Fréttir

Einstakt tækifæri til að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri

Mjög áhugaverð vinnustofa var haldin í húsakynnum Matís í sl. viku. Nordic Innovation (NI) er að vinna að stefnumótun og rannsóknaáherslum á sviði viðskipta og nýsköpunar (e. business and innovation) nálægrar framtíðar og hafa áhuga á að fá frá hagaðilum, s.s. fyrirtækjum, efni og ábendingar um möguleg viðfangsefni og verkefni.

Vert er að geta þess að NI hefur haft þrjú þverfagleg þemu til grundvallar fjármögnun nýsköpunar á Norðurlöndum, sem taka til a) lífhagkerfis eða hringrásarhagkerfis (e. bioeconomy / circular economy), b) heilsu og lífsgæða og b) hreyfanleika, tenginga og flutninga (e. mobility, connections and logistics). Sem liður í þessari stefnumótunar vinnu NI fóru þau þess á leit við Matís að skipuleggja vinnustofu 14. maí síðastliðinn í höfuðstöðvum fyrirtækisins.

Fjölmörg íslensk fyrirtæki sóttu vinnustofuna enda um að ræða einstakt tækifæri til að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri þannig að það verði vinnandi vegur fyrir Íslendinga að sækja í Norræn rannsókna-, viðskipta og nýsköpunarköll þegar að því kemur.