Fréttir

Bylting í rannsóknum á laxi í hafinu – nákvæm umfjöllun í Fréttablaðinu

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Mörgum spurningum er ósvarað um íslenska laxastofna. Ein þeirra hefur verið hver afföll laxa eru af mannavöldum á meðan hann dvelur í hafinu. Bylting í erfðatækni hefur nú fært vísindamenn nær svarinu. Kristin Ólafsson hjá Matís tekur þátt í þessum rannsóknum og mun doktorsnám hans snúa að íslenska hluta þessa Evrópuverkefnis.

DNA greiningar eru m.a. notaðar í fiskeldi til að velja saman fiska til undaneldis. Þetta getur hraðað kynbótum og aukið varðveislu erfðabreytileikans. Á villtum stofnum eru erfðagreiningar notaðar til rannsókna á stofnum og stofneiningum. Má þar nefna lax, þorsk, leturhumar, síld, sandhverfu, langreyði o.fl. tegundir. Nota má erfðagreiningar við rekjanleikarannsóknir og tegundagreiningar hvort sem um er að ræða egg, seiði, flak úr búðarborði eða niðursoðinn matvæli.

Erfðagreiningar hafa verið notaðar í mannerfðafræði undanfarna áratugi en þessari tækni er nú í vaxandi mæli beitt í dýrafræði og sér í lagi er hún mikilvæg við rannsóknir á villtum sjávarstofnum. Þá er einnig mikilvægt markmið að þróa svipgerðartengd erfðamörk en góð erfðamörk eru grundvöllur árangursríkra rannsókna af þessu tagi.

Matís er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur markvisst byggt upp erfðagreiningar á dýrum.

Umfjöllun Fréttablaðsins má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Kristinn Ólafsson.