Fréttir

Könnun um heilsufullyrðingar: Skilafrestur framlengdur

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Íslendingar taka þátt í umfangsmikilli samnorrænni könnun á viðhorfum fólks í Evrópu til heilsufullyrðinga á matvælum. Niðurstöður könnunarinnar verða nýttar í tengslum við nýja reglugerð um heilsufullyrðingar í matvælum sem nú er að taka gildi innan Evrópusambandsins. Matís (Matvælarannsóknir Íslands) annars framkvæmd könnunarinnar hér á landi.

Könnunin, sem er rafræn og er styrkt af svonefndum NICe sjóð, nær til um 2.500 manns hér á landi. Ákveðið hefur verið að framlengja frest sem fólk hefur til þess að skila svörum fram til miðjan júlí vegna álags sem hefur orðið vegna mikils áhuga fólks í Evrópu á þátttöku í könnuninni um Netið.

Færst hefur í vöxt að matvæli sé merkt með svonefndum heilsufullyrðingum. Það geta verið fullyrðingar um næringarinnihaldi matvæla, t.d. fitusnautt, kólesterólfrítt, hitaeiningasnautt og um áhrif neyslu einstakra matvæla á heilsu neytenda. Markmiðið með könnuninni er að kanna hug fólks til heilsufullyrðinga og hvernig það skilur mismunandi heilsufullyrðingar á matvælum.

Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í öllum löndunum, sem og matvælafyrirtækjum, neytendasamtökum og yfirvöldum. Ekki er ljóst hvenær könnunin tekur gildi á Íslandi en ennþá er verið að safna saman fullyrðingum sem fara á svonefndan á jákvæðan lista reglugerðarinnar þ.e. lista yfir leyfilegar fullyrðingar.