Skýrslur

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2023 

Útgefið:

21/02/2024

Höfundar:

Sophie Jensen, Julija Igorsdóttir, Natasa Desnica

Styrkt af:

Matvælaráðuneytið

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Í þessari skýrslu eru teknar saman niðurstöður vöktunar á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs 2023. Vöktunin hófst árið 2003 fyrir tilstuðlan þáverandi Sjávarútvegsráðuneytis, núverandi Matvælaráðuneytið, og sá Matís ohf. um að safna gögnum og útgáfu á skýrslum vegna þessarar kerfisbundnu vöktunar á tímabilinu 2003-2012. Vegna skorts á fjármagni í þetta vöktunarverkefni var gert hlé á þessari mikilvægu gagnasöfnun sem og útgáfu niðurstaðna á tímabilinu 2013-2016. Verkefnið hófst aftur í mars 2017 en vegna fjárskorts nær það nú eingöngu yfir vöktun á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs úr auðlindinni sem ætlað er til manneldis, en ekki fiskimjöl og lýsi fyrir fóður. Af sömu ástæðu eru ekki lengur gerðar efnagreiningar á PAH og PBDE efnum. Árið 2023 voru bætt við mælingar á PFAS efnum.

Markmiðið með verkefninu er að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggi og heilnæmis og hægt að nýta gögnin við gerð áhættumats á matvælum til að tryggja hagsmuni neytenda og lýðheilsu. Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum, það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem útvíkkun og endurskoðun er stöðugt nauðsynleg.

Almennt voru niðurstöðurnar sem fengust 2023 í samræmi við fyrri niðurstöður frá árunum 2003 til 2012 sem og 2017 til 2022. Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB og varnarefni. í þessari skýrslu voru hámarksgildi Evrópusambandsins (ESB) fyrir díoxín, díoxínlík PCB (DL-PCB) og ekki díoxínlík PCB (NDL-PCB) í matvælum samkvæmt reglugerð nr. 2023/915 notuð til að meta hvernig íslenskar sjávarafurðir standast kröfur ESB. Niðurstöður ársins 2023 sýna að öll sýni af sjávarafurðum til manneldis voru undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Þá reyndist styrkur svokallaðra ICES6-PCB efna vera lágur í ætum hluta sjávarfangs, miðað við hámarksgildi ESB samkvæmt reglugerð nr. 2023/915. Sömuleiðis sýndu niðurstöðurnar að styrkur þungmálma, t.d. kadmíum (Cd), blý (Pb) og kvikasilfur (Hg) í íslenskum sjávarafurðum var alltaf undir hámarksgildum ESB. Styrkur PFAS var undir hámarksgildi ESB, fyrir öll sýni nema þorskhrogn.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2017 / Undesirable substances in seafood – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2017

Útgefið:

17/01/2018

Höfundar:

Sophie Jensen, Natasa Desnica, Erna Óladóttir, Branka Borojevic, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið / Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2017 / Undesirable substances in seafood – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2017

Í þessari skýrslu eru teknar saman niðurstöður vöktunar á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs 2017. Vöktunin hófst árið 2003 fyrir tilstuðlan þáverandi Sjávarútvegsráðuneytis, núverandi Atvinnuvega- og nýsköpunar-ráðneytisins, og sá Matís ohf. um að safna gögnum og útgáfu á skýrslum vegna þessarar kerfisbundnu vöktunar á tímabilinu 2003-2012. Undanfarin ár hefur skort fjármagn til að halda áfram vinnu við þetta vöktunarverkefni og því var gert hlé á þessari mikilvægu gagnasöfnun sem og útgáfu niðurstaðna á tímabilinu 2013- 2016. Verkefnið hófst aftur í mars 2017 en vegna fjárskorts nær það nú eingöngu yfir vöktun á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs úr auðlindinni sem ætlað er til manneldis, en ekki fiskimjöl og lýsi fyrir fóður. Af sömu ástæðu voru ekki gerðar efnagreiningar á PAH, PBDE og PFC efnum í þetta sinn. Markmiðið með verkefninu er að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggi og heilnæmis og nýta gögnin við gerð áhættumats á matvælum til að tryggja hagsmuni neytenda og lýðheilsu. Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum, það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem eftirlit og endurskoðun er stöðugt nauðsynlegt. Almennt voru niðurstöðurnar sem fengust 2017 í samræmi við fyrri niðurstöður frá árunum 2003 til 2012. Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB og varnarefni. Hámarksgildi ESB fyrir díoxín og díoxínlík PCB (DL-PCB) í matvælum og fóðri voru lækkuð 1. janúar 2012 (ESB reglugerð nr. 1259/2011) ásamt því að hámarksgildi voru í fyrsta sinn sett fyrir „ekki díoxínlík“ PCB (NDL-PCB). Nýju hámarksgildin eru notuð í þessari skýrslu til að meta hvernig íslenskar sjávarafurðir standast kröfur ESB. Niðurstöður ársins 2017 sýna að þrátt fyrir breytingu á hámarksgildum fyrir díoxín, DL-PCB og NDL-PCB eru öll sýni af sjávarafurðum til manneldis undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Þá reyndist styrkur svokallaðra ICES6-PCB efna vera lágur í ætum hluta fisks, miðað við ný hámarksgildi ESB. Sömuleiðis sýndu niðurstöðurnar að styrkur þungmálma, t.d. kadmíum (Cd), blý (Pb) og kvikasilfur (Hg) í íslenskum sjávarafurðum var alltaf undir hámarksgildum ESB.

This report summarises the results obtained in 2017 for the screening of various undesirable substances in the edible part of marine catches. The surveillance program began in 2003 and was carried out for ten consecutive years before it was interrupted. The project was revived in March 2017 to fill in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. Due to financial restrictions the surveillance now only covers screening for undesirable substances in the edible portion of marine catches for human consumption not feed or feed components. The limited financial resources also required that the analysis of PAHs, PBDEs and PFCs were excluded in the surveillance, and therefore this report provides somewhat more limited data than previously. However, it is considered to be a long-term project where extension and revision is constantly necessary. The main aim of this project is to gather data and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances and to utilise the data to estimate the exposure of consumers to these substances from Icelandic seafood and risks related to public health. Generally, the results obtained in 2017 are in agreement with previous results on undesirable substances in the edible part of marine catches obtained in the monitoring years 2003 to 2012. The results show that the edible parts of Icelandic seafood products contain negligible amounts of persistent organic pollutants (POPs) such as; dioxins, dioxin like PCBs and pesticides. As of January 1st 2012 Commission Regulation No 1259/2011, regarding maximum levels for dioxins, dioxin-like PCBs and non-dioxin-like PCBs in foodstuff came into force. This amendment to the existing regulation (No 1881/2006) resulted in changes in maximum levels for dioxins and dioxin-like PCBs for many food products due to changes in toxicological assessment of dioxins. Furthermore, maximum levels for non-dioxin-like PCBs have now been established in foodstuffs. In this report, we use these revised maximum levels for dioxins, dioxin-like PCBs and nondioxin-like PCBs in foodstuffs to evaluate how Icelandic seafood products measure up to limits currently in effect. The results obtained year 2017 reveal that all samples of seafood for human consumption were below EC maximum levels for POPs and heavy metals. Furthermore, the concentration of ICES6-PCBs was found to be low in the edible part of fish muscle, compared to the maximum limits set by the EU (Commission Regulation 1259/2011). The results showed that the concentrations of heavy metals, e.g. cadmium (Cd), lead (Pb) and mercury (Hg) in Icelandic seafood products was always well below the maximum limits set by EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Könnun á ólífrænum snefilefnum og fjölhringja kolvatnsefnum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2016 / Evaluation of inorganic trace elements and aromatic hydrocarbons (PAHs) in blue mussel (Mytilus edulis) and sediment at Grundartangi, Hvalfjörður, 2016

Útgefið:

07/03/2017

Höfundar:

Halldór Pálmar Halldórsson, Hermann Dreki Guls, Natasa Desnica, Erna Óladóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, Kristín Ólafsdóttir

Styrkt af:

Norðurál hf, Elkem Ísland ehf

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Könnun á ólífrænum snefilefnum og fjölhringja kolvatnsefnum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2016 / Evaluation of inorganic trace elements and aromatic hydrocarbons (PAHs) in blue mussel (Mytilus edulis) and sediment at Grundartangi, Hvalfjörður, 2016

Markmið rannsóknarinnar er að meta hugsanleg mengunaráhrif iðjuvera á Grundartanga á lífríki sjávar í Hvalfirði. Umhverfisvöktun hófst árið 2000 og var endurtekin árin 2004, 2007, 2011 og 2013 ásamt því að framkvæmd vöktunar var endurskoðuð, m.a. bætt við sýnatökustöðum og mæliþáttum fjölgað. Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum vöktunarmælinga í sýnum frá 2016. Kræklingi (Mytilus edulis) var komið fyrir í búrum á sjö mismunandi stöðvum við ströndina við Grundartanga, norðanmegin í Hvalfirði, þar með talið einum viðmiðunarstað við Saurbæjarvík innar í firðinum. Kræklingabúrin voru síðan tekin upp og kræklingurinn rannsakaður tveimur mánuðum síðar. Til að meta náttúrulegar sveiflur í styrk efna og vexti kræklings, var eitt viðmiðunarsýni tekið og fryst um leið og kræklingurinn var lagður út til ræktunar. Dánartíðni og vöxtur kræklings ásamt meginefnaþáttum (vatni, fitu, ösku og salti) voru mæld við lok rannsóknarinnar. Einnig voru eftirfarandi ólífræn snefilefni og lífræn efnasambönd mæld í mjúkvef kræklings; arsen, kadmín, kopar, sink, króm, nikkel, kvikasilfur, selen, blý, vanadín, ál, járn, flúor og 16 fjölhringja kolvatnsefni (PAH efni) en þeim síðastnefndu var fækkað um tvö (perylene og benzo(e)pyrene) að beiðni verkkaupa. PAH efni voru einnig mæld í setsýnum sem tekin voru á sömu stöðum og kræklingasýnin. Ekki var um mikinn mun að ræða á milli stöðva, hvorki hvað varðar líffræðilega þætti né meginefnaþættina í kræklingi. Dánartíðni var lág og almennt virtist kræklingurinn þrífast ágætlega. Ólífræn snefilefni voru í svipuðum styrk eða lægri borið saman við fyrri rannsóknir og mældust í svipuðum styrk og í kræklingi frá ómenguðum stöðum umhverfis landið og alltaf í lægri styrk en viðmiðunarmörk Norðmanna fyrir menguð svæði. Kadmín (Cd) mældist þó yfir lægstu viðmiðunarmörkunum Norðmanna, en styrkur þess í kræklingnum lækkaði hins vegar við verksmiðjusvæðin yfir ræktunartímann. Því er ekki talið að hár kadmínstyrkur tengist iðjuverunum á Grundartanga, heldur náttúrulega háum bakgrunnsstyrk í íslensku umhverfi. Í þeim tilvikum þar sem til eru hámarksgildi fyrir ólífræn snefilefni í matvælum (Cd, Hg, Pb) var styrkur þeirra í kræklingi eftir tvo mánuði í sjó nálægt iðjuverunum ávallt langt undir hámarksgildunum fyrir matvæli. Aðeins greindust 3 PAH efni yfir magngreiningarmörkum í kræklingi, þau sömu og 2013: pyrene, phenanthrene og fluoranthene (perylene greindist einnig 2013 en því varsleppt að þessu sinni). Pyrene var í hæstum styrk af þessum 3 PAH efnum sem greindust, nema í banka 1 þar sem fluoranthen var í hæstum styrk. Styrkur PAH efna í kræklingi var óverulegur og ávallt undir norskum viðmiðunarmörkum fyrir menguð svæði hvað krækling varðar. Öll 16 PAH efnin greindust í öllum setsýnum og var heildarmagn þeirra á bilinu 209-791 µg/kg þurrvigt. Líklegt er að þessi PAH efni í setinu tengist iðnaðarstarfssemi og skipaumferð á svæðinu. Ef borið er saman við norsk viðmiðunargildi flokkast allir mældir sýnatökustaðir nema tveir sem mild áhrifasvæði þar sem PAH styrkur mælist hærri miðað við skilgreiningu á bakgrunnssvæði. Þetta er í annað sinn sem styrkur PAH efna er mældur í setsýnum í umhverfisvöktun iðjuveranna á Grundartanga og reyndist heildarmagn PAH efna í setinu heldur lægra í ár borið saman við 2013. Áhrif iðjuveranna á krækling í nágrenni við Grundartanga virðast takmörkuð ef tekið er tillit til þeirra efna sem mæld voru í þessari rannsókn. Áhrif á lífríki setsins eru því að öllum líkindum óveruleg, miðað við norsk og kanadísk áhrifamörk af völdum PAH efna. Áfram er þó nauðsynlegt að fylgjast vel með og vakta umhverfið og lífríkið til að greina breytingar á mengunarálagi á þessu svæði.

The aim of this study is to estimate potential impact of organic and inorganic pollutants on the costal marine ecosystem in proximity to the industrial activities at Grundartangi in Hvalfjörður. The monitoring started in the year 2000 and has since then been revised in terms of additional sampling sites and measured elements, but the monitoring has been repeated in the years 2004, 2007, 2011 and 2013. This report summarises the results obtained in the study performed in 2016. Caged mussels (Mytilus edulis) from a homogenous population were positioned at seven different locations along the coast close to Grundartangi industries including a reference cage at Saurbæjarvík. The mussel cages were then retrieved after a two month monitoring period. In order to enable assessment of natural changes in compound concentration and mussel size over time, a reference sample was taken from the mussel pool when the cages were initially deployed at their monitoring sites. Death rate and growth of mussels as well as their main constituents (water, fat, ash and salt) were evaluated at the end of the monitoring period. Similarly, the following trace elements and organic compounds were analysed in the soft mussel tissue: As, Cd, Cu, Zn, Cr, Ni, Hg, Se, Pb, V, Al, Fe, F and 16 PAHs (two compounds, perylene and benzo(e)pyrene were omitted this time). PAHs were also analysed in sediment samples taken from the same sites. Little variation was observed in main constituents and biological factors between the different sampling sites. Death rate was low and the mussels thrived well. In general, inorganic trace elements were similar or in lower concentrations compared to previous years and always below the Norwegian environmental standards, except in the case of cadmium (Cd) that exceeded the lowest Norwegian environmental limit. The Cd concentration decreased in the mussels during the monitoring period which indicates that the Cd concentration is not related to the industrial activities at Grundartangi, but rather to high natural Cd background concentration in the Icelandic environment. However, Cd as well as Hg and Pb meet the EU maximum limits for food consumption. Only 3 PAH compounds were detected above limits of quantification in the musselsamples. Pyrene was always at the highest concentration while phenanthrene and fluoranthene were at lower concentration, except at banki 1, where fluoranthene was the highest. The PAH concentrations never exceeded the Norwegian standards for total PAH concentration for mussels. All 16 PAHs were detected in all sediment samples with total PAHs ranging 209-791 µg/kg . All sites except for the reference site and S1 fall into the category slightly impacted sites due to increased PAH concentrations when compared to Norwegian reference values and below threshold effect levels compared to Canadian criteria. This is the second time that PAHs are analysed in sediment samples to monitor the impact of the industrial activities at Grundartangi and total levels of PAH are now somewhat lower than observed in 2013. In conclusion, the effects of the industries at Grundartangi appear to be limited for the chemical compounds analysed in the mussels. The impact on sediment biota also appears to be low. However, it is important to maintain frequent monitoring studies on the marine ecosystem near the Grundartangi industrial area in order to detect changes in pollution burden.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Könnun á ólífrænum snefilefnum og arómatískum fjölhringjum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2013 / Evaluation of inorganic trace elements and aromatic hydrocarbons (PAHs) in blue mussel (Mytilus edulis) and sediment at Grundartangi, Hvalfjörður, 2013

Útgefið:

01/02/2014

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Norðurál hf, Elkem hf

Könnun á ólífrænum snefilefnum og arómatískum fjölhringjum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2013 / Evaluation of inorganic trace elements and aromatic hydrocarbons (PAHs) in blue mussel (Mytilus edulis) and sediment at Grundartangi, Hvalfjörður, 2013

Markmið rannsóknarinnar er að meta hugsanleg mengunaráhrif iðjuvera á Grundartanga á lífríki sjávar í Hvalfirði. Umhverfisvöktun hófst árið 2000 og var endurtekin árin 2004, 2007 og 2011 ásamt því að framkvæmd vöktunar var endurskoðuð, m.a. bætt við sýnatökustöðum og mæliþáttum fjölgað. Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum vöktunarmælinga á sýnum frá 2013.   Villtum kræklingi (Mytilus edulis) var komið fyrir í búrum á sjö mismunandi stöðvum við ströndina við Grundartanga, norðanmegin í Hvalfirði, þar með talið einum viðmiðunarstað við Saurbæjarvík. Kræklingabúrin voru síðan tekin upp og rannsökuð tveimur mánuðum síðar. Til að meta náttúrulegar sveiflur í styrk efna og stærð kræklinga, þá var eitt viðmiðunarsýni tekið og fryst um leið og kræklingurinn var lagður út til ræktunar   Dánartíðni og vöxtur kræklinga ásamt meginefnaþáttum (vatni, fitu, ösku og salti) við lok rannsóknarinnar voru mæld. Einnig voru eftirfarandi ólífræn snefilefni og lífræn efnasambönd mæld í mjúkvef kræklings; arsen, kadmín, kopar, sink, króm, nikkel, kvikasilfur, selen, blý, vanadín, ál, járn, flúor og 18 fjölhringja kolvatnsefni (PAH efni). PAH efni voru einnig mæld í setsýnum sem tekin voru á sömu stöðum og kræklingasýnin. Ekki var um mikinn mun að ræða á milli stöðva hvorki hvað varðar líffræðilega þætti né meginefnaþættina í kræklingi. Dánartíðni var lág og almennt virtist kræklingurinn þrífast ágætlega. Ólífræn snefilefni voru í svipuðum styrk eða lægri borið saman við fyrri rannsóknir og mældust í svipuðum styrk og í kræklingi frá ómenguðum stöðum umhverfis landið og alltaf í lægri styrk en viðmiðunarmörk Norðmanna fyrir menguð svæði. Kadmín (Cd) mældist þó yfir lægstu viðmiðunarmörkunum Norðmanna, en styrkur þess í kræklingnum lækkaði hins vegar meðan á eldinu við verksmiðjusvæðin stóð. Því er ekki talið að hár kadmín styrkur tengist iðjuverunum á Grundartanga, heldur tengist náttúrulega háum bakgrunnstyrk í íslenskri umhverfi. Í þeim tilvikum þar sem til eru hámarksgildi fyrir ólífræn snefilefni í matvælum (Cd, Hg, Pb) varstyrkur þeirra í kræklingi eftir tvo mánuði í sjó nálægt iðjuverunum ávallt langt undir hámarksgildunum fyrir matvæli. Aðeins greindust 4 PAH efni yfir magngreiningarmörkum í kræklingi sem eru fleiri en árið 2011. Perylene og pyrene voru ávallt í hæsta styrk af þeim 4 PAH efnum sem greindust en phenanthrene og fluoranthena í lægri styrk. Styrkur PAH efna í kræklingi var þó ávallt undir norskum viðmiðunarmörkum fyrir menguð svæðihvað krækling varðar. PAH greindist í öllum setsýnum nema einu og líklegt að þessi PAH efni í setinu tengist iðnaðarstarfssemi og skipaumferð á svæðinu. Ef borið er saman við norsk viðmiðunargildi flokkast allir mældir sýnatökustaðir fyrir set, fyrir utan viðmiðunarstað, sem mild áhrifasvæði þar sem mæld er hækkun á PAH styrk miðað við skilgreiningu á bakgrunnssvæði. Þetta er í fyrsta sinn sem mælingar eru framkvæmdar á PAH efnum í setsýnum í þessari umhverfisvöktun fyrir iðjuverin á Grundartanga og því ekki hægt að bera saman niðurstöður við fyrri mælingar. Áhrif iðjuveranna á krækling í kringum Grundartanga virðast takmörkuð ef tekið er tillit til þeirra efna sem mæld voru í þessari rannsókn. Áhrif á lífríkisetsins gætu verið einhver en þó lítil, miðað við norsk og kanadísk mörk.  Því er nauðsynlegt að fylgjast vel með og vakta umhverfið og lífríkið áfram til að greina breytingar á mengunarálagi á þessu svæði. Mælt er með að bæta við öðrum viðmiðunarstað utarlega í Hvalfirði.

The aim of this study is to estimate potential impacts of organic and inorganic pollutants on the costal marine ecosystem in proximity to the industrial activities at Grundartangi. The monitoring started in the year 2000 and hassince then been revised in terms of additional sample sites and measured elements and repeated in 2004, 2007 and 2011. This report summarises the results obtained in the study performed in 2013.   Caged mussels (Mytilus edulis) from a homogenous population were positioned at seven different locations along the coast close to Grundartangi industries including a reference cage at Saurbæjarvík. The mussel cages were then taken up after a two month monitoring period. In order to enable assessment of natural changes in compound concentration and mussel size over time, a reference sample was taken from the mussel pool when the cages were initially deployed at their monitoring sites. Death rate and growth of mussels as well as their main constituents (water, fat, ash and salt) were evaluated at the end of the monitoring period. Similarly, were the following trace elements and organic compounds analysed in the soft mussel tissue: As, Cd, Cu, Zn, Cr, Ni, Hg, Se, Pb, V, Al, Fe, F and 18 PAHs. PAHs were also analysed in sediment samples taken from the same sites. Little variation was observed in main constituents and biological factors between the different sample sites. Death rate was low and the mussels thrived well. In general, inorganic trace elements were similar or in lower concentration compared to previous years and always below the Norwegian environmental standards, except in the case of cadmium (Cd) that exceeded the lowest Norwegian environmental limit. The Cd concentration decreased in the mussels during the monitoring period which indicates that the Cd concentration is not related to the industrial activity at Grundartangi, but rather to a natural high Cd background concentration in the Icelandic environment. However, Cd as well as Hg and Pb meet the EU maximum limits for food consumption. Only 4 PAH congeners were detected above limits of quantification in the mussel samples. Perylene and pyrene were always in highest concentration of the 4 PAH congeners detected while phenanthrene and fluoranthrene were in lower concentration. The PAH concentration never exceeded the Norwegian standards for total PAH concentration for mussels. All or most PAHs were detected in all sediment samples except that no PAHs were detected at one sample site (S6). All sites except for the reference site fall into the category slight or moderate impactsites due increase in PAH concentration when compared to Norwegian reference values and below occasional effect levels compared to Canadian criteria. This is the first time that PAHs are analysed in sediment samples to monitor the impact of the industrial activities at Grundartangi and thus it is not possible to compare these results with previous monitoring results. In conclusion, the effects of the industries at Grundartangi appear to be limited for the chemical compounds analysed in the mussels. The impact on sediment biota seems to be low to moderate.  Therefore, it is important to maintain frequent monitoring studies of the marine ecosystem near the Grundartanga industrial activities in order to be able to detect changes in pollution burden. An additional reference site in the outer parts of Hvalfjörður is recommended.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2012

Útgefið:

01/05/2013

Höfundar:

Sophie Jensen, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Atvinnuvega‐ og nýsköpunarráðuneytið / Ministry of Industries and Innovation

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the   year 2012

Í þessari skýrslu eru teknar saman niðurstöður vöktunar á  óæskilegum efnum í sjávarfangi, fiskimjöli og lýsi fyrir fóður frá árinu 2012. Hámarksgildi ESB fyrir díoxín og díoxínlík PCB (DL‐PCB) í matvælum og fóðri voru nýlega lækkuð ásamt því að hámarksgildi voru í fyrsta sinn sett fyrir „ekki díoxínlík“ PCB (NDL‐PCB). Nýju hámarksgildin eru notuð í þessari skýrslu til að meta hvernig íslenskar sjávarafurðir standast kröfur ESB. Vöktunin hófst árið 2003 fyrir tilstuðlan þáverandi Sjávarútvegsráðuneytis, núverandi Atvinnuvega‐  og nýsköpunar‐ ráðneytis, og hefur nú verið framkvæmt í tíu ár samfleytt. Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum, það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem eftirlit og endurskoðun eru stöðugt nauðsynleg. Árið 2012 var áhersla lögð á að safna saman upplýsingum um lífrænu efnasamböndin PFC og ólífræn snefilefni í ætum hluta sjávarfangs, en einnig í fiskimjöli og lýsi fyrir fóður. Almennt voru niðurstöðurnar sem fengust 2012 í samræmi við fyrri niðurstöður frá árunum 2003 til 2011. Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB, varnarefni og PBDE. Þetta var annað árið sem PFC eru greind í íslenskum sjávarafurðum og perfluorooctane sulfon amide (PFOSA) var eina PFC efnið sem var yfir greiningarmörkum, önnur PFC efni mældust ekki. Niðurstöðurnar frá árinu 2012 sýndu að þrátt fyrir breytingu á hámarksgildum   fyrir díoxín, DL‐PCB og NDL‐PCB (ESB reglugerð nr. 1259/2011) eru öll sýni af sjávarafurðum til manneldis undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Þá reyndist styrkur viðmiðunar‐PCB efna (marker PCBs) vera í lágmarki í ætum hluta fisks, miðað við ný hámarksgildi ESB. Sömuleiðis sýndu niðurstöðurnar að styrkur þungmálma, t.d. kadmíum (Cd), blý (Pb) og kvikasilfur (Hg) í íslenskum sjávarafurðum var alltaf undir hámarksgildum ESB. Í mars 2012 tók gildi ESB reglugerð nr 277/2012 þar sem hámarksgildi fyrir díoxín og DL‐PCB í fóðri voru lækkuð, en einnig voru sett hámarksgildi fyrir NDL‐ PCB. Þrátt fyrir þessa breytingu voru öll sýni af fiskimjöli og lýsi fyrir fóður sem voru mæld undir hámarksgildum, fyrir utan eitt kolmunnamjölssýni sem innihélt toxafen yfir hámarksgildum ESB.

This report summarises the results obtained in 2012 for the screening of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The newly established maximum levels for dioxins, dioxin‐like PCB and non dioxin‐like PCB in foodstuffs and animal feed are used to evaluate how Icelandic seafood products measure up to EC limits currently in effect. The surveillance program began in 2003 and has now been carried out for ten consecutive years. The project fills in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. It is considered to be a long‐term project where extension and revision are constantly necessary.   In the year 2012 emphasis was laid on gathering information on the organic compounds PFCs and inorganic trace elements in the edible part of marine catches as well as in the fish meal and fish oil for feed. Generally, the results obtained in 2012 are in agreement with previous results from the years 2003 to 2011. The results show that the Icelandic seafood products contain negligible amounts of persistent organic pollutants (POPs) such as dioxins, dioxin like PCBs, pesticides and PBDEs. This is the second time PFCs are analysed in Icelandic seafood and fish products and the results show that the main PFC compound, perfluorooctane sulfone amide (PFOSA) was the only congener detected. The results obtained in the year 2012 reveal that despite of the recent change by the EC in maximum levels for dioxins, dioxin‐like PCB and non dioxin‐like PCB in foodstuffs, all samples of seafood for human consumption were below EC maximum levels for POPs and heavy metals. Furthermore, the concentration of marker PCBs was found to be low in the edible part of fish muscle, compared to the maximum limits set by the EU (Commission Regulation 1259/2011). The results showed that the concentrations of heavy metals, e.g. cadmium (Cd), lead (Pb) and mercury (Hg) in Icelandic seafood products was always well below the maximum limits set by EU.   In March 2012 Commission Regulation No 277/2012, regarding maximum levels for dioxins and PCB in animal feed came into effect and after the implementation of this regulation maximum levels are now also set for non dioxin‐like PCB. Despite of this change all samples of fish meal and fish oil for feed measured were below the EC maximum limits for feed components of marine origin except for one blue whiting meal sample that exceeds the maximum limits for toxaphene.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2011

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Vordís Baldursdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of Fisheries and Agriculture

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2011

Árið 2003 hófst, að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun fyrir óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum til manneldis sem afurðum til lýsis‐ og mjöliðnaðar. Matís hefur verið falin umsjón með vöktunarverkefninu. Tilgangur vöktunarinnar er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Einnig er markmið að safna óháðum vísindagögnum um óæskileg efni í sjávarafurðum fyrir stjórnvöld, fiskiðnaðinn og kaupendur og neytendur íslensks sjávarfangs. Gögnin sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumat og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum.  Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er.   Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar fyrir árið 2011. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla inní eyðurnar. Árið 2011 voru í fyrsta skipti mæld svokölluð PFC efni í íslenskum sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis‐ og mjöliðnaðar, en PFC efni eru yfirborðsvirk efni sem hafa fengið aukna athygli vegna þrávirkni og eitrunaráhrifa þeirra. Einnig voru eftirfarandi efni mæld: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, málmar, auk þess 12 mismunandi tegundir varnarefna. Árið 2011 voru einnig mæld grásleppuhrogn ásamt þorskhrognum, svili og lifur til að meta dreifingu mengandi efna í þessi líffæri. Af PCF efnunum var PFOS eina PFC efnið sem greindist yfir greiningarmörkum og var styrkur PFOS yfirleitt lágur. Eins og áður mældist almennt lítið magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi árið 2011 og ekkert sýni mældist með óæskileg efni yfir viðmiðunarmörkum.

This screening of undesirable substances in seafood products was initiated by the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture in the year 2003. Until then, this type of monitoring had been limited in Iceland. Matis was assigned the responsibility of carrying out the surveillance program, which has now been ongoing for eight consecutive years. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. Further, the aim of the project is to provide independent scientific data on undesirable substances in Icelandic seafood for food authorities, fisheries authorities, industry, markets and consumers. The information will also be utilized for a risk assessment and gathering of reference data. This report summarizes the results obtained in the year 2011 for the screening of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long term project which can only be reached through continuous gathering of data. For this reason, both the undesirable substances and seafood samples are carefully selected each year with the aim to fill in the gaps of the available data. Thus, the project fills in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export.   In the year 2011, PFCs were analyzed for the first time in the edible part of fish, fish oil and meal for feed from Icelandic fishing grounds but PFCs is a group of surfactants that have received increased attention due to their persistency and toxic effects. In addition, data was collected on dioxins, dioxin‐like PCBs, marker PCBs, 12 different types of pesticides, PBDEs and trace metals. Samples collected in 2011 contained generally low concentrations of undesirable substances. The year 2011, lumpfish roes as well as roes, sperm and liver of cod were analyzed in order to estimate the organ distribution of pollutants. PFOS was the only PFC analyzed above limits of detection and its concentration was generally low. These results are in agreement with our previous results obtained in the monitoring program in the years 2003 to 2010. No sample contained undesirable compounds exceeding the maximum level set by the EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2010

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Vordís Baldursdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of Fisheries and Agriculture

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2010

Árið 2003 hófst, að frumkvæði Sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum til manneldis sem og afurðum til lýsis‐ og mjöliðnaðar. Matís hefur verið falin umsjón með vöktunarverkefninu. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Sömuleiðis er markmiði að safna óháðum vísindagögnum um óæskileg efni í sjávarafurðum fyrir stjórnvöld, fiskiðnaðinn sem og kaupendur og neytendur íslensks sjávarfangs. Gögnunum sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumat og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar fyrir árið 2010. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla inní eyðurnar. Árið 2010 voru eftirfarandi efni mæld í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis‐  og mjöliðnaðar: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, málmar, auk þess 12 mismunandi tegundir varnarefna. Gert var sérstak átak í mælingum á PBDE og málmum árið 2010 og var styrkur þeirra almennt lágur í íslenskum sjávarafurðum. Eins og áður mældist almennt lítið magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi árið 2010. Olía og mjöl gert úr kolmunna á það þó til að vera nálægt eða yfir leyfilegum mörkum fyrir viss efni.

This monitoring of undesirable substances in seafood products was initiated by the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture in the year 2003. Until then, this type of monitoring had been limited in Iceland. Matis was assigned the responsibility of carrying out the surveillance programme, which has now been ongoing for seven consecutive years. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. Further, the aim of the project is to provide independent scientific data on undesirable substances in Icelandic seafood for food authorities, fisheries authorities, industry, markets and consumers. The information will also be utilized for a risk assessment and gathering of reference data. This report summarizes the results obtained in the year 2010 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The monitoring began in 2003 and has now been carried out for seven consecutive years. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long term project which can only be reached through continuous monitoring. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to fill in the gaps in the available data. Thus the project fills in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. In the year 2010, data was collected on dioxins, dioxin-like PCBs, marker PCBs, 12 different types of pesticides, PBDEs and trace metals in the edible part of fish, fish oil and meal for feed. Samples collected in 2010 contained generally low concentrations of undesirable substances. These results are in agreement with our previous results obtained in the monitoring programmes in the years 2003 to 2009. In the year 2010 emphasis was laid on gathering information on the organic compounds PBDEs and inorganic trace elements in the edible part of marine catches as well as in the fish meal and fish oil for feed. The results reveal that the concentrations of PBDEs compounds are in low in fish and fish products for feed. Blue whiting meal and oil can contain undesirable substances in concentration close to or exceeding the maximum level set by the EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2009

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2009

Árið 2003 hófst, að frumkvæði Sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Sömuleiðis er markmiði að safna óháðum vísindagögnum um óæskileg efni í sjávarafurðum fyrir stjórnvöld, fiskiðnaðinn sem og kaupendur og neytendur íslensks sjávarfangs. Gögnunum sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumat og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar fyrir árið 2009. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla inní eyðurnar. Árið 2009 voru eftirfarandi efni mæld í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, málmar, auk þess 12 mismunandi tegundir varnarefna. Gert var sérstak átak í mælingum á PBDE og málmum árið 2009 og mældist mjög lítið af þessum efnum í íslenskum sjávarafurðum. Eins og áður mældist almennt lítið magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi árið 2009. Olía og mjöl gert úr kolmunna á það þó til að vera nálægt eða yfir leyfilegum mörkum fyrir viss efni.

This monitoring of undesirable substances in seafood products was initiated by the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture in the year 2003. Until then, this type of monitoring had been limited in Iceland. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. Further, the aim of the project is to provide independent scientific data on undesirable substances in Icelandic seafood for food authorities, fisheries authorities, industry, markets and consumers. The information will also be utilized for a risk assessment and gathering of reference data. This report summarizes the results obtained in the year 2009 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The monitoring began in 2003 and has now been carried out for six consecutive years. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long term project which can only be reached through continuous monitoring. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to fill in the gaps in the available data. Thus the project fills in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. In the year 2009, data was collected on dioxins, dioxin-like PCBs, marker PCBs, 12 different types of pesticides, PBDEs and metals in the edible part of fish, fish oil and meal for feed. Samples collected in 2009 contained generally low concentrations of undesirable substances. These results are in agreement with our previous results obtained in the monitoring programmes in the years 2003 to 2008. This year (2009) special emphasis was laid on gathering information on PBDE and metals. The results reveal that these compounds are in very low amounts in fish and fish products and most PAHs are below detection limits. Blue whiting meal and oil can contain undesirable substances in concentration close to or exceeding the maximum level set by the EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities year 2008

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Katrín Hauksdóttir, Natasa Desnica, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities year 2008

Árið 2003 hófst, að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Gögnunum sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumati og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar árið 2008. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla í eyðurnar. Árið 2008 voru mæld: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, PAH auk tíu mismunandi tegunda varnarefna, í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar. Gert var sérstak átak í mælingum á PBDE og PAH efnum árið 2008 og mældist mjög lítið af þessum efnum í íslenskum sjávarafurðum. Eins og áður mældist almennt lítið magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi árið 2008. Olía og mjöl gert úr kolmunna á það þó til að vera nálægt eða yfirstíga leyfileg mörk fyrir viss efni.

This project was started in 2003 at the request of the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture. Until then, monitoring of undesirable substances in the edible portion of marine catches had been rather limited in Iceland. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. The information will also be utilized for a risk assessment and gathering of reference data. This report summarizes the results obtained in 2008 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The monitoring began in 2003 and has now been carried out for five consecutive years. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long term project which can only be reached through continuous monitoring. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to fill in the gaps in the available data over couple of year time. In 2008, data was collected on dioxins, dioxin-like PCBs, marker PCBs, ten different types of pesticides, PBDEs and PAHs in the edible part of fish, fish liver, fish oil and meal for feed. Samples collected in 2008 contained generally low concentrations of undesirable substances. These results are in agreement with our previous results obtained in monitoring programmes 2003-2007. This year (2008) special emphasis was laid on gathering information on PBDE and PAHs and the results reveal that these compounds are in very low amounts in fish and fish products and most PAHs are actually below detection limits. Blue whiting meal and oil can contain undesirable substances in concentration close to or exceeding the maximum level set by the EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products. Results from the monitoring activities in 2007

Útgefið:

01/09/2009

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Sasan Rabieh, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of fisheries and agriculture

Undesirable substances in seafood products. Results from the monitoring activities in 2007

Árið 2003 hófst, að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Gögnin sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumati og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar árið 2007. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla inn í eyðurnar. Árið 2007 voru mæld: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, PAH, auk þess tíu mismunandi tegundir varnarefna, auk þungmálma og annarra snefilefna, í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar.

This project was started in 2003 at the request of the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture. Until then, monitoring of undesirable substances in the edible portion of marine catches had been rather limited in Iceland. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. The information will also be utilized in a risk assessment and gathering reference data. This report summarizes the results obtained in 2007 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The monitoring began in 2003 and has now been carried out for five consecutive years. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long-term project which can only be reached through continuous monitoring. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to fill in the gaps in the available data over couple of years. In 2007 data was collected on dioxins, dioxin-like PCBs, marker PCBs, ten different types of pesticides, PBDE, PAH, as well as trace elements and heavy metals in the edible part of fish, fish liver, fish oil and fish meal for feed.

Skoða skýrslu
IS