Fréttir

Aðhaldsaðgerðir

Í síðastliðnum mánuði þurfti yfirstjórn Matís að grípa til aðgerða, m.a. vegna styrkingar íslensku krónunnar og niðurstaðna úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Í þessu samhengi er rétt að benda á að ólíkt mörgum ríkisaðilum er Matís að stærstum hluta rekið fyrir sjálfsaflafé og er umtalsverður hluti þess fjár vegna alþjóðlegra rannsóknaverkefna, sem m.a. hefur verið grundvöllur fyrir vexti Matís sl. ár.

Aðgerðirnar í júlí fólust fyrst og fremst í því að skera niður í útgjöldum og ná fram hagræðingu í rekstri þannig að Matís yrði ekki rekið með tapi árið 2017, en ábyrgur rekstur hefur ávallt einkennt Matís.

Í aðdraganda aðgerðanna voru allir kostnaðarliðir gaumgæfilega skoðaðir. Eins og í öðrum þekkingarfyrirtækjum er stærsti kostnaðarliður í rekstri Matís launakostnaður. Markmiðum um hagræðingu var ekki mögulegt að ná eingöngu með aðhaldi í öðrum kostnaði, s.s. ferðakostnaði, innkaupum á aðföngum og hægari endurnýjun tækja. Niðurstaðan varð því uppsagnir átta starfsmanna, auk enn meira aðhalds en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir í fyrrnefndum kostnaðarliðum.

Fréttir

Arctic Charr Conference in Iceland

Tengiliður

Guðbjörg Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

gudbjorg.olafsdottir@matis.is

Matís will organize a conference October 31 – November 1, in cooperation with the Icelandic Marine and Freshwater Research Institute, in Reykjavík, Iceland.

Matís and Marine and Freshwater Research Institute

The most drastic effects of climate change will be in the Arctic regions, home of the Arctic charr. It is therefore of great importance for counties in the region to better understand the likely extent and impact of climate change on natural resources and biodiversity in Arctic regions. Research focusing on Arctic charr will advance our understanding of the effect of climate change, and how to adapt and diminish the effect of these changes and turn them into opportunities.

The Arctic charr is well suited as a model species to help understand the effects of climate change on aquatic biota. Arctic charr is a cold-adapted Arctic species with a circumpolar distribution. Already it can be observed that Arctic charr is retreating from its southernmost locations, for example in Iceland. Climate change is predicted to have numerous impacts on Arctic charr, including loss of anadromy, biodiversity and increased competition with other salmonid species.

The conference will bring together scientists and stakeholders from relevant Nordic countries and different fields of expertise to discuss concurrent problems related to climate change. It will provide valuable information on the status and future of Arctic charr and help decision makers and stakeholders to understand possible opportunities and risks associated with climate change.

The abstracts from the conference are available here.

Location:

Hafrannsóknastofnun

Skúlagötu 4, 1st floor

101 Reykjavík

Arctic charr: Ecology, genetics, climate change, and the implication for conservation and management

Tuesday, 31 of October 2017.

8.30-9.10 Registration

9.10-9.20 Welcoming words by Sigurður Guðjónsson, Director General of the Marine Research Institute Iceland

9.20-9.30 Motivation and practical arrangements, Guðbjörg Ólafsdóttir, Conference coordinator

CHAIRMAN: Sigurður Guðjónsson

9.30-9.50 Guðbjörg Ólafsdóttir
Detection and mapping of mtDNA SNPs in Arctic Charr across the species range

9.50-10.10 Lucio Marcello
A transrange assessment of the selective relevance of mtDNA SNPS

10.10-10.30 Eric Verspoor
A transrange overview of the phylogeny of the Arctic char species complex 

10.30-11.10 Coffee break

11.10-11.30 Sigríður Rut Franzdóttir
Developmental mechanisms of Arctic charr divergence

11.30-11.50 Zophonías O. Jónsson
The Charr in Thingvallavatn – Genome and epigenome sequencing

11.50-12.10 Drywa, A
Genetic differentiation of Arctic Char in Loch Rannoch: nuclear differentiation of the known morphs and substructuring of morphs into multiple breeding populations

12.10-12.30 Ólafur Sigurgeirsson
SWOT- analysis of Icelandic Arctic charr culture

12.30-13.30 Lunch break

CHAIRMAN: Eric Verspoor

13.30-13.50 Jóhannes Guðbrandsson
Extensive genetic divergence between sympatric Arctic charr morphs in Lake Thingvallavatn

13.50-14.10 Jónína Herdís Ólafsdóttir and Kalina Hristova
Pre-zygotic mechanisms of reproductive isolation in Thingvallavatn Arctic charr

14.10-14.30 Samantha V. Beck
Harnessing the power of maternal effects for increasing the adaptive potential of a single population through developmental processes 

14.30-15.00 Coffee break

15.00-15.20 Bjarni K. KristjánssonThe evolution of phenotypic diversity in Arctic charr

15.20-15.40 Arnar PálssonPopulation subdivision and genetic differences among anadromous Arctic charr in Iceland

15.40-16.00 Guðni Guðbergsson og Ingi Rúnar JónssonStatus of Arctic charr in Iceland

16.00-16.30 Open discussion

16.00-18.00 Poster session and welcoming reception at the Marine and Freshwater Research Institute, Skulagata 4, 101 Reykjavík.

Wednesday, 1 of November 2017.

CHAIRMAN: Sten Karlsson

9.00-9.20 Erik Jeppesen
Food-web studies in salmonid lakes in Greenland, Iceland and the Faroe Islands

9.20-9.40 Gustav Hellström
Comparing behaviour and habitat preferences between Arctic Charr and Lake Charr in a mountain lake

9.40-10.00 Helgi Thorarensen
The effect of climate change on Arctic charr populations in Iceland – A physiologist perspective

10.00-10.20 Stefán Ó. Steingrímsson
Diverse diel activity patterns in wild stream-dwelling Arctic char

10.20-11.00 Coffee break

11.00-11.20 Jón Kjartan Jónsson
Challenging the farming of Arctic Charr

11.20-11.40 Ingeborg Mulder

Within lake winter movement patterns of anadromous Arctic charr in Labrador lakes

11.40-12.00 Michael Power

A retrospective of Arctic charr otoliths: what have we learned about temperature use?

12.00-12.30 Open discussion and closing

Fréttir

Lætur þú fólk prófa vöruna áður en hún fer á markað?

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Matís skipuleggur sautjándu ráðstefnu Nordic Sensory Workshop (NSW) dagana 3. til 4. maí 2018. Viðfangsefni ráðstefnunnar er samspil mismunandi skynjunar og notkun skynmats í matvælaiðnaði. 

Fjallað verður um niðurstöður vísindarannsókna á þessu sviði og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér þær. Á ráðstefnunni koma saman sérfræðingar í skynmats- og neytendarannsóknum, auk fulltrúa frá iðnaði, til að ræða nýjustu rannsóknir á þessu sviði á Norðurlöndunum. Þátttakendum gefst spennandi tækifæri til að skoða skynjun og samspil ólíkra skynfæra út frá nýjum sjónarhornum og hvernig hægt er að nýta þær upplýsingar á hagnýtan hátt t.d. í þjónustu eða vöruþróun. Ráðstefnan er opin öllum.

Frekari upplýsingar og skráning eru á heimasíðu ráðstefnunnar

Fréttir

Heilindi mikilvæg í verslun með matvæli

Heilindi í viðskiptum er forsenda trausts. Heilindi í viðskiptum með matvæli eru lykillinn sem lýkur upp pyngjum neytenda til langframa. Áföll hafa dunið yfir matvælaframleiðendur og neytendur og traust laskast vegna hneyksla sem skekja matvælaiðnaðinn. Matís er þátttakandi í verkefninu MatarHeilindi.

Meðal þekktra dæma um hneyksli sem skekið hafa matvælaiðnað má t.d. nefna 1985 hvar etýlenglýkól (gjarnan notað sem leysiefni og í frostlegi) fannst í mælanlegu magni í austurrískum vínum. Árið 2008 fannst melamín í þurrmjólk í Kína. Mörgum er enn minnistætt að 2013 var nokkuð um að hrossakjöt væri selt sem nautakjöt. Þá má nefna OPSON aðgerðir Europol á árinu í ár og fyrra sem snéru að svindli í viðskiptum með matvæli og nú síðast greining fipronils í eggjum. Minna má að lagafyrirmæli um ábyrgð matvælafyrirtækja á öryggi þeirra matvæla sem þau framleiða, meðhöndla og dreifa.

Matís hefur tekið þátt í verkefninu MatarHeilindi (e. FoodIntegrity) frá árs byrjun 2014. Verkefnið miðar að því að þróa aðferðir til að greina og hindra svik í evrópskum matvælaiðnaði. Verkefninu er stýrt af Fera, bresku matvæla- og umhverfis rannsóknastofnuninni. Verkefnið er styrkt af sjöundu rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og þróun.

MatarHeilindi fást við að matvæli séu heil/óskert eða í fullkomnu ástandi þ.e.a.s. að kaupendur fái örugglega afhenta þá vöru sem þeir telja sig vera að kaupa. Veita þarf neytendum eða öðrum hagsmunaaðilum í virðiskeðju evrópskra matvæla fullvissu um öryggi, áreiðanleika og gæði. Heilindi innan matvælaiðnaðarins er lykilatriði til verðmætaaukningar í lífhagkerfi álfunnar. Heiðarleika evrópskra matvæla er stöðugt ógnað af sviksamlegum merkingum eða eftirlíkingum sem seldar eru til að njóta ávinnings þess virðisauka. Verkefninu er ætlað að vera þungamiðja í alþjóðlegri samhæfingu við nýtingu rannsókna og þróunar í að tryggja heiðarleika evrópskra matvæla með þátttöku kjarnahóps verkefnisins.

Nánari upplýsingar um verkefnið gefur Jónas R. Viðarsson, fagstjóri hjá Matís.

Fréttir

Áhrif blöðruþangs á bólguþætti | Hefur þú áhuga á að taka þátt í rannsókn?

Matís og rannsóknarstofa í Öldrunarfræðum, Landakoti 5L, óska eftir þátttakendum í rannsókn sem hlotið hefur samþykki Vísindasiðanefndar.

Þátttakendur þurfa að vera fullorðnir einstaklingar, 40 ára og eldri með líkamsþyngdarstuðul (BMI) ≥ 27 kg/m2 (sjá töflu með útreiknuðum líkamsþyngdarstuðli hér að neðan). Þungaðar konur eða konur með barn á brjósti eru útilokaðar frá þátttöku. Einstaklingar sem hafa samband og hafa áhuga að taka þátt í rannsókninni þurfa að draga úr neyslu á matvælum sem innihalda ómega-3 og forðast lýsi í 2 vikur áður en íhlutun hefst og meðan á þátttöku stendur.

Sjá nánar í einblöðungi frá HÍ og LSP.

Fréttir

Rannsóknir og boranir í Surtsey

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Nú er í gangi verkefnið SUSTAIN, risastórt alþjóðlegt verkefni, en tilgangur þess er að bora tvær holur í eyjunni og nýta gögnin sem fást til margvíslegra og flókinna rannsókna. Þetta er stærsta rannsókn sem fram hefur farið frá upphafi í Surtsey og er fjölþjóðlegur hópur vísindafólks sem tekur þátt. Matís er þátttakandi í verkefninu, undir forystu dr. Viggó Þ. Marteinssonar, en verkefnið sem slíkt er undir stjórn dr. Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands og dr. Marie Jackson, dósents við Háskólann í Utah í Bandaríkjunum. 

Vísindamennirnir sem koma að rannsókninni eru frá Íslandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi, Ítalíu, Nýja Sjálandi og Ástralíu. Leiðandi rannsakendur í verkefninu af Íslands hálfu eru auk Magnúsar Tuma, Andri Stefánsson prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, Viggó Þór Marteinsson örverufræðingur frá Matís, Tobias B. Weisenberger jarðefnafræðingur frá Ísor og Kristján Jónasson jarðfræðingur frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Fleiri sérfræðingar og tæknimenn frá þessum stofnunum taka þátt en einnig munu þaulreyndir borjarðfræðingar frá Verkís og Jarðtæknistofunni koma að verkefninu auk hóps framhaldsnema og nýdoktora.

Mikið er lagt upp úr því að raska ekki lífríki Surtseyjar við þessa viðagripsmiklu rannsóknir. Allir aðilar sem að verkefninu koma og starfa á eyjunni hafa fengið nákvæmar leiðbeiningar varðandi undirbúning og þær aðstæður sem þar eru til að tryggja lágmarks rask. Auk þess hefur Landhelgisgæslan lagt fram þyrlu sem fermir fólk og tæki fram og tilbaka þannig að átroðningi verði haldið í algeru lágmarki á þessum viðkvæma og fallega stað. 

Sjá nánar á heimasíðu Háskóla Íslands.

Heimasíða verkefnisins.

Fréttir

Samstarf Evrópu, Brasilíu og Suður-Afríku; aukinn skilningur á áhrifum hnattrænnar hlýnunar á vistkerfi sjávar

Tengiliður

Anna Kristín Daníelsdóttir

Aðstoðarforstjóri / Rannsókna- og nýsköpunarstjóri

annak@matis.is

Dagana 12.-14 júlí sl. fór fram fundur hátt settra embættismanna innan Evrópusambandsins og aðila úr ríkisstjórnum Brasilíu og Suður-Afríku. Fundurinn var settur á í þeim tilgangi að fagna nýju samkomulagi um samstarf þessara aðila um að leggja meiri áherslu á að skilja tengslin á milli hnattrænnar hlýnunar og áhrif hennar á vistkerfi sjávar (bláa lífhagkerfið).

Matís tók þátt í þessum fundi en tvö verkefni, MareFrame og PrimeFish, fjalla með beinum og óbeinum hætti um efni fundarins en báðum þessum verkefnum er stjórnað af Matís, undir styrkri handleiðslu dr. Önnu Kristínar Daníelsdóttur (MareFrame) og dr. Guðmundar Stefánssonar (PrimeFish).

Óhætt er að segja að þessi viðburður sé mikilvægt upphaf samstarfs þessara þjóða og annarra þjóða við Atlantshaf og því mikilvægt að Ísland hafi átt fulltrúa á þessum viðburði.

Til gamans má geta að nýtt verkefni, FarFish, sem Jónas R. Viðarsson hjá Matís stýrir, fjallar auk þess um þætti sem tengjast með beinum hætti efnistökum fundarins og snýr að veiðum evrópska fiskveiðiflotans utan lögsögu Evrópusambandsins.

Nánari upplýsingar: 

Fréttir

Mjólk í mörgum myndum

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Í vor var gerður samningur við Matís um verkefnið Mjólk í mörgum myndum þar sem veittir eru styrkir til frumkvöðlastarfs þar sem mjólk kemur við sögu sem hráefni. 8 umsóknir bárust um styrki og voru verkefnin af margvíslegum toga.

Á fundi stjórnar Auðhumlu 29. júní var ákveðið að veita að þessu sinni þrjá styrki:

1. Heillandi máttur lífrænnar mysu

  • Kr. 3.000.000.-
  • Biobú og fleiri
  • Mysa er vel þekkt og mikið nýtt í ýmiskonar vörur um allan heim. Hins vegar hefur vantað uppá nýtingarmöguleikana og er miklu magni hent. Verkefnið stuðlar að því að nýsköpun og aukinni nýtingu á lífrænni mysu sem í dag fellur til við framleiðslu mjólkurafurða Biobú. Nýting aukaafurðanna stuðlar að minni sóun í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna.

2. Jökla, íslenskur mjólkurlíkjör 

  • Kr. 3.000.000.-
  • Pétur Pétursson
  • Verkefnið hefur töluvert mikið nýnæmi þar sem aldrei áður hefur verið framleiddur áfengur drykkur úr íslenskri mjólk né verið nýtt mysa við gerð líkkjörs. Frumgerð vörunnar er tilbúin og mun styrkurinn nýtast í framhaldsvinnu vegna prófanna og vinnsluferla.

3. Broddur byggir upp

  • Kr. 500.000.-
  • Birna G. Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármanna Pétursson
  • Styrkur til forverkefnis um þróun heilsuvöru úr broddmjólk. Broddur er einstök afurð sem vart er nýtt á Íslandi í dag og ábrystur er afurð sem fáir þekkja og er hverfandi. Íslensk mjólk er einstök að því leiti að í henni er að finna Beta-Casein A2 sem hefur verið tannsakað í tengslum við heilsu.

Matís mun annast utanumhald verkefna.

Fréttir

Matís og þorskhausar

Matís hlaut styrk úr AVS sjóðnum til þess að greina eiginleika þorskhausa.

Í þessu forverkefni er ætlunin að greina eiginleika þorskhauss, með því að kanna mismunandi hluti hans. Greiningin mun styðja við uppsetningu á gagnagrunni sem getur orðið mikilvægur hluti að frekari þróun verðmætra afurða úr þorskhaus til þessa að vega upp á móti þeirri markaðslegri hnignun sem hefur átt sér stað undanfarið á þurrkuðum þorskhausum. 

Áætluð lok þessa verkefnis er á vormánuðum 2018.

Fréttir

Vinnsla súrþangs í fóðurbæti með mikla lífvirkni

Tengiliður

Ólafur H. Friðjónsson

Fagstjóri

olafur@matis.is

Nú er að hefjast verkefni hjá Matís sem styrkt er af Tækniþróunarsjóði Rannís. Verkefnið nefnist Súrþang og vitnar til þeirra möguleika sem eru til staðar í meðhöndlun þangs með mjólkursýrubakteríum og öðrum gerjunarörverum.

Markmið verkefnisins er að þróa og staðla verkunaraðferð þangs sem byggir á meðhöndlun mjólkursýrubaktería og annarra gerjunarörvera. Mjólkursýrubakteríurnar brjóta niður fjölsykrur í þanginu, gera það meltanlegra og nothæft sem fóðurbæti sem ríkur er af fásykrum og fjölfenólum með margvíslega lífvirkni og bætibakteríuörvandi (prebiotic) eiginleika.

IS