Fréttir

Aðgerðir fyrir sjálfbær lífhagkerfi í útnorðri

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Pallborð lífhagkerfis í útnorðri (e. West Nordic Bioeconomy Panel)  hefur dregið fram fimm stefnumótandi forgangsmarkmið og lagt til tengdar lykilaðgerðir í því markmiði að efla nýsköpun og sjálfbæra verðmætasköpun innan lífhagkerfis í útnorðri til lengri tíma.

Talið er að þessar lykilaðgerðir séu skynsamar og raunhæfar, næsta skref er að láta þær verða að veruleika. Allir hagsmunaðilar eru því hvattir til að leggja metnað sinn til verksins þar á meðal stjórnmálamenn, ríkisstofnanir og fyrirtæki,. Með því munu samfélögin í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi stuðla að því að ná fram markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

Árið 2015 var Pallborð lífhagkerfis í útnorðri stofnað í því markmiði að leggja til og miðla raunhæfri stefnu til viðhalds og styrkingar lífhagkerfis landanna í útnorðri. Vinnan hefur verið fjármögnuð af Norður Atlantshafs samstarfinu (NORA).

Lífhagkerfið er atvinnustarfsemi sem snýst um vörur og þjónustu sem byggir á lífauðlindum. Það felur í sér nýtingu lífauðlinda og aukna virðisaukningu frumframleiðslu úr lífauðlindum, afurða og notkun hliðarstrauma úr virðiskeðjum lífauðlinda.

Lífauðlindir hafsins gegna lykilhlutverki í lífhagkerfi í útnorðri; Færeyja, Grænlands og Íslands. Hér lífhagkerfið frábrugðið lífhagkerfum margra annarra landa; Löndin í útnorðri eru að miklu leyti háð flutningi lífmassa, unnum að takmörkuðu leyti, t.a.m. frystra sjávarafurða. Möguleikar á verðmætaaukningu aukast með meiri vinnslu og nálægð við markaði. Með meiri vinnslu er einnig hægt að nýta hliðarstrauma, auka nýtingu og skapa störf. Þess vegna er nýsköpun sem eykur vinnslu og framleiðslu á verðmætari vörum sérstaklega mikilvæg í útnorðri. Á sama tíma hafa hár launakostnaður, strábýli og breytingar í lýðfræði áhrif á nýsköpunargetu svæðisins.

Löndin í útnorðri geta lagt sitt af mörkum til aukinnar sjálfbærni í matvælavinnslu og nýtingu, en það krefst fjárfestingar í innviðum í tengslum við matvælaöryggi, sem er forsenda viðskipta með matvæli. Innflutningur matvæla, fóðurs og áburðar til svæðisins gefur til kynna tækifæri til aukinnar sjálfsnægta, einkum með því að nýta sér hliðarvörur á öllum sviðum.

Þau stefnumótandi forgangsmarkmið og meginaðgerðir sem lagðar eru hér til, eru skref í þá átt.

Skýrslu West Nordic Bioeconomy Panel má finna hér.