Fréttir

Er repjumjöl góður fóðurgjafi fyrir lax?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Nýlega lauk AVS verkefninu „repjumjöl í fóðri fyrir lax 2“. Markmið verkefnisins var að kanna áhrif innblöndunar á repjumjöli í fóður á vöxt, fóðurnýtingu og efnainnihald flaka hjá laxi.

Gerðar voru tilraunir með 5 tegundir af fóðri með mismunandi hlutfalli af innblönduðu repjumjöli og svo standard fóðri til samanburðar. Upphafsþyngd fiskanna var 350 grömm og stóð tilraunin yfir í átta mánuði en á þeim tíma fjórfölduðu fiskarnir sig í þyngd. Niðurstöður verkefnisins voru fjölmargar, en upp úr stendur að allt að 10% innblöndun repjumjöls í vaxtarfóður fyrir lax virðist ekki hafa mælanleg neikvæð áhrif á vöxt, fóðurnýtingu eða holdgæði smálaxa.

Farið verður með lokaskýrslu verkefnisins sem trúnaðarmál til 1. janúar 2024, en að þeim tíma liðnum verður unnt að nálgast skýrsluna á heimasíðu Matís.

Frekari upplýsingar veita Birgir Örn Smárason hjá Matís birgir@matis.is
og Ólafur Ingi Sigurgeirsson hjá Háskólanum á Hólum olisig@holar.is.