Fréttir

Könnun á viðhorfi og fiskneyslu Íslendinga – vinningshafar

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Könnun á viðhorfi og fiskneyslu Íslendinga hófst 12. júní síðastliðinn og lauk 14. júlí. Könnunin sem er styrkt af Rannsóknarmiðstöð Íslands náði til fólks á aldrinum 18-80 ára og fór fram á netinu.

Þáttökuboð voru send til 4000 manna sem voru valin úr handahófi úr þjóðskrá og viðkomandi boðið að taka þátt í könnuninni. Þátttaka í könnuninni stóðst ekki væntingar, en glæsilegir vinningar voru í boði fyrir heppna þátttakendur.

Fiskneysla Íslendinga var lengi vel sú mesta á Norðurlöndunum, og hefur hún verið tengd langlífi og góðu heilsufari landsmanna. Rannsóknir hafa þó sýnt að fiskneysla hefur minnkað mikið undanfarin ár, sérstaklega hjá ungu fólki.

Rannsóknin er samstarfsverkefni Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, Háskóla Íslands og Matís.

Vinningshafar voru dregnir út í dag og eru vinningshafar gefnir upp hér að neðan. Til að nálgast vinningana vinsamlegast hafið samband við Dagnýju í síma 422-5179, virka daga milli klukkan 9 og 15.

 Vinningar:  Kóði  vinningshafa:
Hótel RangáSvíta og morgunmatur fyrir 2NVYGD
 World ClassAðgangur fyrir 2 í baðstofunaBUGDU
 Dill RestaurantÚt að borða fyrir 2IAEQT
 Nóatún10.000 kr inneignNSUKM
 Gallerý fiskur2 x Út að borða fyrir 2DCEPI
NQXPP
 FiskmarkaðurinnÚt að borða í hádeginuHINVK