Skýrslur

Undesirable substances in seafood products. Results from the monitoring activities in 2007

Útgefið:

01/09/2009

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Sasan Rabieh, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of fisheries and agriculture

Undesirable substances in seafood products. Results from the monitoring activities in 2007

Árið 2003 hófst, að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Gögnin sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumati og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar árið 2007. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla inn í eyðurnar. Árið 2007 voru mæld: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, PAH, auk þess tíu mismunandi tegundir varnarefna, auk þungmálma og annarra snefilefna, í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar.

This project was started in 2003 at the request of the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture. Until then, monitoring of undesirable substances in the edible portion of marine catches had been rather limited in Iceland. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. The information will also be utilized in a risk assessment and gathering reference data. This report summarizes the results obtained in 2007 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The monitoring began in 2003 and has now been carried out for five consecutive years. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long-term project which can only be reached through continuous monitoring. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to fill in the gaps in the available data over couple of years. In 2007 data was collected on dioxins, dioxin-like PCBs, marker PCBs, ten different types of pesticides, PBDE, PAH, as well as trace elements and heavy metals in the edible part of fish, fish liver, fish oil and fish meal for feed.

Skoða skýrslu