Fréttir

Hugvitssamleg notkun loðnulýsis – Grein frá Rf í nýjasta tbl. Ægis

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í nýjasta tbl. tímaritsins Ægis er m.a. að finna forvitnilega grein eftir Margréti Bragadóttur, matvælafræðing á Rf, um hugsanlegar leiðir til að nýta loðnulýsi í auknum mæli til manneldis, t.d. í majónes, salatsósur o.fl.

Í grein sinni bendir Margrét m.a. á að loðna sé sú fisktegund sem veiðst hefur í lang mestu magni hér við land, en verðmæti þessa magns hefur hingað til verið lítið miðað við magnið sem veitt er. Loðnan er einkum nýtt til bræðslu í fiskimjölsverksverksmiðjum til framleiðslu á fiskimjöli og lýsi, sem einkum hefur verið notað í dýrafóður.

Þetta hefur verið mörgum þyrnir í augum, því ljóst er að ef hægt er að auka hlutfall loðnuafurða sem færi beint til manneldis, myndi það stórauka verðmæti þess loðnuafla sem veiddur er.

Lesa grein

Nánari upplýsingar:

sími: 8612661 / netfang: margret@rf.is