Skýrslur

Smábátar – Hámörkun aflaverðmætis / Small vessels – optimising catch value

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Sveinn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS (verkefni R 011‐09)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Smábátar – Hámörkun aflaverðmætis / Small vessels – optimising catch value

Afli smábáta hefur burði til að vera besta hráefni sem völ er á, þar sem varla er hægt að hugsa sér ferskari fisk en afla dagróðrabáta sem veiða á línu eða handfæri.  Röng meðhöndlun getur hins vegar haft þau áhrif að smábátafiskur standist ekki þær væntingar sem til hans eru gerðar og verður þ.a.l. þess valdandi að ekki er unnt að vinna aflann í verðmætustu afurðirnar.  Oft á tíðum þarf þó tiltölulega litlar breytingar á vinnubrögðum til að tryggja að aflinn standi undir merkjum sem fiskur af hámarks gæðum. Í skýrslu þessari er fjallað um þau atriði sem helst hafa áhrif á gæði og geymsluþol smábátafisks, gerðar eru mælingar og samanburður á mismunandi áhrifaþáttum, greint er frá gerð leiðbeininga‐ og hvatningaefnis sem gefið var út í tengslum við verkefnið og loks eru settar fram tillögur að úrbótum á virðiskeðju smábátafisks. Megin áhersla í verkefninu var lögð í gerð og dreifingu á kennslu‐  og leiðbeiningaefni fyrir sjómenn.   Gefinn var út bæklingur og einblöðungar sem dreift var til allra smábátasjómanna á landinu og er þess vænst að afraksturinn skili sér í aukinni þekkingu á mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski.  Áhugasamir geta haft samband við Matís og fengið bæklinginn sendan í pósti, en hann er einnig aðgengilegur á heimasíðu fyrirtækisins þ.e. www.matis.is/media/matis/utgafa/Mikilvaegi‐godrar‐medhondlunar‐a‐fiski.pdf

The catch of small day‐boats using handline or longline has the potentials of being the best available raw material for the production of high value seafood.   Improper handling has however often resulted in poor quality of this catch, which makes the products unsuitable for high‐end markets.  Generally speaking there is however only need for relatively small adjustments in handling procedures in order to allow fish from small day‐boats to live up to its potentials as top quality seafood. In this report are discussed various quality issues related to small day‐boats. Measurements and comparisons are made between quality factors. Work related to writing, publishing and distribution of an educational brochure and other quality inducing material is accounted for. And finally there are brought forth suggestions on how to improve the value chain of catch from small day‐ boats. The main focus of this project was awarded to publishing practical and easy to understand educational material for fishermen.    A brochure and a one‐pager were published and distributed to every small vessel in the Icelandic fleet.   Hopefully, this educational material will be widely used amongst fishermen and contribute to improved knowledge on the importance of proper handling of seafood.  The brochure is available at Matís and online at www.matis.is/media/matis/utgafa/Mikilvaegi‐godrar‐medhondlunar‐a‐fiski.pdf

Skoða skýrslu