Fréttir

Hve sjálfbær er þorsk- og ýsuframleiðslan í heild sinni?

Íslenskir framleiðendur telja sig vita að þorsk- og ýsuafurðir úr Norður-Atlantshafi standi öðrum framar þegar kemur að sjálfbærri nýtingu, lágmörkun umhverfisáhrifa og góðum starfsháttum sem lúta að efnahagslegum og félagslegum þáttum. En getum við raunverulega lagt mat á þessi atriði? Kynntu þér málið á fundi hjá Matís 25. nóvember kl. 13.

Kröfur um sjálfbæra nýtingu og lágmörkun umhverfisáhrifa hafa aukist síðustu misserin á mikilvægum mörkuðum fyrir sjávarafurðir Íslendinga. Þessum kröfum hefur meðal annars verið svarað með umhverfisvottunum, en upplýsingar um sjálfbærni framleiðslunnar í heild hafa hins vegar verið takmarkaðar.

Þeir sem hafa haft til þess fjárhagslega burði hafa látið framkvæma vistferilsgreiningu (LCA) í virðiskeðjum sínum. Vistferilsgreining segir hins vegar einvörðungu til um umhverfisálag framleiðslunnar á afmökuðu liðnu tímabili, en segir lítið um aðra þætti sjálfbærni, eins og til dæmis félagslega- og efnahagslega sjálfbærni. Íslenskir framleiðendur telja sig vita að þorsk- og ýsuafurðir úr Norður- Atlantshafi standi öðrum framar þegar kemur að sjálfbærri nýtingu, lágmörkun umhverfisáhrifa og góðum starfsháttum sem lúta að efnahagslegum og félagslegum þáttum. Þetta á sérstaklega við í samanburði við samkeppnisaðila okkar í öðrum heimsálfum. Með það að markmiði að gera smáum- og meðalstórum fyrirtækjum kleift að nýta það forskot sem þessir yfirburðir okkar í framleiðslu ættu að gefa í markaðslegum tilgangi hefur Matís, í samstarfi við fjölda fyrirtækja, samtaka og rannsóknastofnana unnið að þróun staðals sem gerir framleiðendum kleift að meta sjálfbærni þorsk- og ýsuframleiðslu sinnar á fljótlegan og einfaldan hátt. Stefnt er að því að staðallinn verði gefinn út af CEN í lok þessa árs.

Kynning verður á staðlinum og aðstoð við að nýta hann í rekstri

Þriðjudaginn 25. nóvember kl 13:00 fer fram á Matís kynning á staðlinum, aðferðafræðinni sem hann er byggður á og útskýringar á því hvernig íslenskir framleiðendur geta nýtt hann í daglegum rekstri og í markaðslegum tilgangi. Í framhaldi af fundinum mun Matís aðstoða þá framleiðendur sem áhuga hafa við innleiðingu staðalsins.

Nánari upplýsingar má finna á einblöðungi um þetta efni sem og með því að hafa samband við Jónas R. Viðarsson hjá Matís.

Fréttir

Liggja tækifæri í rekjanleika sjávarafurða?

Þann 21. október síðastliðinn stóð Matvælastofnun fyrir Norrænni ráðstefnu um rekjanleika í matvælaiðnaði. Ráðstefnan var hluti af þeim viðburðum sem tengjast formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014 og var sótt af fjölda aðila í matvælaeftirlitsgeiranum á norðurlöndunum.

Ráðstefna um rekjanleika í matvælaiðnaði

Fulltrúar Matís héldu framsögu á fundinum þar sem þeir fjölluðu um tækifærin sem felast í því að nýta rekjanleika til að auka verðmæti sjávarafurða. Nálgast má kynninguna á heimasíðu Matvælastofnunar hér.

Auk framsögu fulltrúa Matís voru fimm aðrir ræðumenn með áhugaverðar kynningar þ.e.

  • Kris de Smet frá Evrópusambandinu fjallaði um rekjanleika-, öryggi- og uppruna matvælaiðaði
  • Karen Bar Yacow frá Evrópusambandinu fjallaði um rekjanleika og svindl í matvælaiðnaði
  • Kyösti Siponen frá Evira í Finnlandi fjallaði um rekjanleika í kjötiðnaði
  • Erlendur Stefánsson frá HB Granda fjallaði um rekjanleika í fiskiðnaði

Að loknum hverjum fyrirlestri fóru fram umræður um umfjöllunarefnið þar sem komu fram áhugaverðar staðreyndir og frekari upplýsingar.

Nánari upplýsingar Jónas R. Viðarsson hjá Matís.

Fréttir

Sjávarútvegsráðstefnan hefst á morgun

Sjávarútvegsráðstefnan 2014 fer fram á morgun, fimmtudag, og föstudag en markmið sjávarútvegsráðstefnunnar er að ná saman á einum stað þversneið af greininni til að vinna að framförum og sókn.

Fjöldi mjög góðra erinda eru á dagskránni þessa tvo daga og eru starfsmenn Matís með ein þrjú erindi og auk þess eru starfsmenn Matís með umsjón eða málstofustjórn í þremur málstofum.

Til viðbótar er Matís með bás á ráðstefnunni þar sem tæknilausnir og samstarfsverkefni verða kynnt.

Nánari upplýsingar um sjávarútvegsráðstefnuna 2014 má finna á vef hennar.

Fréttir

Frá grunnrannsóknum til lækningavara á markaði

Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Matís, fjallar um tilurð og vöxt líftæknifyrirtækisins Zymetech og tengsl þess við grunnrannsóknir í skólanum í öðru erindi fyrirlestraraðarinnar Vísindi á mannamáli sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Erindið verður í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 18. nóvember nk. kl. 12:10.

Líftæknifyrirtækið Zymetech byggist á rannsóknum Ágústu og Jóns Braga Bjarnasonar heitins, prófessors í lífefnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Zymetech grundvallast á áratugarannsóknum við Háskóla Íslands á meltingarensímum úr þorski og hagnýtingu ensímanna í lækningavörur og snyrtivörur á markaði.
 
Fjallað verður um gildi grunnrannsókna í nýsköpunarferlinu og það hvernig djúp þekking á ensímum, örverufræði, matvælafræði, lífefnafræði, frumulíffræði og lyfjafræði nýtist beint í hagnýtri líftækni. Nýsköpunarferli líftæknifyrirtækja er langt og flókið. Alþjóðlegir markaðir líftækniafurða, eins og t.d. lækningavara, eru stórir, kröfuharðir og nýjungagjarnir. Því krefst þróun nýrra lækningavara fyrir slíka markaði sífelldrar uppbyggingar hugvits og aukinnar þekkingar. Kostnaður við einkaleyfi, skráningu lækningaafurða, erlenda ráðgjafa, markaðsmál, leyfisveitingar og fleira er mikill en nauðsynlegur fyrir alþjóðlega markaðssetningu.
 
Zymetech hefur átt gott samstarf við Háskóla Íslands og Landspítala – háskólasjúkrahús um öflun rannsóknastyrkja, menntun framhaldsnema og birtingu vísindagreina. Einnig býður samstarfið upp á störf fyrir unga vísindamenn og aðgengi að sérhæfðri aðstöðu til grunn- og læknisfræðilegra rannsókna. Mikilvægi rannsóknasjóða fyrir nýsköpun og áframhaldandi uppbyggingu hugvits innan fyrirtækja á alþjóðamarkaði verður einnig rætt. 

Boðið verður upp á hádegishressingu að erindi loknu.

Um Ágústu Guðmundsdóttur

Ágústa Guðmundsdóttir lauk doktorsprófi í örverufræði og sameindalíffræði frá örverufræðideild Virginíuháskóla í Charlottesville í Bandaríkjunum árið 1988. Hún hefur verið gistiprófessor við skólann frá árinu 1989 og hefur jafnframt stundað rannsóknir við University of California, San Francisco og New York University. Frá árinu 1993 hefur Ágústa verið prófessor í matvælaefnafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Heilbrigðisvísindasviðs en var dósent í sömu grein frá 1989–1993. Rannsóknir Ágústu hafa í vaxandi mæli beinst að notkun þorskensíma gegn örverusýkingum og þróun lækningavara sem byggjast meðal annars á rannsóknum hennar í samstarfi við Zymetech. Ágústa hefur verið rannsóknastjóri Zymetech um árabil en rannsóknirnar hafa verið unnar í samstarfi við Háskóla Íslands. Hún hefur ritað fjölda vísindagreina og bókakafla um rannsóknir sínar og samstarfsmanna og leiðbeint fjölda doktors- og meistaranema. Auk þess hefur hún tekið virkan þátt í stjórnunarstörfum jafnt innan sem utan Háskóla Íslands. 

Um fyrirlestraröðina

Vísindi á mannamáli er ný fyrirlestraröð  Háskóla Íslands sem efnt er til að frumkvæði Lífvísindaseturs og Líffræðistofu Háskóla Íslands. Markmiðið er að varpa ljósi á það hvernig vísindamenn háskólans reyna að afhjúpa leyndardóma náttúrunnar og hvaða þýðingu vísindarannsóknir hafa fyrir daglegt líf fólks, t.d. baráttu við sjúkdóma eða náttúruöflin eða til að auka lífsgæði og takast á við nýjar áskoranir tengdar breytingum í umhverfinu.

Frétt þessi birtist fyrst á vefsvæði Háskóla Íslands.

Fréttir

Sigurvegarar í Íslandsmeistarakeppninni í matarhandverki 2014

Nú er fyrsta Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki yfirstaðin. Keppnin var að þessu sinni opin fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar og fór fram í Norræna húsinu 13. nóvember.

Matís og Ný norræn matvæli II stóðu að þessari keppni. 

Samhliða keppninni var haldin ráðstefna þar sem hægt var að fræðast um hvernig frændur okkar á Norðurlöndunum hafa stutt og markaðssett matarframleiðslu úr héraði. Ráðstefnan var styrkt af ÍslandsstofuIcelandairNorræna húsinu og Mjólkursamsölunni.

Keppendur voru frá öllum Norðurlöndunum og voru skráðar 110 vörur. 
Keppt var í 8 mismunandi flokkum.

Hér má sjá lista yfir vinningshafa:

Mjólkurafurðir:

Gull     Arla Unika, Sirius (ostur), Danmörk
Silfur   Den Blinde ku, Blåmandag (ostur), Noregur
Brons  Skärvångens bymejeri, Rosalina (ostur), Svíþjóð

Kjötafurðir:

Gull     Sjónarsker, Klettur (þurrkryddaður, saltaður og reyktur lærvöðvi), Ísland
Silfur   Bjarteyjarsandur, Birkireyktur bláberjavöðvi, Ísland
Brons  Bjärhus gårdsbutik, Bjärhus ölpinne (þurrkuð hrápylsa), Svíþjóð

Fiskafurðir:

Gull     Leif Sørensen, Fish chips, Færeyjar
Silfur   Sólsker, Makrílpate, Ísland
Brons  Sólsker, Heitreyktur makríll, Ísland

Ber, ávextir og grænmeti:

Gull    Útoyggjafelagið, Meadowsweet syrup, Færeyjar
Silfur  Útoyggjafelagið, Rabarbusaft, Færeyjar
Silfur  Holt og heiðar, Rabarbarasulta með vanillu, Ísland

Bakstur:

Gull   Cum Pane ekologisk bakverkstad, Fröknäcke (hrökkbrauð), Svíþjóð  

Súrdeigs bakstur:

Gull    Sandholt, Reykt graskersbrauð, Ísland
Silfur  The Coocoo’s Nest, Súrdeigsbrauð, Ísland

Nýsköpun í matarhandverki:

Gull    Örtagård Öst, Skuren marmelad, Svíþjóð
Silfur  Urta Islandica,  SPRETTUR-orku og úthalds jurtate fyrir íþrótta- og fjallgöngufólk, Ísland

Salt:

Gull    Saltverk, Birkireykt salt, Ísland
Silfur  Norður & Co, Norðursalt – íslenskt flögusalt, Ísland

Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Hvert er sótspor ferskra þorskhnakka frá Íslandi?

Í seinni tíð hefur krafan um sjálfbæra nýtingu og lágmörkun umhverfisáhrifa í framleiðslu á matvælum aukist mikið á mörkuðum sem eru mikilvægir fyrir ferskfiskafurðir okkar Íslendinga.

Kröfum um sjálfbæra nýtingu fiskistofna hefur verið svarað með umhverfisvottunum, en upplýsingar um heildarumhverfisáhrif íslenskra sjávarafurða og samanburð við samkeppnisvörur hefur skort. Því tóku nokkur fyrirtæki í framleiðslu, dreifingu og markaðssetningu á ferskum þorskhnökkum saman höndum og létu framkvæma vistferilsgreiningu (Life Cycle Assessment) á afurðum sínum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að umhverfisálag ferskra íslenskra þorskhnakka er tiltölulega lágt í samanburði við okkar helstu samkeppnisaðila í sjávarútvegi og mun lægra en frá kjötafurðum.

Afurðir frá fjórum framleiðendum og af sjö mismunandi fiskiskipum sem seldar eru í Bretlandi og í Sviss voru rannsakaðar og niðurstöðurnar bornar saman við sambærilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið annarsstaðar í heiminum. Nokkur munur er á sótspori einstakra skipa eftir stærð, veiðarfærum, kvótastöðu og útgerðarmynstri, en meðaltalsniðurstöður rannsóknarinnar sýna að sótspor ferskra þorskhnakka er um 0,8 Kg CO2 ígildi / Kg hnakkar þegar búið er að vinna aflann. Flutningur með skipi til Bretlands eða Sviss bætir frekar litlu við sótsportið, en ef afurðirnar eru fluttar með flugi getur sótsporið allt að þrefaldast, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Séu þessar niðurstöður bornar saman við niðurstöður sambærilegra rannsókna annarsstaðar frá má sjá að sótspor íslenskra þorskhnakka sem fluttir eru með flugi til Bretlands er sambærilegt á við norskan þorsk og lax sem fluttur hefur verið með sendibílum til mið-Evrópu. Séu hnakkarnir hins vegar sendir með skipi kemur íslenski fiskurinn töluvert betur út en sá norski. Séu þorskhnakkarnir bornir saman við aðra próteingjafa úr dýraríkinu má sjá að íslenskur þorskur hefur mjög takmarkað sótspor.

Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa verið gefnar út í skýrsluformi, auk þess sem gefin hefur verið út bæklingur með helstu niðurstöðum. Nálgast má skýrsluna og bæklinginn á heimasíðum Matís og AVS, en verkefnið var styrkt af AVS.

Nánari upplýsingar Jónas R. Viðarsson hjá Matís.

Fréttir

Úrslit í Íslandsmeistarakeppninni í matarhandverki tilkynnt í dag

Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki fór fram í gærdag og gærkvöldi. Fjöldinn allur af vörum voru með í keppninni og var það samdóma álit allra þeirra sem komu að þessu að mjög bjart sé yfir nýsköpun í matvælum ekki bara hér á landi heldur á öllum Norðurlöndunum.

Úrslitin verða kunngerð kl. 15 í dag í Norræna húsinu og hvetjum við alla til að koma við og sjá afrakstur smáframleiðslu matvæla og nýsköpunar í matvælum eins og hún gerist best á Norðurlöndunum.

Myndir af nokkrum vörum frá keppninni í gær

Matarhandverk | Artisan Food Matarhandverk | Artisan Food.

Matarhandverk | Artisan Food Matarhandverk | Artisan Food.

Matarhandverk | Artisan Food Matarhandverk | Artisan Food.

Matarhandverk | Artisan Food Matarhandverk | Artisan Food.

Matarhandverk | Artisan Food Matarhandverk | Artisan Food.

Matarhandverk | Artisan Food Matarhandverk | Artisan Food.

Matarhandverk | Artisan Food Matarhandverk | Artisan Food.

Matarhandverk | Artisan Food Matarhandverk | Artisan Food.

Matarhandverk | Artisan Food Matarhandverk | Artisan Food.

Matarhandverk | Artisan Food Matarhandverk | Artisan Food.

Fréttir

Sjávarbyggðir, smábátaveiðar og byggðaþróun við N-Atlantshaf

Í september síðastliðnum stóð Matís fyrir ráðstefnu um sjávarbyggðir, smábátaveiðar og byggðaþróun við N-Atlantshaf. Ráðstefnan var haldin í tengslum við íslensku sjávarútvegssýninguna og formennsku-áætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Ráðstefnan var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni, en auk Matís kom fjöldi aðila að undirbúningi og framkvæmd ráðstefnunnar. Má þar meðal annars nefna landssambönd smábátaeigenda í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Íslandi, Grænlandi og Nýfundnalandi, auk rannsóknaraðila og einkafyrirtækja í þessum sömu löndum.

Skýrsla frá ráðstefnunni

Allar framsögur á ráðstefnunni eru nú aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins, bæði í pdf formi og myndbandsupptökur. Jafnframt hefur verið gefin út skýrsla með öllum framsögum ráðstefnunnar og bæklingur með úrdrætti úr öllum framsögum.

Nánari upplýsingar Jónas R. Viðarsson hjá Matís.

Fréttir

Viltu vita um viðskiptatækifærin í dreifðari byggðum Grænlands?

Nú er komið að lokum Arctic Bioeconomy verkefnisins. Verkefninu lýkur með ráðstefnu um norrænt lífhagkerfi með áherslu á Ísland, Grænland og Færeyjar en á ráðstefnunni munu margir áhugaverðir fyrirlesarar stíga í pontu. Meðal þeirra er Inunnguaq Hegelund sem er Íslendingum að góðu kunnur úr þáttunum Nautnir norðursins sem nýverið var sýnt á RÚV.

Lífhagkerfið tekur til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda og má því segja að íslenskt hagkerfi sé að verulegu leiti háð lífhagkerfinu.

Í ljósi mikilvægis sjávarins og haftengdrar starfsemi felast einstök tækifæri í umræðu, framþróun og aukinni verðmætasköpun á þessu sviði fyrir Ísland og Íslendinga.

Aukinn hagvöxtur byggðum á sjálfbærri nýtingu lífrænna auðlinda og nýsköpun sem miðar að aukinni verðmætasköpun er meginstefið á ráðstefnunni og er sérstöku ljósi beint að auðlindum hafsins í þessu sambandi.

Á ráðstefnunni mun dr. dr. Christian Patermann halda fyrirelstur sem ber heitið  „Europe route to the Bioeconomy, challenges and perspectives for the Nordic Union“.

Paterman þessi er stórt nafn í lífhagkerfismálum en hann er fyrrverandi forstjóri DG Research European Commission, Biotechnology, Agriculture, Food Research hjá ESB og talinn „faðir“ lífhagkerfisins í Brussel.

Dagsetning: 11. nóvember
Staðsetning: Norræna húsið, Sturlugötu 5

Dagskrá

Conference facilitator: Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís

13:00 – 13:40     Europe route to the Bioeconomy, challenges and perspectives for the Nordic Union, Dr.dr. Christian Patermann, key note speaker

13:40 – 14:00       Main results of Arctic Bioeconomy – lessons learned and the way forward
Sigrún Elsa Smáradóttir, Research group leader, Matís   
      
14:00– 14:15       Trends in the Blue Bioeconomy: A Faroese Case Study
Dr. Unn Laxá,  Research Project Manager

14:15 – 14:30       Business opportunities and rural development in the Greenlandic Bioeconomy
Inunnguaq Hegelund, chef at Hotel Arctic in Greenland

14:30 – 14:50       Access to plant varieties in the Arctic agriculture
Dr. Svein Ø. Solberg, Senior Scientist, Nordic Genetic Resource Center

14:50 – 15:20    Coffee break

15:20 – 15:40       Bioeconomy in the Nordic countries, strategy, opportunities and needs
Dr. Lene Lange, professor, Department of Biotechnology and Chemistry, Aalborg University, Denmark

15:40 – 16:00       European Bioeconomy – opportunities and challenges
Dr. Hörður G. Kristinnsson, Director of Research, Matís

16:00 – 17:00       Panel discussion
Panel leader:
Þorsteinn Tómasson, Director Public Science Administration (ret.), Iceland

Amalie A. Jessen, Ministry of Fisheries, Hunting and Agriculture, Greenland
Dr.dr. Christian Patermann, Director (ret.) European Commission, Germany
Dr. Lene Lange, professor, Aalborg University, Denmark
Kjartan Hoydal, Nordic Marine Think Tank, Faroe islands
Dr. Sveinn Margeirsson, CEO Matís, Iceland
            
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Elsa Smáradóttir í síma 858-5113.

Fréttir

Verður ekki þverfótað fyrir Norðurlandabúum í næstu viku?

Næsta vika verður sannarlega hátíð fyrir Norðurlandabúa og þá sérstaklega þá sem áhuga hafa á lífhagkerfi Norðurlanda, en inni því kerfi er t.d. matur og matvælaframleiðsla.

Óhætt er að segja að sjaldan hafi jafn margir viðburðurðir, sem tengjast Norðurlandasamstarfi, verið hér á landi í einni og sömu vikunni. Flestir þessara viðburða tengjast formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni, en 2014 er ár Íslands í þeirri formennsku.

Hér að neðan má sjá þá viðburði sem í boði eru. Rúsínan í pylsuendanum er svo Matarmarkaður Búrsins, sem haldinn verður helgina 15. og 16. nóvember.

  • 10. og 11. nóvember – lokafundur í Arctic Bioeconomy en fundurinn er haldinn hjá Matís (lokaður fundur).
  • 11. nóvember – Nordic Vision Workshop
  • 11. nóvember – 13:00 – 17:00  „Arctic Bioeconomy – Focus on West-Nordic Countries“ – ráðstefna haldin í Norræna húsinu.
  • 11. nóvember – 9:00 – 16:00 „BoMin“ („Barn och mat så in i norden” / „New Nordic food, project food and children). –> nánari upplýsingar hér.
  • 12. nóvember – 8:30 – 17:30 Vettvangsferð tengt Matarhandverkskeppninni.
  • 12. og 13. nóvember – 8:00 – 19:00 Nordic Bioeconomy and Regional Innovation.
  • 13. nóvember – 9:00 – 16:00 Matarhandverksráðstefnan en hún er haldin í Norræna húsinu.
  • 14. nóvember – 9:00 – 15:00 Matarhandverksnámskeið og fyrirlestrar hjá Matís.

Allir viðburðir tengdir Matarhandverkinu eru öllum opnir (vettvangsferðin, ráðstefnan og matarhandverksnámskeiðin).

Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís.

IS