Fréttir

Efling matvælaframleiðslu og rannsókna – sama hvernig ríkisstjórnin verður!

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Á fundi um aukna verðmætasköpun í landbúnaði, sem haldinn var á Hvanneyri um aukið virði landbúnaðarafurða, haldinn af Samtökum ungra bænda, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matís fyrir stuttu, barst talið að því hvernig tiltölulega einfaldar aðgerðir til skamms tíma geta haft jákvæð áhrif til langs tíma.

Mikið var rætt um að yfirfæra þekkingu og aðferðafræði úr sjávarútvegi í ljósi reynslunnar af Aukið verðmæti sjávarfangs styrktarsjóðnum (AVS) og Tækniþróunarsjóði og aðlaga að landbúnaði. Eins og áður hefur komið fram, hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða miðað við landaðan, afla aukist í kjölfar þess að markviss áhersla var lögð á aukið verðmæti. Eins barst í tal boðaður niðurskurður á fjárframlögum til matvælarannsókna (12%), sem er á ábyrgð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umfram aðhaldsmarkmið fjármálaáætlunar (2%).

Til tals kom fjárfesting hvorttveggja einkaaðila og hins opinbera í rannsóknum og þróun í samanburði við það sem gengur og gerist í Evrópu, Ameríku og í Japan.

Sæmundur Sveinsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands dró saman lokaorð og þótti honum, eftir að hafa heyrt frá framboðunum, að sama hvernig ríkistjórnin verður að þá verðum við með ríkisstjórn sem ætlar að hafa sterkan landbúnaðarháskóla og öflugt Matís, sem eru tveir lykilþættir sem eru nauðsynlegir til að efla matvælaframleiðslu og virði hennar á Íslandi.