslands gert? | Sæmundur Sveinsson, LHBÍ.

15:00 – 15:10
Matvælastefna í samhengi lífhagkerfis; West Nordic Bioeconomy Panel | Arnljótur Bjarki Bergsson, Matís.

15:10 – 15:20
Valkostir neytenda og ábyrgð þeirra gagnvart umhverfinu | Axel Helgason, Landssamband smábátaeigenda.

15:20 – 15:30
Matvælastefna – Stefna að matargleði og bættri lýðheilsu | Bryndís Eva Birgisdóttir, Rannsóknastofa í næringarfræði.

15:30 – 15:40
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjálfbær þróun | Harpa Júlíusdóttir, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

15:40 – 16:10
Pallborðsumræður.

16:10 – 16:20
Samantekt | Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís.

IS