Fréttir

Hvernig bragðast lax sem étur skordýr?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í dag fer fram formleg smökkun á eldislaxi í húsakynnum Matís ohf. Það sem gerir þennan lax sérstaklega áhugaverðan er að hann var alinn á fóðurblöndu sem inniheldur skordýr.

Í verkefninu Metamorphosis, sem er leitt af Birgi Erni Smárasyni hjá Matís, er unnið að því að breyta lífrænum úrgangi í verðmætt hráefni til að nýta í fiskeldisfóður. Skortur á próteinríku fóðri hefur kallað eftir nýjum lausnum til að mæta vaxandi eftirspurn iðnaðarins. Yfir helmingur allra fisktegunda er nú ræktaður með fiskeldi og er líklegt að framleiðslan muni tvöfaldast á næstu 15 árum.

Rannsóknir hafa sýnt að skordýr henta mjög vel í fóðurframleiðslu fyrir fisk, en margar skordýrategundir hafa þann eiginleika að geta breytt lífrænum úrgangi í fæðu sem er rík af fitum og próteinum. Verkefnið skoðar sérstaklega þróun á nýju fóðurhráefni sem unnið er úr skordýrum sem hægt væri að nýta til að bregðast við auknum próteinskorti í Evrópu með sjálfbærum hætti.

Nú fer þessu rannsóknarverkefni senn að ljúka og það eina sem er í raun eftir er athuga hvernig eldislax sem hefur verið fóðraður með þessari nýstárlegu fóðurblöndu smakkast.

Verkefnið er styrkt af EIT Food .