Fréttir

Ferskara gerist hráefnið ekki

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Ásbjörn Jónsson matvælafræðingur hjá Matís fór í eina veiðiferð með fullkomnasta línuveiðiskipi heims þar sem hann hafði hönd í bagga með að framleiða nokkrar spennandi niðursuðuvörur úr afbragsfersku hráefni.

Í Noregi er að finna línuveiðiskipið „Fröyanes“ en þar um borð er stefnt að því að nýta allt hráefni sem inn fyrir borðstokkinn kemur. Lítil niðursuðuverksmiðja er um borð og er markmiðið að nýta til niðursuðu lifur, hrogn, svil, skötubörð og gellur.

Fröyanes er eitt fullkomnasta línuveiðiskip heimsins og því mikill akkur fyrir sérfræðinga Matís að taka þátt í vöruþróun um borð í þessu skipi.

Ferð Ásbjörns voru gerð mjög góð skil í Fiskifréttum 11. apríl sl. (©Mynd af Fröyanes: www.fiskifrettir.is).

Fréttin í Sunnmörsposten laugardaginn 23. mars sl. (opna nr. 10).