Fréttir

Matís á sænska orkuþinginu í Stokkhólmi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís hefur verið virkt nú um nokkurt skeið í orkulíftækni og hefur sviðið Líftækni og Lífefni hjá Matís fengið styrki frá ýmsum aðilum til að leita að sérstökum ensímum og örverum sem nýta má í orkulíftækni.

Nú eru í gangi verkefni styrkt af Tækniþróunarsjóði og Nordic-Energy sjóðnum til að finna og endurbæta hitakærar örverur með erfðatækni til framleiðslu á etanóli úr lífmassa.  Lífmassinn inniheldur fjölsykrur eins og sellulósa og xylan sem hefðbundnar gerjunarbakteríur er ekki færar um að nýta en slíkur lífmassi fellur til í iðnaði og landbúnaði í miklum mæli og er vannýttur í dag.  Hitakærar örverur get brotið og gerjað slíkan lífmassa niður og markmiðið með vefefninu er að gera þær öflugri, m.ö. o. arðbærar.

Í byrjun þessa árs fékk Matís og Háskólinn í Lundi stóran styrk frá sænska rannsóknasjóðnum FORMAS til viðbótar áðurnefndum styrkjum til að þessa verkefnis.  Í framhaldi af því var Matís boðið að kynna verkefnið á sænska orkuþinginu

Þingið er árlegur viðburður í Svíþjóð með yfir 500 fyrirlestrum sem snerta öll svið orkunýtingar og öflunar.  Verkefni Matís fékk  góð viðbrögð og þess má geta að bás FORMAS skartaði meðal annar stórri mynd af hverasvæði sem var eins konar tilvitnun í verkefni Matís.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Óli Hreggviðsson, gudmundur.o.hreggvidsson@matis.is.