Fréttir

Lífræn mysa – ný viðbót á snyrtivörumarkaði?

Tengiliður

Halla Halldórsdóttir

Gæðastjóri rannsóknastofa

halla.halldorsdottir@matis.is

Í Matís er unnið að verkefninu „Heilandi máttur lífrænnar mysu“. Markmið verkefnisins er að finna leið til að nýta vannýtta auðlind á sjálfbæran hátt, þ.e. íslenska lífræna mysu í húðvörur. Vonir standa til að rannsóknin leiði til aukins verðmætis mysu og að um leið minnki náttúruspjöll þar sem þessi afurð færi annars mikið til í sjóinn.

Verkefnið felur í sér mikið nýnæmi, en eiginleikar lífefna úr mysu verða sérstaklega skoðuð m.t.t. húðheilsu. Snyrtivörur sem innihalda lífefni úr íslenskri lífrænni mysu myndu verða alveg ný viðbót á snyrtivörumarkaði.

Verkefnið stendur yfir í apríl – desember 2018 og er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.  

Faglegur leiðtogi verkefnisins er Rósa Jónsdóttir og tengiliður er Halla Halldórsdóttir. 

IS