Fréttir

Hvaða verðmæti felast í matarhefðum Íslendinga?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Ítalska Íslenska viðskiptaráð, í samvinnu við Slow Food samtökin og Matís efna til málþings um gildi staðbundinna matvæla fyrir menningu, ferðaþjónustu og samfélag. Þar flytja starfsmenn Matís, þau Þóra Valsdóttir og Guðjón Þorkelsson, mjög áhugavert erindi: “Sérstaða íslenskra matvæla. Uppruni, gæði, afurðir.”

Miðvikud. 2. júní 2010
Hús verslunarinnar, 14. hæð  kl 15.-17.00 

Slow Food Reykjavik,  Eygló Björk Ólafsdóttir: 
Verkefni Slow Food til verndar og kynningar á upprunalegum, staðbundnum matvælum.
Matís, Þóra Valsdóttir og Guðjón Þorkelsson:
Sérstaða íslenskra matvæla. Uppruni, gæði, afurðir.

Eddu hótelin, Friðrik V. Karlsson:
Gamla skyrið í nýju eldhúsi

EG Fiskverkun, Flateyri, Guðrún Pálsdóttir:
Vestfirskur harðfiskur – saga og sérstaða  

Slow Food hreyfingin fæddist á Ítalíu 1989 og hefur gegnt stóru hlutverki í varðveislu, endurvakningu og nýtingu staðbundinna matvæla um heim allan. Hugmyndafræði samtakanna er að maturinn sé góður, hreinn  og sanngjarn – hvaða verðmæti geta skapast á Íslandi við að fylgja þessari stefnu?  Varpað verður ljósi á leiðir innan Evrópusamstarfsins og Slow Food til að viðurkenna matvæli út frá uppruna, gæðum og hefðbundnum vinnsluaðferðum. 

Nánari upplýsingar veita Þóra Valsdóttir, thora.valsdottir@matis.is, og Guðjón Þorkelsson, gudjon.thorkelsson@matis.is.

Skráning hjá Kristin@chamber.is