Fréttir

Viðburðir

Kynning á styrkjum og möguleikum sjóðakerfis og stuðningi þess við rannsóknir og nýsköpun í matvælaiðnaði

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Á fimmtudaginn, 4. febrúar, fer fram sérstök kynning í Breið nýsköpunarsetri á Akranesi á styrkjum og möguleikum sjóðakerfis í tengslum við rannsóknir og nýsköpun í matvælaiðnaði.

Jónas R. Viðarsson, sviðsstjóri hjá Matís, heldur kynninguna, en Matís hefur unnið með fjölda fyrirtækja og stofnana að alls kyns nýsköpunarverkefnum og fjármögnun þeirra. Farið verður yfir fjármögnunartækifæri í sjóðum til matvælarþróunar og þá aðstoð sem fyrirtæki geta fengið í ferlinu.

Kynningin fer sem fyrr segir fram í Breið nýsköpunarsetri á Akranesi, fimmtudaginn 4. febrúar klukkan 12:00. Áhugasamir eru beðnir um að senda staðfestingu á breid@breid.is.