Fréttir

Matís gefur………blóð!

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Fyrir nokkur mætti Blóðbankabíllinn til Matís að Vínlandsleið 12 í Reykjavík.  Starfsfólk Matís tók vel við sér og tæplega helmingur starfsamanna í Reykjavík (28 einstaklingar) gaf blóð þennan morguninn.

  • Blóðbankinn, sem er eina sérhæfða stofnunin á sínu sviði í landinu, tekur við blóði heilbrigðra einstaklinga til hjálpar sjúkum.
  • Þeir sem koma til greina sem blóðgjafar eru á aldrinum 18 til 60 ára, yfir 50 kíló, heilsuhraustir og lyfjalausir.
  • Blóðbankinn er opinn alla virka daga og hefur hann einnig yfir að ráða blóðsöfnunarbíl sem safnar blóði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannabyggðum

Fjöldi fólks gefur blóð í Blóðbankann en framlagið er ómissandi fyrir ýmsa starfsemi á sjúkrahúsum. Þá getur fólk fyllt út kort vegna líffæragjafa eftir andlát og gengið frá lífsskrá, skjali sem geymir óskir fólks varðandi lífslok.