Fréttir

Samstarf Evrópu, Brasilíu og Suður-Afríku; aukinn skilningur á áhrifum hnattrænnar hlýnunar á vistkerfi sjávar

Tengiliður

Anna Kristín Daníelsdóttir

Aðstoðarforstjóri / Rannsókna- og nýsköpunarstjóri

annak@matis.is

Dagana 12.-14 júlí sl. fór fram fundur hátt settra embættismanna innan Evrópusambandsins og aðila úr ríkisstjórnum Brasilíu og Suður-Afríku. Fundurinn var settur á í þeim tilgangi að fagna nýju samkomulagi um samstarf þessara aðila um að leggja meiri áherslu á að skilja tengslin á milli hnattrænnar hlýnunar og áhrif hennar á vistkerfi sjávar (bláa lífhagkerfið).

Matís tók þátt í þessum fundi en tvö verkefni, MareFrame og PrimeFish, fjalla með beinum og óbeinum hætti um efni fundarins en báðum þessum verkefnum er stjórnað af Matís, undir styrkri handleiðslu dr. Önnu Kristínar Daníelsdóttur (MareFrame) og dr. Guðmundar Stefánssonar (PrimeFish).

Óhætt er að segja að þessi viðburður sé mikilvægt upphaf samstarfs þessara þjóða og annarra þjóða við Atlantshaf og því mikilvægt að Ísland hafi átt fulltrúa á þessum viðburði.

Til gamans má geta að nýtt verkefni, FarFish, sem Jónas R. Viðarsson hjá Matís stýrir, fjallar auk þess um þætti sem tengjast með beinum hætti efnistökum fundarins og snýr að veiðum evrópska fiskveiðiflotans utan lögsögu Evrópusambandsins.

Nánari upplýsingar: 

Fréttir

Mjólk í mörgum myndum

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Í vor var gerður samningur við Matís um verkefnið Mjólk í mörgum myndum þar sem veittir eru styrkir til frumkvöðlastarfs þar sem mjólk kemur við sögu sem hráefni. 8 umsóknir bárust um styrki og voru verkefnin af margvíslegum toga.

Á fundi stjórnar Auðhumlu 29. júní var ákveðið að veita að þessu sinni þrjá styrki:

1. Heillandi máttur lífrænnar mysu

  • Kr. 3.000.000.-
  • Biobú og fleiri
  • Mysa er vel þekkt og mikið nýtt í ýmiskonar vörur um allan heim. Hins vegar hefur vantað uppá nýtingarmöguleikana og er miklu magni hent. Verkefnið stuðlar að því að nýsköpun og aukinni nýtingu á lífrænni mysu sem í dag fellur til við framleiðslu mjólkurafurða Biobú. Nýting aukaafurðanna stuðlar að minni sóun í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna.

2. Jökla, íslenskur mjólkurlíkjör 

  • Kr. 3.000.000.-
  • Pétur Pétursson
  • Verkefnið hefur töluvert mikið nýnæmi þar sem aldrei áður hefur verið framleiddur áfengur drykkur úr íslenskri mjólk né verið nýtt mysa við gerð líkkjörs. Frumgerð vörunnar er tilbúin og mun styrkurinn nýtast í framhaldsvinnu vegna prófanna og vinnsluferla.

3. Broddur byggir upp

  • Kr. 500.000.-
  • Birna G. Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármanna Pétursson
  • Styrkur til forverkefnis um þróun heilsuvöru úr broddmjólk. Broddur er einstök afurð sem vart er nýtt á Íslandi í dag og ábrystur er afurð sem fáir þekkja og er hverfandi. Íslensk mjólk er einstök að því leiti að í henni er að finna Beta-Casein A2 sem hefur verið tannsakað í tengslum við heilsu.

Matís mun annast utanumhald verkefna.

Fréttir

Matís og þorskhausar

Matís hlaut styrk úr AVS sjóðnum til þess að greina eiginleika þorskhausa.

Í þessu forverkefni er ætlunin að greina eiginleika þorskhauss, með því að kanna mismunandi hluti hans. Greiningin mun styðja við uppsetningu á gagnagrunni sem getur orðið mikilvægur hluti að frekari þróun verðmætra afurða úr þorskhaus til þessa að vega upp á móti þeirri markaðslegri hnignun sem hefur átt sér stað undanfarið á þurrkuðum þorskhausum. 

Áætluð lok þessa verkefnis er á vormánuðum 2018.

Fréttir

Vinnsla súrþangs í fóðurbæti með mikla lífvirkni

Tengiliður

Ólafur H. Friðjónsson

Fagstjóri

olafur@matis.is

Nú er að hefjast verkefni hjá Matís sem styrkt er af Tækniþróunarsjóði Rannís. Verkefnið nefnist Súrþang og vitnar til þeirra möguleika sem eru til staðar í meðhöndlun þangs með mjólkursýrubakteríum og öðrum gerjunarörverum.

Markmið verkefnisins er að þróa og staðla verkunaraðferð þangs sem byggir á meðhöndlun mjólkursýrubaktería og annarra gerjunarörvera. Mjólkursýrubakteríurnar brjóta niður fjölsykrur í þanginu, gera það meltanlegra og nothæft sem fóðurbæti sem ríkur er af fásykrum og fjölfenólum með margvíslega lífvirkni og bætibakteríuörvandi (prebiotic) eiginleika.

Fréttir

Vel kældur afli – möguleiki á vinnslu í dýrari afurðir

Tengiliður

Sæmundur Elíasson

Verkefnastjóri

saemundur.eliasson@matis.is

Fimm fyrirtæki, með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði og AVS-sjóðnum, vinna nú að þróun nýs kerfis í hraðfiskibáta sem tryggir góða meðhöndlun, kælingu og frágang afla og skráir upplýsingar í gagnaský.

Fyrirtækin eru Frostmark ehf. sem framleiðir kælibúnað, Trefjar ehf. sem framleiðir Cleopatra hraðfiskibáta, útgerðarfélagið Blakknes ehf. sem gerir út slíka báta, Sæplast sem framleiðir ker og Matís, sem stýrir rannsóknarþáttum verkefnisins.

Bátar Trefja eru mjög afkastamiklir en nokkrum vandkvæðum er bundið að setja upp stýrð kælikerfi í þessa báta. Frostmark hefur hannað nýja gerð sjókælikerfis sem hringrásar köldum sjó við stöðugt lágt hitastig. 

Í þessu verkefni á að hanna fullbúið kerfi fyrir hraðfiskibáta sem skilar kældum afla beint í ker í lest þar sem endurnýttur kælisjór er nýttur í blóðgunarker á dekki. Ávinningur útgerðar er vel kældur afli sem gefur möguleika á vinnslu í dýrari afurðir og eflir samkeppnishæfni hraðfiskibáta. 

Frétt um verkefnið birtis fyrir stuttu í Morgunblaðinu.

Fréttir

Margildi verðlaunað fyrir síldarlýsið sitt!

Frumkvöðlafyrirtækið Margildi veitti nú nýverið viðtöku hinum alþjóðlegu iTQi (International Taste & Quality Institute) Superior Taste Award matvælagæðaverðlaunum fyrir síldarlýsi sitt. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í hinu sögufræga Cercle Royal Gaulois, í Brussel að viðstöddu miklu fjölmenni. Að sögn starfsmanna Margildis, þá þykir það nokkuð mikil list að gera lýsi (ómega-3) svo gott að 135 meistarakokkum og matgæðingum líki vel.

Verðlaunin voru veitt fyrir síldarlýsi Margildis bæði með og án appelsínubragðs. Verðlaunin eru sambærileg Michelin stjörnum veitinga- og hótelbransans og er Margildi sönn ánægja að vera landi og þjóð til sóma á þennan hátt.

Verðlaunin eru mikil viðurkenning og mun efla markaðssetningu síldarlýsis Margildis þar sem söluaðilar á neytendamarkaði fá leyfi til að merkja síldarlýsið með viðurkenningarborða iTQi sem staðfestir bragðgæði lýsisins.

Einstök einkaleyfisvarin framleiðsluaðferð Margildis á síldarlýsi stuðlar að nærri því tvöfalt betri nýtingu á hrálýsi úr síld, loðnu og makríl með því að vinna það til manneldis í stað dýraeldis. Þetta er m.a. umhverfismál því með því gera það mögulegt að fólk neyti lýsisins beint má sleppa millilið sem er meltingarvegur dýra s.s. laxfiska. Margildi vinnur því að því að beina notkun á lýsi sem mest yfir í fljótandi form sem fæðubótarefni og einnig sem íblöndunarefni í matvæli, svokallað markfæði. Þannig er fleirum gert kleift að neyta ómega-3 á sama tíma og dregið er úr notkun umbúða. 

Margildi vinnur í samstarfi við nokkur íslensk fyrirtæki að þróun hollra matvæla sem innihalda ómega-3 úr lýsinu og má þar m.a. nefna ferskt pasta, viðbit úr smjöri, skyr, íslenska repjuolíublöndu, brauð ofl.

Frumkvöðlafyrirtæki eins og Margildi þurfa á öflugu stuðningsneti opinberra og einkaaðila að halda til að komast á legg. Án fjárstuðnings núverandi hluthafa Margildis, AVS, rannsóknasjóðs í sjávarútvegi, Tækniþróunarsjóðs Rannís, Uppbyggingarsjóðs Austurlands, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Íslandsbanka og TM, hefði þetta ekki verið hægt. Það á einnig við um ómetanlegt samstarf við aðra aðila s.s. Matís, Háskólann á Akureyri, Síldarvinnsluna, HB Granda, Loðnuvinnsluna, Eskju, Skinney Þinganes, Ísfélagið, Vinnslustöðina, Eflu, Alta, Kanon, KPMG, Samhenta, Sjávarútvegsráðstefnuna, Sjávarklasann ofl. aðila.

Verðlaunalýsi Margildis hefur verið selt til Evrópu og Bandaríkjanna og fer í smásöludreifingu hérlendis í lok sumars undir nýju vörumerki og líklegt að fleiri aðilar bætist í hópinn fljótlega.
Margildi vinnur áfram jafnt og þétt að frekari rannsóknum, vöruþróun og markaðssetningu framleiðsluvara ásamt undirbúningi að byggingu eigin lýsisverksmiðju.

Myndir frá verðlaunaafhendingunni má finna á vefsvæði Debatty.

Margildi var stofnað 2013 af Erlingi Viðari Leifssyni og Snorra Hreggviðssyni.

Nánar á heimasíðu Margildis

Fréttir

Upp’í mitti í afla

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Hér áður fyrr þótti það merki um mikla aflakló og góð aflabrögð að koma að landi með svo mikinn afla að menn komust ekki sjálfir um dekkið nema að vaða fisk upp að mitti. Sem betur fer hefur þetta breyst töluvert undanfarin ár enda sjómenn meðvitaðri um mikilvægi góðrar meðhöndlunar á okkar dýrmæta sjávarfangi. 

Landssamband smábátaeigenda (LS) og Matís hafa undanfarin ár staðið fyrir átaki þar sem smábátasjómenn eru hvattir til dáða til að fara vel með allan afla. Sérstak verkefni, Fallegur fiskur, var sniðið utan um þetta átak en á Facebook síðu verkefnisins deila menn myndum sín á milli sem sýna mismunandi meðferð á afla. Óhætt að segja að Fallegi fiskurinn hafi vakið athygli. 

Nú síðast fengu allir smábátasjómenn hitamæli að gjöf ásamt bæklingi frá LS og Matís. Góður pakki rataði því til um 1000 smábátasjómanna, allt í kringum landið. 

Tilgangur verkefnisins – mikilvægi góðrar meðhöndlunar á afla

Smábátaeigendur hafa af fjölmörgum ástæðum einstök tækifæri til að afla sér sérstöðu á mörkuðum með afurðir sínar. Með því að vekja athygli á bættri meðferð afla, er sérstaklega verið að vinna með þann möguleika að auka gæði með kælingu, ekki síst vegna hins stutta tíma frá veiðum til vinnslu, sem er eitt af einkennum smábátaútgerðarinnar. 

Með gjöfinni er því beint til smábátaeigenda, að þeir óski eftir því að fiskmarkaðir sem landað er hjá, skrái hitastig aflans við uppboð. 

Í sívaxandi samkeppni á mörkuðum og aukinni neytendavitund eru tækifæri smábátaútgerðarinnar augljós. Ferskleiki hráefnisins, umhverfisáhrif veiðanna og sú ímynd sem smábátaveiðar hafa hjá neytendum bera þar hæst, en til að nýta þessi samkeppnisforskot sem skyldi þarf að tryggja hámarks vörugæði.

Fréttir

Repju mjöl í fóðri fyrir lax

Repju ræktun, til framleiðslu á repju olíu, hefur aukist verulega á Norðurlöndum undangengin ár og er á góðri leið að verða nytjaplanta í íslenskum landbúnaði. 

Við kald-pressun á olíunni úr repju fræjum fellur til auka afurðin repju mjöl (um 70% af fræinu) sem inniheldur u.þ.b. 32% prótein, 11% olíu auk trefja. Veð á þessu hráefni er hagstætt og því áhugavert að skoða hvort hægt er að nota það í fóðurgerð. Aðeins er hægt að nýta takmarkað af þessari afurð í fóður fyrir hefðbundin húsdýr vegna neikvæðra áhrifa af hinu tiltölulega há innihaldi af ómettaðri fitu í mjölinu. 

Fyrri rannsóknir Matís, Háskólans á Hólum og Fóðurverksmiðjunnar Laxár, hafa sýnt að hægt er að nota allt að 33% repju mjöl í fóður fyrir bleikju án þess að það komi niður á vexti eða fóðurnýtingu.Þar sem markaður fyrir laxafóður er mun stærri en fyrir bleikjufóður er því áhugi fyrir því að skoða hvernig repju mjöl hentar í fóður fyrir lax.

Matís er því að skoða þetta í eldistilraun í Verinu á Sauðárkróki í samstarfi við  Háskólann á Hólum, Fóðurverksmiðjuna Laxá og Emmelev Trading í Danmörku, sem er einn stærsti framleiðandi repjumjöls á Norðurlöndum.

Fréttir

Gæludýr njóta góðs af vinnu Matís um borð í norskum línubátum

Ásbjörn Jónsson, ráðgjafi hjá Matís tekur túr um mánaðarmótin júlí/ágúst með Frøyanes AS, norskum línbáti, til að veita ráðgjöf hvernig nýta má hráefni, sem annars væri hent, til framleiðslu á gæludýrafóðri. Óhætt er að segja að hundar og kettir séu raunverulegir hagaðilar enda gæludýrafóður úr sjávarfangi fyrsta flokks.

Tilgangur ferðarinnar er að aðstoða við fullnýtingu á sjávarfangi. Megin áherslan verður lögð á tækifærin sem fyrir hendi eru með niðursuðu á hliðar hráefni úr afla til notkunar í verðmætara gæludýrafóður. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásbjörn fer í slíka ferð en hann hefur verið tíður gestur hjá norskum útgerðum og hefur góður rómur verið gerður að þekkingu og vinnubrögðum hans.

Fréttir

FarFish fær 5 milljónir evra til að stuðla að bættri umgengni evrópska fiskveiðiflotans um hafsvæði utan Evrópu

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Í FarFish verkefninu taka þátt 21 fyrirtæki og stofnanir víðsvegar að úr Evrópu, Afríku og S-Ameríku. Að auki hafa fjöldi alþjóðlegra stofnanna og fulltrúar einstakra ríkja sem málið varðar skuldbundið sig til aðkoma að verkefninu eftir því sem þurfa þykir. Verkefninu er stjórnað af Matís, sem sýndur er mikill heiður með að vera treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni.

Verkefnastjóri er Jónas R. Viðarsson, faglegur leiðtogi virðiskeðju rannsókna hjá Matís, en auk hans mun fjöldi annarra starfsmanna fyrirtækisins koma að verkefninu. Þess má til gamans geta að um 1,5 milljón af þeim 5 milljónum evra sem verkefnið er styrkt um, greiðist til íslenskra þátttakenda.

Matís og Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations University Fisheries Training Program/UNU-FTP), sem staðsettur er hér á Íslandi, eru meðal þátttakenda í rannsóknar- og þróunarverkefninu FarFish, sem styrkt er af Horizon 2020 rannsóknaáætlun Evrópu. Verkefninu er ætlað að stuðla að bættri umgengni evrópska fiskveiðiflotans um hafsvæði utan Evrópu, auka þekkingu á þeim fiskistofnum sem flotinn sækir í á þeim svæðum,greina þær virðiskeðjur sem snúa að afla þessara skipa, sem og að auka þekkingu á fiskveiðistjórnun meðal hagaðila sem að þessum veiðum koma; það er bæði meðalviðeigandi strandríkja og evrópskra hagaðila.

,,Um 20% af afla evrópska fiskveiðiflotans er fenginn utanevrópskra hafsvæða. Þessi afli er meðal annars fenginn á alþjóðlegum hafsvæðum og innan lögsögu strandríkja þar sem samningar hafa verið gerðir um aðgengi evrópska flotans. Samningar við strandríki eru með nokkrum hætti, og það sem snýr að þessu verkefni beint er annars vegarsérsamningar milli einstakra útgerða og yfirvalda á hverju svæði fyrir sig og hins vegar samningar sem Evrópusambandið gerir við einstök ríki gegn vilyrði um fjárhagslega styrki til innviðauppbyggingar í sjávarútvegi á þeim slóðum. Þessir samningarhafa verið nokkuð umdeildir, þar sem Evrópusambandið og evrópski flotinn hefur meðal annars verið sakaður um að fara ránshendi um auðlindir fátækra ríkja, sér í lagi við vesturströnd Afríku. Til að bregðast við þessari gagnrýni hefur Horizon 2020 rannsóknaáætlunin ákveðið að styrkja rannsókna- og þróunarstarf sem stuðla á að úrbótum á þessu sviði; þar kemur FarFish verkefnið til sögunar,“segir Jónas Rúnar Viðarsson hjá Matís, sem er þekkingar- og vísindasamfélag sem byggir á sterkum rannsóknainnviðum og samstarfi.

Í FarFish verkefninu verður athyglinni beint að sex hafsvæðum, það er innan lögsagna Grænhöfðaeyja, Máritaníu, Senegal og Seychelleseyja, sem og alþjóðlegra hafsvæða í suðaustur- og suðvestur- Atlantshafi.Safnað verður saman upplýsingum um líffræðilega, vistfræðilega, efnahagslega og félagslega mikilvæga þætti veiðanna og þær upplýsingar gerðar aðgengilegar;fiskveiðistjórnun innan svæðanna verða greind í þaula og komið fram meðtillögur að úrbótum; leitast verður við að auka ábyrgð evrópska flotans þegar kemur að nýtingu og upplýsingagjöf; og byggð verður upp þekking á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar meðal hagaðila í strandríkjunum og innanevrópska fiskveiðiflotans.

,Ljóst er að hér er um gífurlega mikilvægt málefni að ræða og að ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þó er einnig mikilvægt að hafa í huga að takist verkefninu að stuðla að einhverskonar framförum í þessum flóknu og oft á tíðum nær stjórnlausu veiðum, þá mun það geta haft úrslitaáhrif á viðgang mikilvægra fiskistofna og lífsviðurværi fjölda manna, jafnt í strandríkjunum landa utan Evrópu sem og í Evrópu.

IS