Fréttir

Þversnið af þangi

Matís hefur nýverið fengið úthlutað Marie Skłodowska-Curie nýdoktor styrk sem er ætlað að veita ungum vísindamönnum þá þekkingu, hæfni og alþjóðlegu reynslu sem þarf til að tryggja farsælan feril.

Mismunandi tegundir arsens í þangi – hve stórt hlutfall er eitrað?

Viðtakandi þessa nýdoktorstyrks er dr. Ásta Heiðrún Pétursdóttir sem lauk doktorsnámi á síðasta ári frá háskólanum í AberdeenSkotlandi. Styrkurinn gefur Matís einstakt tækifæri til að koma á fót nýju rannsóknarsviði og -aðstöðu á Íslandi til að greina mismunandi tegundir arsens í fæðu. Verkefnið mun einnig veita Ástu Heiðrúnu fjölbreytta vísindalega þjálfun og mikilvæga þverfaglega reynslu sem saman mun mynda heildstæðan grunn að farsælum og sjálfstæðum ferli í vísindum.  Alls bárust 8438 umsóknir um nýdoktorstyrk á styrkárinu 2014, en árangurshlutfallið var 16.8%.

Verkefnið Þversnið af þangi (e. SilhouetteOfSeaweed) snýr að því að auka öryggi neytenda með því að öðlast dýpri þekkingu á þeim arsentegundum sem finnast í þangi. Í dag er þang í auknum mæli notað sem matþörungur og/eða í snyrtivörur. Sérstök áhersla verður lögð á lífræn arsenlípíð, sem finnast í þangi, en nýlegar rannsóknir gefa vísbendingar um að lífræn arsenlípíð séu mjög eitruð1. Rannsóknir hafa fram að þessu einkum beinst að ólífrænu arseni sem er krabbameinsvaldandi (sbr. fjölmiðlaumræðuna um arsen í hrísgrjónum) en lífræn arsen hafa hingað til verið talin hættuminni en ólífrænt arsen.

Brýn þörf er að auka rannsóknir á arsenlípíðum í dag. Fá teymi með þessa sérþekkingu og rannsóknaraðstöðu eru til á heimsvísu og er þetta verkefni tækifæri fyrir Ísland til að vera leiðandi á nýju spennandi rannsóknarsviði. Verkefnið er í samstarfi við sérfræðing í rannsóknum arsenlípíða við Tækniháskólann í Danmörku (DTU). Verkefnið eflir einnig innlent samstarf þar sem verkefnið er unnið í samvinnu við íslenska efnagreiningafyrirtækið ArcticMass.

Afrakstur verkefnisins er fyrst og fremst tvíþættur. Annars vegar að byggja upp gagnagrunn um arsenlípíð í mismunandi tegundum af þangi sem safnað hefur verið á þremur ólíkum stöðum á Íslandi á mismunandi árstíma. Þetta verður mikilvægt framlag til að tryggja öryggi neytanda og auðvelda áhættumat á þangi. Hins vegar mun ýtarleg tölfræðiúrvinnsla og samanburður á gögnum um umhverfisþætti við söfnun sýnanna (s.s. seltu, næringarefni, hitastig, staðsetningu ofl) gera kleift að ákvarða kjöraðstæður til að safna þangi þegar eitruð arsen eru líkleg til að vera í lágmarki.

Nánari upplýsingar veitir dr. Ásta Heiðrún Pétursdóttir.

Fréttir

Peningar, störf eða matur? Hver þarfnast sjávarútvegsins og hvers vegna?

Ian Goulding, sérfræðingur í fiski, fiskvinnslu og þáttum sem tengjast stjórnun fiskveiða, hélt fyrir stuttu fyrirlestur í húsakynnum Matís en hann var hér staddur á vegum Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna ( UNU-FTP)

About the speaker | Um Ian Goulding

Ian Goulding is a specialist in fish quality, processing and international aspects of fisheries management. He qualified in the UK as an Environmental Health Officer, has a Masters degree in Food Science and a PhD in Fish Technology and Marketing. He has 30+ years of experience in the fish industry, in quality control, product development, international trade and fish processing, as well as in research, consultancy and training functions.

Since 1986 he has worked as a consultant offering specialist advice and assistance to the fishery sector. He worked for seven years for the UK Government on long term projects in Ecuador and Egypt. He has worked for private companies, as an expert witness and on development projects in Africa, Middle East, South East Asia, South America and Central and Eastern Europe. He has advised the EU on socio-economic impacts of fisheries, fisheries agreements with third countries, IUU fishing controls and sanitary aspects of trade on fishery products. He has been instrumental in helping numerous less developed countries meet sanitary requirements for export of fisheries to international markets.

Since 1994 he has been Managing Director of a fisheries consultancy firm, Megapesca Lda of Portugal, where he has managed more than 500 contracts funded by international development agencies. Ian is a Fellow of the Institute of Food Science and Technology (UK), and Board Member of the International Association of Fish Inspectors. He runs the IAFI Peter Howgate Award for young fish technologists and edits the popular monthly newsletter “Fishfiles Lite” on EU fisheries matters. He has UK and Portuguese nationalities, and speaks English and Portuguese.

Fréttir

Sjávarútvegur: hamlandi vöxtur baktería með kítósan

Nú er verkefninu „Meðferð við rót vandans“ lokið en markmið þess var að staðfesta notkunareiginleika kítósan meðhöndlunar á sjávarfangi til að auka gæði og geymsluþol. Kítósan er stórsameind sem unnin er úr kítíni sem er uppistöðuefnið í skeljum skordýra og skeldýra í sjó.

Fyrirtækið Primex ehf. vinnur kítósan úr rækjuskel á Siglufirði og vann að verkefninu ásamt Matís, Fjarðalaxi og Ramma

Notkunarmöguleikar kítósans eru miklir og hefur það mest verið notað sem fitubindiefni í meltingarvegi  og við þróun sárameðhöndlunarvara. Enn annar eiginleiki þess er hamlandi áhrif á vöxt baktería sem kemur að góðum notum til að viðhalda gæðum matvæla.  Það hentar einkar vel fyrir sjávarafurðir þar sem þær eru almennt viðkvæmar vörur með skamman geymslutíma þar sem skemmdarbakteríur dafna vel.

Í verkefninu var því þróuð aðferð til að meðhöndla sjávarfang með kítósani og mismunandi blöndur efnisins prófaðar.  Þrjár mismunandi sjávarafurðir voru valdar til prófunar; rækja, lax og þorskur.  Niðurstöðurnar sýndu að ákveðnar blöndur kítósans hægja á skemmdarferlinu, sérstaklega í heilum fiski.  Mikilvægt er að meðhöndlun sé framkvæmd strax eftir veiði eða slátrun til að hámarka virkni meðferðarinnar og að kjöraðstæður séu fyrir hendi við geymslu fiskafurða.

Aðstandendur verkefnisins vilja koma þökkum á framfæri til AVS fyrir stuðninginn.

Nánari upplýsingar veitir dr. Eyjólfur Reynisson hjá Matís.

Fréttir

Verðmætaaukandi tækni – þurrkun uppsjávarfisks

Stór hluti loðnu, kolmunna og spærlings sem veitt er hér við land er nýttur til mjöl- og lýsisvinnslu og þá aðallega til fóðurframleiðslu. Lítið er gert af því að vinna aflann í verðmætari afurðir, þó einhverjar þreifingar í þá átt hafi verið fyrir hendi síðustu ár. Fullnýting afla er lykilmál fyrir íslenskar útgerðir og því er mikilvægt að auka virði á smáfiskaafla.

Sem dæmi um verðmætasköpun á uppsjávarfiski má nefna að ef 10.000 tonn af kolmunna færi í þurrkun í stað bræðslu, mætti auka verðmæti þess afla um 1.6 milljarða króna á ári.

Í gangi er samstarfsverkefni milli Matís, Haustaks og Síldarvinnslunar á Neskaupstað um þurrkun á uppsjávarfiski. Markmiðið með verkefninu er að byggja upp þekkingu og aðlaga þurrkunarferil á fullþurrkuðum afurðum úr loðnu, kolmunna og spærlingi, með notku færibandaþurrkara. Horft er á þurrkaðar afurðir til manneldis á erlenda markaði, þá aðallega til Afríku, svo sem Kenýa og Tansaníu. Matís hefur tekið þátt í þróunarstarfsemi í þessum löndum á undanförnum árum, varðandi þurrkun á smáfiski, sem nú er vel þekkt í þessum löndum. Cyprian Ogombe Odoli, doktorsnemandi á Matís og nemandi sem útskrifaðis frá  Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (United Nations University Fisheries Training Program, www.unuftp.is) tekur einnig þátt í þessum verkefnum.

AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi styrkir verkefnið. Nánari upplýsingar veitir Ásbjörn Jónsson.

Fréttir

Rannsóknir og vísindi eru framtíðargjaldmiðill sjávarútvegsins

Sjávarútvegurinn, eins og aðrar atvinnugreinar, reiðir sig á rannsóknir og vöruþróun. Reynslan hefur sýnt að aukin verðmætasköpun í greininni byggir á hugviti og hafa íslensk fyrirtæki unnið metnaðarfullt og merkilegt starf á því sviði.

Þar hefur Matís iðulega verið í lykilhlutverki, verið eins konar þekkingarkjarni þegar kemur að beitingu vísinda í sjávarútvegi og brú á milli menntastofnana og atvinnulífs.

„Rannsóknir og vísindi eru framtíðargjaldmiðill sjávarútvegsins,“ segir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís. Hann segir líklegt þekking og tækniframfarir, muni áfram leika lykilhlutverk í samkeppnisstöðu Íslands..

„Í raun stöndum við í dag með pálmann í höndunum því við erum nú þegar með mjög sterkan sjávarútveg og öflugan þekkingargrunn í greininni. Þetta er eitthvað sem margar aðrar þjóðir eiga enn eftir að byggja upp og eiga langt í land.“

Lögum samkvæmt er hlutverk Matís að auka verðmæti í matvælaiðnaði, bæta matvælaöryggi og efla lýðheilsu. Er Matís í ríkiseigu en rekið sem hlutafélag og hefur skýrt þjónustuhlutverk við sjávarútveginn og aðrar matvælagreinar en líka skyldur gagnvart eigandanum, þjóðinni.

Bendir Sveinn á að neytendur, bæði innanlands sem erlendis, verði æ kröfuharðari og betur að sér um eiginleika sjávarafurða. Með nýsköpun og rannsóknum takist sjávarútvegsfyrirtækjum að mæta  þessum miklu kröfum á hagkvæman hátt og skapa aukin verðmæti úr aflanum.

„Sú þróun sem átt hefur sér stað á sviði kælingar er gott dæmi um þetta. Í dag er um helmingur af ferskum flökum sem íslensk fyrirtæki flytja út til Evrópu fluttur með skipum í stað flugflutnings eingöngu líkt og staðan var fyrir um 15 árum, því bætt tækni hefur gert mögulegt að lengja geymsluþol vörunnar og bæta meðhöndlun fisksins í allri virðiskeðjunni. Útkoman er mun meiri útflutningur á ferskum flökum og flakabitum með ódýrum og umhverfisvænum hætti, en á sama tíma hafa flugflutningar jafnframt þróast og bjóða í dag upp á möguleika til að sinna allra kröfuhörðustu kaupendum. Útgerðarmenn, sjómenn og starfsfólk fiskvinnslu og flutningafyrirtækjanna hafa svo sannarlega horft til þarfa markaðarins og notað vísindin til að komast á næsta stig“

Sem annað dæmi um framfarir undanfarinna ára og áratuga nefnir Sveinn bætta nýtingu á aflanum. „Hér vinnur allt saman, sú tækni sem miðar að því að auka gæði hráefnisins fyrir hinn almenna neytanda skapar einnig betra hráefni fyrir hvers kyns hliðarafurðir. Framfarir í meðhöndlun og  vinnslu hafa orðið til þess að nýtingarhlutfall þorsks er farið að nálgast 80% og á sama tíma hefur hlutfall verðmætustu afurðanna farið upp.“

Sveinn segir ljóst að framboð á fiski mun aukast mjög á næstu árum, ekki síst á hvítfiski, og auka samkeppni á öllum markaðssvæðum. Hann nefnir sem dæmi Víetnam sem hefur lýst því yfir að fiskeldi muni tvöfaldast að umfangi á næstu fimm árum, og fiskurinn nær allur ætlaður til útflutnings. „Í markaðsumhverfi framtíðarinnar mun skipta sköpum hvernig tekst að byggja upp ímynd íslenskrar vöru og aðgreina hana frá öðru sjávarfangi s.s. í krafti gæða, hreinleika og matvælaöryggis. Greinin þarf að gera halda áfram sínu góða starfi, og geta unnið út frá réttum upplýsingum og nýjustu rannsóknum.“

Hreinleiki og gæði segir Sveinn, drifin áfram af rannsóknum og fjárfestingu í tækniframförum, segir Sveinn að geti orðið eitt sterkasta markaðstæki íslensks fisks. „Við sjáum það gerast að internetið er að breyta því hvernig sala á öllum vörum fer fram og það er fyrirsjáanlegt að nýir möguleikar skapist til að selja sjávarafurðir með beinum hætti til neytandans. Þar munu íslensk fyrirtæki hafa í höndunum öll gögn til að sýna fram á hversu góð varan er, og heilnæm,“ spáir hann. „Neytendur um allan heim leggja vaxandi áherslu á að borða heilnæm  matvæli, sem eru framleidd án neikvæðra áhrifa á umhverfið og samfélagið. Þetta eru neytendur sem eru mjög meðvitaðir um heilsufarsleg áhrif matvæla, vilja þekkja uppruna þeirra og eru reiðubúnir að greiða hátt verð fyrir næringarríka vöru sem gerir heilsunni gott. Á öllum þessum sviðum stendur íslenskt sjávarfang mjög vel að vígi en það verður að byggja okkar málflutning á heiðarleika og vísindalegum upplýsingum, ekki bara því sem okkur finnst eða langar til að segja.“

Viðtal þetta við Svein Margeirsson, forstjóra Matís, birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. mars sl.

Fréttir

UNA Skincare – við leitum að samstarfsaðilum

UNA skincare húðvörurnar hafa verið á Íslandsmarkaði síðan 2012 og þegar er hafin markaðssetning og sala á erlendum mörkuðum. UNA skincare ehf. er nýtt fyrirtæki stofnað innan Matís ohf. sem er stærsti hluthafinn.

UNA skincare húðvörurnar eru einstakar á markaði. Þær eru náttúrulega unnar úr íslenskum sjávar-þörungum og innihalda lífvirk efni sem byggja á áralöngum rannsóknum og gefið hafa mjög góða raun.

Nú eru tímamót þegar UNA skincare ehf. opnar fyrir aðkomu nýrra samstarfsaðila um frekari uppbyggingu, markaðssetningu og dreifingu á UNA skincare húðvörum á innlendum og erlendum mörkuðum. Fjárfesting í fyrirtækinu kemur einnig til greina.

Allar frekari upplýsingar veitir:

Oddur Már Gunnarsson, stjórnarformaður UNA skincare ehf. 
422 5096 // 858 5096 
www.unaskincare.com 
www.facebook.com/UNAskincare

Fréttir

Matís tekur þátt í POLSHIFTS ráðstefnunni

POLSHIFTS ráðstefnan í húskynnum Hafrannsóknastofnunar 14.-15. april 2015 | Breytingar á dreifingu uppsjávarfiskistofna, áhrif loftslagsbreytinga?

Markmið POLSHIFTS ráðstefnunnar er fá saman vísindamenn og hagsmunaaðila til að ræða um hugsanleg áhrif sem loftslagsbreytingar gætu haft á dreifingu uppsjávarfiskistofna í Norður Atlantshafi. 
Auglýst er eftir erindum með efnistök tengd veiðum (svo sem breyttan aðgang og kostnað að fiskimiðum og aðlögun fiskiflota af breyttri dreifingu fiskistofna) eða líffræði og vistfræði uppsjávarfiskistofna (svo sem breytingar á lífsögu, dreifingu á fæðu- og hrygningartíma, stofnerfðafræði og vistkerfi hafsvæða) sem mögulega má tengja loftslagsbreytingum fiskistofna. 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar.

Nokkrir punktar um ráðstefnuna.Frétt fyrst birt á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Fréttir

Hvernig má bæta samkeppnishæfni í virðiskeðju sjávarafurða?

Matís opnar á morgun stórt verkefni úr ranni 8. rammaáætlunar Evrópu á sviði rannsókna og þróunar (Horizon 2020). Verkefnið snýst um framleiðslu sjávarafurða og hvernig bæta má samkeppnishæfni sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðamarkaði. Því er stjórnað af dr. Guðmundi Stefánssyni, fagstjóra á Matís og er styrkur Horizon 2020 vegna verkefnisins um 750 milljónir króna. Verkefnið er það þriðja á fáum árum sem Matís stjórnar á sviði virðiskeðju sjávarfangs innan Evrópu (EcoFishMan og MareFrame).

Samkeppnishæfni margra evrópskra sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækja hefur átt á brattan að sækja undanfarin ár og vöxtur í sjávarútvegi í álfunni hefur verið takmarkaður. Markmið PrimeFish er greina helstu ástæður og koma með tillögur að úrbótum sem stuðla að aukinni nýsköpun og samkeppnishæfni og hvetja vöxt innan greinarinnar.

Kaupa neytendur fisk eingöngu út frá verði en ekki vegna gæða, sérstöðu eða rekjanleika?

Gæði fiskmetis eru mikil í Evrópu enda gera neytendur í flestum löndum álfunnar miklar kröfur þegar kemur að sjávarfangi. Sérstaða evrópsks sjávarútvegs og eldis er einnig mikil en þrátt fyrir það hafa evrópskir framleiðendur sjávarfangs margir átt undir högg að sækja undanfarin misseri, þá ekki síst þegar kemur að samkeppni gagnvart ódýrari tegundum hvítfisks frá Asíu. Hugsanlegt er að neytendur skilji ekki þau gæði og sérstöðu sem evrópsk framleiðsla stendur fyrir, en einnig getur ástæðan verið sú að framleiðendur komi ekki þessum upplýsingum á framfæri með nægjanlega skýrum hætti eða þá buddan ráði för evrópskra neytenda.

Hvernig geta framleiðendur sjávarafurða best komið sínum skilaboðum á framfæri til evrópskra neytenda?

Stöðugur óstöðugleiki

Verð og framboð sjávarafurða á evrópskum markaði hefur sveiflast umtalsvert sl. ár og hefur það grafið undan stöðugleika í rekstri fyrirtækja. Breytilegt reglugerðaumhverfi hefur áhrif á samkeppnishæfni og getur gert fyrirtækjum erfitt fyrir að uppfylla kröfur og væntingar neytenda. Dæmin sanna að markaðssetning á mörgum nýjum sjávarafurðum hefur mistekist sl. ár. Skilja framleiðendur ekki neytendur eða liggja aðrar ástæður að baki?  Slíkar spurningar eru meðal þess sem Primefish verkefnið mun taka á.

Nánar um PrimeFish

PrimeFish er fjögurra ára verkefni og taka þátt í því fyrirtæki, rannsóknastofnanir og háskólar. Þeirra á meðal eru Kontali, Syntesa, INRA, Nofima, Háskóli Íslands, háskólarnir í Álaborg, Parma, Stirling, Pavia, Nha Trang University í Víetnam og Memorial University í Kanada. Talsverður fjöldi hagaðila, s.s. sjávarútvegsfyrirtæki, tekur jafnframt þátt í verkefninu.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Stefánsson verkefnisstjóri PrimeFish.

Fréttir

Ný tækifæri í jarðvarma fyrir þróunarríkin – Ísland dæmi í nýrri skýrslu FAO um hvar vel hefur tekist til

Að mati Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) liggja mikil tækifæri í jarðvarma fyrir þróunarríkin, ekki hvað síst til matvælaframleiðslu t.d. þurrkun afurða og í annarri matvælavinnslu.

Ný skýrsla um þessi mál kom út í vikunni hjá FAO. Íslands er tekið sem dæmi um hvernig vel hefur tekist til að nýta jarðvarma í landbúnaði og almennt til matvælaframleiðslu. Þrír starfsmenn Matís koma að skrifum bókarinnar og auk Minh Van Nguyen, kennara við Nah Trang háskólann í Víetnam.

José Graziano da Silva, framkvæmdastjóri FAO og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, skrifa inngangstexta skýrslunnar.

Nánari upplýsingar og áhugaverð ítarefni má finna á vef FAO

Skýrslan í heild sinni: Uses of Geothermal Energy in Food and Agriculture

Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís.

Fréttir

App fyrir sjómenn til að reikna ísþörf – nú fyrir öll stærstu stýrikerfin

Matís hefur nú búið til sérstakt smáforrit (app) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem gerir sjómönnum auðvelt að reikna út ísþörf vegna afla.

Smáforritið er einkar hentugt og auðvelt í notkun og nýtist sjómönnum til að reikna út hversu mikil ísþörfin er fyrir þann afla sem veiddur er. Í forritinu er tekið tillit til aðstæðna eins og sjávarhita, lofthita og dagar á sjó og leiðbeiningar varðandi kg magn af ís gefnar út auk þess í fjölda skófla og fjölda fata.

Nú hefur aldrei verið auðveldara að finna út hversu mikið af ís þarf til að fara sem best með okkar dýrmæta hráefni.

Forritið má nálgast á vefnum, í iTunes Store, í Windows Store og á Google Play (Android) eða með því að skanna QR kóðana hér að neðan. Forritið er aðgengilegt fyrir öll stærstu stýrikerfi farsíma.

Google Play       Windows Store       iTunes Store

Ítarefni

IS