Fréttir

Enn vaxa verðmætin

Árangur Íslendinga í aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi er sérstaklega mikill í tilviki okkar verðmætustu tegundar, þorsksins. Árið 2016 var útflutningsverðmæti landaðs þorskafla Íslendinga 3,15 dollarar á kg 4,6 sinnum meira en árið 1981. Þorskaflinn 2016 skilaði 2,6 sinnum meiri verðmætum en 1981, þó aflinn 2016 hafi einungis verið 57% af afla ársins 1981.

Árið 2016 öfluðu Íslendingar 1 milljón 67 þúsund tonna, útfluttar sjávarafurðir námu 579 þúsund tonnum. Fyrir hvert útflutt kg af sjávarafurðum fengum við 2,5 sinnum meira árið 2016 en árið 2003, en það ár var tekin stefnumótandi ákvörðun um að auka verðmæti sjávarfangs með rannsóknum og þróun. Þá var ákveðið að huga fremur að verðmætum afurða en magni hráefna.

Árangurinn er enn meiri sé litið sérstaklega á okkar verðmætustu tegund, þorskinn. Árið 2016 var útflutningsverðmæti landaðs þorskafla Íslendinga 3,15 dollarar á kg 4,6 sinnum meira en árið 1981. Þorskaflinn 2016 skilaði 2,6 sinnum meiri verðmætum en 1981, þó þorskaflinn 2016 hafi einungis verið 57% af þorskafla ársins 1981.

 Framangreindar tölur komu fram í máli Önnu Kristínar Daníelsdóttur sviðsstjóra rannsókna og nýsköpunar hjá Matís er hún leitaðist við að svara því: Hvers krefst sterkt lífhagkerfi, í erindi sem hún hélt nýverið á ráðherrafundi sem fjallaði um bestu nýtingu haftengdra tækifæra sem efnt var til í tengslum heimsþing um málefni sjávarfangs WSC2017. Um árabil hefur verið fjallað um lífhagkerfi sem hagkerfi byggt á nýtingu lífauðlinda, lífhagkerfi á grundvelli þekkingar var fyrirferðamikið í rannsókna og þróunarstarfi 2007-2013 (e. Knowledge Based Bioeconomy). Þar er lykilatriði að ganga ekki nærri auðlindunum, taka ekki meira en svo að vöxtur og viðgangur auðlindanna sé tryggður. Hagkerfi byggir ekki einvörðungu á því að veiða eða slátra fiski í hóflegu magni, sjálfbærni er vissulega grunnurinn, en verðmætasköpunin ræðst af meðferð, vinnslutækni og ráðstöfun.

Víðtækt samstarf

Arnljótur Bjarki Bergsson sviðsstjóri innleiðingar og áhrifa hjá Matís segir um áherslu á hagnýtingu rannsókna og þróun til verðmætasköpunar: „Með skýrri stefnu hafa ólíkir aðilar komið saman í fjölmörgum verkefnum beitt sköpunarkrafti, haft frumkvæði að metnaðarfullri þróun. Eftir þeirri stefnu höfum við siglt og við höfum komist þangað sem við ætluðum, við gerum meira úr því sem við veiðum og er sérhvert kíló verðmætara.

Heilnæmt öruggt sjávarfang stuðlar að lýðheilsu. Sameiginlegir innviðir og þekking til þróunar atvinnugreina hafa verið byggð upp og nýtt í samstarfi með framangreindum árangri. Skilningur á markaðslögmálum hjálpar til – í stað þess að reyna að selja það sem er framleitt, er unnið að því að framleiða það sem selst. Þekking hefur skapast með samstarfi háskóla, fjölbreyttra fyrirtækja og Matís. Matís kemur að kennslu framhaldsnáms í matvælafræðum í Háskóla Íslands, sem og vinnslutækni í Háskólanum á Akureyri. Rannsóknainnviðir hafa verið notaðir til að þróa aðferðir til að vinna afla í sem verðmætastar vörur. Nýjar vörur hafa litið dagsins ljós. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa nýtt mæliþjónustu, rétt eins og fyrirtæki í matvælaiðnaði almennt, til að uppfylla skilyrði. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa nýtt samstarfið við Matís til að skapa ný og meiri verðmæti, sömu sögu er hægt að segja um iðnfyrirtæki sem þjónusta matvælaiðnaðinn hér á landi. Slíkt samstarf hefur stuðlað að framangreindum árangri.“

Margvísleg þekking og færni starfsmanna Matís hefur m.a. átt þátt í þeirri þróun sem íslenskur sjávarútvegur hefur farið í gegnum, innleiðing þekkingar hefur eflt íslenskan sjávarútveg, rétt eins og íslenskan matvælaiðnað, m.a. með hagnýtingu líftækni.

„Ábyrgar fiskveiðar, á vísindalegum grunni, og áhersla á gæði, tryggja rekstrarskilyrði í frumframleiðslu og opna ný tækifæri í tengdum greinum. Með bættri aflameðhöndlun, eru gæðin betur varðveitt sem gerir fjölbreytta nýtingu mögulega. Öguð vinnubrögð á einum stað leysa vandamál á öðrum, opna leiðir inn á nýja markaði með nýjar vörur. Bætt nýting hráefna minnkar hvata til ofveiði. Ábyrgð styður við sjálfbærni sem eykur hagkvæmni og skapar svigrúm fyrir rannsóknir og þróun. Ísland er meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims og eitt fárra ríkja hvar sjávarútvegur leggur fjármuni inn í sameiginlega sjóði landsmanna. Hér spretta nú upp nýjungar sem vekja athygli víða um heim sem aðrir reyna að líkja eftir.

Á hinni velheppnuðu ráðstefnu WSC2017 var augljóst að þeim fjölgar sem beina sjónum sínum að sjónum, því tækifæri felast í aukinni nýtingu lífauðlinda í hafi og vatni m.a. til matvælaframleiðslu. Athygli alheimsins dregst í auknum mæli að því að yfir 95% af matvælaframleiðslu heimsins er stunduð á landi, sem er innan við 1/3 af yfirborði jarðar, ræktað land er undir miklu álagi vegna notkunar og örum breytingum umhverfisþátta“ bætir Arnljótur Bjarki við.

Þá nefnir Arnljótur Bjarki, Heimsmarkmið 14, líf undir vatnsyfirborðinu “var eðlilega fyrirferðamikið á ráðstefnunni og Utanríkisráðuneytið var með sérstaka málstofu um viðfangsefnið. Þátttakendum WSC2017 þótti vel til fundið að koma til Íslands til að ræða málefni sjávarfangs enda hefur Ísland, eftir útfærslu efnahagslögsögunnar brotist úr viðjum vítahrings óvarlegrar umgengni um auðlindir sjávar, sóunar, þegar áhersla var lögð á magn umfram gæði, með ótryggum rekstrarskilyrðum fyrirtækja í frumframleiðslu og tengdum greinum”.

Þróun í takt við þarfir

Mikill samhljómur var á ráðstefnunni WSC2017. Í máli Sigurðar Ólasonar framkvæmdastjóra fiskiðnaðarseturs Marel kom mikilvægi þess að leggja áherslu á að þróa vinnslu og dreifingu  sjávarfangs skýrt í ljós, vel stýrðar fiskveiðar eru sannarlega arðbærar en mikil tækifæri liggi í vinnslu og dreifingu sjávarfangs, þar er þörf á þróun. „Eftir miklu er að slægjast með þróun vinnslu og dreifingar sjávarfangs, sem á nokkuð í land til að teljast sambærileg við arðbærni kjötvinnslu, að maður tali ekki um stóru vörumerkin á matvælamarkaði,“ segir Arnljótur Bjarki og bætir við að lokum: „Við Íslendingar höfum gert vel, en við getum gert betur.“

Fréttir

Mikil viðurkenning að fá World Seafood Congress til Íslands

Það er mikið tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg að fá þessa ráðstefnu hingað til lands, til að kynna hvað hann stendur fyrir. Erlendis eru margir sem horfa öfundaraugum til Íslands vegna þess hve vel okkur hefur tekist að halda utan um stjórnun og nýtingu sjávarauðlindanna,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson, forstöðumaður miðlunar og markaðssetningar hjá Matís.

Ráðstefnan World Seafood Congress (WSC) verður haldin í Hörpu 11.-13. september nk. en að sögn Steinars er WSC einn stærsti vettvangur heims sem fjallar um verðmætasköpun og matvælaöryggi í sjávarútvegi. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og hana sækja starfsmenn útgerða og fiskvinnslu, fjárfestar og fólk úr stofnana- og menntaumhverfinu víða um heim. Steinar segir mjög eftirsótt að halda ráðstefnuna, sem var síðast í Bretlandi og þar áður í Kanada. „Það felst mikil viðurkenning í því að fá ráðstefnuna hingað til lands en Ísland er fyrst Norðurlanda til að halda hana.“ Ráðstefnan er í eigu IAFI (International Association of Fish Inspectors), sem eru samtök fag- og eftirlitsaðila í fiskiðnaði en þau leggja áherslu á faglega þætti sem snúa að matvælaöryggi og eftirliti sem tengist matvælaframleiðslu í sjávarútvegi, ekki síst í þróunarríkjum.

Bláa lífhagkerfið

Ráðstefnan er frá mánudegi og fram á hádegi á miðvikudag en þá hefst einmitt Íslenska sjávarútvegssýningin í Kópavogi. Yfirskrift ráðstefnunnar er að þessu sinni „Vöxtur í bláa lífhagkerfinu“. Lífhagkerfið spannar allar lífrænar og endurnýjanlegar auðlindir og bláa lífhagkerfið skírskotar til þess sem þrífst í höfum og vötnum. „Við viljum vekja athygli á að allt sem við gerum hefur áhrif á lífrænar auðlindir okkar. Þegar við fjöllum um sjávarútveg erum við því ekki bara að tala um fiskinn í sjónum heldur líka þörungana sem fiskarnir þrífast á, orkuna sem notuð er til að sigla á miðin, hversu vel við förum með hráefnið sem við veiðum, ásamt öllu öðru sem hefur áhrif og tengist lífinu í hafinu.“

Matvælaöryggi

Steinar segir dagskrá ráðstefnunnar ákveðna af vísindaráð sem skipuð er fulltrúum IAFI og Matís. Þar vegi þungt áherslur IAFI á matvælaöryggi og matvælaeftirlit og viðhorf vísindamanna Matís, sem sveigi áherslurnar meira að viðskipta- og fyrirtækjaverkefnum og fjármögnun.

„Þótt ráðstefnan sjálf byrji ekki fyrr en mánudaginn 11. september verða komnir ýmsir hópar hingað strax á laugardeginum til að funda um helgina.“ Hann segir að í upphafi ráðstefnunnar á mánudag verði áhersla lögð á þróunarsamstarf og stöðuna á hinum ýmsu svæðum í heiminum, þar á meðal þar sem sjávarútvegstengd mat- vælaframleiðsla er ekki komin jafn langt og á Vesturlöndum. Þá verði meðal annars fjallað um matvælaöryggi, eftirlit og skylda þætti sem miða að því að stuðla að nægu fæðuframboði og öruggum matvælum.

Tæknilegar  umbyltingar

Á öðrum degi breytast áherslur ráðstefnunnar og færast meira yfir á tækniumbyltingar, fjármögnun og fyrirtækjarekstur, þar sem litið verður á matvælaframleiðslu í sjávarútvegi sem viðskiptatækifæri. Nefnir Steinar sem dæmi að mikið hafi verið gert til að auka matvælaframleiðslu í Norður- og Mið-Afríku og gera hana öruggari. Þegar það gerist sé talið að það skapi áhugaverða kosti til innviðauppbyggingar og fjármagn til þess fáist þá frá alþjóðlegum fjármálastofnunum, hvort sem það eru Alþjóðabankinn eða stofnanir Sameinuðu þjóðanna.

Síðasti dagur ráðstefnunnar, miðviku- dagurinn, verður með dálítið öðru sniði. Þá verður umfjöllun bara fram að hádegi, enda hefst þá Sjávarútvegssýningin í Kópavogi. Á þessum síðasta degi ráðstefnunnar verður miklu tjaldað til þegar kynntar verða helstu nýjungar og tækniumbyltingar sem orðið hafa síðustu misserin í matvælaframleiðslu, með sérstaka áherslu á sjávarútveginn. Þar verður meðal annars fulltrúi frá Gfresh, sem er nettengt markaðstorg fyrir sjávarafurðir á heimsvísu, ásamt Lynette Kucsma, sem kom að hönnun eins af fyrstu þrívíddarmatvælaprenturunum en hún hefur verið valin af sjónvarpsrisanum CNN sem einn af sjö tæknifrömuðum sem við ættum að fylgjast með. Auk þeirra mun John Bell, frá framkvæmdastjórn ESB, fjalla um hvernig tæknibyltingar eru að hafa áhrif á evrópskan sjávarútveg. Fleiri áhugaverðir fyrirlesarar vera einnig í boði og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun svo loka ráðstefnunni.

Fréttir

Orðspor íslensks sjávarútvegs veigamikil forsenda World Seafood á Íslandi

Það er sjálfsagt margt sem stuðlaði að því að það tókst að fá þessa eftirsóttu ráðstefnu hingað til lands. Það var farið að vinna í því, að undirlagi Sveins Margeirssonar forstjóra Matís, fyrir nokkrum árum til að koma Íslandi betur á framfæri á þessum mikilvæga vettvangi.

“Ég hygg að orðspor íslensks sjávarútvegs, þar sem lagt er upp úr sjálfbærum veiðum, fullnýtingu sjávarfangs og tækniþróun, sé veigamikil forsenda þess að menn vildu koma með World Seafood ráðstefnuna hingað,“ segir Þóra Valsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, sem stýrir undirbúningi ráðstefnunnar.

Tækni og markaðsmál

Að sögn Þóru var World Seafood ráðstefnan sett á laggirnar árið 1969 af Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Ráðstefnuhaldið lá niðri í nokkur ár þar til IAFI, alþjóðleg samtök fag-og eftirlitsaðila í fiskiðnaði, tóku við henni árið 2006 og hafa þau haldið hana síðan á tveggja ára fresti. FAO og Iðnaðar- og þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNIDO) hafa enn mikil ítök í ráðstefnunni og eru með fulltrúa í Vísindaráði hennar, sem ákveður áherslur ráðstefnunnar hverju sinni. Í ráðinu sitja einnig fulltrúar IAFI og umsjónarlandsins hverju sinni. Auk fulltrúa Matís sat í ráðinu að þessu sinni fulltrúi frá Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna sem og fulltrúi eins af styrktaraðilum ráðstefnunnar, AG Fisk, sjóðs Norrænu ráðherranefndarinnar. „Í ár höfum við lagt áherslu á að tengja ráðstefnuna betur við sjávarútvegsfyrirtæki og það sem er að gerast í tækni- og markaðsmálum fisk- iðnaðarins og það má sjá þá áherslu endurspeglast í dagskránni,“ segir Þóra.

Um það bil 150 manns, alls staðar að úr heiminum, flytja fyrirlestra og stýra málstofum á ráðstefnunni. Hún stendur yfir í tvo og hálfan dag og er sett þannig upp að fyrstu tveir dagarnir hefjast með sameiginlegri málstofu fyrir alla raðstefnugesti, þar sem tónninn er sleginn af aðalfyrirlesurum dagsins. Síðan greinist ráðstefnan í þrjár samhliða málstofur, þar sem tekin eru fyrir þrjú mismunandi málefni, sem eru keyrð samhliða. Þannig geta ráðstefnugestir valið það sem þeim finnst áhugaverðast úr 9 málstofum, hvorn dag. Síðasta daginn er síðan ein sameiginleg málstofa.

Að sögn Þóru er aðkoma Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna mjög öflug að þessu verkefni í tilefni af 20 ára afmæli skólans. Býður hann m.a. 50 manns að sækja ráðstefnuna hingað til lands og eru þar á meðal bæði fyrrverandi og núverandi nemendur skólans.

Ávarp forseta Íslands

Meðal helstu fyrirlesara ráðstefnunnar nefnir Þóra þá Ray Hillborne, prófessor við Washington háskóla, sem hefur rannsakað mikið sjálfbærar veiðar og umhverfismál, John Bell frá framkvæmdastjórn ESB, sem mun fjalla um áhrif tæknibreytinga í evrópskum sjávarútvegi og Lynette Kucsma, einn af hönnuðum fyrsta matvælaprentarans. Hún nefnir einnig Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra Granda, sem mun ræða um fjárfestingar í sjávarútvegi, Anthony Wan, upphafsmann Gfresh, stærsta stafræna markaðstorgs Kína fyrir sjávarafurðir. Þá er einnig gert ráð fyrir innleggi frá Alþjóða bankanum, auk þess sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun ávarpa ráðstefnuna.

Aðspurð hvernig Matís fjármagni ráðstefnuhaldið segir Þóra að ráðstefnan og Matís njóti þess að eiga góða bakhjarla. Arion banki er aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar en aðrir stórir  styrktaraðilar eru Brim, HB Grandi, Marel, Norræna ráðherranefndin (AG Fisk sjóðurinn), Íslandsstofa, Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna og Icelandic.

Sjávarútvegsráðherrar við Atlantshaf funda

Á sunnudeginum fyrir ráðstefnuna verða FAO, IAFI og Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna með málstofur í húsakynnum Matís. Að þeim loknum býður Matís öllum ráðstefnugestum til móttöku. Á mánudagskvöldi verður Arion banki gestgjafi ráðstefnugesta og á þriðjudag verður samkoma í tilefni af 20 ára afmæli Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna þar sem meðal annars verða veittar viðurkenning af IAFI, þar á meðal fyrir besta veggspjaldið.

Þá getur Þóra þess að í tengslum við ráðstefnuna muni sjávarútvegsráðherrar frá nokkrum löndum við Atlantshaf koma hingað til lands og funda með sjávarútvegs- ráðherra um fiskveiðar og samstarf í sjávarútvegi. Þeir munu sækja hluta ráðstefnunnar og heimsækja einnig í framhaldinu sjávarútvegssýninguna í Kópavogi.

Fréttir

Fyrstu réttirnir úr íslensku hráefni komnir úr matvælaprentaranum

Fyrstu réttirnir sem prentaðir eru úr íslensku hráefni komu úr Foodini matvælaprentara í höfuðstöðvum Natural Machines í Barcelona á Spáni í síðasta mánuði. Það var dr. Holly T. Petty ráðgjafi hjá Matís sem var þar að vinna með framleiðanda prentarans og notaði við tilraunina saltaðan íslenskan þorsk, þorsksurimi og þorskprótein.

Með prentaranum mótaði hún m.a. saltfisk eldfjallið sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Holly fer fyrir rannsóknahópi á vegum Matís sem vinnur að verkefninu „Fiskur framtíðarinnar“ og er styrkt af Tæknirannsóknasjóði Rannís.

Hópurinn mun næstu misserin vinna að því að þróa aðferðir til að nýta íslenskt sjávar- fang sem efnivið fyrir matvælaprentara en spáð er að hann verði jafn algengt verkfæri í eldhúsum landsmanna í framtíðinni og örbylgjuofninn er í dag.

Nýsköpunarævintýri framundan

Hún segir það hafa verið gríðarlega spenn- andi að sjá þrívíða matvælaprentarann að störfum í fyrsta skipti í Barcelona. „Það var sérstakt að fylgjast með uppskriftunum raungerast með nákvæmum hætti í þrívíðu prentformi, lag eftir lag en það eru fjöl- margir breytur sem þarf að taka tillit til eins og innihaldsefna, hráefna, vinnslu og áferðar. Að lokum líður manni eins og ákveðnum árangri hafi verið náð og að hér sé á ferðinni visst tækifæri.“ Holly segist þakklát og stolt af því að vera matvæla- fræðingur og í fararbroddi nýsköpunar þar sem sjálfbært íslenskt hráefni er nýtt til þrívíddarprentunar matvæla. „Þetta er aðeins byrjunin á því að efla íslenskt sjávarfang innanlands og á heimsvísu með þrívíðri matvælaprentun. Ég hlakka til að taka þátt í því nýsköpunarævintýri sem framundan er og að halda áfram að vinna með tækið sem kallað hefur verið örbylgju- ofn framtíðarinnar.“

Hún segir matvælaprentarann opna ýmsa nýja möguleika í matargerðinni og gera neytendum kleyft að taka holl matvæli eins og til dæmis fisk og blanda honum saman við aðrar hollustuvörur eins og grænmeti og búa til úr því spennandi matvöru sem þeir hefðu ekki annars aðgang að. „Í stað þess bara að sjóða þorskinn er til dæmis hægt að móta hráefnið í prentaranum þannig að það líkist eldfjalli og setja sósu í gíginn, sem er kannski eitthvað sem höfðar meira til neytenda nútímans en bara fiskstykkið á disknum. Í raun er þetta sama hráefnið en framreiðslan er önnur,“ segir Holly.

Matvælaprentarinn verður sýndur á World Seafood Congress 2017 sem stendur yfir í Hörpu dagana 11.-13. september næstkomandi.

Fréttir

Félag rannsóknastjóra á Íslandi og Rannís héldu fræðslufund hjá Matís í dag

Tengiliður

Anna Kristín Daníelsdóttir

Aðstoðarforstjóri / Rannsókna- og nýsköpunarstjóri

annak@matis.is

Félag rannsóknastjóra á Íslandi og Rannís héldu fræðslufund með Gill Wells yfirmanni Evrópu- og stefnumótunarskrifstofu Rannsóknaþjónustu Oxford-háskóla í dag í höfuðstöðvum Matís.

Á fundinum var farið yfir hvernig á að undirbúa umsókn um einstaklingsstyrki („Getting started and applying for a MSCA IF“) í Marie Sklodovska Curie sjóðinn en efnið var sérstaklega sett upp fyrir nýdoktora og aðra sem hafa áhuga á Marie Curie einstaklingsstyrkjum.

Einnig var haldin ERC vinnustofa fyrir vísindamenn sem hafa áhuga á að sækja um styrki Evrópska rannsóknaráðsins (ERC) og þá sem aðstoða við slíkar umsóknir.

Að lokum var farið í rannsóknaáhrif og hagnýtingu („Impact and Commercialisation“).

Matís vill þakka Félagi rannsóknastjóra á Íslandi og Rannís fyrir þennan gagnlega fræðslufund. 

Nánari upplýsingar um Gill Wells og Rannsóknaþjónustu Oxford-háskóla

Gill Wells Head of European Team and Strategic Lead on GCRF | Research Services University of Oxford University Offices, Wellington Square T: +44 01865 289800 F: +44 01865 289801 E: gill.wells@admin.ox.ac.uk www.europegateway.ox.ac.uk

Fréttir

Eldhús framtíðarinnar komið til Matís

Næsta tæknibylting verður í matvælageiranum og er íslenskt sjávarfang nú þegar komið í þrívíddar matvælaprentarann hjá Matís.

Nú spá flestir því að næsta tæknibylting verði í matvælageiranum. Fjárfestar sem áður settu peninga í upplýsingatæknibyltinguna í Kísildalnum í Bandaríkjunum fjárfesta núna í sprotafyrirtækjum sem eru líkleg til að umbylta matvælamarkaðnum með nýrri tækni og vörum. Þetta er tækni eins og til dæmis matvælaprentari sem prentar mat að ósk hvers og eins,“ segir Hörður G. Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís. Hörður er doktor í matvæla- og efnafræði og með MBA gráðu í viðskiptafræði. Hann starfaði um árabil sem prófessor í matvælaefnafræði við University of Florida í Gainesville áður en hann kom heim og hóf störf hjá Matís árið 2008.

Snéru vörn í sókn

Hörður segir rannsóknaumhverfið á Íslandi mjög sveigjanlegt og skemmtilegt og mikinn frumkvöðlakraft í fólki. „Ég kom heim frá Bandaríkjunum á áhugaverðum tíma árið 2007, í blússandi uppgangi en stuttu síðar varð efnahagshrunið. Það er athyglisvert að þrátt fyrir þessa niðursveiflu hefur Matís tekist að vaxa og dafna en þar skiptir miklu gott og áhugasamt starfsfólk. Strax eftir hrun var tekin ákvörðun um að snúa vörn í sókn og síðan höfum við sótt mikið á erlenda rannsóknasjóði með góðum árangri.“ Hann segir Matís hafa sterka stöðu þegar kemur að sjávartengdum rannsóknum og fyrirtækið sé á meðal fremstu rannsóknafyrirtækja heims á þeim vettvangi. Þannig sé Matís meðal annars í hópi 50 fyrirtækja og háskóla víða í Evrópu sem taka þátt í mjög stóru verkefni undir heitinu EIT Food en EIT stendur fyrir European Institute of Innovation and Technology. Verkefnið, sem er til sjö ára verður styrkt um 400 milljónir evra og er stærsta verkefni sinnar tegundar í Evrópu. Markmið með því er að styrkja til muna matvælarannsóknir og þróun í álfunni og umbylta matvælaiðnaðnum og menntun framtíðarstarfsfólks í greininni.

Íslenskt sjávarfang fyrir matvælaprentara

Hörður áréttar að tæknibyltingar hafi tilhneigingu til að gerast hratt. Því megi búast við að áðurnefndur matvælaprentari, sem kann að þykja fjarstæðukennd hugmynd í dag, verði innan fárra ára álíka algengt tæki í eldhúsum landsmanna og örbylgjuofn. En hvað er matvælaprentari? „Matvælaprentari er þrívíddarprentari sem getur útbúið eða prentað mat samkvæmt forskrift neytandans. Hann ræður þá útliti og lögun fæðunnar og getur stjórnað efnasamsetningunni samkvæmt eigin næringarþörfum. Ef hann vill meira prótein, eða tiltekin holl efni, getur hann sérsniðið matinn að þeim þörfum og búið hann til þegar honum hentar. Innhaldsefnin eru í hylkjum í prentaranum, sem síðan formar matinn að ósk notandans.“ Matvælaprentarinn er þegar kominn á markað og Matís hefur fest kaup á slíku tæki að sögn Harðar. Í framhaldinu fari af stað prufuverkefni í að þrívíddarprentun sjávarfangs. „Við ætlum okkur að undirbúa og þróa sérstaklega hylki fyrir þessa prentun með tilbúnum blöndum úr sjávarfangi. Með þessu viljum við bæði vekja athygli á íslensku hráefni fyrir þessa prentara og gera Ísland leiðandi á þessu sviði.“ Meðal samstarfsaðila Matís í þessum rannsóknum er kokkalandslið Íslands, sem Hörður segir að hafi sýnt þessari nýjung mikinn áhuga, auk Þorbjarnar og Ísfisks, sem eru framsækin fyrirtæki í fiskvinnslu. „Við viljum finna leið til að gera sjávarfang spennandi á ný, sérstaklega fyrir ungu kynslóðina. Ungt fólk mun þá geta notað mismunandi hráefni úr hafinu til að prenta sér hollan og góðan mat.“ Hann segir matvælaprentarann aðeins eina af fjölmörgum breytingum sem verði í eldhúsi framtíðarinnar. Þannig muni ísskápurinn t.d. líka þróast og verða fær um að fylgjast með ferskleika fæðunnar sem hann geymir og láta vita þegar hún er að renna út á tíma eða skemmast.

Dreifing með drónum

Að sögn Harðar fara nú fram umfangsmiklar rannsóknir og prófanir á dreifingu matvæla með drónum. Það setur hins vegar strik í reikninginn að lög um dróna eru mjög mismunandi, frá einu landi til annars. „Þessar tilraunir eru flestar gerðar á Nýja Sjálandi, enda eru lög um dróna tiltölulega frjálsleg þar í landi. Fyrirtækið Dominos hefur gert tilraunir með að fljúga með pizzur til viðskiptavina og 7-11 keðjan er byrjað að senda pakka með drónum heim til fólks sem býr í nokkurra kílómetra fjarlægð frá vöruhúsi þeirra.“ Þá hafi Amazon nýlega lagt inn beiðni um einkaleyfi á nokkurs konar „fljúgandi vöruhúsi“, sem yrðu stórir loftbelgir í 12 til 14 þúsund metra hæð, þaðan sem á síðan að vera hægt að dreifa með drónum hvers kyns varningi til neytenda. Allt eru þetta dæmi um þá gríðarlega miklu og spennandi þróun sem nú á sér stað í matvælaiðnaðinum.

World Seafood Congress

Um þetta verður meðal annars fjallað á ráðstefnunni World Seafood Congress (WSC), sem haldin verður í Hörpu dagana 10.-13. september nk. Meðal fyrirlesara verður Lynette Kucsma, sem tók þátt í hönnun eins af fyrstu þrívíddarmatvælaprenturunum. Þá mun John Bell, frá framkvæmdastjórn ESB, fjalla um hvaða áhrif tækniumbyltingar eru að hafa í evrópskum sjávarútvegi. Hörður segir WSC eina mikilvægustu ráðstefnuna á þessu sviði í heiminum og ögrandi verkefni fyrir Matís að taka hana að sér. Allt utanumhald um slíka ráðstefnu krefst mikils samstarfs og með Matís í þessu verkefni er hópur sterkra aðila en það eru: Arion banki, HB Grandi, Brim, Íslandsstofa, Norræna ráðherraráðið og Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Fréttir

Eru tækifæri í íslensku geitinni?

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Á haustmánuðum munu Matís og Geitfjárræktarfélag Íslands standa að verkefni varðandi aukna verðmætasköpun á geitaafurðum í samvinnu við og með stuðningi Matarauðs Íslands. Liður í því verkefni er að koma á kjötmati geita, yfirfara verklag við slátrun geita og skýra verklag um heimtöku geitfjárafurða, til hagsbóta fyrir alla hlutaðeigandi. 

Geitum og kiðlingum er oftast slátrað til heimtöku, en minna um að lagt sé inn í sláturhús með sama hætti og sauðfé. Ræktun geita er að aukast um allt land, því er mikilvægt að koma á samræmdu kjötmati þeirra, skráningu niðurstaðna og koma betri afurðum á markað. Nánari upplýsingar veitir Óli Þór Hilmarsson hjá Matís. 

Fréttir

Þróun, gæði, öryggi og framleiðsla á hrápylsum úr ærkjöti

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Rúnar Ingi Tryggvason tók til umfjöllunar í sérverkefni við Matvælafræði við Háskóla Íslands framleiðslu á hrápylsum úr verðminni kjötstykkjum, svosem eins og úr ærkjöti eða hrossum. Verkefnið var unnið í samstarfi við Matís og Beint frá býli og með styrk frá Framleiðnisjóði Landbúnaðarins.

Sauðfjárafurðir eru stór hluti framleiðsluverðmæta bænda á Íslandi, einna helst lambakjöt. Ærkjöt er ekki talið vera jafn gott kjöt og lambakjöt og fæst því mun lægra afurðaverð fyrir vikið.  

Nánari upplýsingar veita Óli Þór Hilmarsson og Guðjón Þorkelsson hjá Matís.

Fréttir

Aðhaldsaðgerðir

Í síðastliðnum mánuði þurfti yfirstjórn Matís að grípa til aðgerða, m.a. vegna styrkingar íslensku krónunnar og niðurstaðna úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Í þessu samhengi er rétt að benda á að ólíkt mörgum ríkisaðilum er Matís að stærstum hluta rekið fyrir sjálfsaflafé og er umtalsverður hluti þess fjár vegna alþjóðlegra rannsóknaverkefna, sem m.a. hefur verið grundvöllur fyrir vexti Matís sl. ár.

Aðgerðirnar í júlí fólust fyrst og fremst í því að skera niður í útgjöldum og ná fram hagræðingu í rekstri þannig að Matís yrði ekki rekið með tapi árið 2017, en ábyrgur rekstur hefur ávallt einkennt Matís.

Í aðdraganda aðgerðanna voru allir kostnaðarliðir gaumgæfilega skoðaðir. Eins og í öðrum þekkingarfyrirtækjum er stærsti kostnaðarliður í rekstri Matís launakostnaður. Markmiðum um hagræðingu var ekki mögulegt að ná eingöngu með aðhaldi í öðrum kostnaði, s.s. ferðakostnaði, innkaupum á aðföngum og hægari endurnýjun tækja. Niðurstaðan varð því uppsagnir átta starfsmanna, auk enn meira aðhalds en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir í fyrrnefndum kostnaðarliðum.

Fréttir

Arctic Charr Conference in Iceland

Tengiliður

Guðbjörg Ólafsdóttir

Sérfræðingur

gudbjorg.olafsdottir@matis.is

Matís will organize a conference October 31 – November 1, in cooperation with the Icelandic Marine and Freshwater Research Institute, in Reykjavík, Iceland.

Matís and Marine and Freshwater Research Institute

The most drastic effects of climate change will be in the Arctic regions, home of the Arctic charr. It is therefore of great importance for counties in the region to better understand the likely extent and impact of climate change on natural resources and biodiversity in Arctic regions. Research focusing on Arctic charr will advance our understanding of the effect of climate change, and how to adapt and diminish the effect of these changes and turn them into opportunities.

The Arctic charr is well suited as a model species to help understand the effects of climate change on aquatic biota. Arctic charr is a cold-adapted Arctic species with a circumpolar distribution. Already it can be observed that Arctic charr is retreating from its southernmost locations, for example in Iceland. Climate change is predicted to have numerous impacts on Arctic charr, including loss of anadromy, biodiversity and increased competition with other salmonid species.

The conference will bring together scientists and stakeholders from relevant Nordic countries and different fields of expertise to discuss concurrent problems related to climate change. It will provide valuable information on the status and future of Arctic charr and help decision makers and stakeholders to understand possible opportunities and risks associated with climate change.

The abstracts from the conference are available here.

Location:

Hafrannsóknastofnun

Skúlagötu 4, 1st floor

101 Reykjavík

Arctic charr: Ecology, genetics, climate change, and the implication for conservation and management

Tuesday, 31 of October 2017.

8.30-9.10 Registration

9.10-9.20 Welcoming words by Sigurður Guðjónsson, Director General of the Marine Research Institute Iceland

9.20-9.30 Motivation and practical arrangements, Guðbjörg Ólafsdóttir, Conference coordinator

CHAIRMAN: Sigurður Guðjónsson

9.30-9.50 Guðbjörg Ólafsdóttir
Detection and mapping of mtDNA SNPs in Arctic Charr across the species range

9.50-10.10 Lucio Marcello
A transrange assessment of the selective relevance of mtDNA SNPS

10.10-10.30 Eric Verspoor
A transrange overview of the phylogeny of the Arctic char species complex 

10.30-11.10 Coffee break

11.10-11.30 Sigríður Rut Franzdóttir
Developmental mechanisms of Arctic charr divergence

11.30-11.50 Zophonías O. Jónsson
The Charr in Thingvallavatn – Genome and epigenome sequencing

11.50-12.10 Drywa, A
Genetic differentiation of Arctic Char in Loch Rannoch: nuclear differentiation of the known morphs and substructuring of morphs into multiple breeding populations

12.10-12.30 Ólafur Sigurgeirsson
SWOT- analysis of Icelandic Arctic charr culture

12.30-13.30 Lunch break

CHAIRMAN: Eric Verspoor

13.30-13.50 Jóhannes Guðbrandsson
Extensive genetic divergence between sympatric Arctic charr morphs in Lake Thingvallavatn

13.50-14.10 Jónína Herdís Ólafsdóttir and Kalina Hristova
Pre-zygotic mechanisms of reproductive isolation in Thingvallavatn Arctic charr

14.10-14.30 Samantha V. Beck
Harnessing the power of maternal effects for increasing the adaptive potential of a single population through developmental processes 

14.30-15.00 Coffee break

15.00-15.20 Bjarni K. KristjánssonThe evolution of phenotypic diversity in Arctic charr

15.20-15.40 Arnar PálssonPopulation subdivision and genetic differences among anadromous Arctic charr in Iceland

15.40-16.00 Guðni Guðbergsson og Ingi Rúnar JónssonStatus of Arctic charr in Iceland

16.00-16.30 Open discussion

16.00-18.00 Poster session and welcoming reception at the Marine and Freshwater Research Institute, Skulagata 4, 101 Reykjavík.

Wednesday, 1 of November 2017.

CHAIRMAN: Sten Karlsson

9.00-9.20 Erik Jeppesen
Food-web studies in salmonid lakes in Greenland, Iceland and the Faroe Islands

9.20-9.40 Gustav Hellström
Comparing behaviour and habitat preferences between Arctic Charr and Lake Charr in a mountain lake

9.40-10.00 Helgi Thorarensen
The effect of climate change on Arctic charr populations in Iceland – A physiologist perspective

10.00-10.20 Stefán Ó. Steingrímsson
Diverse diel activity patterns in wild stream-dwelling Arctic char

10.20-11.00 Coffee break

11.00-11.20 Jón Kjartan Jónsson
Challenging the farming of Arctic Charr

11.20-11.40 Ingeborg Mulder

Within lake winter movement patterns of anadromous Arctic charr in Labrador lakes

11.40-12.00 Michael Power

A retrospective of Arctic charr otoliths: what have we learned about temperature use?

12.00-12.30 Open discussion and closing

IS