Fréttir

Gæðaþættir við vinnslu og verkun beltisþara

Hér við land er víða að finna beltisþara (Saccharina latissima) í töluverðu magni en sennilega er hvergi jafnmikið af honum og í Breiðafirði. Hugmyndir hafa verið uppi um mögulega nýtingu beltisþara og því var ráðist í rannsóknir á þeim atriðum sem hafa þarf í huga til að fá sem besta vöru úr hráefninu.

Uppskerutími þarans er í maí og júní en þá er hann laus við ásætur að mestu leyti. Mismunandi efnainnihald reyndist vera í þaranum eftir aldri hans, ungur beltisþari innihélt t.a.m. minna prótein og salt en ársgamall beltisþari sem safnað var á sama tíma, joðmagn reyndist hinsvegar hærra í yngri þaranum. Töluverður munur kom í ljós á útliti, bragði og áferð eftir þeirri meðhöndlun sem þarinn fékk.

Réttur uppskerutími og meðhöndlun geta því haft úrslitaáhrif á gæði hráefnisins og þeirra afurða sem unnar eru úr því.

Verkefnið var styrkt af AVS sjóðnum og unnið í samstarfi Matís og Íslenskrar bláskeljar í Stykkishólmi. Skýrslu um verkefnið má finna á vefsíðu Matís, nánari upplýsingar veitir Þóra Valsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Umræða um lífhagkerfið hefur aukist að undanförnu

Til að bæta samfellu og samvirkni í málaflokkum sem tengjast líftækni og ryðja brautina fyrir fleiri nýjungar stofnaði Evrópusambandið Evrópska lífhagkerfisráðið, European Bioeconomy Panel. Rannsóknastjóra Matís, Herði G. Kristinssyni,  var boðið að sitja í ráðinu en það er mikill heiður, ekki bara fyrir Matís heldur einnig fyrir íslenskt vísindasamfélag.

Evrópska lífhagkerfisráðið er vettvangur fyrir umræður um lífhagkerfið í heild – frá frumframleiðslu til neytendamarkaða – þar sem tekið er tillit til flókins samspils þjóðfélagslegra og hagrænna þátta og þeirra breytinga sem þeir geta valdið.

Þegar talað er um lífhagkerfið er átt við matvælaiðnað, fóðurframleiðslu, skógrækt, sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og lífefnaiðnað. Ríki Evrópu leggja mikið upp úr því að auka samstarf þeirra sem framleiða, hafa umsjón með og nýta lífrænar auðlindir eða stunda aðra starfsemi byggða á þeim. Er hér átt við greinar eins og matvælaframleiðslu, sjávarútveg, landbúnað, skógrækt, fiskeldi og aðrar skyldar greinar. Í lífhagkerfisráðinu sitja 30 sérfræðingar sem allir eru sérfræðingar á sínu sviði innan lífhagfræði.

Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri,  segir að eftir stofnun lífhagkerfisráðsins hafi umræða um lífhagkerfið aukist mikið. „Lífhagkerfið snertir mörg svið og lífhagkerfisráðið því mikilvægt tæki til að styðja samskipti milli málaflokka. Evrópa 2020 er 10 ára stefnumörkun Evrópusambandsins sem hefur það markmið að stuðla að sjálfbærum hagvexti innan sambandsins. Eitt af áherslusviðum í stefnunni er sjálfbær vöxtur, loftslagsmál, græn orka, betri nýting orku og aukin samkeppnishæfni á markaði. Evrópska lífhagkerfisráðið var stofnað til að vinna að málum sem tilheyra þessum flokki. Hér á Matís leggjum við samt áherslu á að tala um bæði grænan og bláan vöxt“ segir Hörður. „Blár vöxtur vísar til sjávar og ferskvatns og er mikilvægur fyrir Ísland og nágranna okkar sem deila með okkur auðlindum Atlantshafsins en þar eru miklir möguleikar á sjálfbærri nýtingu og virðisauka. Samvinna milli græns og blás vaxtar er einnig mikilvæg þar sem sterk tengsl eru oft á milli auðæva lands og sjávar. Þeim sem vinna á þessum sviðum geta lært mikið hver af öðrum og kynnt nýjar hugmyndir frá einu sviði til annars. Evrópska lífhagkerfisráðið  mun auðvelda þessa tækniyfirfærslu og upplýsingamiðlun milli sviða.“

Evrópubúar þurfa að hugsa upp á nýtt

„Evrópa stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum um þessar mundir, mannfjöldaaukningu, hækkandi aldri og aldurstengdum sjúkdómum, loftslagstengd málefni, eyðingu náttúruauðlinda og vaxandi umhverfisálag. Evrópubúar þurfa þess vegna að hugsa upp á nýtt hvernig þeir umgangast náttúruna og breyta á róttækan hátt nálgun sinni að framleiðslu, neyslu, vinnslu, geymslu, endurvinnslu og förgun lífrænna auðlinda. Markmið okkar er að viðhalda heilbrigðu og sjálfbæru lífhagkerfi í Evrópu og hafa þannig jákvæð áhrif á íbúa álfunnar. Slíkar áskoranir geta þó verið hvetjandi og af þeim spretta nýjar hugmyndir og uppgötvanir. Lífhagkerfið mun styðja iðnþróun í dreifbýli og leiða til fólksfjölgunar. Þetta mun einnig vekja Evrópubúa til umhugsunar um nauðsyn þess að bæta stjórnun endurnýjanlegra auðlinda og þeir verða meðvitaðri um hvernig þeir hafa sífellt áhrif á lífhagkerfið og hvernig það opnar nýja markaði fyrir sjálfbær matvæli og líftæknivörur. Það er einnig nauðsynlegt fyrir fólk í frumvinnslugreinum að skoða hvað þeir geta gert til að framleiðslan sé sjálfbær og umhverfisvæn.” segir Hörður. „Þegar tillögur koma um nýjar fæðutegundir og ný hráefni og framleiðendum bent á nauðsyn sjálfbærni, er ekki eingöngu verðið að hugsa um umhverfisvernd heldur einnig fæðuöryggi og örugg matvæli.“

Hörður segir að Evrópska lífhagkerfið hvetji einnig til stofnunar lífhagkerfisráða í einstökum löndum og landssvæðum. „Mikilvægi betri og aukinnar sjálfbærni í kringum lífauðlindir hefur aldrei verið mikilvægari en nú og krefst aukinnar þátttöku rannsóknasamfélagsins, fyrirtækja og stjórnvalda. Þörf er á aukinni nýsköpun og virðisaukningu til að nýta til fullnustu takmarkaðar auðlindir. Samvinna milli landa er lykillinn að að því að ná markmiðum og mæta auknum kröfum um lífræna framleiðslu. Mörg lönd deila sömu auðlindum og því er mikilvægt að koma á samræmdri stefnu og verklagi. Sem dæmi má nefna að Norðurlöndin vinna að stofnun lífhagkerfisráðs sem setur samræmda stefnu fyrir lífrænar auðlindir norðurslóða. Einnig er mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna náið með öðrum löndum, t.d. nágrönnum okkar í vestri, Bandaríkjunum og Kanada, en við deilum mörgum auðlindum með þeim og stöndum frammi fyrir sambærilegum áskorunum”.

Fjölbreyttar auðlindir

„Meðal stærstu verkefna Evrópska lífhagkerfisráðsins er að mynda Bioeconomy Observatory, en markmið þess verður að kortleggja og fylgjast með framförum og áhrifum evrópska lífhagkerfisins og vinna að langtímastefna sem gagnast við þróun lífhagkerfisins. Við höfum einnig unnið mikið við skilgreiningar og kortlagningar og sett fram tillögur varðandi  þann lífmassa sem er fáanlegur í Evrópu. Þessi vinna er mjög mikilvæg til að lífauðlindir nýtist á sjálfbæran og arðbæran máta. Lífauðlindir okkar eru fjölbreyttar og snerta marga þætti í fæðu-, fóður-, orku- og lyfja- og landbúnaðarframleiðslu. Í þessari úttekt höfum við þurft að taka tillit til ýmissa efnahagsþátta, félagslegra þátta  og umhverfisþátta og hefur það gert vinnuna talsvert flókna. Markmið okkar er að kynna fyrir Evrópusambandinu forgangstillögur um framboð og notkun á lífmassa,” segir Hörður.

Evrópska lífhagkerfisráðið hefur lagt fram stefnu og aðgerðaráætlun sem byggt er á Framework Programme for Research and Technological Development (FP7) og EU Framework Programme for Research and Innovation (Horizon 2020).

Fréttir

Íslenska útgáfa ársskýrslu Matís 2014 er komin út

Meginþema skýrslunnar í ár snýr að stóru leyti að  lífhagkerfinu en árið var formennskuár Íslands í norræna ráðherraráðinu og í kjölfar þess hófst þriggja ára formennskuáætlun sem snýr að lífhagkerfinu.

Matís hefur unnið náið með íslenskum stjórnvöldum að útfærslu áætlunarinnar þar sem lífhagkerfið er undirstaða flestra rannsókna og nýsköpunarverkefna hjá fyrirtækinu. Helsta verkefni formennskuársins var um nýsköpun í norræna lífhagkerfinu til þess að styrkja svæðisbundinn hagvöxt.

Matís mun leiða nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni sem unnin verða á sviði lífhagkerfisins undir formennskuáætluninni. Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri á Viðskiptaþróunarsviði er verkefnastjóri.

Ársskýrsla Matís 2014

Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun og aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu, aukinni framleiðslu lífmassa, meðal annars fyrir lífmassaver, og nýtingu nýrrar tækni þar á meðal líftækni til verðmætaaukningar við nýtingu lífrænna auðlinda. Matís hefur þegar náð góðum árangri í að auka verðmæti vannýttra auðlinda og leita leiða til bættrar nýtingar þeirra auðlinda sem þegar eru nýttar með því að stunda virkar rannsóknir og nýsköpun auk þess að standa við bakið á frumkvöðlum. Nýsköpunarverkefnin innan formennskuáætlunarinnar eru þannig eðlilegt framhald þeirrar vinnu, þau tengja saman íslenska og norræna þekkingu með það að markmiði að greina tækifæri, minnka sóun og auka verðmæti í lífhagkerfinu.

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Fréttir

Framtíð íslenskra vísindamanna er björt

Samstarf við menntastofnanir og starfsþjálfun nemenda er einn af mikilvægu þáttunum í starfsemi Matís. Með því er Matís ekki bara að auðvelda nemendum og þeim sem eru ný útskrifaðir að fá tækifæri til frekari þekkingaröflunar heldur er Matís að fylgja eftir áherslum sínum á rannsóknir og nýsköpun á sviði matvæla í þágu atvinnulífsins, lýðheilsu og matvælaöryggis.

Nýlega birtist skemmtilegt viðtal við Ástu Heiðrúnu E. Pétursdóttur í JASS News í Skotlandi. Ásta er post-doc hjá Matís en var í doktorsnámi við háskólann í Aberdeen.

Í viðtalinu segir Ásta meðal annars að þegar hún tók ákvörðunina um að fara til Skotlands í nám þá taldi hún að löndin tvö, Ísland og Skotland, væru nú ekki svo ólík – rigning, vindur, fjöll og kindur!

Viðtalið í heild sinni má lesa á vef JAAS News.

Fréttir

Ísland með sérstöðu þegar kemur að bakteríusýkingum í matvælum

Árið 1999, eftir holskeflu Campylobacter-sýkinga hérlendis, var eftirliti með kjúklingum aukið. Í dag eru tekin sýni úr hópum allra eldiskjúklinga á leið til slátrunar 2-5 dögum fyrir fyrirhugaða slátrun. Ef bakterían greinist er allur kjúklingurinn úr viðkomandi hópi frystur að slátrun lokinni.

Ástæðan fyrir því að þessi leið var valin byggðist á rannsóknum sem gerðar voru hjá forverum þeirra rannsóknastofa sem sameinuðust í Matís og sýndu fram á að með frystingu fækkaði bakteríunni um allt að 99%. Þar með dró mjög mikið úr þeirri hættu sem fylgdi meðhöndlun kjúklinga og krosssmitun bakteríunnar í önnur matvæli.  

Þar sem frystar alifuglaafurðir seljast á mun lægra verði en ferskar leiddi frystikrafan til þess að  alifuglabændur hertu mjög á öllum fyrirbyggjandi aðgerðum sem drógu þannig mjög fljótlega úr mengun eldishópa. Þessar aðgerðir, auk fræðslu til almennings um rétta meðhöndlun hrárra kjúklingaafurða, hafa gert það að verkum að í dag er árlegur fjöldi greindra sjúkdómstilfella af innlendum uppruna í mönnum aðeins brot af því sem greindist 1999 og fjöldi eldishópa sem greinist með bakteríuna er sömuleiðis aðeins lítið brot af því sem var áður en frystikrafan var innleidd árið 2000.

Með þessum aðgerðum hefur Ísland skapað sér sérstöðu þegar kemur af fátíðni Campylobacter-sýkinga, en ekkert annað land hefur náð að fækka smittilvikum með sama hætti og á jafn stuttum tíma og gerðist á Íslandi. Þessi árangur hefur vakið mikla athygli og hafa önnur lönd m.a. Noregur unnið að uppsetningu svipaðs kerfis íhlutandi aðgerða.

Nánari upplýsingar veitir Franklín Georgsson, sviðsstjóri Mælingar og miðlunar hjá Matís.

Fréttir

Ársskýrsla Matís 2014 er komin út

Ársskýrsla Matís fyrir starfsárið 2014 er nú komin út. Ársskýrslan er á ensku en skýrslan verður aðgengileg á íslensku á næstu vikum.

Meginþema skýrslunar í ár snýr að stóru leyti að lífhagkerfinu en á árið var formennskuár Íslands í norræna ráðherraráðinu og í kjölfar þess hófst þriggja ára formennskuáætlun sem snýr að lífhagkerfinu. Matís hefur unnið náið með íslenskum stjórnvöldum að útfærslu áætlunarinnar þar sem lífhagkerfið er undirstaða flestra rannsókna og nýsköpunarverkefna hjá fyrirtækinu. Helsta verkefni formennskuársins var um nýsköpun í norræna lífhagkerfinu til þess að styrkja svæðisbundinn hagvöxt.

Matís mun leiða nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni sem unnin verða á sviði lífhagkerfisins undir formennskuáætluninni. Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri á Viðskiptaþróunarsviði er verkefnastjóri.

Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun og aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu, aukinni framleiðslu lífmassa, meðal annars fyrir lífmassaver, og nýtingu nýrrar tækni þar á meðal líftækni til verðmætaaukningar við nýtingu lífrænna auðlinda. Matís hefur þegar náð góðum árangri í að auka verðmæti vannýttra auðlinda og leita leiða til bættrar nýtingar þeirra auðlinda sem þegar eru nýttar með því að stunda virkar rannsóknir og nýsköpun auk þess að standa við bakið á frumkvöðlum. Nýsköpunarverkefnin innan formennskuáætlunarinnar eru þannig eðlilegt framhald þeirrar vinnu, þau tengja saman íslenska og norræna þekkingu með það að markmiði að greina tækifæri, minnka sóun og auka verðmæti í lífhagkerfinu.

Ársskýrsla Matís 2014

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Fréttir

Registration of more than 400 thousand horses

Matís is closely involved with many agriculture breeding projects, helping farmers to improve their stocks; Matís performs the genetic analysis of the Icelandic horse for  the WorldFengur database. WorldFengur is the official FEIF register of the Icelandic horse breed.

The database was established in year 2000, and consists of unique DNA identification of each horse, pedigree information, and information on breeders, owners, offspring’s records, photos, results on breeding evaluations on the Icelandic stock and results from assessments. Currently there are more than 400,000 horses registered in WorldFengur from across Europe and the USA. The backbone of the database is the unique identification number (FEIF ID-number) of each horse, paired with its genotype, this allows a record and pedigree for all Icelandic horses, allowing their sale, entrance into shows, and for better breeding programs.

In addition Matís is the only Icelandic provider of the test for the DMRT3 mutation. This mutation indicates whether or not a horse has the ability to perform both pace and tölt (Icelandic) which is a form of slow trot. Most Icelandic horses with two copies of the A variant (AA) can perform both gaits, while horses with one copy (CA) can only perform tölt. This means that we can now genetically test a horse’s potential ability to perform these gaits. This testing can be done when the horse is very young (i.e. before training is started). It can also be carried out on the stallion and broodmare to determine if they are a good combination to breed.

Sheep farmers have also profit from Matís researches, as Matís offers testing for the ‘þokugen’ gene, which increases fertility in ewes, allowing farmers to increase the productivity of their flocks. Matís is as well enabling a practical test for sheep breeders to detect Scrapie. Scrapie is a fatal degenerative disease that affects the central nervous system in sheep and can be passed from sheep to sheep. Positive diagnosis of Scrapie can result in a flock being quarantined and animals destroyed. Fortunately, sheep can have genetic resistance to Scrapie that can be detected with a simple and inexpensive DNA test. By offering DNA testing to farmers, breeders can select for, and breed resistant animals. Buyers can also be assured that they are buying resistant sheep.

For additional information, please contact Anna K. Daníelsdóttir, director at Matís.

Fréttir

Skiptiborð Matís um jólahátíðina

Starfsfólk Matís óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Skiptiborð Matís verður lokað 24. og 31. desember. Beinn sími á örverudeild er 422-5116 eða 858-5116.

Upplýsingar um önnur símanúmer starfsmanna er að finna á heimasíðu okkar, www.matis.is.

Fréttir

Kæling afla með ískrapa um borð í smábátum

Hjá Matís er í gangi áhugavert verkefni í samstarfi við Thor-Ice, Háskóla Íslands, 3X-Technology, Landssamband smábátaeigenda og Valdi ehf. um kælingu afla með ískrapa um borð í smábátum.

Markmið verkefnisins er að bæta gæði afla frá smábátum og hámarka skilaverð. Til að ná þessum markmiðum verður hönnuð krapavél sem hentar smábátum og einnig þróað endurbætt verklag til kælingar afla. Aukin þekking á meðhöndlun og kælingu mun lækka hlutfall afla þeirra báta sem telst ónýtur vegna lélegrar eða engrar kælingar. Bætt kæling um borð í smábátum mun vafalítið auka almennt gæði þess afla sem landað er. Í því felst ávinningur fyrir bæði sjómenn og framleiðendur.

Helstu afurðir verkefnisins eru:

  • Meiri þekking á áhrifum mismunandi kælingar á hold og dauðastirðnun fisks
  • Meiri þekking og skilningur á orkunotkun mismunandi kælingar með ískrapa og flöguís.

Nánari upplýsingar veitir Sæmundur Elíasson hjá Matís og einnig má finna upplýsingar um verkefni á vefsvæði verkefnisins.

Ítarefni

Umfjöllun um verkefnið í tímariti Háskóla Íslands.

Fréttir

Vor í lofti

Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á að framleiða vörur úr eigin hráefni með það að markmiði að búa til vörur sem selja má til neytenda, aukist mikið. Í kjölfarið hafa margir farið í að koma sér upp aðstöðu til slíkrar framleiðslu.

Margir bændur hafa komið sér upp vinnsluaðstöðu á bæjunum og selja hangikjöt, pylsur og ýmiskonar önnur matvæli beint frá framleiðanda við miklar vinsældir neytenda. Sama má segja um fiskframleiðendur, margir framleiða harðfisk eða önnur matvæli úr sjávarfangi. Að koma upp slíkri vinnuaðstöðu og fá tilskilin leyfi kostar þó töluverða fjármuni og vinnu áður en hægt er að fara að framleiða matvælin.

Margir framleiðendur hafa leitað til Matís eftir aðstoð að koma upp aðstöðu sem uppfyllir kröfur til matvælaframleiðslu og við vöruþróun á þeim matvælum sem ætlunin er að framleiða. Verkefnið Vor í lofti var sett á fót á sunnanverðum Vestfjörðum á síðasta ári og er því að ljúka núna. Verkefninu var ætlað að styrkja smáframleiðendur á svæðinu til að koma upp fullvinnslu matvæla í smáum stíl og tóku alls átta aðilar þátt í verkefninu að einhverju eða öllu leyti. Verkefnið skilaði þátttakendum vel áleiðis að markmiðum þeirra og má ætla að með vaxandi ferðamannastraumi til svæðisins muni markaður fyrir slíka vöru aukast enn frekar.Verkefnið var styrkt af Rannsóknar- og Nýsköpunarsjóði Vestur-Barðastrandarsýslu og Vöruþróunarsetri sjávarútvegsins. Skýrsla um verkefnið hefur verið gefin út og má sjá hana hér. Nánari upplýsingar um verkefnið gefur Lilja Magnúsdóttir hjá Matís á Patreksfirði.

IS