Fréttir

Herði G. Kristinssyni, rannsóknastjóra Matís, boðið að sitja í evrópska lífhagkerfisráðinu

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Rannsóknastjóra Matís var fyrir stuttu boðið að setjast í evrópska lífhagkerfisráðið en það er mikill heiður, ekki bara fyrir Matís heldur einnig fyrir íslenskt vísindasamfélag. Matís óskar Herði innilega til hamingju.

Þegar talað er um evrópska lífhagkerfið er átt við matvælaiðnað, fóðurframleiðslu, skógrækt, sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og lífefnaiðnað. Ríki evrópu leggja mikið upp úr því að auka samstarf þeirra sem framleiða, hafa umsjón með og nýta lífrænar auðlindir eða stunda aðra starfsemi byggða á þeim. Er hér átt við greinar eins og matvælaframleiðslu, sjávarútveg, landbúnað, skógrækt, fiskeldi og aðrar skyldar greinar.

Mjög erfitt getur verið að varpa ljósi, með orðum, á hvað lífhagkerfi er. Gott getur því verið að grípa til mynda enda vel þekkt að mynd er á við 1000 orð.

Nánari upplýsingar um evrópska lífhagkerfi og áherslur Evrópuríkja hvað það varðar má finna m.a. á eftirfarandi vefsvæðum: