Fréttir

Matís með góðan fund um síldarstofna í Norður-Atlantshafi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

27. janúar sl. var haldinn góður fundur í höfuðstöðvum Matís að Vínlandsleið 12 í Reykjavík. Þar komu saman margir af helstu sérfræðingum Norðurlandanna um síld og síldarstofna Norður-Atlantshafsins.

Fundurinn var hluti af verkefninu HerMix sem styrkt er af Ag-Fisk sjóðnum. Þátttakendur í verkefninu eru frá 7 stöðum.

  • Matís (Icelandic Food and Biothech R&D), Reykjavík, Iceland
  • Marine Research Institute (MRI), Reykjavík, Iceland
  • Faroese Fisheries Laboratory (FFL), Torshavn, Faroe Islands
  • University of the Faroe Islands (UFI), Torshavn, Faroe Islands
  • Institute of Marine Research (IMR), Bergen, Norway
  • Sildarvinnslan hf (SVN), Neskaupstaður, Iceland
  • The National Institute of Aquatic Resources (DTU-Aqua), Lyngby, Denmark
IMG_1035

Markmið verkefnisins er að geta aðgreint síldastofna í Norður-Atlandshafi með erfðafræðilegum aðferðum og kanna breytileika í efna- og vinnslueiginleikum afurðarinnar.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hjörleifsdóttir, sigridur.hjorleifsdottir@matis.is.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.