Fréttir

Gæði neysluvatns í Heiðmörk

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Mánudaginn 16. maí 2011, kl. 16:00 mun Hrólfur Sigurðsson frá Matís halda meistaraprófsfyrirlestur við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands um verkefni sitt: „Greining mæligagna í gæðaeftirliti kalds vatns“

Meistaraprófsfyrirlestur í matvæla- og næringarfræðideild/Hrólfur Sigurðsson

Hefst: 16/05/2011 – 16:00
Lýkur: 16/05/2011 – 17:00
Staðsetning: Háskólatorgi
Nánari staðsetning: Stofu HT-101

Mánudaginn 16. maí 2011, kl. 16:00 mun Hrólfur Sigurðsson halda meistaraprófsfyrirlestur við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands um verkefni sitt:

„Greining mæligagna í gæðaeftirliti kalds vatns“

Leiðbeinendur: Franklín Georgsson, Loftur Reimar Gissurarson

Prófdómari: Eyjólfur Reynisson

Guðjón Þorkelsson dósent, stjórnar athöfninni.

Ágrip
Viðfangsefni verkefnis er örveru-, efna og eðlisfræðileg gæði neysluvatns í Heiðmörk.  Verkefninu er skipt í þrjá hluta.  Í verkhluta eitt er gerð greining á tiltækum mæligögnum úr opinberu eftirliti og innra eftirliti með vatnsveitu Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu frá tímabilinu 1997 – 2009.  Með úrvinnslu gagnanna var leitast við að svara spurningum um hvort marktækar breytingar hafi orðið á ýmsum örveru-, efna- og eðlisfræðilegum eiginleikum neysluvatnsins á síðustu 13 árum og gerður samanburður við gögn frá fyrri tímabilum.  Í verkhluta tvö var gerð rannsókn á örveru- og eðlisgæðum neysluvatns frá vatnstökusvæði til nokkurra staða í dreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu.  Einnig var sérstaklega gerð rannsókn á mismunandi tegundum ræktunaræta við ákvörðun á heildargerlafjölda.  Tilgangur með þessu var að sjá áhrif dreifikerfisins á gæði neysluvatnsins og sannreyna þær niðurstöður sem komu úr verkhluta eitt.  Í verkhluta þrjú voru bakteríur í neysluvatninu tegundagreindar með sameindalíffræðilegum aðferðum til að fá grunnupplýsingar um örveruflóruna og fjölbreytileika hennar í neysluvatninu frá Heiðmerkursvæðinu.

Nánari upplýsingar veitir Hrólfur Sigurðsson hjá Matís.