Fréttir

Matís í Mósambík: Fjölda íbúa tryggt öruggt neysluvatn

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Eftirlitsstofnun í sjávarútvegi í Mósambík getur nú tryggt íbúum þriggja borga öruggt neysluvatn og eflt gæðaeftirlit í matvælaframleiðslu að loknu námskeiði Matís í örverumælingum þar í landi.

Tveir starfsmenn Matís, Franklín Georgsson og Margrét Geirsdóttir, héldu námskeið í borgunum Maputo, Beira og Quelimane á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) í lok síðasta árs til þess að þjálfa sérfræðinga og starfsfólk rannsóknastofa stofnunarinnar í örverumælingum á vatni. Í kjölfarið verður hægt að bjóða áreiðanlegar gæða- og öryggismælingar á vatni fyrir matvælaframleiðslu auk þess að tryggja fjölda íbúa öruggt neysluvatn.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur á undanförnum árum stutt stjórnvöld í Mósambík við uppbyggingu opinbers gæðaeftirlits í sjávarútvegi og eru rannsóknastofurnar og þjálfun starfsmanna þeirra hluti af því samstarfi.

Nánar um matvælaöryggissvið Matís.