Fréttir

Áhrif samverkandi efnasambanda á okkar daglega líf

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

EuroMix (European Test and Risk Assessment Strategies for Mixtures) er nýtt verkefni sem styrkt er af rannsóknaráætlun Evrópu (H2020). EuroMix mun leggja fram tilraunaáætlun til að rannsaka sameiginleg áhrif efnasambanda (efnablöndu) sem við komumst í snertingu við í okkar daglega lífi þar sem beitt verður bæði nýjum og áður þekktum eiturefnafræðilegum prófunum.

Verkefnið er einstaklega mikilvægt fyrir nútíma samfélagið, þar sem samverkun mismunandi efnasambanda hefur hingað til ekki verið rannsökuð nægilega og ESB hefur áréttað þörfina fyrir áhættumat efnablanda sé nauðsynlegt í framtíðinni.

Upphafsfundur (20-21. maí hjá RIVM, Bilthoven)

Sérfræðingar frá alþjóðastofnunum eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (World Health Organization, WHO), Matvælaöryggisstofnun Evrópu (European Food Safety Authority, ESFA), Sameinuðu Rannsóknarstofnun Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (EC Joint Research Centre) ásamt sérfræðingum sem hafa tekið þátt í alþjóðlegri umræðu líkt og RISK 21 tóku þátt í upphafsfundi verkefnisins, þar sem kynnt var yfirlit yfir rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar í Evrópu og frá öðrum löndum. Farið var yfir helstu svið eiturefnafræðinnar, nýjar og háþróaður rannsóknaraðferðir og áhættumat samsettra efnablandna. Helstu atriði EuroMix verkefnisins voru kynnt á upphafsfundinum og sett í samhengi við alþjóðlega þróun og rannsóknir.

Markmið og skref

EuroMix miðar að því að þróa og sannreyna tilraunaáætlun fyrir efnablöndur mismunandi efna með ólíkar uppsprettur og áhrif á mismunandi æviskeið manna. Tilraunir verða framkvæmdar þar sem niðurstöðum og reynslu verða gert skil í hagnýtum leiðbeiningum fyrir framtíðar rannsóknaráætlanir. Þar sem fjöldi efnablandna sem við komumst í snertingu við í daglegu lífi er óendanlegur, verða ákveðnar lykil blöndur skilgreindar.

Þessar lykil blöndur verða prófaðar og niðurstöðu rannsóknanna verða notaðar í framtíðinni fyrir gagnagrunna til að meta útsetningu okkar við efnablöndur. Gagnsemi lífvirkniprófa (bioassays) verða metin fyrir efnablöndur og hentugustu aðferðirnar sem finnast verða sannreyndar og fullgildar í samanburði við dýratilraunir. Ný líkön til að framkvæma áhættumat fyrir efnablöndur verða þróuð og mat á útsetningu mun fara fram. Nýtt EuroMix líkan verður gert hagsmunaaðilum aðgengilegt gegnum almenna opna vefsíðu. EuroMix verkefnið mun veita alþjóðastofnunum ráðgjöf um hvernig á að nota lífvirknipróf ásamt notkun á líkaninu fyrir framtíðar rannsóknir og áhættumat á efnablöndum.

Niðurstöður

Gert er ráð fyrir því að verkefnið muni auka nýsköpun bæði í opinbera- og einkageiranum. Verkefnið mun veita traustan vísindalegan grunn til að meta áhrif efnablandna ásamt því að draga úr notkun tilraunadýra í framtíðinni. Einnig mun verkefnið styðja umræðu um samræmda stefnu innan áhættumats efnablandna innan í ESB, Codex Alimentarius og Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (US Environmental Protection Agency, EPA).

Alþjóðasamstarf

22 samstarfsaðilar eru í EuroMix verkefninu ásamt því að fjórir alþjóðlegir aðilar tengjast verkefninu. Verkefnið er innan rannsóknar- og nýsköpunar áætlunarinnar ESB, Horizon 2020, sem byggir á fyrri evrópskum rannsóknarverkefnum. Samstarfsaðilar EuroMix og framkvæmdastjórn ESB hafa samþykkt samhliða fjármögnun fyrir 8 milljónir evra.

Hollenska lýðheilsu og umhverfisstofnunin RIVM leiðir EuroMix verkefnið. Aðrar stofnanir eru skráðar í viðauka 1.

Nánari upplýsingar veitir dr. Helga Gunnlaugsdóttir hjá Matís.

Tenglar og ítarefni

http://cordis.europa.eu/project/rcn/193181_en.html tengill á EU síðu

http://horizon2020projects.com/