Fréttir

Keppni í nýsköpun vistvænna matvæla 2016 – kallað eftir keppnisliðum

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Ecotrophelia Ísland er keppni meðal háskólanemenda í þróun vistvænna matvæla. Keppnin felst í að þróa markaðshæf, vistvæn matvæli eða drykki. Keppnin er haldin árlega í síðari hluta maí.

Nú stendur yfir skráning nemendahópa sem vilja taka þátt í keppninni í ár. Í hverjum hópi mega vera tveir til tíu nemendur, skráðir í nám á háskólastigi. Þeir mega vera úr hvaða námsbraut sem er en æskilegt að einhver í hópnum hafi þekkingu á matvælum. Nemendur mega ekki vera orðnir 35 ára. Sigurliðið hlýtur vegleg verðlaun og rétt til að taka þátt í alþjóðlegri keppni, Ecotrophelia Europe, https://eu.ecotrophelia.org/en/about-us , í París í október.

Leiðsögn við þróunarferlið

Þegar hóparnir hafa skráð sig til leiks fá þeir aðgang að kennsluefni á netinu sem leiðbeinir þeim um alla þætti sem viðkoma þróunarferlinu. Hópunum verður útveguð aðstaða til verklegra prófana.

Frestur til að skila skráningu er til 31. janúar 2016.

Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir og til hennar sendist skráningarnar í keppnina: gunnthorunn.einarsdottir@matis.is